Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 54
2 54 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLADIÐ „ÚFF, ég botna ekk- ert í þessu gagna- grunnsmáli," er full- yrðing, sem oft heyrist þegar gagnagrunns- frumvarpið ber á góma. Afstaðan er skiljanleg, því hverjir nema innvígðir eldhug- ar átta sig á hinstu rökum dulkóðunar í eina eða allar áttir? En það er grundvallarút- úrsnúningur að halda að dulkóðun sé kjarni málsins. Aðalatriðin eru annars vegar gagnagrunnurinn sjálf- ur, hins vegar einka- leyfið. Það er búið að breyta einu og öðru í frumvarpinu, en þetta tvennt, sjálft aðalinntakið, stendur óhaggað. Þess vegna er frumvarpið enn jafnótækt og þegar það kom "* fram 31. mars öllum að óvörum nema forsvarsmönnum Islenskrar erfðagreiningar. Hin einstaka og ófyrir- sjáanlega altilraun Islensk erfðagi'eining kom með hugmynd að því að heilbrigðisráð- herra legði til við Alþingi að sam- þykkja að gera tilraun, sem er ein- stök í heiminum. Tvennt er alveg einstakt við gagnagrunnsfrum- varpið: Annars vegar þekkist ' hvergi að svo miklu safni persónu- upplýsinga sé steypt saman í einn gagnagrunn. Hins vegar þekkist hvergi að einkafyrirtæki fái sérrétt til að nýta sér aðra eins upplýsin- gagnótt, sem hið opinbera hefur safnað saman um árabil í þágu ein- staklinga, heilbrigðiskerfisins og þjóðarinnar, rétt eins og aðrar þjóðir hafa gert. Því blasa við tvær grundvallarspurningar: A að gera svona gagnagrunn og ef svo er, á þá að leyfa einkafyrirtæki einka- nýtingu hans? Umfang grunnsins mun verða svo mikið að við ólæknismenntaðir getum varla náð því. Við heilbrigð- isupplýsingarnar, sem frumvarpið • snýst um, bætir íslensk erfða- greining tveimur liðum, ættfræði- upplýsingum og blóð- og vefjasýn- um. Hið einstaka við gagnagrunn- inn fyrirhugaða er samflétting þessara þriggja þátta, en þessi ætl- un kemur í kynningarbæklingi Is- lenskrar erfðagreiningar frá í sum- ar. Hver og einn þessara þriggja upplýsingaflokka er ærinn og áhugaverður. Saman magna þeir hver annan. Það er þessi þrefeldni gagnagrunnsins, sem gerir hann svo einstakan að hann á sér ekki sinn líkan í víðri veröld, þó margt sé þar annars til. I þessu sambandi er athyglis- vert að í frumvarpinu er hvergi * kveðið skýrt á um hvaða upplýs- ingar fari í raun í gagnagrunninn, eins og bent var á í grein Páls Þórhallssonar lögfræðings og blaðamanns í Mbl. 8. okt. Þetta er eitt af mörgum atriðum frum- varpsins, sem stórum undi’um sætir, því þar með er Alþingi í raun að samþykkja fram- kvæmd, sem er ekki aðeins einstök, heldur með öllu ófyrirsjáan- leg. Einokun á tinium frjálsrar samkeppni? Ef fyrri spurning- unni, um hvort eigi að gera svona einstaka gagnagrunnstilraun á Islandi, er svarað neit- andi þarf ekki að spyrja frekar. Ef svar- ið er já kemur upp hin grundvallarspurningin: Er eðlilegt að einkafyrirtæki fái einokun á heilbrigðisupplýsingum heillar þjóðar og notkun gagnagrunns, sem á sér engan sinn líka í heimin- um? Ef einhver efast um að orðið „einokun" eigi hér við nægir að rifja upp að skilgreining Islensku orðabókarinnai- á því orði er „að hafa einkarétt eða altæk einkaum- ráð yfír einhverju þannig að öðrum (samkeppnis)aðilum sé bægt frá“. Það er einmitt slíka aðstöðu, sem gagnagninnsfrumvarpinu er ætlað að skapa og tryggja. í stað þess að gera eins og fyrirtæki í frjálsri samkeppni, sem bjóða vöru eða þjónustu, sem þeir álíta betri en hjá samkeppnisaðilum á að hindra að nokkur annar geti búið til hliðstæða afurð úr hráefninu, heilbrigðisupp- lýsingunum. Auk gagnagrunnsein- okunar með tilheyrandi einokun upplýsinga sækist Islensk erfða- greining einnig eftir einokun á rannsóknum á hitaþolnum örver- um. A þeim bæ virðist því ekki þekkjast annað rekstrarfyrirkomu- lag en einokun. Það er erfltt að henda reiður á í hvaða veröld forstöðumenn Is- lenskrar erfðagreiningar og for- mælendur frumvarpsins hrærast, því í heimi okkar hinna er einokun af þeim toga, sem felst í gagna- grunnsfrumvarpinu, á útleið. A innleið er samkeppni, sem tryggir fjölbreytni, gæði, hagkvæmni og hugmyndaflug. Hinn lokaði heimur einokunar og ógagnsæis tryggir ekkert af þessu. Og upptök hug- myndarinnar er enn erfiðara að skilja þegar haft er í huga að hinn dugmikli frumkvöðull og forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur dvalið í rúma tvo áratugi í landi frjálsrar sam- keppni. Ekkert þeirra fyrirtækja, sem fyrirtæki hans keppir við hef- ur hlotið aðra eins vöggugjöf frá sínum ríkisstjórnum og hann fer nú fram á að íslenska stjórnin veiti honum. Að eitthvað sé bogið við sam- keppnishliðina hefur Samkeppnis- stofnun bent á, sbr. greinar Páls Þórhallssonar um samkeppnislög og gagnagrunnsfrumvarpið 27. og 28. nóv. Formælendur frumvarps- ins nefna gjarnan að einkaleyfið fyrirhugaða sé hliðstætt einkaleyfi hugmynda í iðnaði almennt. Ef þarna væri um hliðstæðu að ræða hefði verið einfalt að sækja um slíkt einkaleyfi eftir hefðbundnum leið- um og enga lagasetningu hefði þurft. Það er einfaldlega fáviska eða blekking að nefna einkaleyfi framvarpsins og hefðbundin einka- leyfi í sömu andrá. Hagfræðingar og lögfræðingar hafa fjallað um einkarétt íslenskrar erfðagreiningar eins og um væri að ræða einkarétt á venjulegri versl- unarvöru. Svo er ekki. Einkaréttur- inn nær til heilsufarsupplýsinga sjúklinga og sjúklingum er tryggð- ur ákveðinn réttur samkvæmt ís- lenskum lögum, sem gagnagrunns- fnimvarpið virðist ganga þvert á. Einkarétturinn mun skerða rétt sjúklinga, því hann toiveldar þeim að veita upplýsingar í aðra gagna- grunna. Það er annarlegt að lesa lögfræðiálit um einkaréttinn, þar sem ekki er minnst einu orði á áhrif hans á réttindi sjúklinga. Með ný- Gagnagrunnsmálið er einfalt mál og snýst ekki um dulkóðun, seg- ir Sigrún Davíðsdóttir, ----------------7---------- heldur hvort Islending- ar kjósa að gera sam- keppni í líftækniiðnaði óvirka og taka þátt í tilraun, sem hvergi fengist samþykkt annars staðar legan dóm Hæstaréttar um kvóta- kerfið í huga má hugsa sér að rétt- urinn hefði eitthvað við gagna- grunnsfrumvarpið að athuga. Og fastlega má búast við að lögfræð- ingar Evrópudómstólsins álíti einkarétt, sem skerðir réttindi sjúklinga, ekki standast fyrir dóm- stólnum. Einn gagnagrunnur, njörvaður niður í lögum, skerðir akademískt frelsi vísindamanna. Við neytendur tækjum það óstinnt upp ef lögbjóða ætti eina og aðeins eina súkkulaði- tegund, ostategund, kjöttegund og svo framvegis. Einn lögboðinn gagnagrunnur er hvorki ásættan- legur fyrir sjúklinga né vísinda- menn og þá heldur ekki fyrir þjóð- ina. íslensk erfðablekking Það er margvísleg blekking á sveimi í umræðunni um gagna- grunnsmálið. Þó við íslendingar séum að eigin mati nokkuð sérstök þjóð, þá er það blekking að stað- hæfa að aðstæður til erfðarann- sókna á Islandi séu einstakar. Þær eru góðar, en það eru líka góðar aðstæður víða annars staðar, til dæmis í Finnlandi. Þar dettur eng- um í hug önnur eins framkvæmd og heilbrigðisráðherra biður Al- þingi að samþykkja. Finnar hlúa hins vegar vel að lífvísindum al- mennt, því þannig blómstrar líf- tækniiðnaður. Hið einstaka við ís- lenskar aðstæður almennt væri ef Alþingi samþykkti frumvarpið og leyfði aðstæður sem hvergi fengjust samþykktar. Það er blekking að halda að grunnurinn að nýrri atvinnugrein, líftækniðnaði, verði best lagður með einokun eins aðila í heil tólf ár. Islensk og alþjóðleg hagsaga er full af dæmum um að tryggasta aðferð- in til að halda öðrum frá atvinnu- rekstri er að veita einum aðila lög- skipuð undirtök. Þess vegna er líka óskiljanlegt að stjómmálaflokkar, sem kenna sig við frjálsa sam- keppni og eru að koma henni á ann- ars staðar í þjóðfélaginu, ætli að renna stoðum undir nýja atvinnu- grein með einokun. Það er líka blekking að Islend- ingar séu að missa af einhverju stórkostlegu tækifæri ef þeir flýti sér ekki að gn'pa gagnagrunnsgæs- ina. Þjóðinni liggur ekki á. Það liggur engum á nema hagsmunaað- ilanum, Islenskri erfðagreiningu, sem þarf gagnagrunninn til að fara með innanborðs á hlutabréfamark- að. Samkeppnin er hörð og ekkert þeirra fyrirtækja, sem keppt er við, hefur upp á að bjóða gagnagrunn um heila þjóð. Með sérleyfið yrði staða fyrirtækisins einstök og hlutabréfin um leið verðmæt eftir því. I viðskiptatímaritinu Red Herring er deCODE Genetics á lista yfir fyrirtæki, sem talið er að fari á hlutabréfamarkað fyrir ára- mót. Það er athyglisvert í ljósi þess hve mikið virðist liggja á um að koma gagnagrunnsfrumvarpinu í gegn. Það verður líka að teljast blekk- ing þegar forstjóri Islenskrar erfðagreiningar heldur því fram að óvíst sé að farið verði með íyrir- tækið á hlutabréfamarkað. Fyrir- tækið er fjármagnað með áhættufé og í slíku fyrirkomulagi felst að fjárfestar fá sinn hlut til baka, þeg- ar fyrirtækið fer á markað. Ekki yfir nótt, en á nokkrum tíma. Öðru- vísi gengur fjármögnunardæmið einfaldlega ekki upp. Mikill hluti umræðunnar um gagnagrunnsfrumvarpið hefur snú- ist um einstaka menn og hvort þeim væri treystandi eða ekki. I þessu felst nokkur rangskilningur, því lögin blíva, en forstjórar, ráð- herrar og aðrir koma og fara. Það er því lagabókstafurinn sem gildir, ekki túlkun formælenda frum- varpsins eða þeirra, sem stýra Is- lenskri erfðagreiningu. Þess vegna virðist það blekking þegar heil- brigðisráðherra segir að aldrei verði seldar upplýsingar til trygg- ingafyrirtækja, þegar engar skorð- ur í þá veni eru settar í frumvarp- inu og þegar það er hluti af við- skiptaáætlun hagsmunaaðila. En það er nú alltaf eitthvað merkilegt við að vera fyrstur til að gera hlutina, ekki satt? Islendingar eins og aðrir vilja vera framarlega í vísindum, láta gott af sér leiða og stuðla að framfórum okkur sjálfum og öðrum til hags- og heilsubóta. Hver og einn verður að svara fyrir sig, hvort ekki sé til mikils mælst að ætlast af heilli þjóð að hún leggi til efnivið í tilraun, sem er skipu- lögð af eina hagsmunaaðilanum og sem hvergi annars staðar fengist samþykkt? Bijóstvit og einkahagsmunir í stað sérfræðiálita Islensk erfðagreining var stofn- uð á íslandi í desember 1995 af Kára Stefánssyni og þremur öðr- um Islendingum, sem síðan sumar- ið 1996 stofnuðu fyrirtæki í Banda- ríkjunum, deCODE Genetics Inc. ásamt fjórum öðrum. Það haust létu hinir íjórir upphaflegu stofn- endur bandaríska fyrirtækið yfir- taka sinn hlut og á komst núver- andi skipan, sem er að Islensk erfðagreining er dótturfyrirtæki SICRÆNA JÓLAT — edaU Ke á/v Síðustu ár hefur skátahreyf'mgin selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. %■ 10 ára ábyrgð %■ 12 stærðír, 90 - 500 cm *. Stálfótur fylgir * Ekkert barr að ryksuga ■«. Truflar ekki stofublómin i*. Eldtraust í* Þarfekki að vökva í* íslenskar leiðbeiningar i* Traustur söluaðili !« Skynsamleg fjárfesting "SNORRABRAUT 60 Bandokig isíenskra skóto NÁUM (GAGNA- GRUNN S)ÁTTUM! Sigrún Davíðsdóttir bandaríska fyrirtækisins. Það er við bandaríska fyrirtækið, sem samningar eru gerðir, meðal ann- ars samingurinn við Hoffmann-La Roche. I stjórn bandaríska fyrir- tækisins sitja sjö menn, þar af fjór- ir fulltrúar upphaflegu fjárfest- anna, sem lögðu fyrirtækinu til tólf milljónir Bandaríkjadala í upphafi. Þeir hafa því undirtökin í stjórn- inni og það er stjórnin, sem ræður forstjóra. Allir geta verið til gagns, en enginn er ómissandi, segir er- lent máltæki. Fyrir utan Björk hefur enginn Islendingur fengið aðra eins um- fjöllun erlendis undanfarið og Kári Stefánsson og fyrirtæki hans. Meg- ininntak greinanna er djúp undrun yfir tilkomu gagnagrunnsfrum- varpsins. I Science var fjallað um gagnagrunninn í leiðara nýlega í sömu andrá og fræga erfðafræði- rannsókn, sem hefur á sér illt orð. Auðvitað geta forsvarsmenn frum- varpsins haldið áfram að tönnlast á að andstaðan gegn frumvarpinu sé aðeins í hópi nokkurra öfund- arnagga í læknastétt. Læknafélag Islands hefur ályktað gegn fnim- varpinu og læknadeild Háskóla Is- lands einnig. Af um 40 álitum á vef- síðu heilbrigðisráðuneytisins gagn- rýna flest sjálft einkaleyfið, gnind- vallaratriðið. Breskur sérfræðingur í gagnagrunnum hafði sjaldan séð aðra eins hrákasmíð og áætlun um gagnagrunninn. BSRB hefur gagn- rýnt frumvarpið harkalega og seint verða þau samtök kennd við lækn- isfræðilegt öfundarnagg. Auðvitað er hægt að halda áfram að láta sem álit sérfræðinga skipti engu máli og brjóstvit stjórnmálamanna og einkahagsmunir skipti öllu máli. En rangtúlkun verður ekki rétt túlkun þótt hún sé endurtekin fram í rauð- an dauðann. Drepum úr - ekki í dulkóðunardróma Kjarninn í dulkóðunarumræð- unni er í raun einnig einfaldur. Til að upplýsingarnar séu einhvers virði þurfa þær að vera persónu- tengdar. Til að losna við opinbert eftirlit, til dæmis af hálfu Tölvu- nefndar, þurfa upplýsingarnar að vera ópersónutengdar. Skollaleik- urinn snýst um að fá upplýsingarn- ar skilgreindar sem ópersónu- tengdar til að losna við eftirlitið, en í raun verði þær persónutengdar, svo þær verði góð söluvara. Af því sprettur þessi véfréttarstíll Is- lenskrar erfðagreiningar í dulkóð- unarumfjölluninni. Það er varasamt að láta drepa umræðuna í dulkóð- unardróma. Fyrirtækið spjarar sig án gagna- grunnsins, að sögn forstöðumanna þess. An gagnagrunns og einokun- araðstöðu hlaut fyiirtækið tólf milljónir Bandaríkjadala til að hefja starfsemi og það fékk samn- ing upp á allt að 200 milljónir Bandaríkjadala óháð gagnagrunn- inum. Fyrirtækið getur haldið áfram eins og hingað til að safna upplýsingum frá þeim sem vilja til að nýta við áhugaverðar rannsóknir sínar. Eins og sjá má er gagnagrunns- frumvarpið í grófum dráttum ein- falt mál. Grundvallarspurningarnar tvær eru bæði ofureinfaldar en um leið geigvænlega víðfeðmar: Viljum við stuðla að tveimur einsdæmum í heiminum: Eindæma umfangsmikl- um gagnagrunni um heila þjóð og eindæma einokunaraðstöðu einka- fyrirtækis á upplýsingum um þig og mig og alla hina, forfeður og ófædd börn? Svörin eiga að miðast við þjóðar- hag, en ekki hagsmunaaðila. Vís- indin efla alla dáð, en alþingismenn em að bregðast þjóðarhag ef þeir í flumbragangi láta undan þrýstingi hagsmunaaðila í tímahraki, í stað þess að huga að langtíma hagsmun- um þjóðarinnar allrar. Fyrir henn- ar hönd þurfa alþingismenn að svara til um hvort þeir vilji eða vilji ekki láta Islendinga vera tilrauna- dýr í óljósri tilraun einkafyrirtækis, sem hvergi fengist samþykkt ann- ars staðar. Höfundur er blaðiunaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.