Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sannleikann í öll mál „Leikhúsið er skoðanamaskína, sem spýtir stöðugt út úr sér spegilfœgðum skýringum á veruleikanum...“ S Eg er listamaður, ekld heimspeking- ur. Ég set ekki fram skoðanir. Ég skapa list. Ábyrgð listamannsins felst ekki í því að segja hvað hlutimir þýða heldur að spyrja: „Hvað þýðir þetta?“ Ofangreint er tilvitnun í bandaríska fjöllistamanninn Ro- bert Wilson sem þekktur hefur orðið á undanfömum tveimur áratugum fyrir framsæknar leik- sýningar sem falla ekki beinlínis undir hefðbundnar skilgreining- ar heldm- eru eins konar sam- bland söngleikja og myndlistar- gjöminga, enda er Wilson mynd- hstarmaður að mennt og hóf fer- il sinn sem slíkur. Hann segir ennfremur: „Eina ástæðan fyrir sköpun verks er að ég skil það ekki. Á því VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson augnabliki sem mér fínnst ég skilja verkið er það dautt fyrir mér. Leikverk kemst ekki að niðurstöðu. Það á að vera opið í endann. Lokaorðið verður að tákna upphaf og opnar dyr, ekki lokaðar. Leikverk er ekki fyrir- lestur eða kennslustund. Ég les ekki áheyrendum fyrir skoðanir mínar. Leikhús sem þvingar fram túlkanir er fagurfræðilegur fasismi. Áhorfendur skapa inni- haldið." (The Theatre of Robert Wilson.) Breska leikskáldið Howard Barker rær á svipuð mið í bók sinni Arguments for a theatre þegar hann spyr: Hver vill borga 2000 krónur fyrir það sem hann þegar veit? Það er þjófnaður." Síðar segir hann: „Hið menningarlega leikhús meðhöndlar áhorfendur eins og böm. Þeim er færður boðskap- ur, rétt eins og sannleikurinn sé morgunverður." Leikhúsfræðingurinn og gagnrýnandi danska dagblaðs- ins Berlingske Tidende Per Theil leggur út af orðum Bar- kers í ritgerð er hann nefnir Kritikkens krise. Hann segir hið hefðbundna vestur-evrópska bókmenntaleikhús í uppnámi: „Það em ekki eingöngu leiðind- in yfír að vera endalaust fóðrað- ur á sömu sannleiksmolunum, innantómum pillum sem allir vita hvernig bragðast. Uppnám- ið í leikhúsinu snýst um fleira, m.a. hinn stórkostlega hæfileika til að hafa hátt og endurskapa - alltaf eins - þannig að tíundi áratugur aldarinnar er fá á sig svip fortíðarinnar séðrar í bak- sýnisspegli leikhússins. Þetta er þó aukaatriði því uppnámið stafar enn frekar af hinni sí- gildu skoðun sem enn er í fulllu gildi, að list verði að skilja og innihaldið/boðskapurinn sé mik- ilvægasti þáttur verksins." Áhorfendur verða að geta safn- ast saman um innihaldið, eins og börn um jólatré, svo „...þeir geti farið heim, eftir atvikum ánægðir eða siðferðilega skekn- ir.“ Howard Barker skilgreinir hugmynd sína um hið fullkomna leikhús með þeim orðum að: „Það er enginn boðskapur. Gagnrýnandinn verður að þjást eins og allir aðrir. Áhorfendur eru sundraðir og fara heim - ringlaðir og hissa.“ Og hér bæt- ir gagnrýnandinn Theil því við að Barker sé ekki bara að lýsa uppnámi leikhússins með þess- um orðum, „hinu póst- móderníska uppnámi“ eins og Theil orðar það, heldur einnig uppnámi gagnrýninnar. „Hin húmaníska leikhúsumfjöllun sem okkur er enn tömust og fylgir sígildri uppskrift Áristótelesar reynir að spegla raunveruleikann - í þessu tilfelli raunveruleika sýningarinnar - á eins uppbyggilegan og röki-étt- an hátt og kostur er, og tak- markið er auðvitað að leiða les- andann til einhverrar niður- stöðu, svars, siðaboðskapar, dóms. EinhveiTar lausnar." Barker skilgreinir hið hefð- bundna nútímaleikhús(I) sem „...vel smurða skoðanamaskínu, sem spýtir stöðugt út úr sér spegilfægðum skýringum á veruleikanum í stað þess að gegna hlutverki sínu sem vett- vangur umhugsunar og mót- sagnakenndra fullyrðinga um veruleikann." Gagnvart slíku leikhúsi stendur hinn sann- leikselskandi formúluháði leik- húsgagmýnandi á gati því gagnrýni undanfarinna áratuga hefur einfaldlega gefíð sér að markmið leikhússins, leikritun- ar nánar tiltekið, sé einmitt að setja fram „spegilfægðar skýi-- ingar á veruleikanum". Jákvæð eða neikvæð gagmýni hefur í þessum skilningi snúist um hvort gagnrýnandinn hefur ver- ið tilbúinn til að fægja skýring- amar aðeins betur eða finna að því að höfundurinn hafi ekki pólerað nógu vel sjálfur. „Langflestir bókmennta- skýrendur og gagnrýnendur em meðaljónar. Þeir krefja því list- ina um upplyftingu. Þeir vilja hafa það huggulegt. Það hafa þeir iðulega vegna þess að hér era svo margir meðaljónar í hópi rithöfunda. Danskir gagn- rýnendur era of örlátir. Það er vandinn. Og þegar svo vill til að út kemur bók sem býður engar skýringar, en sýnir lífíð einfald- lega eins og það er, niðurlægj- andi og tilgangslaust, þá er höf- undurinn dæmdur úr leik.“ Þetta sagði danshöfundurinn Carsten Jensen fyrir nokkrum áram og þótti ýmsum slæmt að sitja undir. „Ég er listamaður, ekki heim- spekingur," segir Robert Wil- son. „Eg geri það sem mér sýn- ist, eins og mér sýnist, þegar mér sýnist. Það er hin hreina sköpun. Til að hægt sé að koma listinni á framfæri þarf ótal milliliði sem helst þurfa að telja sig vita hvað þeir era að tala um og þannig rállar boltinn af stað. „Sýningin fjallar um... o.s.frv." Hversu mjög sem við viljum losna undan túlkunar- og skýr- ingafarginu er hætt við að lista- maðurinn standi utan hringekj- unnar og skapi í einsemd sinni ef enginn skilur hann og hann neitar að halda áfram ef örlar á skilningi hjá honum sjálfum. Hvað er þá til ráða? Halda áfram að hugsa, tala, semja og skapa. Það er eina leiðin. Þó svo farið sé í hring. Hver hefur svo sem sagt að leiðin liggi alltaf lengra áfram. Hvað er áfram? Myrkar fígúrur MYRKAR ffgúrur heitir nýjasta ljóðabókin eftir Sjón. Þetta er ell- efta Ijóðabók hans en sú fyrsta kom út árið 1978. Tíunda ljóðabók hans, ég man ekki eitthvað um ský- in, kom út fyrir nokkrum árum. Samtímis kemur út hljómdiskur- inn kaneldúfur, en þar les Sjón átta ljóð úr nýju bókinni við tónlist Baldurs J. Baldurssonar. Sjón er brautryðjandi í íslenskri ljóða- og skáldsagnagerð. Hann hefur auk ljóða og skáldsagna samið leikrit, kvikmyndahandrit og söngtexta. I myrkum fígúrum vísar hann veginn inn í myrkrið og styð- ur lesandann varlega fyrstu ferðina í gegnum það eins og ábyrgðarfullt foreldri. I næstu ferð er lesandinn á eigin vegum en höfuð hans er nýtt. A bókarkápu galdrast einnig fram þetta myrkur á meðan bókin er lesin ef innanábrotið er notað sem bókarmerki. Þannig hlutgerist myrkrið við lesturinn. Um tilurð bókarinnar segir Sjón eftirfarandi: „Ég kláraði að skrifa meitluð og hnitmiðuð ljóð í ég man ekki eitt- hvað um skýin og þegar ég lauk við bókina lokaði ég dyrunum á eftir mér og hafði ekki lyst á að yrkja eftir það. Á meðan ég dvaldi nokk- ur ár í London skrifaði ég tvö, þijú ljóð og í vor þegar ég var að taka til í pappírum sá ég þau og upp- götvaði að ljóðæðin væri opin. Ég skrifaði bókina á tveimur mánuðum og hef ekki átt svona létt með að skrifa síðan ég var átján ára. Ég orti út frá tilfinningum og einbeitti mér að því að grafa upp myrkrið í sálinni. Síðan setti ég kannski eitt orð á blað, til dæmis titilinn, og í framhaldi af því streymdi ljóðið áreynslulaust og oft tilbúið. Mér fannst ég eiga eftir að yrkja um myrka svæðið og svo komu inn í Ijóðin þessar skrítnu persónur sem áttu í vandræðum með tilveru sína. Persónurnar í ljóðunum eru afleiðing þess að hafa skrifað sög- ur. Bókin byggðist svo upp í tvo hluta, bjartan og dimman. Ljóðin í myrka kaflanum eru húmorísk og ljóðin í bjarta kaflan- um eru ansi svört svo hér er vegið salt á milli ljóss og myrkurs, dags og nætur. Bókin er svo kannski fyrst og fremst ég eins og ég er í dag. Hvernig það er að vera Sigurjón B. Sigurðsson árið 1998. Tilgerð- arlaus og tilgerðarlaust.“ I bókinni fá hinir sjálfsmyrtu sína minningartöflu: „ heilagur jó- hannes verndari rakblaðsins / heilög anna hengingarinnar /heil- agur stefán af haglabyssu...“ „I bókinni eru vonandi ljóð fyrir alla þá sem eru lifandi og dauðir og eru í þann veginn að fæðast. Hér er til dæmis ljóðið frétt frá undralandi, en það er Ijóð fyrir ástfangið fólk. Svo hef ég alltaf verið upptekinn af líkamanum og af því dauðinn er endastöð líkam- legrar virkni þá eru hér líka ljóð um dauðann. Ekki um rómantísk- an eða dramatískan dauða heldur sem andstæða við hið líkamlega sprikl. Já og svo af því ég er súrr- ealisti er eitt draumljóð, ljóðið svik, en það er sannur draumur. Mig dreymdi þennan draum eftir að ég datt á svelli í London og fékk gat á höndina og var settur á sterkan pensilínkúr. Ég er óvanur því að taka pensilín og lagðist í draummók og dreymdi þennan draum sem ég skrifaði strax upp og birti síðan almenningi." Eru Ijóðin í bókinni d einhvern hdtt opnari en dður? „Ég hef alltaf skrifað á einföldu eða hversdagslegu máli en kannski nota ég hversdagsleikann meira en ég gerði. Kannski af því mér þykir hann meira spennandi nú en áður. Og kannski eru tilfinning- arnar í sálardjúpum mínum og hversdagsleikinn farin að tala bet- ur saman eins og hljóðfæri sem hafa spilað lengi í sömu hljóm- sveitinni læra hvert á annað. En kannski er þessi hversdagsleiki sem ég er að tala um eitthvað sem Sjón enginn kannast við nema ég. Það sem ég vildi sagt hafa er að það er erfítt þótt ég sé á heima- velli að skýra fyrir öðrum hvað hafi gerst og hvað sé að gerast í skáldskap minum. Kannski áttar maður sig á því einn dag, þegar maður er orðinn nokkuð skýr í hausnum, að maður þarf ekki að fara langt eða hafa mikið fyrir því að segja skrítnustu og hættuleg- ustu hlutina. Kannski hefur það einmitt gerst.“ harlekin harlekín snýi' aftur til veislunnar moldarbrúnn með myrkur jarðar í brosinu fjörið rétt byrjað en gestirnar að kikna undan gleðinni útsporað dansgólf þögul hvellibjalla harlekín rétt ókominn - nýfarinn tir Myrkuni fígúrum Danadrottning í lífsháska BÆKUR K a r n a b « k ÞAR LÁGU DANIR í ÞVÍ Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Mál og menning, 1998 - 139 s. VIÐ hittum söguhetjuna á lög- reglustöðinni. Hún er í yfirheyrslu og er að reyna að útskýra fyrir lög- reglunni aðdragand- ann að furðulegri handtöku sem átt hef- ur sér stað í hjarta Reykj avíkurborgar. Lögreglan á greinilega erfitt með að átta sig á því hvernig í ósköpun- um þetta gat gerst og litla söguhetjan þarf að rekja alla sólarsöguna til þess að hægt sé að fá botn í málið. Og hún dregur ekki af sér og byrjar skýrsluna með sinni eigin fæðingu í strætisvagni fyrir tólf árum. Sögusviðin era tvö, hið raunverulega þar sem atburðirnir gerast og svo lög- reglustöðin þar sem samskiptin milli Glódísar og löggunnar eiga sér stað. Glódís býr hjá mömmu sinni sem er í hæsta máta sér- kennileg, spáir í spil og sér í þeim hættu sem vofir yfír erlendum gestum. Besti vinur Glódísar er Palli sem fæddist með aðeins einn fót. Annað fólk kemur við sögu svo sem pabbi sem er bílasali, pabbi Palla sem vill að hann fái nýjan gervifót, amma með mávastellið og hin amman sem ætti að fá Nobels- verðlaun í þolinmæði og afi sem þjáist af Alzheimer, að ógleymdum bjórþyrsta páfagauknum, svo nokkrir séu nefndir. Sagan um veislu Danadrottning- ar er alger dellusaga en bráðfynd- in. Inn í hana er fléttað ótrálegustu samsetningum, gervifæti og rauð- um háhæluðum skó, mávastelli ömmu og heilsulyfjum mömmu. Höfundur er hug- myndaríkur og setur saman ólíklegustu hluti og leiðir svo alla þátttakendurna saman í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina þar sem atburðirnir skelfilegu eiga sér svo stað. Textinn og málfarið er lipurt og gott og flæði sögunnar er ágætt. Sagan er sögð af einlægni þátttak- andans í allri vitleys- unni sem segir lögg- unni frá ef henni hefur þótt hlutirnir hafa far- ið eins og hún vildi, eða ef framvinda málsins var ekki í samræmi við hennar fyr- irætlanir. Þetta er saga úr Reykjavíkurlíf- inu þar sem hið ótrálegasta verður raunverulegt og misskilningurinn verður aðalatriðið eins og í teikni- mynd. Lögmál hins ótrúlega eru hér við lýði. 011 atvik sögunnar eru sett fram á mjög myndrænan hátt svo sagan öll er í ætt við teiknimynd þar sem allt getur gerst. Sigrún Klara Hannesdóttir Nýjar bækur • SKAGFIRZKUR anndll 1847- 1947 er efthr Kristmund Bjarnason á Sjdvarborg. I ritinu er fjallað um mannlíf í Skagafirði í 100 ár. Sagan hefst þar sem Saga frá Skag- firðingum eftir Jón Espólín og Einar Bjamason endar og lýkur 1947, árið sem Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi. I ritinu er getið um flest það sem frétt- næmast þótti hverju sinni, svo sem slysfarir, tíðai’- fai', verklegar fi’amkvæmdh', manna- mót og menningarviðburði. Um 400 Ijósmyndir piýða bókina, m.a. myndii' af miklum hluta þeirra einstaklinga sem koma við sögu. Einnig er mikill fjöldi gamalla mynda af atburðum, bæjum og byggingum og hafa margar þeirra aldrei bii'st áðm-. Kristmundur Bjarnason er þekkt- ur fyrir rit sín um sögu og þjóðlegan fróðleik. Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er í tveimur bindum, samtals 663 bls. í stóru broti. Ritið er prentað hjá Viðey ehf. en Flatey annaðist bókband. Verð 12.400 kr. • TÍU kdtir kettlingar er harð- spjaldabók í þýðingu Þórarins Eld- jdrns. Hugmynd að bókinni átti Wolfgang Schleicher. Á hverri síðu eru kettlingar að leik úti og inni. Á hverri síðu er einn úr leik eins og sjá má af myndum og lýst er í ljóði eftir Édith Jentner. Bókin er ætluð börnum sem eru að læra að telja. Útgefandi er Myndbókaútgáfan Reykjavík í samvinnu við Pestalozzi- Verlag í Þýskalandi. Umbrot: Prent- smiðjan Oddi hf. Verð: 798 kr. Yrsa Sigurðardóttir Þórarinn Eldjárn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.