Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís HARÐAR deilur urðu á milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstæðinga um gagnagrunnsfrumvarpið og störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Siv Friðleifsdóttir og Svavar Gestsson voru á öndverðum meiði. Á milli þeirra er Svanfríður Jónasdóttir. Siðasta umræða um gagnagrunn - ólfklegl að atkvæði verði greidd í dag Rannsóknarráð sagt misskilja breytingar Stjórnarandstaðan vildi fresta þriðju umræðunni ÞRIÐJA og síðasta umræða AI- þingis um frumvarp ríkisstjórnar- innar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hófst í gær og búist var við því að hún stæði fram á nótt. Hart var deilt um frumvarpið og er talið ólíklegt að greidd verði atkvæði um það í dag. Umræðan hófst reyndar síðar í gærdag en upphaílega var áætlað vegna há- værra mótmæla þingmanna stjóm- arandstöðunnar í upphafi þing- fundar. Siv Friðleifsdóttir, varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar, sagði í umræðum um frumvarpið að það væri rangt sem fram hefði komið hjá Rannsóknarráði íslands að nýframkomnar breytingartillög- ur meirihluta heilbrigðisnefndar takmörkuðu enn frekar aðgengi vísindamanna að gagnagrunninum. Breytingartillagan, sem kveður m.a. á um að rekstrarleyfishafi skuli semja við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmenn um aðgang starfs- manna þeirra að upplýsingum úr gagnagrunninum, væri þvert á móti til þess fallin að tryggja enn betur aðgang vísindamanna að grunninum, þar sem þetta stæðist frekar EES-samninginn heldur en ákvæðið um aðgengisnefndina. Þá væri litið á aðgang þessara aðila að grunninum sem hluta af endurgjaldi rekstrarleyfishafa fyr- ir afnot af heilsufarsupplýsingum þeirra. „Þannig að þetta er mis- skilningur, því miður, hjá Rann- sóknarráði,“ sagði hún meðal ann- ars. Stjómarandstæðingar gagn- rýndu m.a. störf meirihluta heil- brigðis- og trygginganefndar í síð- ustu viku og það að hann hefði hafnað óskum fulltrúa fimm stofn- ana og félagasamtaka um að fá að koma á fund nefndarinnar til að segja álit sitt á breytingartillögum meirihlutans á frumvarpinu á milli annarrar og þriðju umræðu. Breyt- ingartillögumar fælu í sér mikil- vægar breytingar á frumvarpinu. Því til stuðnings vísuðu þeir m.a. til þess að Rannsóknarráð íslands . ■ ■ FYLGST með umræðum. Ólafur Örn Haraldsson, Guðmundur Hallvarðsson og Hjörleifur Guttormsson. ALÞINGI hefði, vegna þeirra, fallið frá áður veittum stuðningi við frumvarpið, eins og áður var getið. Af þessum sökum kröfðust stjórnarandstæð- ingar þess að þriðju umræðu yrði frestað, og það jafnvel fram yfir áramót. Siv Fríðleifsdóttir ítrekaði í um- ræðunni í gær að frumvarpið hefði fengið ítarlega og góða umfjöllun í heilbrigðis- og trygginganefnd. Um 70 einstaklingar og 50 stofnan- ir hefðu komið fyrir nefndina og sent inn umsagnir, þeirra á meðal væra þeir aðilar sem hefðu óskað eftir því að koma á fund nefndar- innar eftir 2. umræðu. Því væri óbreytt að skiptar skoðanir væru um framvarpið og að meirihluti nefndarinnar hefði talið rétt að af- greiða þingmálið úr nefndinni sl. föstudag. Aðrir stjórnarþingmenn tóku í svipaðan streng. Engum hefði verið meinaður aðgangur að heilbrigðisnefnd eftir fyrstu um- ræðu og því værí ekki hægt að halda því fram að heilbrigðisnefnd hefði viðhaft slæleg vinnubrögð. Eftir um fimmtán mínútna hlé með forseta Alþingis og formönn- um þingflokka var ákveðið að hefja þriðju umræðu um gagnagrunns- frumvarpið; stjórnarþingmenn vildu hefja þá umræðu en stjórnar- andstæðingar héldu fast í þá skoð- un sína að henni ætti að fresta. Sögðust þeir síðarnefndu ekki sjá nein rök fyrir því að framvarpið yrði samþykkt fyrir áramót og tóku einnig fram að ekkert sam- komulag væri um störf þingsins næstu daga. Aðgengisnefnd tekin út að kröfu Lagastofnunar Siv Friðleifsdóttir tók fyrst til máls í umræðunni og mælti fyrir breytingartillögum meirihluta heil- brigðis- og trygginganefndar. Þær kveða annars vegar á um að sam- keyrsla upplýsinga úr erfðafræði- legum gagnagranni við upplýsing- ar úr miðlægum gagnagranni skuli fara samkvæmt ákveðnu vinnuferli sem uppfylli skilyrði tölvunefndar með tilliti til persónuverndar. Hins vegar kveða þær á um að ákvæði um svokallaða aðgengisnefnd falli brott en að í stað þess verði kveðið á um að samið verði við rekstrar- leyfishafa um aðgang að gagna- grunninum. I samtali við Morgunblaðið sagði Siv að ákveðið hefði verið að taka út ákvæði framvarpsins um að- gengisnefnd að tillögu Lagastofn- unar Háskóla Islands og reyndar einnig frá fyrsta minnihluta heil- brigðis- og trygginganefndar, Öss- uri Skarphéðinssyni og Astu R. Jó- hannesdóttur. I staðinn yrði sett ákvæði sem kvæði á um að heil- brigðisstofnanir og sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmenn sem legðu gögn inn í gagnagrunninn myndu semja beint við starfsleyfis- hafa um aðgang starfsmanna þeirra að upplýsingum úr gagna- grunninum í vísindaskyni. Ljóst er að eingöngu íslenskir aðilar leggja fram gögn í granninn. Hún var því spurð hvort þetta merkti að þar með væri verið að útiloka vísindamenn annars staðar á EES-svæðinu frá aðgangi að granninum, en svaraði því til að svo væri alls ekki. „Þar sem að- gangur á sérkjörum verður hluti af endurgjaldi rekstrarleyfishafa fyr- ir aðgang að heilsufarsupplýsing- um úr sjúkraskrám á slíkur að- gangur á sérkjöram ekki við um þá vísindamenn sem ekki starfa hjá þeim aðilum sem veita upplýsingar inn í granninn." Aðspurð af hverju meirihluti nefndarinnar hefði meinað fulltrú- um fimm stofnana og félagasam- taka að koma á fund nefndarinnar eftir aðra umræðu sagði hún að meirihlutinn hefði ekki talið að breytingarnar væra þess eðlis að ástæða væri til þess. Auk þess hefðu þessir sömu aðilar komið áð- ur á fund nefndarinnar og sent henni umsagnir sínar. Þá sagði Siv að meirihlutinn hefði á þessuin tíma talið að málið væri fullunnið og talið tímabært að afgreiða það úr nefnd. Átti að skoða tillögurnar Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokki Alþýðubandalags, mælti fyr- ir nefndaráliti minnihluta heil- brigðis- og ti-ygginganefndar og fullyrti að umræddar breytingartil- lögur meirihlutans fælu í sér gjör- breytta meðferð á erfðaupplýsing- um. Samkvæmt tillögum meirihlut- ans yi-ði hægt að samkeyra þæi' hvenær sem er við gagnagrunn á heilbrigðissviði án sérstakrar heimildar tölvunefndar. Minnihlutinn gagnrýnir enn- fremur í nefndaráliti sínu harðlega vinnubrögð meirihluta nefndarinn- ar í síðustu viku og bendir á að a fundi nefndarinnar sl. fóstudag hafi meirihlutinn lýst því yfir að hann hygðist afgreiða gagna- grannsframvarpið þann sama dag. „Þó var ljóst að samkvæmt starfsá- ætlun þingsins eins og hún lá þá fyrir hafði nefndin að minnsta kosti fjóra daga til að fjalla rækilega um málið. Engum dylst því að þrýst- ingur utan nefndarinnar varð til þess að meirihlutinn kom til fundar milli 2. og 3. umræðu með skýr fyr- irmæli um að ljúka málinu strax hvað sem það kostaði og án nauð- synlegrar umræðu,“ segir í álitinu. I umræðunum í gær vísaði Siv þessari fullyrðingu á bug og sagði að meirihluti heilbrigðisnefndar starfaði ekki undir stjórn ein- hverra utanaðkomandi aðila. Bi-yndís benti jafnframt á, sem og aðrir þingmenn stjórnarand- stöðu í nefndinni, að fulltrúi tölvu- nefndai- hefði sagt á fundi heil- brigðisnefndai- að tölvunefnd yrði að fá fyrirmæli í lögum um vinnu- ferli eins og það sem lagt er til í breytingartillögum meirihlutans. Án skýrrar lagaheimildar treysti nefndin sér ekki til að taka að sér það hlutverk sem tillagan ætlaði henni. Fulltráar minnihlutans tóku fram að þeir myndu í þriðju um- ræðu ekki flytja neina breytingar- tillögu að frumvarpinu og greiða at- kvæði gegn því í atkvæðagreiðslu. Ásta R. tók fram sem og fleiri að hún og Össur hefðu mælt með því, í minnihlutaáliti sínu eftir fyrstu um- ræðu, að aðgengisnefndin félli út og að samið yrði beint við rekstrar- leyfishafa. Þetta hefði þó einungis verið lagt fram sem tillaga og til þess ætlast að þær leiðir yrðu skoð- aðar áður en þær yrðu settar inn í framvarpið. Markmiðið væri að tryggja öllum vísindamönnum að- gengi að gagnagranninum. Ásta sagði ennfremur að enn væra margir lausir endar í frum- varpinu og vitnaði hún m.a. í grein Páls Þórhallssonar lögfræðings og blaðamanns Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu um helg- ina. Sagði hún að í greininni hefðu komið fram margar þarfar ábend- ingar og að réttast hefði verið að fá Pál á fund heilbrigðis- og trygg- inganefndar til þess að veita um- sögn um málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.