Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 27 ERLENT Segja snjó- manninn ógurlega ekki til Leiðtogafundur ASEAN-ríkja í Víetnam Lftil samstaða um úrræði í efnahagsmálum Hanoi. Reuters. LEIÐTOGAR rílg'anna, sem aðild eiga að ASEAN, Suðaustur-Asíu- bandalaginu, hvöttu til þess í gær, að sundurlyndisfjandinn yrði rek- inn á haf út og ríkin sameinuðust um aðgerðir í efnahagsmálum. Al- menn samstaða virtist þó vera um fátt annað en þá skoðun, að nú sé annaðhvort að duga eða drepast fyrir Asíuríkin. Við setningu ASEAN-fundarins í Hanoi í Víetnam voru leiðtogarn- ir sammála um vandann, sem er vaxandi ágreiningur og mestu efnahagserfíðleikar í áratugi, en ósammála um hvað væri helst til ráða. Sumir hvöttu til aukins frjálsræðis og nánari samvinnu í efnahagsmálum en aðrir vildu fara sér hægt. Þá var líka deilt um hvenær Kambódía skyldi fá aðild að samtökunum. Trúverðugleikinn í hættu Joseph Estrada, forseti Filips- eyja, sagði, að frá stofnun ASEAN fyrir 31 ári hefði aldrei reynt jafn mikið á bandalagið sem nú. Margir efuðust um samstöðu iikjanna og trúverðugleika og þess vegna yrðu þau strax að láta hendur standa fram úr ermum. Mahathir Mo- hamad, forsætisráðherra Malasíu, sem hefur veið gagnrýndur fyrir að fangelsa Anwar Ibrahim, fyiTver- andi fjármálaráðherra, lagði hins vegar á það áherslu, að ríkin ættu ekki að vera að skipta sér af málum hvers annars og allar ákvarðanh- skyldi taka í sameiningu. Þá for- dæmdi hann gjaldeyrisbrask og sagði, að þar til komið hefði verið í veg fyrir það myndi Malasía halda ' uppi ströngu eftirliti með gjaldeyr- isviðskiptum. Aðildarríki ASEAN eru Brunei, Indónesía, Laos, Malasía, Myan- mar, Filipseyjar, Singapore, Ta- íland og Víetnam. Asíuríkin útundan? Sumir leiðtoganna, t.d. Goh Chok Tong, forsætisráðherra Singapore, hvöttu til aukins frelsis í fjái-málum og lögðu til, að tollmúrar yi’ðu rifnir niður. Sagði hann, að kæmu ríkin sér ekki saman um bæta efnahags- lífið myndu stórveldin beina sjón- um sínum í aðrar áttir. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, var væntanlegur til Hanoi í gær og í dag ætlaði hann að kynna áætlun stjórnar sinnar um 2.100 milljarða ísl. kr. aðstoð við Asíurík- in. Utanríkis- og viðskiptaráðherrar ASEAN-ríkjanna hafa þegar geng- ið frá áætlun um aðgerðir í efna- hagsmálunum en sérfræðingum þykir lítið til hennar koma. Segja þeir, að í besta falli sé um að ræða lítið skref í rétta átt. Peking. The Daily Telegraph. KÍNVERSK stjórnvöld hafa neit- að tilvist jetans, snjómannsins óg- urlega, í eitt skipti fyrir öll. Reyndu stjórnarerindrekar að kveða niður sögur um snjómanninn ógurlega eftir að fréttist að ferða- mannafrömuðir í Hubei-héraði hefðu boðið hverjum þeim sem tækist að fanga lifandi hinn kín- verska „stórfeta" um 4,5 milljónir ísl. króna í verðlaun. Lægri upp- hæðir eru í boði fyrir dauðan jeta eða ljósmyndir. Samkvæmt munnmælasögum hefur jetinn hafst við í Shenn- songjia-skógunum í Hubei. Hafa bændur frá ómunatíð greint frá árekstrum við ógnvekjandi villi- mann í afskekktum skóglendum norður af Þrígljúfrasvæði Yangtze- árinnar. En Zhang Jianlong, fulltrúi í ráðuneyti skóglendis og villidýra- verndunar, segir að nálcvæmar vís- indalegar rannsóknir í Hubei-hér- aði hafi leitt í ljós að í öllum tilfell- um, þegar menn töldu sig hafa hitt jetann, hafi verið um önnur villt dýr að ræða. Var ákveðið að efna til slíkra rannsókna eftir að fregnir hermdu að risastór fótspor, rauð- leitar hárflygsur og mykja hefði fundist á þessu svæði, sem þótti renna stoðum undir tilvist snjó- mannsins. Eftir sem áður trúa margir Bandaríkjamenn því að „stórfeti" gangi laus í hlíðum afskekktra fjalla í norðurhluta Bandaríkj- anna. og létt, fyrir jólin! Fljotlegt og auðvelt aðelda, enn betra að borða. Verði ykkur aðgóðu! KJUKIINGAR Finndu muninn! Ferskir leggir a fersku verði! FJARDARKAUP Ferð til fjár! Ef þú verslar fyrir 7.000 krónur eða meira, fer nafn þitt í lukkupott þar sem dregið er í hverri viku um < 100.000 krónur ij \ Heimilistæki hf SÆTÚNl 8 SlMI 569 15 OO http.// www.ht.is umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.