Morgunblaðið - 16.12.1998, Page 22

Morgunblaðið - 16.12.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell Stjórn Verðbréfaþings íslands Ekki hlutverk starfsmanna að spá um verðþróun Besti jóla- glugginn í mið- bænum VERSLUNIN í húsinu Ingólfs- stræti 5 hlaut í gær viðurkenn- ingu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir bestu gluggaútstillinguna jólin 1998. Þrjár verslanir í miðborginni hlutu einnig viðurkenningu fyrir gluggaútstillingar fyrir jólin í ár frá Þróunarfélaginu: Jón og Osk- ar, Laugavegi 61, GIoss, Lauga- vegi 1 og Flex, Bankastræti 11. Verslanir Jóns og Óskars og Flex hafa áður hlotið viðurkenningu fyrir vandaðar jólaútstillingar frá félaginu. Undanfarin sjö ár hafa verið veittar viðurkenningar fyrir bestu jóla-gluggaútstillinguna í miðborg Reykjavíkur. I fyrstu voru það samtök kaupmanna í miðborginni sem stóðu fyrir þessari viðurkenningu, en síð- ustu þijú ár Þróunarfélag Reykjavíkur. I fréttatilkynningu kemur fram að tilgangurinn með viður- kenningunni sé að hvetja kaup- menn og verslunarfólk til að vanda til gluggaútstillinga og leggja þar sitt af mörkum til að skreyta miðborgina fyrir jóla- hátíðina. STJÓRN Verðbréfaþings íslands telur að það sé ekki hlutverk starfsmanna Verðbréfaþings Is- lands að spá um líklega verðþróun á einstökum hlutabréfum eða ein- stökum fyrirtækjahópum. I Morgunblaðinu sl. föstudag kom fram að Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, hafi sent stjórn Verðbréfaþings Islands bréf þar sem kvartað er yfir því hvernig framkvæmdastjóri Verðbréfaþings blandaði sér í umræðu um efna- hagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í kvótamálinu með spádómum um það hver yrði líkleg verðþróun á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrir- tækjum. Að sögn Eiríks Guðnasonar, stjórnarformanns Verðbréfaþings Islands, var bréf Þórarins rætt á stjórnarfundi Verðbréfaþings í gær og var stjórn þingsins sam- mála um að það hafi verið óheppi- legt að orð framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, Stefáns Halldórs- sonar, væru túlkuð sem spá en það mun ekki hafa verið ætlun hans að spá um verð hlutabréfa heldur ein- ungis að taka dæmi um það sem gæti gerst. Eiríkur segir að stjórn Verðbréfaþings muni ekki bregð- ast að öðru leyti við bréfi fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins. Býður Sony í Newcastle United? London. Reuters. ENSKA úrvalsdeildarliðið Newcastle United segist hafa átt í undirbúningsviðræðum, sem geti leitt til 160 milljóna punda tilboðs um yfirtöku. Að sögn Newcastle verður ekkert tilboð lagt fram fyrr en brezka einokunar- og sam- runanefndin, MMC, hefur gef- ið skýrslu um milljarðs dollara tilboð sjónvarpsrisans BSkyB í Manchester United Plc. MMC hefur frest til 12. marz til að gefa skýrslu um það tilboð, sem er talinn próf- steinn á afstöðu eftirlitsyfir- valda til tilrauna fjölmiðlahópa til að yfirtaka brezk knatt- spyrnulið. 160 pens á bréf? Yfirlýsing Neweastle kom í kjölfar fréttar í Daily Mail um að japanski rafeindatækjaris- inn Sony Corp hafi boðið 160 pens á hlutabréf í viðræðum við fulltrúa Newcastle í síðustu viku. Talsmaður Sony sagði að tal um áhuga fyrirtækisins á liðinu væri „hreinar bollalegg- ingar.“ Verð hlutabréfa í Newcastle lækkaði um 6% eftir yfirlýs- ingu liðsins, en hafði komizt í 125 pens. Ef boðin verða að minnsta kosti 110 pens á hluta- bréf, eins og talað er um, er liðið um 160 milljóna punda virði. Fjölmiðlar hei-ma að band- aríska fjölmiðlafyrirtækið Time Warner kunni einnig að bjóða í Newcastle. Loka 127 búðum eða selja þær Montvale, New Jersey. A&P, sem rekur stórverzlana- keðjur í einstökum hlutum Bandaríkjanna, hyggst loka 127 verzlunum, eða selja þær, og opna 175-200 nýjar stór- verzlanir til að auka hagnað. Fyrirtækið, sem heitir réttu nafni Great Atlantic & Pacific Tea Co., segir að verzlanir þær sem lokað verði hafi staðið sig illa og að þær séu á ýmsum stöðum víðs vegar í Bandaríkj- unum og Kanada. A&P gerir ráð fyrir 22 millj- óna dollara hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, eða 57 se'ntum á hlutabréf. í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxla í eftirfarandi flokkum: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlaðhámark tekinna tilboða* RV99-0316 16. mars 1999 3 mánuðir 1.5SS 1.S00 RV99-0618 18. júní 1999 6 mánuðir 0 500 RV99-1217 17. desember 1999 12 mánuðir 0 500 Þús. kr. 7.000 Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 10. desember, 19.43 3 milljnnir króna. Áætluð hámarksstærð og sala 16. desember 1998 og 5. og 13. janúar 1999. 3 mán 6 mán Gjalddagar H Staða 10. desember 1998 -] Áætluð sala 16. desember 1998 BH Áæduð sala 5. janúar 1999 B Áætluðsala 13. janúar 1999 Áæduð áfylling síðar I I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.