Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 49 Jarðsprengju- bann - Vont mál FOSTUDAGINN 4. desember sl. ritar for- stöðukona Rauða kross íslands, Sigrún Arnadóttir, grein í Mbl. þar sem hún hvetur íslensk stjórn- völd eindregið til þess að staðfesta bann við jarðsprengjum sem undirritað var af 123 ríkjum í Ottawa í Kanada á sl. ári. Grein þessi fylgir í kjölfar margra annarra slíkra sem nánast allir for- stöðumenn Rauða krossins á Islandi hafa ritað á undanförnum misserum af þessu sama tilefni og virðist sem undirrótin að þessum skrifum sé runnin frá Alþjóðasam- tökum Rauða krossins sem hafi ákveðið að leggja nafn sitt við al- þjóðlega herferð gegn notkun þess- ara vopna og að styðja baráttu þeirra sem vilja knýja fram alþjóð- legt bann við notkun þeirra. Sem fyrrverandi Rauða kross starfsmanni á hættusvæðum hefur mér undirrituðum þótt þessi her- ferð allundarleg þar sem málefnið er augljóslega bæði af pólitískum og hernaðarlegum toga og stangast því freklega á við grundvallarreglu Rauða krossins um hlutleysi í slík- um málefnum og þá vinnureglu að Bann við notkun jarð- sprengna er alls ekki réttlætaniegt, segir Björn Jónsson, eins og ástandið er í alþjóðleg- um öryggismálum nú við aldarlok. taka ekki afstöðu til viðkvæmra pólitískra mála en á því hefur starfsfriður Rauða kross manna og kvenna á viðkvæmum átakasvæð- um byggst um áraraðir. Ef tekin hefur verið ákvörðun um grundvallarbreytingu á afstöðu Rauða krossins til slíkra mála, þá hefur sú ákvörðun farið mjög hljótt eða jafnvel verið tekin í kyrrþey, því ekki hefur hún verið tilkynnt opinberlega svo mér sé kunnugt um. En ef þetta er staðreyndin þarf engum að koma á óvart að Rauða kross starfsmenn verði æ oftar fyr- ir sams konar áreitni, ónæði og verði jafnvel fórnarlömb mannrána í löndum á borð við Afganistan og Tsjetsjeníu á sama hátt og starfs- menn annarra frjálsra félagasam- taka, fyrirtækja og alþjóðastofnana sem ekki hafa slíkt hlutleysi á stefnuski-á sinni. Málið er þess vegna vont Rauða kross mál og það er mjög miður að íslenskt rauða krossfólk skuli hafa ljáð því lið að lítt eða óathuguðu máli. Ef málið væri eingöngu slæmt Rauða kross mál hefði hér verið sett amen eftir efninu, en svo er ekki: Bann við notkun jarð- sprengna (og þvínæst léttum hand- vopnum eins og Sigrún Arnadóttir ýjar að í grein sinni) er alls ekki réttlætanlegt eins og ástandið er í alþjóðlegum öryggismálum nú við aldarlok og verður það fyrirsjáan- lega ekki fyrstu árin eða áratugina á þeirri næstu. Til þess liggja afar einfaldar og augljósar ástæður sem ekki ætti að þurí'a að tíunda fyrir fólki sem leggur sig eftir fréttum og upplýsingum af þessum vett- vangi en þó skal hér það helsta tí- undað. Við íslendingar höfum kom- ist upp með þann vafasama heiður, sem á sér ekki sinn iíka annars staðar á jarðarkringlunni, að koma hvergi nálægt okkar eigin land- vörnum og öryggismálum heldur fela þau alfarið í hendur öðrum. Okkur hefur nægt að senda utanríkisráð- herra okkar til Banda- ríkjanna u.þ.b. einu sinni á áratug þar sem hann hefur samið um framiengingu á gild- andi varnarsamningi landanna í ótiltekinn tíma og þar með hafa öryggismál landsins verið í öruggri höfn og íbúar landsins hafa getað lagst til svefns og sofið hólpnir svefni hinna réttlátu til næsta morguns. En í mörg- um tugum þjóðlanda og landsvæða í heimin- um er þessu gjörsamlega á annan veg farið. Par getur fólk allt eins átt von á því að verða myrt eða lim- lest í rúmi sínu, þorp þeirra og bæir jafnaðir við jörðu í skugga nætur, eins og að vakna aftur til lífsins næsta dag. Og til þess að verjast slíkum ósköpum eiga íbúarnir einskis annars úrkosti en að grípa til sinna eigin og oft fátæklegu ráða: Skipuleggja landvarnir á eig- in kostnað (enginn mannvirkjasjóð- ur NATO þar til þess að borga brúsann) eða, það sem æ algengara er á okkar dögum, þar sem upp- lausnarástand hefur skapast og rík- isvald, her þess og lögregla hafa leyst upp, að taka málin í eigin hendur og verja sitt landsvæði, hér- að eða þorp með öllum tiltækum ráðum, þar með töldum jarð- sprengjum og léttum handvopnum. Raunar má segja að slík vopn gegni algeru lykilhlutverki við þvílíkar kringumstæður. Það verður ekki ætlast til þess af fólki, sem gerir sér að góðu u.þ.b. einn fertugasta hluta af þjóðartekjum þróuðu iðn- ríkjanna á mann á ári, að það komi sér upp leysigeislastýrðum há- tæknivopnabúnaði. Eftir að hafa sjálfur haft náin kynni af þjóð þar sem slíkt örygg- isleysi var daglegt brauð og jarð- sprengjur og létt handvopn jafn ríkur þáttur af lífí og starfí fólks og bílar og farsímar eru á Islandi, þá tel ég mig geta fullyrt að bann við slíkum vopnum væri glapræði hið mesta og mundi eingöngu stuðla að því að gera vont ástand enn verra. Fyrir fáeinum dögum birtust myndir í sjónvai’pi sem teknar höfðu verið rétt í þann mund sem að dæmi- gerð stórfjölskylda í þorpi einu í Suð- ur-Alsír var að setjast að kvöldverð- arborði sínu til snæðings. En frá- brugðið því sem við hin lánsömu eig- um að venjast, þá lá einnig á borðinu, auk rjúkandi réttanna, hlaðin AK-47 handvélbyssa, tilbúin til notkunar. Ætla Sigrún Árnadóttir, Halldór Ásgrímsson eða jafnvel Ólafur Ragnar Grímsson að gera sér ferð þarna suður eftir og gefa þessu fólki góð ráð um hversu mikinn háskagrip sé þarna að ræða og hversu ráðlegt það væri að koma honum fyrir kattarnef? Tæpast. Ur því sem málum er nú komið, eftir að fulltrúar íslands undirrit- uðu ofangreindan Ottawa-samning að illa ígrunduðu máli fyrir ári þá tel ég að nú sé heillavænlegast að geyma áfram þennan samning í stóru skúffunni í ráðuneytinu, þar sem allir þeir ótalmörgu samningar sem íslendingar hafa undirritað en ekki staðfest, liggja. Hins vegar mætti gjarnan draga upp úr þessari sömu skúffu og staðfesta Kyoto-samninginn um loftlagsbreytingar svo ekki sé minnst á sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi frá 1966 sem ísland hefur enn ekki staðfest. Þar eru ótvírætt í báðum tilvikum góð mál á ferðinni. Höfundur er fv. stiirfsm:it)ur 3-D jnrðsprcngjudcildar Sameinuðu þjóðanna í Sómalfu. Björn Jónsson eða rúnnaðir Sturtuhorn • Sturtu) • Baðkars, sturtuhlífar viSTéllsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: lánud. - föstud. kl. 9-18, laugard, yönduð vara 3®sfæðustu verðun^ RADCREIOSLUR Kvótaþegar og bótaþegar RÁÐHERRAR, út- gerðarmenn og banka- stjóri Landsbankans tala í kór um að Hæstiréttur hafi skap- að réttaróvissu með dómi sínum í Valdi- marsmálinu. Hvernig í ósköpunum má það vera? Setti Hæstirétt- ur lög? Nei hann dæmdi eftir lögum. Al- þingi setti lögin og þetta voru vond lög, þau stóðust ekki stjórnarskrárpróf. Al- þingi skapaði réttar- Stefán óvissuna 1984, ekki Benediktsson Hæstiréttur 1998. Húrra fyrir Valdimari. Það þarf áræði og þor til að ákæra stjómvöld lyrir vond lög, jafnt á íslandi sem annars staðar. Ætla mætti að menn sem leggja á sig slíkt erfiði og lyfta Grettistökum í undirstöður mann- réttinda á Islandi væru þjóðhetjur. Öðru nær. Hvort sem menn heita Jón, Þorgeir eða Valdimar er það ekki til vinsælda fallið að flengja stjómvöld með lögum, síst af öllu stjómarskránni. Það er áræði Valdi- mars í kvótamáhnu að þakka, að við stöndum í dag með einn merkileg- asta dóm Hæstaréttar í höndunum. Hæstiréttur dæmdi einstaklingi í hag og rflrisvaldi í óhag, á grundvelli stjómarskrárvai’ins réttar einstak- lingsins. Húrra fyrir Hæstarétti. Þessi dómur er hressandi gróðrar- skúr og vekur almennan áhuga á umræðu um réttlæti. Spurningar vakna eins og um skerðingu réttindabóta öryrkja og fatlaðra. Umfjöllun um réttarbæt- ur færist á annað plan þegar stjómarskráin er loksins komin á dagskrá. Hvemig ríkisstjóm lætur þá hneisu spyijast um sig, að það séu sértæk mannréttindi öryrkja á Islandi að vera öreigar? Er það virkilega rétt að þola þann órétt? Fimmta greinin Ríkisstjómin vill gjama, að það mál sem nú ber hæst snúist bara um „fimmtu greinina", og trúlega tekst henni að telja þingheim á það. En það er bara stundarfró. Mis- réttið er leiðrétt að hluta en verður um leið enn augljósara en áður. Ef niðurstaða rflrisstjórnar er sú að Valdimar má kaupa skip en verð- ur að kaupa kvóta til að mega veiða þorsk, t.d. af einhverjum ráðherra sem á kvóta en ekki klofstígvél, þá em ráðherrarnir ekki að gera rétt heldur verður enn augljósara en áð- ur að þeir vilja viðhalda órétti. Var- anlegai' aflaheimildir em ekkert annað en afkomutryggingar án ið- gjalda, öðra nafni tryggingabætur. Ríkisstjóm okkar virðist þeirrar skoðunar að bótaréttur fámenns hóps útgerðarmanna sé öllum öðr- um bótarétti æðri og megi ekki skerða með nokkni móti. Fræðilega er þetta svo fáránlega marxískt í fjölbreyttri merkingu að maður fer að hlæja. Lögin um stjórnun fiskveiða snúast fyrst og fremst um að vernda auðlindina í sjónum, yfir- lýsta eign allra landsmanna, og há- marka hagnýtingu hennar með takmörkun afla. Lög um stjórnun fiskveiða snú- ast ekki um brýna þjóðhagslega nauðsyn þess að gefa nokkmm út- völdum Islendingum hlut í afla. Lögin snúast ekki um þjóðhagslega nauðsyn þess að búa til aðalstétt og aukastétt. Þetta em ekki lög um mismunun. Það er bannad segir Hæstiréttur. Lögin snúast um þjóðhagslega nauðsyn takmörkun- ar heildarafla. Heildaraflinn er sú hagstærð sem stjórnvöld ákveða. Hvað stjórnvöld gera síðan ræðst af því hvað þau telja réttlæti. I einn og hálfan áratug hafa stjóm- völd mulið undir örfáa með mjög sértækum afkomutryggingum án iðgjalds eins og áður sagði. Þau segjast gera það vegna þjóðar- hags. Það er sjálfsagt rétt. Það dregur tmlega ekki úr þjóðarhag að nokkrir einstakhngar og jafnvel ráðheiTar hafi einkarétt á „mið“lægum afla- granni, en samt þarf að skerða örorkubætur. Kvótasala Hvað er það sem hvetur til hagræðingar í núverandi fiskveiðistjómun? Það er ekki tak- mörkun heildarafla. Sömu menn stjórna útgerð núna og fyrir tutt- ugu áram. Þá var löngu ljóst að fiskamir í sjónum vora takmörkuð auðlind og samt var útgerðin alltaf á hausnum. Það er ekki aflahlut- deildin því þá væra menn ekki að selja hana frá sér. Það eina sem hefur jákvæð hagstjórnaráhrif í núverandi fiskveiðistjómun er kvótasala. Verslun með kvóta greinir þá Aflahlutdeildin er fæð- ingarréttur allra Is- lendinga, segir Stefán Benediktsson, en ekki bara þeirra sem fædd- ust inn í kvótafjöl- skyldu. sem geta gert út frá þeim sem ekki geta gert út. Það „besta“ við kerfíð er að þeir sem ekki geta, vilja eða nenna að gera út græða meira en þeir sem geta, vilja og nenna. Óréttlætið er, að það er fámennur hópur sem má selja kvóta og hann fær söluvaminginn gefins og sá sami hópur hefur einkarétt á að kaupa kvóta. Hvers vegna ekki að gera þetta þannig að sem flestir geti orðið sáttir? Tryggja verður íslendingum öllum, ótvíræðum eig- endum auðlindarinnar, sanngjarna hlutdeild í afrakstri hennar. Sann- gjöm hlutdeild fæst ekki nema í m frjálsum viðskiptum. Frjáls kvótaviðskipti ákveða verðmæti auðlindarinnar og við- skiptin eiga með réttu að byrja hjá hinum löglega yfirlýstu eigendum. Það er einfalt mál að senda öllum Islendingum, ungum sem öldnum, samkvæmt manntali 1. september næstkomandi og síðan árlega, til- kynningu um hlut sinn í heildar- afla. Hlutdeild sem ekki erfist. Ibúafjöldi ákvarðar hlut hvers landsmanns. Viðskiptabankar eða verðbréfa- fyrirtæki miðla hlutabréfum um- bjóðenda sinna. Umboðin auglýsa það magn, sem þeir hafa umboð fyrir, taka við tilboðum og þannig skapast einingaverð kvóta. Að loknu fyrsta útboði skapast eftir- markaður rétt eins og í dag. Aflahlutdeildin er fæðingarréttur allra Islendinga en ekki bara þein-a sem fæddust inn í kvótafjölskyldu. Ef menn meina það sem þeir segja um holl áhrif fijálsrar verð- myndunar á hagkvæmni rekstrar og ef menn meina það sem þeir segja um þjóðhagslega nauðsyn þess að hagkvæmni ráði hveijir róa, þá ættu verðmyndunaráhrif þessar- ar verslunar að vera besta tæki sem*** völ er á í dag til að tiyggja mestu hagkvæmni rekstrar. Eðlileg athugasemd við þetta fyrirkomulag er að það er þægi- legra fyrir útgerðina og bankana að gera út á varanlegar veiðiheim- ildir, afkomutryggingar. Auðvitað er það rétt en hvað kemur þá næst, úthlutun varanlegra sjúklingahópa fyrir lækna, varanlegra viðskipta- vina fyrir Bónus eða úthlutun var- anlegra kjósenda fyrir þingmenn? Opinber gjafaúthlutun varanlegs afkomugrandvallar eru forréttindi sem ekki einu sinni öryrkjum standa til boða, að minnsta kosti ekki í dag. Varla vilja útgerðar- menn forréttindi fram yfir öryrkja. Að lokum í framhjáhlaupi. Kost- ur þess að viðurkenna eignarrétt landsmanna á auðlindinni með þessum hætti er að ef einhver dytti nú á það heillaráð að ganga í Evr- ópusambandið, þá væru hendur stjómvalda bundnar í ráðstöfun sjávarfangs. Evrópusambandið yrði að eiga stjórn fiskveiða á ís- landsmiðum undir íslendingum hverjum og einum. Höfundur er þjóðgarðsvörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.