Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 35 UTSALA UTSALA hefst í dag Ca. 40-50% afsláttur Aðeins þessa viku Dæini um verð áður Blúndubolir kr. 2.400 kr. 1.500 Velúrbolir kr. 1.600 kr. 1.000 Kaðlapeysur kr. 4.900 kr. 2.900 V-háls peysur kr. 4.200 kr. 2.500 Riillukr.peysur kr. 3.200 kr. 1.900 Sett; bolur/pils kr. 5.600 kr. 3.400 Kjólar kr. 4.500 kr. 2.700 Vatterað vesti kr. 2.600 kr. 1.600 Vatteraðar úlpur kr. 5.000 kr. 3.000 Litaðar gallabuxiu* kr. 4.500 kr. 2.700 Buxur m/vasa á skáliiium kr. 3.100 kr. 1.900 í pói'lkrölii Opið 10.00 til 18.00 frí<ert<Jfex Síðunnila 13, síini 5682870 Komdu iólapökkunum öruggkga til skila! latilboS á smápökkum 0-20 kg Aðeins 300 kr. pakkinn - hvert á land sem er! - Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14. - AÐM FLUTNINGAR HÉOINSGÖTU 2 S: 581 3030 Kevrum á ivri eftirtalda staði: Vestmannaeyiar • Egilsstaði Seyðisfjörð • Reyðarfjörð • Eskifjörð Neskaupstað • Varmahlíð • Sauðárkrók Patreksfjörð • Bíldudal • Tálknafjörð • Isafjörð Súðavík • Flateyri • Þingeyri • Suðureyri Bolungarvík • Hellu • Hvolsvöll Þykkvabæ • Akureyri • Hvammstanga Vik • Klaustur • Hólmavík • Drangsnes LISTIR Skáldsaga um glæp BÆKUR Skáldsögur PÓSTHÓLF DAUÐANS Eftir Kristinn R. Ólafsson. Ormstunga, Seltjarnarnesi 1998, 253 bls. EF MARKA má umfjöllun og kynningu nýira íslenskra bóka fyrir þessi jól fer vegur spennusagna vax- andi. Spennubókmenntir geta þó verið af margvíslegum toga og efn- istök verið giska ólík og líklega nær undirtitill sagnaflokks skáldhjón- anna Sjövall og Wahlö best utanum fyrirbærið; skáldsaga um glæp hétu sögurnar um Martin Beck og félaga í sænsku lögreglunni. Spennusaga snýst nánast alltaf um glæp og spurningar sem kvikna í kjölfarið, hver framdi glæpinn, hver eða hverj- ir urðu fórnarlömb glæpsins og aðalpersónan rekur upp þræðina, rifjar upp liðna sögu, kemst að ýmsu, dregur alls kyns ályktanir, upplýsir glæpinn. Lesandanum er haldið í spennu, ýmist er atburðarásin hlaðin æsandi viðburðum eða spennan stig- magnast eftir því sem fleiri kurl koma til grafar. Pósthólf dauðans fjallar um mein- tan glæp. Aldraður Spánverji finnst myrtur á heimili sínu í Madrid 1992 og í ljós kemur að tengsl hafa verið milli hans og íslensks sjálfboðaliða í spænsku borgarastyrjöldinni sextíu árum áður. Islenskur útvarpsfrétta- ritari í Madrid hefur komist yfir frásögn Islendingsins af þátttöku sinni í borgarastyrjöldinni og hefur verið að taka viðtöl við Spánverjann gamla þegar morðið er framið. Fréttaritarinn liggur undir grun og hann fer að grafast fyrir um fortíð Spánverjans og reyna að leysa morðgátuna. Höfundurinn reynir ekki að dylj- ast með nokkrum hætti á bakvið aðalpersónuna, hann gerir sjálfan sig að aðalpersónunni, senor Olafsson, íslenska út- varpsmanninum í Ma- drid. Þetta er bæði kost- ur og galli. Annars veg- ar gæðir þetta söguna heimildarskáldsögulegu yfirbragði og eykur á trúverðugleika hennar, en hinsvegar kippir það fótunum undan spennu- gildi sögunnar, því hversu mjög sem leikur- inn æsist og fréttaritar- inn flækist í málið er les- andinn þess ávallt vel vitandi að seiior Olafsson í Madrid er enn í fullu fjöri og nýbúinn að senda frá sér skáldsögu auk útvarpspistla á liðnum misserum. Umgjörð sögunnar er hið dular- fulla dauðsfall en inntak hennar snýst um borgarastríðið á Spáni, uppgang fasismans og Spán undir járnhæl einræðisherrans Francos í nær fimmtíu ár. Undir því yfirskini að grafast fyrir um fortíð hins myrta dregur fréttaritarinn/höfundm'inn fram alls kyns upplýsingar, dag- bókarbrot og frásagnir úr borg- arastríðinu og ekki síður hver urðu afdrif lýðveldissinna sem hnepptir voru í fangabúðir og þrældóm eftir að styrjöldinni lauk. Tengsl hins myrta og sjálfboðaliðans íslenska gera svo kleift að birta fróðleg skoðanaskipti á Islandi um borgara- styrjöldina meðan á henni stóð. Allt er þetta upplýsandi og höfundi greinilega talsvert hjartans mál að koma þessu skilmerkilega til skila og dregur hvorki dul á skoðun sína á spænskum fasisma né með hverjum samúð hans stendur. Kristinn R. Ólafsson er löngu þekktur fyrir persónulegan stíl á út- Kristinn R. Ólafsson. varpspistlum sínum og ritstíll hans leggst í svipaðar fellingar. Rit- gleði og orðgnótt, mvndrænar lýsingar með þungum áherslum á alls kyns smáatriði einkenna stílinn og bera frásögnina á stundum ofurliði; á köflurn er því líkast sem höfundurinn hafi meiri áhuga á, jafnvel nautn af, orðalaginu sjálfu en innihaldi setn- inganna. Frásagnarmátinn er ýmist í fyrstu eða annarri persónu þar sem sögumaður rifjar upp sögu hins látna, ávarpar hann, enda kveðst hann rekinn áfram að lausn gátunn- ar af anda hins framliðna. Frásagn- araðferðin dregur nokkurn dám af stíl rómanskra bókmennta, eins kon- ar játningarstíll, þar sem sögumað- urinn rifjar upp frásögn hins látna af segulbandsupptökum og rekur eigin hugrenningar samhliða. Kristinn R. Ólafsson hefur skrifað mikla sögu að vöxtum og sett sér þau margföldu markmið að semja heim- ildarskáldsögu og sveipa hana um- gjörð spennusögunnar. Þetta tekst ekki nema að hluta því spennuum- gjörðin er losaraleg og rofnar stund- um alveg fyrir innblásnum frásögn- um af lífi hins dauða Spánverja fyrr á öldinni. Engu að síður eru þetta bestu kaflar bókarinnar þótt þeir rími ekki við formúluna að hefðbundnum reyfara, enda vekur hið sögulega og pólitíska samhengi upp þá spurningu hvort hinn raun- verulegi glæpur sem sagt er frá í Pósthólfi dauðans sé ekki mun stæm í sniðum en virðist við fyrstu sýn. Hávar Sigurjónsson Hvað gerðist? BÆKUR Unglingasaga AÐGÁT SKAL HÖFÐ Eftir Þorstein Marelsson. Mál og menning, 1996 - 152 s. HANN er fimmtán ára og situr hjá sálfræðingi sem reynir að fá hann til að tala um það sem gerðist. Smátt og smátt finnum við að eitt- hvað hræðilegt hefur gerst sem veldur því að hann er í nokkurs konar stofu- fangelsi. Þetta er í raun góður strákur en spurningarnar eru margar og svörin fá. Og það sem gerðist er svo alvarlegt að eng- inn getur talað um það. En svo tekur hann þá ákvörðun að strjúka úr fangelsinu, en hvert getur hann farið og hver er í rauninni tilgangurinn með flóttanum? Strák- urinn er reyndar kallaður Dóri og hann á nokkra vini en þeir eru fjarlægir. Hann er hrifinn af Önnu en hún er honum líka fjarlæg. Foreldrarnir eru alltaf að fórna sér fyrir hann en fjölskyldumeðlim- ir eru samt ekki í neinu sambandi hver við annan enda annríkið mikið og allir á kafi í sínum áhugamálum. Dóri er lokaður og getur ekki eða vill ekki segja sálfræðingnum hvað hefur gerst. Hann svarar með eins atkvæðis orðum eða snýr út úr spurningum sálfræðingsins og sáli segir að hann sé trúður sem hlær þegar hann á að gráta og öfugt. Eft- ir fundina með sálfræðingnum er hvorki sáli né lesandinn nokkru nær. En Dóri þarf að létta á sam- viskunni og segja frá hlutunum frá sínum eigin sjónarhóli og það getur hann loks með því að ski’ifa vini sín- um, Eika sem er á Akureyri. Fyrst þarf Dóri að fá svar til að halda áfram með söguna en að lokum er þörf hans fyrir að fá útrás nægileg og hann kemur öllum málsatvikum frá sér. I raun er sögupersónan aðeins ein, Dóri, og við kynnumst honum býsna vel. Honum er þannig lýst að lesand- inn fær samúð með honum þrátt fyrir að hægt sé að sjá að hann er á hættulegri braut og hefur misstigið sig illilega. Hann er fyrst og fremst leitandi sál sem hvergi finnur það sem hann leitar að. Lesand- inn fær lítillega að kynnast Stellu sem hýs- ir hann þegar hann flýr, en aðrar persónur eru aðeins skuggamyndir. Þessi saga er mjög vel fléttuð. Höfundur heldur öllum þráðum sögunnar í hendi sér og smátt og smátt fær les- andi heildarmynd af því sem kvelur Dóra, ann- ars vegar í bréfum Dóra og hins vegar í þeim litlu samtölum sem hann á við sálfræðinginn og Stellu. Höfundur leikur sér að því að raða brotunum saman eins og í púsluspili og loks verður myndin skýr og les- andinn skilur loks hvernig í öllu liggur. Sagan er því spennandi á sinn hátt og lesandinn getur ekki hætt lestri fyrr en hann er búinn að finna út hvað hefur gerst og af hverju. Endirinn er jákvæður og það örlar á bjartsýni að vissu marki án þess þó að vandamálin hafi verið leyst á einhvern ódýran hátt. Kápumyndin er skelfilega ljót og ósmekkleg. Vonandi spillir hún ekki fyrir bókinni sem er bæði vel skrifuð og fjallar um efni sem er mjög tímabært. Sigrún Klara Hannesdóttir Þorsteinn Marelsson Nýjar hljóðbækur • BLÖNDUKÚTURINN og Æðru- /aus inættu þau örlögum sínum er eftir Braga Þórðarson og les hann sjálfur inn á snældurnar. Útgcfandi er Hörpuútgáfan. Hljóðbækumar eru unnar í Hljóðrita. Blöndukúturinn er 8 klst. á sex Þórðarson snældum. Verð: 3.480 kr. Æðru- laus mættu þau örlögum sínum er á sex snældum og tekur 8 klst. í lestri. Verð: 3.480 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.