Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLADIÐ mm, -79*0 - iin,," WC skípta niáLL Magnarl: 2 x 50W rns útvarp neð 24 stöðva mlnnL þrlggja dlska spllarl TVöfalt segulband Hátalarar tvCsklptlr: 8ow pouer bass Magnarl: 2 x íoow rms útvarp með 24 stöðva mlnnl brlggja dlska spLLarL TvöfaLt seguLband HátaLarar tvLskLptLr: i20w pouer bass pauer MagnarL 2 x 120W rms útvarp með 24 stöðva mLnnL 26 dLska spLLarL TvöfaLt seguLband HátaLarar tvískLptLr: 150W pouer bass pauer i E5 § es;>-v manMl fci, ^4' IS«^íí35?^Í>Íl Drengjakór Laugarneskirkju Sumir hafa verið í kórnum frá upphafí Friðrik Kristinsson A KVÖLD, miðviku- daginn 16. desember, verða í Seltjarnarnes- kirkju jóla- og útgáfutón- leikar Drengjakórs Laug- ameskirkju. Friðrik S. Kristinsson er stjórnandi kórsins. „Drengjakór Laugar- neskirkju var stofnaður haustið 1990 og hann var og er eini drengjakór landsins. I byrjun voru fimmtán drengir í kórn- um en hann hefur stöðugt vaxið og nú eru kórfélag- arnir orðnir þrjátíu og fimm.“ - A hvaða aldri eru pilt- arnir? „Drengirnir í kórnum eru á aldrinum átta til fjórtán ára og meðal kór- félaga eru piltar sem hafa sungið í kórnum frá upphafi, eða í níu ár. Þeir eru nú komnir í eldri deild- ina eins og við köllum þann kór. Þetta er þriðji veturinn sem sá kór er starfræktur og í honum era átta piltar á aldrinum 17-19 ára.“ - Hvernig er starfí kórsins háttað? „í hverjum mánuði kemur kór- inn reglulega fram við guðsþjón- ustur í Laugarneskirkju. Auk þess hefur hann haldið bæði jóla- og vortónleika og síðan kemur hann fram við önnur margvísleg tækifæri.“ I því sambandi segir Friðrik að megi nefna að kórinn kom fram í jólamessu biskups ís- lands í sjónvarpinu árið 1991, hann kom fram hjá forseta ís- lands á Bessastöðum sama ár, á aðventutónleikum með Karlakór Reykjavíkur árið 1995 og á Evr- óputónleikum ríkisútvarpsins árið 1997. Hann segir að drengjakórinn hafi verið gestgjafi nokkurra er- lendra drengjakóra og annað- hvert ár fer kórinn utan í söngför. „Þess á milli förum við um landið og höldum tónleika. I sumar fór- um við til Englands og fyrir tveimur árum var ferðast um Sví- þjóð og Danmörku." - Er auðvelt að fá stráka til að syngja í kór? „Já, það er nægilegt framboð af piltum sem vilja syngja í kór og það komast færri að en vilja. Við höfum miðað við að hafa ekki fleiri en 35 drengi í kórnum. - Hvernig lög syngur kórínn ? „Drengjakórinn er fyrst og fremst kirkjukór og syngur því marga sálma og lofsöngva. Þar fyrir utan má segja að allt sé tekið fyrir og kórinn syngi allt frá Bach og að Bítlunum.“ Friðrik segir að strákarnir syngi flest lög í þriggja radda út- setningum en í blönduðum kór eru lögin venjulega sungin í fjórum rödd- um. „Þegar eldri kór- inn syngur með okkur syngjum við í fjögurra radda útsetningu.“ - Æfír kórínn mikið í viku hverrí? „Við æfum tvisvar í viku í Laugarneskirku og höldum svo aukaæfingar ef eitthvað stendur til eins og jólatónleikarnir í kvöld. Að baki kórnum stendur öflugt foreldrafélag og kórstarfið myndi aldrei ganga svona vel ef for- eldrastarfsins nyti ekki við. Auk þess styður Laugarneskirkja vel við bakið á piltunum.“ -Hvað ætlið þið að syngja á tónleikunum í kvöld? ►Friðrik Kristinsson er fædd- ur í Stykkishólmi árið 1961. Hann tók söngkennarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1987. Friðrik hefur starfað sem söngkennari og söngstjóri und- anfarin 9 ár og verið söng- stjóri Snæfellingakórsins, Karlakórs Reykjavíkur og Drengjakórs Laugarneskirkju. Eiginkona hans er Þórdís Helgadóttir hárgreiðslumeist- ari og eiga þau 2 dætur. „Fyrri hluta tónleikanna flytj- um við eingöngu lög af nýja disk- inum okkar og eftir hlé verðum við með jólatónlist á dagskrá.“ - Er þetta í fyrsta skipti sem kórínn syngur inn á geisladisk? „Nei, við höfum gert þetta einu sinni áður. A þessum geisladiski kennir ýmissa grasa. A honum syngur kórinn til dæmis verk eft- ir íslensk tónskáld eins og Te De- um eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Þá er að finna á honum Vínarljóð eftir Frans Schubert en titillag kórsins er úr Vínarljóðinu og heitir Hvað vitið þið fegra?“ Friðrik segir að strákarnir sjmgi líka dúetta og einsöng. „Við erum líka með tvö ensk þjóðlög á diskinum sem við sungum í Englandi í sumar. Það má segja að þetta sé tónleikadiskur því á honum er efnisskráin sem við fór- um með til Englands í sumar. Undii-leikari á tónleikunum í kvöld er Peter Máté,“ - Hvað er framundan hjá kórn- um? „Við höfum að undanfórnu ein- beitt okkur að því að æfa fyrir tónleikana sem verða í kvöld í Seltjarnarneskirkju. 19. desem- ber næstkomandi ætlum við að syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands á jólatónleikum hennar. Þá syngur kórinn við messu í Laugarneskirkju klukkan 18 á aðfanga- dagskvöld. Á nýju ári föram við svo að æfa dagskrá fyrir vorið en þá er meiningin að halda í ferðalag um landið okkar og halda tónleika.“ Tónleikar Drengjakórs Laug- arneskirkju verða að þessu sinni haldnir í Seltjarnarneskirkju eins og komið hefur fram. Friðrik seg- ir að með því að prófa að halda tónleikana í öðru húsnæði en Laugarneskirkju kynnist strák- arnir því að syngja annars staðar en á heimavelli. Tónleikarnir sem hefjast klukkan 20.30 eru öllum opnir og verður miðasala við inn- ganginn. Jóla- og út- gáfutónleíkar í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.