Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 59 * Vilja breytta nýtingu hafsins KRISTILEG stjórnmálahreyfing vill gjöbreyta stefnu á nýtingu hafs- ins i kringum landið að því er kem- ur fram í fréttatilkynningu og segir einnig að hreyfingin vilji afnema kvótakerfið með löggjöf af þeirri aðalástæðu að það stuðli ekki að þeirri grundvallarreglu að allir eigi rétt til veiða með réttlátum reglum þar um. Hreyfmgin leggur eftirfarandi til: „1. Landkvóti verði ákveðinn til tveggja ára í senn á allar fiskveiði- tegundir sem mögulegt er að veiða frá höfnum á landinu. En eining skipt í mánuði. 2. Landkvótanum verði skipt í átta mismunandi svæði (hólf) eftir landshlutum (veiðireynslu síðustu 10 ára). 3. Aflaheimildum verði úthlutað í hverjum landshluta fyrir sig. 4. Útgerð handfærabáta verði gefin frjáls en með afiatopp á hvern bát eftir stærð. Sókn handfærabáta verði leyfð út að 20 mílum. 5. Veiði línubáta verði leyfð í hólf- unum án mílutakmarkana. 6. Veiði verksmiðjuskipa verði leyfð utan 50 mílna marka. 7. Öllum sem veiði stunda verði skylt að selja aflann á fiskmarkaði viðkomandi héraðs. 8. Greiða verði aflagjald af lönd- uðum afla 6% í ríkissjóð og 4% í við- komandi héraðssjóð. 9. Eftirlit verði með kasti fisks í sjó og ströng viðurlög sett. 10. Útfluningsgjöld verði sett á óunnar afurðir til útflutnings, sem renni til nýsköpunarsjóðs sjávai-út- vegs. 11. Stefnt skal að því að allur fisk- ur verði seldur í neytendapakkning- ar og ferskur, og undir íslenskum vörumerkjum. 12. Bannað verði að selja hágæða- físk í bræðslu, svo sem síld.“ Nýtt ár, nýir tímar KYNNINGARKVÖLD undir kjör- orðinu Nýtt ár, nýir tímar, vertu þú sjálfur, verður haldið fimmtudag- inn 17. desember kl. 20 í Lífssýnar- salnum, Bolholti 4, 4. hæð. Þar kynnir Paul Welch námskeið sitt. Námskeiðið fer fram dagana 27. desember til 3. janúar nk. í Skál- holti, Biskups- tungnum. Þetta er sjö daga vinna og andleg fræðsla þar sem þátttak- endur læra að fella vinnuna með sjálfan sig í daglega lífið, kyri-a hugann og tengja æðri vitund. Kynningin er öllum opin. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Paul Welch Unnu fataút- tekt á mbl.is Á DÖGUNUM stóðu Morgunblað- ið á Netinu, Sambíóin og tísku- verslunin Centrum í Kringlunni fyrir leik á mbl.is. Tilefnið var frumsýning kvikmyndarinnar „The Avengers" með Umu Thur- man, Ralph Fiennes og Sean Connery í aðalhlutverkum, en myndin er njósnamynd í anda samnefndra sjónvarpsþátta sem vinsælir voru á sjöunda áratugn- um. Vinningar voru veglegir, segir í fréttatilkynningu, en auk miða á myndina var hægt að vinna aðra tveggja 35.000 króna vöruúttekta í tískuversluninni Centrum, Kringlunni. Öllum vinningshöfum hefur verið sendur tölvupóstur, en þau sem unnu stóra vinninginn að þessu sinni voru Haukur Guð- FRETTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg UM 1.100 nemendur í sjöttu bekkjum grunnskóla í Reykjavík hafa í haust farið í kynnisferð um athafnasvæði Sundahafnar. Um 1.100 nemendur í kynnisferð um Sundahöfn NEMENDUM sjötta bekkjar grunnskólanna í Reykjavík hefur undanfarin ár verið boðið í vett- vangsferðir til að kynna þeim líf- ríki, sögu og starfsemi Reykja- víkurhafnar. Ásamt Höfninni hefur Fræðslumiðstöð Reykjavik- ur staðið að skipulagningu ferð- anna og í ár var ferðinni heitið í Sundahöfn. Auk framangreindra aðila stóðu Eimskip, Samskip og Heildverslun Daníels Olafssonar að framkvæmd ferðanna. Siglt var úr gömlu höfninni á Árnesi og inní Sundahöfn. Þar gafst nemendum kostur á að skoða mannvirki og tæki sem notuð eru við útskipun og uppskipun og ek- ið um athafnasvæði Eimskips og Samskips á sérhönnuðum bfl. Einnig var farið í frystigeymslu þar sem sjávarafurðir bíða út- skipunar. Einar Egilsson hjá Reykjavík- urhöfn hefur séð um ferðirnar og sagði hann alla sem hafa komið við sögu lagt sig fram um að gera þær fróðlegar og eftir- minnilegar. Alls tóku um 1.100 nemendur þátt í ferðunum og var síðasta ferðin farin fyrir stuttu. FFSI vill að Alþingi endurskoði lög um stjórn fiskveiða í ÁLYKTUN fundar Farmanna- og fískimannasambands Islands, sem haldinn var 11. desember, þar sem annars vegar var fjallað um dóm Hæstaréttar í veiðileyfismáli Valdi- mars Jóhannessonar gegn ríkinu og hinsvegar um frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fisk- veiða, skora samtökin á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða algjör- lega að nýju lög um stjórn fiskveiða með það að leiðarljósi að tryggja sem mest frelsi til fiskveiða að því marki að tilveru fiskistofna verði ekki ógnað. „Samtökin hafa margoft vakið máls á því að með einhliða rétti út- mundsson og Kristín Guðmunds- dóttir. Á myndinni hafa vinnings- hafarnir tekið við gjafabréfunum gerða til veiðileyfis og aflakvóta væri gengið á atvinnurétt sjómanna og fólks í sjávarbyggðum um allt land sem atvinnu hefði af fisk- vinnslu," segir í ályktuninni. Fundurinn lýsir ennfremur yfir vanþóknun sinni á framkomnu frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Taki lagafrum- varpið ekki á þeim vanda sem blasi við í ljósi dóms Hæstaréttar um jafnan rétt þegnanna til atvinnu í sjávarútvegi, þar sem fnimvarpið breyti í engu þeirri mismunun þegnanna til aflaheimilda, sem felst í lögum nr.38/1990 um stjórn fisk- veiða. úr hendi Karólínu Hreiðarsdótt- ur verslunarstjóra tískuverslun- arinnar Centrum. Jólapakkaskák- mót á sunnudag HIÐ árlega Jólapakkaskákmót verð- ur haldið sunnudaginn 20. desember klukkan 14. Allir 15 ára og yngri eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis, en fjöldi jólapakka verður í verðlaun. Mótið er haldið í félagsheimili Taflfé- lagsins Hellis, Þönglabakka 1. Keppt verður í 4 flokkum: Flokki fæddra 1983-1985, flokki fæddra 1986-7, flokki fæddra 1988-9 og flokki fæddra 1990 og síðar. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Þó verða líklega tefldar fleiri umferðir í elsta flokki. Jólapakkar eru í verðlaun fyr- ir efstu sætin í hverjum flokki. Bæði verða veitt verðlaun fyrir bestan ár- angur drengja og stúlkna. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrii- sig þar sem allir eiga jafna möguleika án til- lits til árangurs. Mótið tekur um 3 klst. Sérstök eyðublöð voru hengd upp í grunnskólum þar sem nemendur gátu skráð sig. Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti: hellirEsim- net.is. Að lokum er hægt að skrá sig á mótsstað, meðan húsrúm leyfir. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 250 en mótið hefur notið mikilla vin- sælda. Gengið frá Vogabakka upp í Gufunes HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld úr Elliðaárvogi upp í Gufunes. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 með rútu inn í ísheima á Vogabakka. Þaðan verður farið kl. 20 og geng- ið með Elliðaárvoginum og yfir Gull- inbrú og um Gufuneshöfða upp í Gufunes. Frá Gufunesi með rútu niður í ísheima og að Hafnarhúsinu. I ferðinni verður litið á ummerkin eftir Elliðaárflóðið í fyrradag. Allir eru velkomnir. Fjórar plötur kynntar á Súfístanum Á SÚFISTAKVÖLDI Máls og menningar, Laugavegi 18, fimmtu- daginn 7. desember kl. 20.30 verða fjórar nýútkomnar geislaplötur kynntar. Tómas R. Einarsson og hljómsveit hans kynna plötuna Á ^ góðum degi, Rússíbanar leika af { Elddansinum, Ellen Kristjánsdóttir læðist um með lög af samnefndri plötu og Einar Kristján Einarsson leikur á klassískan gítar af nýrri j sólóplötu sinni. Tíu áheyrendur hreppa vinninga í | jólahappdrætti Máls og menning- í ar/Forlagsins og Súfistans. j Þroskahjálp fær j innkomu Knatt- ! borðsstofu ÞROSKAHJÁLP á Suðurnesjum og íþróttaféiagið Nes, sem er • íþróttafélag þroskaheftra, fá í styrk alla innkomu Knattborðsstofu Suð- urnesja dagana 16. og 21. desember og 6. til 11. janúar. Með þessu framtaki vill Knatt- borðsstofan kynna snóker-íþróttina > þroskaheftum, aðstandendum þeirra svo og öllum velunnurum Þroskahjálpar og leggja málefni þeirra lið, segir í fréttatilkynningu. Utgáfutónleikar Hundslappa- drífu SVEITAHLJÓMSVEITIN Hunds- iappadrífa heldur útgáfutónleika á Fógetanum í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 22 í tilefni af fyi’stu plötu sveitarinnar, „Ert’úr sveit“. Aðgangseyrir er 500 kr. Þeir sem kaupa geisladiskinn fá frítt inn. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.