Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 PRIMA Lítil og létt, abeins 4 kg. Kraftmikil, 1250W 4 þrepa síun Inndregin snúra Sogstykkjahólf Val um tvœr gerbir á aðeins 7,900,- og 9,900, FYRSTA A FLOKKS iFOnix H| HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Aðsendar greinar á Netinu <§> mbUs _ALLTAf= &iTTH\SAÐ t\iÝTT AÐSENDAR GREINAR Hrekkjusvín undir Jökli HINN 22. ágúst sl. birtist grein eftir mig í Lesbókinni, sem svar- grein til Sæbjarnar Valdimarsson- ar, kvikmyndagagnrýnanda Mbl., vegna greinar hans í sama blaði 11. júlí sl. sem hann nefnir Hellnar í hálfa öld. Nú 1. des. sl. fæ ég send- ingu í Mbl. frá SV sem mér fínnst nokkuð síðborin og meðgöngutím- inn æði langur, miðað við alvöru málsins að hans mati. SV upphefur raust sína með þessum orðum: „Þá fékk ég einnig undarleg skilaboð að vestan í e.k. svargrein frá Kristni Kristjáns- syni, kenndum við Bárðarbúð, sem var mestmegnis sparðatíningur, rangfærslur, misskilningur og skætingur í minn garð, sem ekki er svaraverður. Einfaldara hefði verið fyrir KK að lyfta símanum." Það hefðu fleiri mátt gera. Ef einhver lesenda Mbl. hefur áhuga á að kynna sér hvað okkur SV fór í milli bendi ég þeim á að lesa greinar okkar frá í sumar og geta menn þá dæmt um „skæting- inn“ í grein minni. Eg taldi mig skrifa greinina á vinsamlegum nótum og hafði hvorki ástæður né vilja til að troða illsakir við SV en hann virðist vilja veita umræðunni í annan farveg. Hann um það. Upphaf gi-einar hans lýsir miklum hroka og telur hann ekki sér sæmandi að svara slíkum sparðatíningi. Já, víst var þetta sparðatíningur en það voru hans eigin spörð sem hann skildi eftir sig á síðum Lesbókar frá 11. júlí sl. sem ég var að tína til. Eitt af sínum spörðum vill hann þó taka til frekari skoðunar en það er „Lífslindin", sem virðist vera orðin að þráhyggju hjá honum. I grein sinni frá í sumar segir hann: „Aldrei heyrði ég talað um Lífslind á mínu heimili, var þó sjötti ættlið- urinn á jörðinni, faðir minn hafsjór af þjóðlegum fróðleik, líkt og amma mín, strangtrúuð, glögg og samviskusöm kona, sem hafði búið á Skjaldartröð frá því á ofanverðri nítjándu öld. Aldrei nokkurn tíma eitt einasta aukatekið orð um Lífslind." Nú í síðari grein SV virðist hann heldur betur draga í land, eftir að ég benti honum á grein Helgu Halldórsdóttur í bók- inni „011 erum við menn“. Það þýð- ir lítið fyrir hann að hengja hatt sinn á hvort orðið lífslind sé notað sem sérnafn eða samnafn. Hann virðist alls ekki hafa lesið þennan kafla í bók Helgu sem ber yfír- skriftina Lífslind Hellnamanna, fyrr en ég vitna til hennar í grein minni. Nú keppist SV við að viður- kenna komu Guðmundar góða til Hellna, sem hann dró mjög í efa í fyrri grein sinni. Lesendur hljóta að sjá óheilindin í skrifum hans um þessa blessuðu lind. SV segir í grein sinni að ég sé að halla réttu máli til styrkingar ambögunni Lífslind/Maríulind. Eg get sagt mínum ágæta SV það að mér er hjartanlega sama hvað fólk nefnir þessa lind, í mínum huga er nafnið Gvendarbrunnur það nafn sem mér nægir og ég er ánægður með að SV skuli vera búinn að átta sig á því að Guðmundur biskup hafi komið til Hellna og vígt þessa lind. SV gerir orð Helgu að mínum orðum þar sem sagt er að býlið Brekka hafi síðan verið nefnt Lind- arbrekka. Ekki hefur lesning hans verið ýtarlegri en svo að hann skuli láta sér sæmandi að viðhafa rang- færslur. Ekki er mér kunnugt um hvenær býhð Lindarbrekka verður til en þar var búið í kringum árið 1920. Það var ekkjan Sigríður Páls- dóttir sem síðar flutti til Hell- issands, sonardóttir hénnar býr nú þar (Valdís Magnúsdóttir) og er kona Sigurðar Kristjónssonai- skip- stjóra á Hellissandi. Arið 1847 er býlið ekki nefnt við manntal það ár en býlin Efri-Yxnakelda og Neðri- Yxnakelda eru þá til og nefnd gras- hús, en Skjaldartröð nefnd forsvarsjörð ásamt fleiri grashúsum sem nú tilheyra Skjaldartröð. Voru það Þrengslabúð, grashús, Ormsbær, grashús, og Arabúð, tómthús. Grashús voru býli sem höfðu grasnytjar. Þetta ár býr á Skjald- artröð Olafur Illuga- son, forveri okkar SV, en systir hans var Melabúðar-Kristín, sem giftist alþýðu- skáldinu Sigurði Breiðfjörð og mikil málaferli urðu út af. Eg sagði í fyrri grein minni, að mér fyndist Gvendarbranni hafa verið sómi sýndur, m.a. vegna þess Jú, víst var þetta sparðatíningur, segir Kristinn Kristjánsson, en það voru hans eigin spörð sem hann skildi eftir sig á síðum Lesbókar sem ég var að tína til. góða aðgengis sem nú er að hon- um. Eg minntist þess, sem ungur drengur í heyskap með fjölskyldu minni á jörð föður míns Neðri- Keldu, hve erfitt var fyrir þyrstan og illa skóaðan dreng að komast að lindinni vegna vatnsagans sem var kringum hana. Eitt er það sem ég hef ekki feng- ið svör við hjá SV en nú vil ég krefja hann um þau. Hvað meinar SV með því að segja: „Síðan kemur maður sem er aðkomumaður að Hellnum og sér með gestsaugum breytingarnar^ sem linnulaust halda áfram. Utræðið var að flytj- ast á Stapa, búskapur stóð höllum fæti, hver jörðin af annarri fór í eyði, eða var seld hrossamönnnum eða félagasamtökum. LIU keypti Skjaldartröðina og var það vel.“ Eg gat þess að ég hefði ekld verið sáttur við LÍU-menn. Þeir munu hafa lofað því að halda jörðinni í byggð, þrátt fyrir sín sumarhús, sem ég hef alltaf talið af hinu góða. En nú er jörðin komin í eyði. Það er hinum dugmikla bónda Reyni á Laug- arbrekkku, sem hefur nýtt jörðina til slægna, að þakka að miklu og fögra Skjald- artraðartúriin era ekki komin í óyndislega niðurníslu og karga. Sæbjörn Valdimarsson vitnar í nýútkomna ferðahandbók, sem ég því miður hef ekki orðið mér úti um. í henni segir hann að búið sé að umrita kaflann um Hellna. En er nokkuð undarlegt við það að breyta þurfi ýmsu og færa til betri vegar? Nýjustu upplýsingar hljóta að eiga koma fram í þessari nýju handbók. Annað væri óeðlilegt. Eg er reyndar stórlega farinn að efast um heilindi SV í umræðum hans um málefni Hellna. Mig uggir, að eitthvað annað hangi þar á spýt- unni. Hvers vegna talar SV sífellt um einhverja aðila eða óráðvanda menn? Hann hlýtur að hafa ákveðna aðila í huga og væri þá sæmandi af Sæbirni að nefna þá fullum nöfnum svo þeir gætu svarað fyrir sig. Eg er viss um að útgefendur Ferðahandbókarinnar myndu fúslega vísa á heimildar- mann (menn) þeirra upplýsinga sem fram koma í bókinni. A meðan Sæbjörn Valdimarsson nefnir ekki nöfn hrekkjusvínanna lít ég svo á að hann sé í hlutverki Don Quijote að berjast við hinar ósigrandi vind- myllur. Að lokum óska ég svara við eftir- farandi: 1. Hverjar eru rangfærsl- ur mínar í greininni? 2. Hver er misskilningur minn? 3. Hver er skætingur minn í garð SV í fyrri grein minni? Og svo óska ég þess- um frænda mínum alls velfarnaðar. Höfundur er fv. grunnskólakennari á Hellissandi. Kristinn Kristjánsson MFA SÍMI 533 1818 • FAX 533 1819 Tveggja vikna skóli fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA Iþróttahús við MH í MENNTASKÓL- ANUM við Hamrahlíð stunda rúmlega þúsund nemendur nám. Þar af rúmlega 600 í dagskóla. Öllum nemendum í dagskóla sem ekki eiga við líkamlega fötlun að glíma er gert að stunda líkamsrækt einu sinni í viku, á hverri önn sem þeir era í skólanum. Vissu- lega er það af hinu góða, fyrir utan það að ekkert íþróttahús er við skólann. Fyrstu vikur skóláársins er nemendum gert að hlaupa úti, oft í köldu veðri. Við slíka líkamlega áreynslu er eðlilegt að nemendur svitni og þarf þá að vera böðunaraðstaða. Slík aðstaða er fyrir hendi í íþróttahúsi Hlíðar- skóla og oft hefur verið bragðið á það ráð að ryðjast þar inn við lítinn fiógnuð grannskólanema og um- sjónarmanna þeirra. Þann hluta vetrar sem kaldast er sjá íþrótta- kennarar og forráðamenn skólans sér ekki annað fært en að kaupa tíma fyrir nemendur á líkamsrækt- arstöðvum. Slíkir tímar era dýrir og eins verða nemendur sjálfir að koma sér á staðinn sem oft er í öðr- um borgarhluta. Það verður til þess að nemendur sem ekki hafa aðgang að bílum kom- ast ekki á staðinn á þeim nauma tíma sem er fyrir hendi (u.þ.b. 10 mín.). Oft lækkar mæt- ingareinkunn nemenda í líkamsrækt veralega þegar þessir tímar standa yfír. Þegar líða tekur nær lokum ann- ar fá íþróttakennar- arnir svo sundtíma í Kópavogslaug. Þar er þó meira hugsað um að koma nemendum á staðinn. Rútur era leigðar yfir allan dag- inn til þess að koma nemendum til og frá áfangastað. Oftast era þetta á milli átta og tíu rútuferðir á dag. í blálokin á önninni era svo oftast fengnir kennarar utan úr bæ til þess að kenna dans eða jóga í hátíðarsal skólans. Nemendur þurfa að reyna svolítið á sig við að stíga dansinn eða beygja skrokk- inn auk þess sem að mikill hiti myndast í illa loftræstum salnum. Margir era því allsveittir þegar tímunum lýkur. Þeir þurfa síðan að vera illa lyktandi í svitablautum fötum það sem eftir lifir skóladags- ins. Því að fyrir þessa tíma er eng- in aðstaða veitt til þess að skipta um föt eða fara í sturtu. A austanverðri lóð skólans er gert ráð fyrir íþróttahúsi og hafa Heimir Gunnlaugsson Ég skora á stjórnvöld að klára verkið, segir Heimir Gunnlaugsson, svo að nemendur skólans fái mannsæm- andi líkamsræktar- kennslu eins og tíðkast í öðrum skólum. verið teknar fjölmargar skóflustungur að því, en aldrei ver- ið ráðist í framkvæmdir. Það er víðs fjarri að ekki sé þörf á íþrótta- húsi þarna og hrein fásinna að ætla að leysa megi þetta vandamál áfram á þann hátt sem nú er gert. Ljóst er að ef byggt yrði íþrótta- hús á þessum stað yrði það sam- stundis uppbókað. Ekki nóg með að það gæti þjónað Hamrahlíðing- um fyllilega og veitt þeim þá líkamsræktarkennslu sem þeim ber að fá samkvæmt lögum heldur gæti húsið einnig þjónað öðram aðilum í hverfinu utan venjulegs skólatíma. Að lokum vil ég skora á stjórn- völd að taka eina skóflustungu í viðbót, en ekki sitja þar við heldur klára verkið svo að nemendur skól- ans fái mannsæmandi líkamsrækt- arkennslu eins og tíðkast í öðram skólum. Vissulega geri ég mér grein fyrir því að við slíka bygg- ingu er mikill kostnaður. En þeim peningum er vel varið og öragg- lega betur varið en þeim peningum sem nú er kastað í líkamsræktar- stöðvar og rátuferðir. Höfundur er nemi við MH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.