Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sveinn Ólafsson kveður æskuárin NÝJASTA verk Friðriks Erlings- sonar rithöfundar er skáldsagan Góða ferð, Sveinn Olafsson, sem komin er út hjá Iðunni. Titill bókarinnar vísar til aðalsögupersónu hennar, sem segir frá í fyrstu persónu. Sveinn Olafsson er 13 ára gamall og býr hjá einstæðri móður sinni, en fað- ir hans er vélstjóri á varðskipinu Tý og hefur takmarkaðan tíma til að sinna syni sínum, m.a. vegna langrar útivistar. Sveinn þarf að takast á við söknuðinn vegna íjar- vista pabba síns, sektarkenndina vegna fjarveru í skóla, viðkvæmt kynþroskaskeiðið, samband sitt við móður sína, skilningslausa kennara og truflandi kynnánd sautján ára frænku sinnar. Friðrik fékk hugmyndina að sögunni skömmu eftir að hann lauk við Benjamín dúfu fyrir sex árum og segir að sagan af Sveini Ólafssyni sé annar hlutinn af þrennu, sem sé uppvaxtar- og þroskasögukenndur sagnabálkur, þótt persónurnar séu aldrei hinar sömu og ekki megi líta á sögurnar sem framhaldssögur. Bálkurinn verður fullgerður í næstu bók Friðriks, sem hann er að skrifa núna. „Efnislega eru sögurnar ekki tengdar, en það má segja að þær séu fyrst og fremst hugmynda- fræðilega tengdar. Þetta eru þroskasögur, sem leggja áherslu á innra h'f aðalpersónanna, en annað eiga þær fátt sameigin- legt,“ segir Friðrik um sagnabálk- inn. - Hví er sagan látin gerast árið 1976, eins oggefið er til kynna með samtímaatburðum? „Mér fannst þægilegt að nota tíma, sem ég þekki vel sjálfur. Einnig gef ég frásögninni meira frelsi með því að tímasetja hana í ákveðinni fortíð. Þó gegnir fortíðin ekki öðru hlutverki en því, að vera rammi utan um sög- una sem felur í sér ýmsa atburði, sem eiga að styðja við reynslu- heim Sveins Ólafssonar." - Sagan befur líka hárfínan erótískan undirtón, enda væri það svindi að sleppa kynferðishug- leiðingum úr þegar þrettán ára strákur tjáir hugarheim sinn, eða livað? „Vissulega, því það er ekki síst kynhvötin sem er að vakna á þess- um aldri, en hins vegar fylgir kynferðisþroski fólki fram eftir öllum aldri.“ - Tíminn, sem líður innan sög- unnar á 240 síðum hennar er ekki nema örfáar vikur í lífi Sveins. Hins vegar kemur það þannig út að lesandi fær mikinn tíma til að skoða líf Sveins á nákvæman hátt og kynnist honum þar af leiðandi vel. Var þetta kannski tilgangur- inn? „Ja, mér fannst þetta eina leiðin til að tjá hina sterku upplif- un Sveins á umhverfi sínu. Mér fannst þessi aðferð taka vel utan um kraftinn í upplifuninni í stað þess að vera með lengri sögutíma. I sögunni er fjallað um það hvernig er að breytast úr barni í fullorðinn og það er alls ekki bara eitt þrep, heldur gerist það á mörgum plönum og á mismunandi tímum. Þannig getur maður verið afskaplega þroskaður á einu plani og vanþroskaður á öðru.“ - Sautján ára frænka Sveins kemur snögglega inn í líf hans án þess að hann hafi óskað eftir þvi Friðrik Erlingsson og þeim kemur illa saman í upp- hafi. Er henni ekki stillt upp sem einskonar prófi í tilfinningalegri karlmennsku Sveins? „Tilkoma hennar verður til þess að hann þarf að takast á við eitt og annað, því hún setur af stað áður óþekktar tilfínningar hjá honum, sem hann þarf engu að síður að Iæra á. Frænka hans gegnir í raun sama hlutverki í lífi Sveins og aðrar aukapersónur, þ.e. að reyna á hann og fá hann til að draga ályktanir og þroskast af því. Það gengur hins vegar ekki alltaf átakalaust." AÐ er stór ljósmynd á forsíðu Moggans. Það er mynd af litlu svörtu barni í faðmi hvítrar hjúkrunai’konu. Við hliðina á hjúkr- unarkonunni er móðir barnsins, hún er svört og grindhoruð eins og bam- ið og krýpur í sandinum við hliðina á hjúkrunarkonunni og heldur utan um smáa, máttlausa fingur. Hvíta hjúkrunakonan vefur bamið örmum og þrýstir því að barmi sínum. Hjúkrunarkonan er sorgbitin vegna þess að barnið er að deyja á meðan ljósmyndarinn smellir af. Börnin í Afríku svelta og ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa þeim. En það eru börn hér á landi, sem svelta líka, kannski ekki úr hungrí, ekki vegna uppskerubrests og þurrka eða flóða eða styrjalda. Þó svo að hung- urdauði sé hryllilegur þá deyja böm- in í Afríku þrátt fyrir allt fallega, vegna þess að þau deyja í faðmi ein- hvers. Hér deyja börn án þess að nokkur taki eftir því, og þau deyja án þess að gefa frá sér minnsta hljóð. Þau deyja inni í sér, en líkam- inn lifir áfram, dæmdur til vaxa og þroskagt, neyddm- til að láta líta út fyrh- að allt sé í lagi á meðan rykfall- ið lík sálarinnar þornar upp hið innra einsog múmía í gi-afhýsi sem sandur eyðimerkurinnar hefur hulið fyi’ir löngu síðan. Og allh- brosa og láta sem þeir sjái ekki neitt, einsog allt sé eðlilegt og sjálfsagt. Og börnin fá það sem hugurinn girnist. Nema þetta eina sem skiptir öllu máli. Hvers vegna þorir enginn að mola grafhýsið niður og taka barnið sitt í fangið? Eg vildi að ég gæti látið alla foreldra heimsins taka börnin sín í fangið og segja: Eg er hjá þér meðan þú ert lítill og ég er hjá þér meðan þú verður stór, ég er alltaf hjá þér, dag og nótt, í svefni og vöku, vegna þess að þú ert hluti af mér, þú ert barnið mitt. Og þegar sá tími kemur að ég verð ekki lengur hjá þér þá skaltu vita að ég hef elskað þig hvað sem þú gerir og segir, og ég mun elska þig svo lengi sem jörðin snýst. tír Góða ferð, Sveinn Ólafsson Nýjar bækur • SJIJKDÓMAR og dánarmein ís- lenskra fornmanna er eftir Sigurð Samúelsson. I kynningu segir að í fyrsta sinn sé gerð tilraun til læknisfræðilegrar greiningar á sögupersónum í fornsögunum eft- ir nútíma læknis- fræðilegri þekk- ingu á heilsteypt- an máta. Hér sé á ferðinni stór- merk greining læknis, sem jafn- framt er mikill áhugamaður um íslenskar fornsögur, á sjúkdómum, kvillum og dauðsfóllum í fornsögun- um. Ennfremur segir að ástæða þyki til að benda á, að sumar lýsing- ar íslenskra fornrita á sjúkdómum og dánarorsökum megi telja þær fyrstu sem skrásettar eru í heims- bókmenntum. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 264 bls. Verð: 3.200 kr. • UIl Þegjandadal er fimmta ljóða- bók Hjartar Pálssonar. I kynningu segir: „Margt verður skáldinu að yrkisefni; ljúfar stemmningar, hugrenningar um það sem var og áleitnar hugsanir um nútímann. Hvert liggur leiðin?" Hjörtur Páls- son hefur einnig fengist mikið við þýðingar og önn- ur ritstörf og liggur eftir hann mikill fjöldi þýðinga, jafnt skáldsagna þekktra höfunda sem ljóða erlendra skáldabræðra sinna. Útgefandi er Iðunn. Bókin er 48 bls., prentuð í Prisma-Prentbæ ehf. Verð: 2.800 kr. Sigurður Samúelsson V egvísar BÆKUR llnj»l ingabæknr HJÁLP! VIÐ ERUM ÁSTFANGIN Þýtt og staðfært af Katrínu Gunnars- dóttur. Myndir: Adan. 192 síður. ÉG ER Á LEIÐINNI "* Þýðandi: Þorsteinn Thorarensen. Myndir: Mogens Remo. 112 síður. MAMMA ER ALLRA BEST Þýtt og staðfært: Björk Bjarkadóttir. 128 síður. Filmugerð allra bókanna: PMS Súðarvogi. Prentun: Singapore. Utgefandi: Fjölvi/Vasa. HÖFUNDUR bókanna er háðfuglinn og sagnameistarinn danski Willy Breinholst. Af skarp- leik sínum dró hann þá ályktun, eftir skólalærdóm og lífsins glímutök, að brenglað gen þjái mannskepnuna, valdi henni alvarlegum sjúkdómi á táningsaldri, og hún losni ekki við hann, fyrr en í kaidri gröf. Sjúkdóm- inn kallar hann ÁST. Ef draga má ályktanir af orðum, þá virðist spek- inga hafa grunað þetta snemma. Til dæmis segir látið skáld: „Ástin þjáir ýmsa menn eins og þrálát kveisa“, og eftir franska spekingnum J.J. Rousseau hefír höfundur bókar: ,jUlar ástarsögur enda annaðhvort vel, með því að söguhetjurnar taka saman, eða enn betur með því að þær taka ekki saman.“ Ekki man eg betur en þennan speking hafi menn lagt í mold 1778. Svo alvarleg er þessi veiki, að sögn Breinholst, að fólk hreinlega missir vitglóruna, þekkir ekki sundur svefnskála og lyftu; ekki sannleik frá lygi; veður áfram með lokuð augu, eins og það sé statt í blindhríð, - lendir uppi í rúmi, og fer fram úr á veginn upp að kirkju. Frá þessu seg- ir höfundur í fyrstu bókinni, rekur marga veikindasöguna, og hvernig fólk brást við. Milli sagna, svona til að þurrka tár, eru magnaðar skrýtl- ur, - listilega myndskreyttar, öllu hugsandi fólki undirstrikuð áminn- ing um að leita læknis, þá sjúkdóms- ins verður vart. Nú, ekki fara allir eftfr ráðlegg- ingum mannvinarins, og því segir hann framhald sögu, það er þá „neðri hæðin“ hefír verið leigð. Leigutakinn, fóstrið, þetta undur, sem staðhæfír, að það eigi heimsmet í vaxtarhraða, segir sögu, allt frá því það leggur hæðina undir sig, þar til því er hent út. Eins og ungra er sið- ur, þá er það óragt við að tjá sig um hitt og þetta: Væntanlega foreldra, - asnalegt háttalag þefrra, er þau þykjast ein, sveiflum þeirra milli dýpstu sælu og örvæntingar biðar- innar; þá þau gleyma leigutakanum, fylla stofu hans alls konar ólyfjan. Starfsfólki mæðraeftirlitsins er lýst, og mörgu, mörgu öðru. Til að auðvelda lesanda skilning, hefír fóstrið fengið listamann til að myndskreyta efnið, og sá hefh- sann- lega af kunnáttu og færni leyst verk sitt. Ekki gleymir Breinholst hvít- voðungnum í furðuheimi manna. Rit- ar því leiðbeiningabók handa öllum foreldrum. Enginn þekkir langanir og þrár barnsins betur en barnið sjálft, því skráir höfundur aðeins nið- ur leiðbeiningar þess og vizku. Ur verður fróðleikur, ómissandi öllum, sem eiga bai-n á fyrsta ári, nánar greint, á aldurskeiðinu frá vöggu til fyrstu skrefa og orða. Bráðsnotrar myndir skýra efni. Höfundur veit vel, að um þessi efni hafa þykkir doðrantar verið skráðir, - flestir af „fræðingum“, því getgátur einar. Hér er ausið af þekk- ingarbrunni reynslunnar, - og ein- lægni barnsins, úr verða því þrosk- andi bækur. Allir hafa þýðendurnir lagt sig fram við verk, tekizt vel, staðfært margt, ja, allt sem hægt er. Það er ekki lítill vandi að fanga fyndni á blað, enn meiri að snai'a henni af einni tungu á aðra. Þetta eru bækur fyrir ungt, heil- brigt fólk. Sig. Haukur Sögur af sönnum hetjum UT er komin síðasta sagan í bókaflokknum um Sossu, Sossa sönn hetja, eftir Magneu frá Kleifum. Fyrri bækurnar hlutu athygli og nutu viðurkenninga og verðlauna. Sossubækurnar fjalla um lífsbaráttu alþýðufólks í byrjun aldarinnar. Frásagnir þeirra eru mjög raunverulegar og stundum er eins og höfundur- inn hafi sjálfur lifað þá tíma og þau harðindi sem þar er sagt frá. „Já, ég held að þetta sé nokkuð raunsæisleg saga,“ segir Magnea frá Kleifum, „þó ég hafi að vísu ekki lifað þessa tíma sjálf! Sagan gerist á tímabilinu frá síðustu aldamótum og fram til 1918. Sossa er að verða fullorðin kona en er ekki eins og venjulegar stelpur þess tíma. Hún vill ekki giftast og lenda í fátækt og basli. Hún vill eitthvað annað, en veit ekki hvað! Ætli það hafi ekki gilt um margar konur á þessum tím- um? Ég hugsa það! Þó ég hafi ekki Iifað þessa tíma, upplifí ég það samt þannig að ég hafi lifað þá! Þetta streymir inní hugann frá undirmeðvitundinni og ég þarf ekki að lesa mér til, þetta kemur bara. Ég ræð ekki einu sinni nöfnunum á persónunum." Eru þetta þá boð frá undir- meðvitundinni eða skyggnilýs- ingar kannski? „Nei, ég er ekki skyggn! En stundum finnst mér sögurnar birtast mér eins og ég sé að horfa á gamla kvikmynd. Þá er bara að horfa og skrifa! Sossa kom til mín eftir að ég hafði ver- ið mjög veik. Síðan birtust per- sónurnar ein af annarri og sagan varð til. Eins og ég sagði áðan var þetta eins og að horfa á gamla kvikmynd. Ég sá fátækt- ina fyrir mér, þó ég sjálf þekki ekki í raun og veru lífíð sem lýst er í Sossubókunum. En ég er sannfærð um að þetta allt hefur einhvern tíma gerst, bara ekki á þessum tíma eða þessum stað.“ Gerast allar Sossubækurnar á Ströndum? „Já, þó ég sé búin að búa hérna í Eyjafirðinum í nærri fimmtíu ár, er ég og verð alltaf Strandamaður. Ég kemst aldrei út fyrir Strandasýsluna þegar ég skrifa. Sossa er lík mér. Ég átti svona sterka trú eins og hún. Trúin er mitt haldreipi í lífinu, án hennar yrði allt einskisvert! Börn í dag skortir þessa heitu trú.“ Þú hefur skrifað skáldsögur fyrir fullorðna líka! „Já, en þær voru víst ekki nútímalegar í viðhorfum! Ég var alltaf að skrifa um þennan sterka mann sem ef til vill er hvergi til nema í draumum. Ég ólst upp við sterka föðurímynd. Faðir minn var eins og klettur og ég var sennilega alltaf að skrifa um hann.“ Sögurnar um Sossu hafa hlotið góðar viðtökur. Hvetur það þig ekki til áframhaldandi ritstarfa? „Við kveðjum Sossu í þessari bók. Hún nær ekki lengra hjá mér. I lok sögunnar kveðja aðalpersónurnar tvær ísland, en þau koma bæði aftur heim. Það er ég viss um! Ég hef aldrei litið á mig sem skáldkonu, heldur endursegi ég bara það sem ég sé og þarf ekkert nema tíma, blað og penna. Áður fyrr voru það stolnar stundir af nætursvefnin- um sem fóru í þetta. Ég átti stóra Qölskyldu, svo það var nóg að sýsla. En þetta er einhver ástríða sem maður losnar ekki við! Ég er ósköp ánægð ef einhver nennir að lesa bækurnar mínar. Þetta er dálítið líkt því að senda börnin sín út í heiminn. Maður er ósköp ánægður ef þeim vegnar vel!“ Hann græddi ekki annað á því en að nú ákváðum við að gera honum einhverja glennu þegar tækifæri gæfist og það kom fyrr en varði. Hann svaf Magnea frá Kleifum yfirleitt á bakinu og hraut hátt með opið ginið. Við náðum okkur í nokkra væna þorska og lögðum í kojuna hjá honum undir teppið, alsloruga og sleipa. Við ætluðum að drepast úr hlátri og fannst að við yrðum að gera eitthvað meira. Sóttum því smábútung sem átti að sjóða daginn eftir og var með haus og sporð, tróðum honum fast upp í opið ginið á honum um leið og hann sogaði að sér andann, hent- umst síðan yfn- í okkar kojur og breiddum upp yfir haus. Fyrst heyrðist ekki neitt, svo kom heljar mikið sog og baul, skyi’p og ræskingar, bölv og ragn. Hinir strákarnir vöknuðu og raku með andfælum fram úr, spurðu hver fjandinn gengi á, hvort drengauminginn væri nú orðinn alvitlaus eða hvað. Þegar þeir sáu hvers kyns var hlógu þefr eins og vitlausir og spurðu Kugg hvort það væri siður í henni Ameríku að sofa hjá þorskum í stað stelpna. IIr Sossa sönn hetja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.