Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norrænir menningarráðherrar ræddu framtíð ríkisútvarpa Stafrænar sendingar kalla á breytingar Á FUNDI menningarmálaráðherra og útvarpsstjóra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í síðustu viku var fjallað um stöðu ríkisútvarpa á Norðurlöndum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir að við verðum að taka mið af þeim breyt- ingum sem eigi sér stað á útvarps- starfsemi á Evrópska efnahags- svæðinu. Hann bendir á að starfs- umhverfi í útvarpsrekstri eigi eftir að breytast mjög mikið á næstu ár- um þegar stafrænar útsendingar hefjist. Á síðustu árum hefur mikið verið fjallað um framtíð ljósvakamiðla í eigu ríkisins á Norðurlöndunum. Víða hafa verið gerðar breytingar á rekstrai-fyrirkomulaginu til að mæta nýjum kröfum. Síðast árið 1996 var norska ríkisútvarpinu breytt í hluta- félag í eigu ríkisins, en markmiðið með þvi var að auka sjálfstæði fyrir- tækisins og gefa því m.a. tækifæri til að taka þátt í rekstri dótturfyrir- tækja. Rekstrarfyrirkomulagi Ríkis- útvarpsins á Islandi hefur ekki verið breytt. „Umræður á fundinum snerust m.a. um stöðu þessara fyrirtækja. Það er alveg augljóst að á vettvangi Evrópusambandsins eru þungar kröfur frá öflugum einkafyrirtækj- um í fjölmiðlarekstri, sem telja að ríkisfyrirtækin njóti sérréttinda og það þui-fí að þrengja þessi réttindi og skilgreina þau með nýjum hætti. Menningarmálaráðherrar Evr- ópusambandsríkjanna gáfu út yfír- lýsingar um þetta 17. nóvember sl. og lýstu þai- afstöðu sinni til þessara fyrirtækja sem eiga að þjóna al- mannahagsmunum. Það er alveg ljóst að útvarpsstjórarnir á Norður- löndunum, sem eru með ríkisútvörp- in þar, hafa áhyggjur af stöðu sinna fyrirtækja og hvernig þau komi til með að þróast í ljósi þeirra breytinga sem verða. Breytingamar eru bæði varðandi aukna samkeppni, auknar kröfur um að ríkið sé ekki með putt- ana í of mörgum hlutum, og einnig um breytingar á útsendingum með stafrænu byltingunni sem er á næsta leiti, en við það fjölgar rásunum svo mikið að starfsumhverfíð gjörbreyt- ist,“ sagði Björn. Frumvarp um útvarp er hjá þingflokkum Menntamálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn og þingfiokka stjórnarflokkanna frumvarp um út- varpsstarfsemi almennt. Þar er út- varpsstöðvum settur almennur rammi til að starfa eftir. Framvarpið tekur mið af þeim tilskipunum sem samþykktar hafa verið í Evrópusam- bandinu um útvarpsstarfsemi. Björn sagði að umræður í Kaupmannahöfn staðfestu að taka þyrfti á starfsemi Ríkisútvarpsins sérstaklega. Ekki síst yrði að taka mið af þeirri þróun sem hefði átt sér stað í Evrópu þannig að tryggt yrði að starfsemi Ríkisútvarpsins yrði í samræmi við þær leikreglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Fjórfrelsið sem fælist í EES-samningnum næði til útvarpsrekstrar ekki síður en ann- arrar atvinnustarfsemi. Ríkisstjórn- in væri þeirrar skoðunar að áfram yrði starfrækt hér Ríkisútvarp og ekki mætti fjara undan því. Markús Orn Antonsson útvarps- stjóri sagði að þetta hefði verið gagnlegur fundur. „Þar var gerð grein fyrir stöðu ríkisútvarps- og sjónvarpsstöðvanna í ljósi nýrrar samkeppni. Lögð var áhersla á að það þyrfti að laga löggjöf landanna að þörfum viðkomandi þjóðlanda fyr- ir sjónvarps- og útvarpsefni sem væri á þjóðlegum menningarlegum forsendum viðkomandi landa. Sam- keppnin frá öðrum menningarsvæð- um er að verða mjög mikil og það er mikil alþjóðavæðing í framleiðslu og dreifíngu á sjónvarpsefni. Menn voru sammála um að rétt viðbrögð við þessu væru að treysta enn betur í sessi þessi íyrirtæki í löndunum sjálfum og að þau hefðu ákveðnum skyldum að gegna varðandi þjóðlegt menningarefni.“ NOKKRIR af þátttakendum fjórðungsfunda Almannavarna ríkisins og almannavarnanefnda á landsbyggðinni. Frá vinstri: Áslaug Þórarins- dóttir, lögreglustjóri í Neskaupstað, Lárus Bjarnason, lögreglustjóri á Seyðisfirði, Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri á Eskifirði, Sólveig Þor- valdsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins og Hafþór Jónsson, aðalvarðstjóri Almannavarna. Fundir Al- mannavarna um allt land Á FIMMTUDAG var haldinn síðasti fundurinn í nokkurra vikna funda- lotu Almannavarna ríkisins og al- mannavarnanefnda í landinu. Hefur Almannavarnanefnd farið og hitt nefndirnar til að kynna m.a. nýtt innra skipulag stofnunarinnar. Alls sóttu 142 fundina, sem haldn- ir voru á Isafírði, Akureyri, Selfossi, Reykjavík og Egilsstöðum. Fundirn- ir ganga undii' heitinu fjórðungs- fundir og er stefnt að því að halda slíka fundi tvisvar á ári. Heimamenn sem voru úr röðum lögreglu, björgunarsveita, slökkvi- liða og bæjarstjórna, fluttu erindi um svæðisbundnar almannavarnir og þau verkefni sem unnið er að á hverju svæði. Með í för voru sér- fræðingar frá Veðurstofu íslands, Verkfræðistofnun Háskóla íslands og Non-ænu eldfjallastöðinni, mis- munandi eftir landsfjórðungum. Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavama ríkisins, sagði að loknum síðasta fundinum að heimamenn í héraði hefðu verið mjög jákvæðir. Eitt af grundvallaratriðum í almannavömum væri gott samstarf milli heimamanna í héraði og Al- mannavarna ríkisins. Morgunblaðið/Golli Fálkaorða fyrir störf að mannréttindamálum FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sæmt Guðmund Alfreðsson, prófessor og for- stöðumann Raoul Wallenberg- stofnunarinnar, og Jakob Þ. Möller lögfræðing, sem starfað hefur hjá Sameinuðu þjóðunum og nú dómara við Mannréttinda- dómstól Bosníu-Hersegóvínu, riddarakrossi hinnar fslensku fálkaorðu fyrir störf að mann- réttindamálum. 15 mánaða fangelsi fyrir peningastuld HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fímmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi yfír toll- verði sem stal í nóvember 1996 peningasendingu er innihélt 52.000 sterlingspund. Þá var einnig stað- festur dómur um 4 mánaða skil- orðsbundið fangelsi eiginkonu hans íýrir hylmingu. Peningarnir voru frá A/S Jyske Bank í Danmörku á leið til Lands- banka íslands. Hurfu þeir í póst- miðstöðinni að Ármúla 25 í Reykjavík. Við rannsókn lögreglu kom fram að öryggisreglur við peningaflutninginn voru mjög fá- brotnar og fjöldi manns kom til greina sem hefði getað náð sér í umslagið. Kvaðst hafa fundið féð í hraungjótu Komst rannsókn málsins ekki á skrið fyiT en í febrúar 1997 þegar kona hafði samband við lögreglu vegna undarlegi’ar sögu kunn- ingjakonu sinnar af fundi sterl- ingspunda í sumarbústað. Leiddi athugun lögreglunnar til þess að böndin bárust að ákærða þar sem hann reyndist hafa mikið magn af pundum í fói-um sínum. Vann hann sem tollvörður og hafði verið staddur í póstmiðstöðinni Ánnúla 25 umræddan dag. Ákærði játaði stuldinn fyrir lögreglu en dró síðar þá játningu til baka. Fyrir dómi neitaði ákærði sakargiftum og kvaðst hafa fundið féð í hraun- gjótu. Þótti ekki mark á þeirri frá- sögn takandi og var dómur héraðs- dóms staðfestur. Vinkona þeirra hjóna, fyrrver- andi bankastarfsmaður, sem að- stoðaði við að skipta hluta fjárins í íslenskar krónur, áfrýjaði ekki hér- aðsdómi þar sem hún hlaut fjög- urra mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Málið fluttu Bogi Nilsson ríkis- saksóknari af hálfu ákæruvaldsins og Brynjar Níelsson hrl. fyrir hönd dæmdu. Fyrrverandi umsjónarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins bótaskyldur Hæstiréttur hækkar bætur úr 5 í 55 milljónir HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrr- verandi umsjónarmann Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju rík- isins til að greiða sjóðnum 55.000.000 króna skaðabætur vegna óforsvaran- legra skuldabréfakaupa fyrir hönd sjóðsins. Þá var endurskoðandi sjóðs- ins dæmdur til að greiða 4.000.000 af þessari fjárhæð óskipt ásamt um- sjónarmanninum. Bera bótafjárhæð- imar dráttarvexti frá 8. apríl 1997 til greiðsludags. Islenska ríkið og Áburðarverksmiðjan hf. voru hins vegar sýknuð af kröfum lífeyrissjóðs- ins þar sem skilyrði húsbóndaá- byrgðar þóttu ekki vera fyrir hendi. Með bréfí, dagsettu 26. október 1994, óskaði stjóm lífeyrissjóðsins eftir opinberri rannsókn á skulda- bréfakaupum sjóðsins á undanförn- um misserum. Um var að ræða kaup á skuldabréfum tryggðum með veði í fasteignum á byggingarstigi. Með ákæm ríkissaksóknara, dag- settri 20. júní 1995, var höfðað opin- bert mál á hendur starfsmanni Áburðarverksmiðjunnar sem hafði umsjón með sjóðnum ásamt endur- skoðanda sjóðsins. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 2. apríl 1996 var um- sjónarmaðurinn meðal annars sak- felldur fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa, án þess að afla gagna um veðhæfí hinna veðsettu eigna og upp- lýsinga um skuldara bréfanna, og brjóta þannig gegn ákvæðum reglu- gerðai' lífeyrissjóðsins, staðfestri af fjármálai'áðuneytinu 4. janúar 1993, með umræddum kaupum á veð- skuldabréfum, stefnt með megin- hluta kaupanna fé sjóðsins í stór- fellda hættu. Þá var endurskoðand- inn sakfelldur með sama dómi fyrir brot gegn 10. gr., sbr. 17. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur og 2. mgr. 3. gr., sbr. 6. gr. laga um ársreikninga og endurskoðun lífeyr- issjóða nr. 27/1991, sbr. 138. gr. al- mennra hegningarlaga, með því að hafa ekki gert fyrirvara um áður- nefnd skuldabréfakaup með áritun á árs- reikninga fýrir rekstrarárið 1993 eða á viðeigandi hátt í skýringum með þeim. 24. gr. skaðabótalaga á ekki við í kjölfarið höfðaði sjóðurinn skaðabótamál á hendur viðkomandi auk íslenska ríkisins og Áburðar- verksmiðju ríkisins hf., sem tekið hefur við réttindum og skyldum Áburðarverksmiðjunnar. Vísaði Hæstiréttur í dómi sínum 11. desem- ber síðastliðinn til fyn-gi'einds hæstaréttardóms um sök umsjónar- mannsins. Ekkert hefði komið fram sem styddi staðhæfíngu hans um að hann hefði keypt skuldabréfin með vitund og vilja stjórnar lífeyrissjóðs- ins. Væri hann því ábyrgður fyrir tjóninu. Höfuðstóll tjónsins var tal- inn nema 65.725.475 krónum. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafði lækkað bótafjárhæðina vegna eigin sakar líf- eyrissjóðsins og með vísan til 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem segir að lækka megi bótafjárhæð eða fella niður skaðabótaábyrgð „ef ábyrgðin yrði hinum bótaskylda svo þungbær að ósanngjarnt má telja eða álíta verður að öðru leyti skerð- ingu eða niðurfellingu sanngjarna vegna mjög óvenjulegra aðstæðna". Hæstiréttur féllst á að lækkun væri heimil vegna eigin sakar sjóðsins en hins vegar ætti 24. gr. skaðabótalaga ekki við. Hvað ábyi-gð endurskoðandans snertir segir að hann hafi engra gagna aflað um veðhæfi þeirra fast- eigna sem skuldabréfin voru tryggð í heldur hafi hann, að eigin sögn, stuðst við eigið mat þegar hann vann ársreikning íyrir árið 1993. Hann hafi í störfum sínum verið ábyrgur gagnvart sjóðsfélögum. Hafi honum borið að meta með viðhlítandi hætti verðgildi skuldabréfa, sem sjóðurinn keypti af öðrum en sjóðsfélögum, meðal annars með því að afla eftir þörfum gagna um veðhæfi. Þá hafi honum borið að kanna afstöðu stjórn- ar sjóðsins til þessara kaupa. Hafi hann því brugðist skyldum sínum gagnvart sjóðnum. Var bótaábyrgð hans talin ná til tjóns sem varð eftir 15. apríl 1994, en þann dag áritaði hann ái-sreikning fyrir árið 1993. Héraðsdómur hafði hins vegar sýkn- að endurskoðandann því hann hefði verið í góðri trú um, að stjóm stefn- anda hefði verið fullkunnugt um áð- urnefnd verðbréfakaup. Málið fluttu Magnús M. Norðdahl hrl. fyrii' hönd lífeyrissjóðsins, Jón G. Tómasson hrl. af hálfu íslenska ríkis- ins, Elvar Örn Unnsteinsson hrl. fyr- ir hönd Ábm'ðai'verksmiðjunnar hf., Ástráður Haraldsson hrl. fyrir hönd umsjónarmanns sjóðsins og Helgi V. Jónsson hrl. af hálfu endurskoðand- ans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.