Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skipulagssljóri um breytingar á þriðja áfanga Giljahverfís Markaðurinn breyttur og eftirspurnin önnur UNNIÐ er að breytingum á skipu- lagi þriðja áfanga Giljahverfis á Akureyri, á svæði sem Ami Olafsson skipulagstjóri sagði að gengið hafi undir nafninu Ormm'inn, en um er að ræða samfelldar fjölbýlishúsalóðir. „Þarna hefur gengið á ýmsu og miklar breytingar gerðar á bygg- ingatímanum, og síðustu breytingar frá ákveðnu byggingafyrirtæki brjóta gegn grunnreglunum í skipu- lagi svæðisins. Við höfum því séð þann kost vænstan að taka skipulag- ið til endurskoðunar." Lagað að mai’kaðnum Ami sagði að þegar svæðið var skipulagt árin 1991 og 1992 hafi það verið gert miðað við forsendur sem þá voru uppi, en þær hafi breyst. „Markaðurinn hefur breyst og nú er eftirspurn eftir öðruvísi fjölbýlishús- um en var þá. Einnig hefur húsnæð- islánamarkaðurinn haft áhrif á húsa- gerðirnar. Eg vil segja á neikvæðan hátt, þannig að nú er verið að byggja mun lakari hús að mörgu leyti en var gert áður íyrr og við miðuðum ekki Kröfur um íbúðafjölda á lóðunum við það í skipulagi hverfisins." „Nú erum við að opna þetta og laga að markaðnum með því að hverfa frá þessum stífu grundvallar- atriðum sem menn áttu að fylgja á þessum svokallaða Ormi. Við ætlum samt að reyna að halda í þau um- hverfisgæði sem áttu að vera í þessu hverfi. Vinnan við breytingamar er langt komin og við stefnum á að ljúka þeim á miðjum vetri.“ Betra fyrir hjartað að búa á tveimur hæðum Árni sagði að í kjölfarið væri stefnt að því að úthluta byggingafyr- irtækjum nokkuð stórum svæðum til að byggja á fjölbýlishús og jafnframt að þau hafi áhrif á útfærslu á við- komandi lóðum. Hann sagði að þarna væru kröfur um íbúðafjölda á lóðunum en með málamiðlun, t.d. með því að byggja stærri fjölbýlis- hús, væri hægt að byggja raðhús þar innanum. Hann sagði nægar einbýlishúsa- lóðir í Giljahverfi, í brekkubyggðinni vestast í hverfinu, með möguleika á miklu útsýni. Lóðirnar væra í halla og því væri um að ræða hús á tveim- ur hæðum. Hins vegar virðist ekki vera mikill áhugi á því að byggja einbýlishús á tveimur hæðum og það kom skýrt fram við úthlutun lóða á Eyrariandsholti nýlega. Á Eyrarlandsholti vora 23 einbýl- ishúsalóðir auglýstar lausar til um- sóknar. Alls bárust um 40 umsóknir en aðeins um 11 lóðir og þar af um 20 umsóknir um eina og sömu lóð- ina, þar sem gert er ráð fyrir einbýl- ishúsi á einni hæð. Á því svæði era því enn 12 lausar lóðir undir einbýl- ishús á tveimur hæðum. „Það er mun betra fyrir hjartað að búa í íbúðum á tveimur hæðum og mun meiri hætta á alls kyns sjúkdóm- um og kvillum ef fólk á unga aldri hyggst dekra svona við sig og búa á einni hæð,“ sagði Árai um það mál. Morgunblaðið/Kristj án Keppni um fallegustu piparkökuhúsin PIPARKÖKUHÚS af ýmsum stærðum og gerðum era nú til sýn- is í verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð á Akureyri en nú stendur yfir samkeppni á vegum jólaþorpsins Norðurpólsins um fallegustu pip- arkökuhúsin. Frestur til að koma með hús í samkeppnina rennur út á föstudag, 18. desember, og verð- ur tekið á móti þeim til kl. 18. Hús- in eru sett upp til sýnis jafnóðum og þau berast og verðajiau öll til sýnis um næstu helgi. Urslit verða tilkynnt á sunnudag og verða veitt verðlaun fyrir þrjú fallegustu hús- in, að mati dómnefndar. Morgunblaðið/Kristján Leikmynda- og ljósahönnuður hjá LA Hlaut norsku leiklistarverðlaunin Tímamóta minnst á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 25 milljónir til tækjakaupa KRISTIN Bredal, sem nú vinnur af kappi við að hanna leikmynd og lýsingu í jólaverkefni Leikfélags Ákureyrar, Pétur Gaut eftir Ib- sen, fékk á sunnudag norsku leik- listarverðlaunin, „Hedda prisen". Alls var keppt í fimm flokkum og voru þrír tilnefndir í hverjum þeirra. Kristin var tilnefnd í opn- um flokki fyrir ljósahönnun í sýn- ingu Norska þjóðarballettsins á Sex augum. Á myndinni er Kristin á sviðinu í Samkomuhúsinu á Akureyri. TÍMAMÓTA var minnst með hátíð- ardagskrá á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær, en þá voru ná- kvæmlega 45 ár liðin frá því starf- semi sjúkrahússins var flutt í fyrsta hluta Fjórðungssjúkrahússins. Einnig eru liðin 125 ár frá þvf rekst- ur sjúkrahúss hófst á Akureyri. Af þessu tilefni ákvað Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra að veita 25 milljónum króna til tækjakaupa sjúkrahússins, sem viðurkenningarvott til starfs- manna og stjómenda FSA fyrir far- sælt starf og þjónustu í þágu al- mennings nyrðra. Með þessu fram- lagi vildi ráðherrann undirstrika mikilvægi Fjórðungssjúkrahússins fyrh- Norðlendinga sérstaklega. Magnús Stefánsson yfirlæknh- á bai'nadeild FSA og formaður lækna- ráðs fór yfir sögu sjúkrahússrekstrar á Akureyri, en upphafið má rekja til þess er Fredrik Gudmann kaupmað- ur gaf Akureyrarbæ húsið Aðal- stræti 14 til að nota sem sjúkrahús, en það hefur upp frá því verið nefnt „Gudmanns Minde“. Þar voru sjúkrastofur með átta rúmum á efri hæð og íbúð læknis á þeirri neðri. Húsið er nú í eigu Læknafélags Akureyrar og Norðurlandsdeildar Hjúki-unarfélags íslands. Sjúkrahús- ið var flutt að Spítalavegi 1899, en það var svo 15. desember árið 1953 sem flutt var í nýja þriggja hæða byggingu á Eyrarlandstúni og tók þá til starfa fyrsta deildaskipta sjúkra- húsið utan höfuðborgaiinnar og rúm- aði það alls 220 sjúklinga. Húsið er enn í notkun en við það hefur mikið verið byggt. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er nú stærsti vinnustaðurinn í bæn- um með hátt á sjöunda hundrað starfsmenn á launaskrá og vora legudagai- þar yfir 61 þúsund talsins á síðasta ári. Þorvaldur Ingvarsson lækninga- forstjóri á FSA ræddi um framtíð sjúkrahússins og taldi hana bjarta, en nokkur kreppa hefði verið undan- farin ár, þar sem fjármunir hefðu verið naumt skammtaðir. Sagði hann nauðsjmlegt að lokið yrði við nýbygg- ingu sjúkrahússins á næstu þremur til fjórum áram og að sjúkrahúsið yrði hátæknisjúkrahús sem gæti boð- ið upp á sömu þjónustu og önnur slík og þar væri innt af hendi kennslu- skylda við Háskólann á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir þingmað- ur flutti kveðju heilbrigðisráðherra , en í máli hennar kom m.a. fram að það væri eindreginn vilji fyrir því að ljúka við nýbygginguna. Tvær milljónir til KA | TILLAGA Jakobs Björnssonar, oddvita Framsóknarflokks, um að veita Knattspyrnufélagi Akureyrar, KA, tveggja milljóna króna sérstak- an styrk, var samþykkt með at- kvæðum bæjarfulltrúa minnihlut- ans og eins úr meirihlutanum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar i gær. | Greindi Jakob frá því að eftir að fjárhagur íþróttafélagsins Þórs | hefði verið endurreistur á liðnu ári * hefði borist ósk frá aðalstjórn KA um viðræður við bæjaryfirvöld um aukinn fjárstuðning við félagið. Er- indið er frá því í nóvember í fyrra og var það afgreitt í bæjarstjórn í maí síðastliðnum en ekki að fullu. Húsa- leiga til félagsins var þá hækkuð og vilyrði gefið fyrir frekari fyrir- greiðslu, en Jakob sagði að láðst . hefði að ganga endanlega frá málinu og því bæri hann tillöguna fram nú. Styrkurinn verður gjaldfærður á f liðinn „óvænt og óviss útgjöld“ og verður útgjöldunum mætt með skerðingu veltuíjár. -------♦-♦-♦---- Utgáfutónleik- ar í Deiglunni HIN vafasama hljómsveit Helgi og p hljóðfæraleikararnir eru þessa dag- p ana að gefa út sitt þriðja sköpunar- verk. í þetta sinn er það hljómdisk- ur sem ber nafnið „Endanleg ham- ingja". Af því tilefni verða haldnir tónleikar í Deiglunni annað kvöld, fimmtudagskvöldið 17. desember og hefjast þeir kl. 21. ---------------- Bíiastæði við Glerárgötu Tímatakmörk BREYTING hefur verið gerð á fyr- irkomulagi bílastæða við verslanir við Glerárgötu 26 til 36. Skipulags- nefnd Akureyrar hefur samþykkt að frá og með deginum í dag, mið- vikudeginum 16. desember verði tímatakmörk, 30 mínútur á stæði, við þessar verslanir. Vona eigendur verslana og fyrirtækja við Glerár- f götu að breytingin verði viðskipta- vinum til þæginda. Fara vel með þig Fáanlegar beintengdar,hleðslu og með rafhlöðum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtistofum og stórmörkuðum um allt land DREIFINGARAÐILI iSasæœsEE Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Morgunblaðið/Kristján STARFSFÓLK og velunnarar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri minntust þess í gær að liðin voru 45 ár frá því flutt var í fyrsta hluta byggingar þess og að 125 ár eru liðin frá því rekstur sjúkrahúss hófst á Akureyri. Fremst á myndinni má sjá þá Bjarna Hjarðar formann stjórnar FSA og Vigni Sveinsson aðstoðarframkvæmdastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.