Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ LISTIR KAMMERSVEIT Reykjavíkur flytur alla Brandenburgarkonserta Bachs á tvennum tónleikum í Áskirkju, annað kvöld og á sunnudag. Hátíðartónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju Brandenburgarkonsert- arnir fluttir í heild sinni ALLIR Brandenburgarkonsertar Bachs verða fluttir á tvennum jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, og á sunnudag, en tónleikai-nir marka upphaf tuttugasta og fímmta starfs- árs sveitarinnar. Að sögn Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara, sem er listrænn stjórn- andi Kammersveitar Reykjavíkur, mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðið er að heildarflutningi þessara frægu verka hér á iandi. Þar sem það þótti of mikið að flytja alla konsertana sex á einum tónleikum var ákveðið að hafa tvenna tónleika og flytja konserta nr. 1-3 á þeim íyrri og 4-6 á hinum seinni. „Strax á fyrstu jólatónleikum kammersveit- arinnar var fluttur Brandenburgar- konsert, sá nr. 2, og síðan hafa þeir allir verið fluttir margoft nema nr. Aóventa á Skólabrú Jolamdtseðxll með STEXKARHLflÐBORÐX f HRDEGINU 2.15o fl KVÖLDIN Skókbrú BoRÐfiPflNTHNIR í SÍMfl 5 ó 2 4 4 5 5 6, sem verður nú í fyrsta sinn á tón- leikum hjá okkur,“ segir Rut. „Við höfum alltaf haft þann sið að spila konserta frá barokktímanum á jólatónleikunum og ef við teljum það saman í gegnum öll árin hefur Bach líklega verið spilaður oftast,“ segir Rut og bætir við að fast á hæla Bachs fylgi Vivaldi, Telemann og Corelli. „Vegna þess að nú er hátíðarár hjá okkur ákváðum við að hafa þetta með glæsibrag," segir hún. Um það bil tvö ár eru síðan ákveðið var að flytja Brandenburgar- konsertana á þessum tónleikum. Og ástæðan er einfóld: „Þetta fínnst okkur hljóðfæraleikurunum vera hápunkturinn á tónlist frá þessum tíma, a.m.k. okkur sem spilum á þau hljóðfæri sem Bach notar í þessum konsertum. Svo við þurftum eigin- lega ekki að ræða það hvað ætti að flytja á jólatónleikum á afmælisár- inu.“ í góðum höndum Jaaps Schröders Kammersveitin hefur fengið hol- lenska fíðluleikarann Jaap Schröder til að leiða flutninginn en hann er ís- lenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, bæði fyrir þátttöku sína í Skálholtstónleikum mörg undanfarin sumur og fyrir ótal plötuupptökur. „Við erum mjög þakklát og ánægð að hafa fengið þennan frábæra listamann til þess að leiða okkur og leiðbeina. Mörg okkar hafa unnið með honum í Skál- holti og við þekkjum hann af góðu þaðan og vitum að við erum í góðum höndum," segir Rut. Jólatónleikarnir verða haldnir í Askirkju, eins og verið hefur allt frá því að sú kirkja reis. „Við vorum með fyrstu tónleikana okkar þar í byrjun árs 1984, þegar kirkjan var nývígð og Kammersveitin hélt upp á tíu ára afmæli sitt,“ segir Rut. Einleikarar á tónleikunum verða fiðluleikaramir Rut Ingólfsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir, víólu- leikarnir Þórunn Ósk Marinósdóttir og Guðrún Hrund Harðardóttir, óbóleikaramir Daði Kolbeinsson, Eydís Franzdóttir og Peter Tompk- ins, hornleikararnir Jósef Ognibene og Þorkell Jóelsson, flautuleikar- amir Bernharður Wilkinson, Marti- al Nardeau og Guðrún S. Birgis- dóttir, Rúnar H. Vilbergsson fagottleikari, Asgeir H. Steingríms- son trompetleikari, og Helga Ing- ólfsdóttir semballeikari. I framhaldi af tónleikunum í Ás- kirkju verða Brandenburgar- konsertarnir allir teknir upp og gefnir út á geislaplötu á vori kom- anda. „Við tökum upp þrjá konserta núna fyrir jól og hina þrjá í febrúar, þá kemur Jaap Schröder aftur til landsins,“ segir Rut. Á afmælisár- inu stendur reyndar til að út komi alls fímm geislaplötur með leik Kammersveitar Reykjavíkur á veg- um útgáfufyrirtækisins Arsis í Hollandi. Áuk Brandenborgar- konserta Bachs koma út Kvartett um endalok tímans eftir Messiaen og kammerverk eftir Mozart, Bra- hms, Dvorák og Saint-Saéns. Þá er enn ótalin útgáfa á tónbálkinum Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Steins Steinars, sem hljóðritaður var á 20 ára afmæli Kammersveitarinnar ár- ið 1994 og er væntanlegur á geisla- plötu á árinu 1999. Tónleikamir annað kvöld hefjast kl. 20.30 og þeir seinni verða nk. sunnudag kl. 17.00. Forsala að- göngumiða er í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18. Að endurvekja fortíðina „ÞARNA er að fínna uppáhalds smáverkin okkar frá rómantíska tímanum, verk sem okkur þykir ákaflega skemmtilegt að spila og eru fyrir vikið líklegii til að gleðja aðra,“ segir Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari um geislaplöt- una Con Espressione, þar sem hún leikur ásamt litháska fíðluleikaran- um Martynas Svégzda von Bekker. „Expressjón-rómantísk músík með dansívafí," eru orðin sem Steinunn velur þegar hún er beðin að lýsa innihaldi plötunnar betur. „Kreisler er til dæmis mjög dansvænn, þó maður myndi örugg- lega fótbrotna ef maður dansaði lengi við tónlist hans.“ Auk Kreislers eiga Tsjajkovskíj, Bruch, Schumann, Brahms, Marie, Benjamin, Rimskíj-Korsakov, Gru- odis, Schubert, Dvorák og de Falla verk á plötunni en Steinunn segir markmið hennar öðrum þræði vera að endurvekja stemmningu fyrri hluta þessarar aldar - endurvekja fortíðina. „Þessi stemmning má ekki líða undir lok - stemmningin í kringum brautryðjendurna í ís- lensku tónlistarlífi. Þeim eigum við mikið að þakka. Oft og tíðum þurftu þeir að spila við fáránlega erfíðar aðstæður, með vindinn í fangið, en af djúpri lotningu fyrir viðfangsefn- inu - af lífi og sál.“ Segja má að Steinunn og Mar- tynas hafi byi-jað á öfugum enda því þau héldu „útgáfutónleika“ áður en þau fóru í hljóðver. Fóru þeir fram í Iðnó 7. júlí síðastliðinn og flutt voru svo að segja sömu verk og eru á plötunni. „Ástæðan fyrir þessu er landfræðileg,“ segir Steinunn. „Martynas býr í París og þar sem hann er á ferð og flugi allt árið um kring verður maður að nýta tæki- færið þegar hann hefur tíma.“ Steinunn segir ekki miklar líkur á því að þau Martynas geti fylgt plöt- unni eftir með tónleikum nú fyrir jólin, vegna anna fiðluleikarans, en er þó ekki búin að gefa upp alla von. Eftir á að hyggja segir Steinunn það mjög góða leið að leika efni sem taka á upp fyrst á tónleikum. „Þeg- ar í hljóðver er komið verður verk- efnið að vera pottþétt annars er erfítt að fanga „mómentið" með heillegum flutningi." Andrúmsloftið fangað Steinunn segir markmiðið hafa verið að fanga andrúmsloft tónleik- anna, þess vegna hafi þau reynt að hafa heilar tökur eins margar og unnt var - lítið um klippingar. Hlustendur eigi að geta lygnt aftur augunum og finnast þeir vera staddir á tónleikum. „Auðvitað er tvennt ólíkt að spila á tónleikum og í Morgunblaðið/Kristinn „VIÐ fúndum strax þessa sam- eiginlegu taug.“ Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Martynas Svégzda von Bekker. hljóðveri. Maður fær enga svörun í hljóðverinu. Á móti kemur að það hlýtur að vera draumastaða að geta tekið efni upp aftur og aftur, ef með þarf. Samt er það mín reynsla að maður notar yfirleitt fyrstu tökum- ar. Þess vegna beiti ég jafnan gömlu aðferðinni, klippi sem minnst, til að ná heildaráhrifunum - augnablikinu. Ég er á móti dauð- hreinsuðum upptökum. Þær vekja aðdáun en enga gleði - það er klippt á lífþráðinn." Steinunn og Martynas kynntust óvænt fyrir um þremur árum - eins og vera ber, eins og píanóleikarinn kemst að orði. „Martynas var stadd- ur hér á landi til að búa sig undir tónleika í Þýskalandi og sameigin- legur vinur kynnti okkur. Skömmu síðar prófuðum við að vinna saman og fundum strax þessa sameigin- legu taug - það var virkilega gaman því það er alls ekki sjálfgefið að fólk stemmi saman. En það er eins með þetta og flest annað gott í lífinu - það gerist fyrir tilviljun." Steinunn og Martynas hafa hug á að halda samstarfinu áfram og bíða þeirra þegar nokkur verkefni. í febrúar koma þau fram á alþjóð- legri tónlistarhátíð í París og næsta sumar verður Martynas aftur gest- ur Steinunnar á Reykholtshátíð. „Hann vakti svo mikla hrifningu síðast að fólk krafðist þess hrein- lega að honum yrði boðið aftur.“ Með Con Espressione vilja flytj- endurnir heiðra leiðbeinendur sína og helstu áhrifavalda á tónlistarferl- inum, Steinunn Árna Kristjánsson og Martynas ömmu sína Elenu Str- azdas Bekeriene. Reuters Gert við Vorrar frúar kirkju TÍMI er kominn til að hreinsa styttur og veggskreytingar á Vorrar frúar kirkju í París. Bera forverðir sérstaka lausn á verkin til að ná af þeim mengun og óhreinindum sfðustu árhundraða. Verið er að laga vesturhlið kirkjunnar en það verk hófst árið 1993 og lýkur árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.