Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór BANDIÐ tekið frá augunum OG MIKIÐ gaman að sjá kunnuglegt andlit AFMÆLISBARNIÐ veit ekkert á hveiju hann á von, enda með bundið fyrir augun Ovænt uppákoma í hálfníræðisafmæli OG HLÝÐA á kórinn syngja ástarlög af innlifun. ÞEGAR afmælisdagar renna upp vilja vinir og vandamenn gleðja afmælisbarnið með óvæntum gjöfum eða uppákomum. Þegar Tómas Ríkharðsson varð hálfní- ræður vildi eiginkona hans, Steinunn Arnórsdóttir, gera hon- um daginn eftirminnilegan. Go-go dans í stofunni „Ég var búin að spá í marga hluti fyrir afmælið, en sú fyrsta var að setja upp svona „vegas“- stöng í stofuna og dansa go-go dans fyrir hann og syngja. Hins vegar tolldi stöngin ekki í loftinu og ég var ekki alveg með go-go danssporin á hreinu og kannski komin framúr go-go-þyngdinni líka,“ segir Steinunn og skelli- hlær. „Svo var uppáhaldslagið okkar „Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum“ ekki bein- línis í stíl við stöngina, svo ég hætti við þessa hugmynd." Nú voru góð ráð dýr og dagur- inn að renna upp. Þegar vinkona Steinunnar var að fara á kóræf- ingu datt henni í hug að kanna hvort hægft væri að fá kórinn í veisluna og syngja ástarlög fyrir eiginmanninn. Það gekk vonum framar og þegar dagurinn rann upp var eiginmaðurinn leiddur til stofu með bundið fyrir augun og Kór eldri borgara söng lög fyrir hann. Unglömb í kórnum „Ég vil nú kalla kórinn Kór heldri borgara, því þau stóðu sig frábærlega vel,“ segir Steinunn. Eiginmanninum brá þegar tón- arnir fylltu stofuna, en víst var uppátækið skemmtilegt á þessum tímamótum. Pétur H. Olafsson, formaður Kórs eldri borgara, segir að söngurinn í afmælinu hafi verið óvenjulegt verkefni hjá kórnum, en skemmtilegt. „Við syngjum yf- irleitt fyrir fólk á sjúkrahúsum og hópa, því við erum 34 í kórn- um og gætu verið vandkvæði á að koma öllum fyrir í venjulegri íbúð.“ Pétur segir að kórstarfið sé mjög gefandi og félagar virk- ir, en vill láta þess getið að karl- menn með góðar bassaraddir eru velkomnir í kórinn. Meðalaldur kórfélaga er 11'k ár, „þannig að við erum algjör unglömb“, segir Pétur. Lyktaði yndislega Steinunn segir afmælisveisl- una hafa tekist með eindæmum þó ekki hafi allar gjafirnar virk- að sem skyldi. „Systur mínar gáfu honum skemmtilegan pakka sem í voru flott rúmföt, geislaplata, rómantískt kertaljós, og rakspíri. í pakkanum voru einnig tvær viagra-töflur og fylgdi kúbein með herlegheitun- um, en þær töldu að það myndi þurfa til að ná eiginkonunni upp úr rúminu daginn eftir. Hins vegar var svo erfitt að ná í vi- agra-lyfið, að óvart læddust tvær svefntöflur í pakkann, svo hann steinsofnaði í rúminu með kú- beinið við hliðina á sér. „En hann var afskaplega sætur í svefninum og lyktaði yndislega," segir Steinunn og hlær. Hiti, reykur, háski og sviti TOJVLIST Gcisladiskur ANDREA OG BLÚSMENN Andrea og Blúsmenn. Andrea Gylfa- dóttir syngur þekkt blúslög við und- irleik Blúsmanna. Blúsmenn eru: Guðmundur Pétursson gítar, Harald- ur Þorsteinsson bassi, Einar Rúnars- son Hammond orgel, Kjartan Valde- marsson Khodes píanó, harmónikka, Jóhann Hjörleifsson trommur, slag- verk. Auk þeirra leika þeir Jóel Páls- son, Einar Jónsson, Snorri Sigurðs- son á blásturshljóðfæri. Útsetningar eru eftir Andreu og Blúsinenn en málmblástursútsetningar cru eftir Jóel Pálsson, Guðmund Pétursson og Ossur Geirsson. Hljóðritun, hljóð- blöndun og -vinnsla var í höndum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Spor gefur út. MARGIR halda því fram að blústónlist eigi ekki að taka upp í hljóðverum. Hin frjálsa, óhefta tjáning sem blúsinn kalli á verði best kölluð fram á tónleikum enda mótist tónlistin af aðstæðum, við- brögðum áhorfenda og samspili hljóðfæraleikara. Vísast er hér á ferðinni óhófleg- ur „púrítanismi", fjölmargar ágæt- ar blúsplötur hafa verið unnar í hljóðverum og vitanlega geta hæf- ir hljóðfæraleikarar náð upp góðu samspili við slíkar aðstæður eins og diskur Andreu Gylfadóttur og Blúsmanna er raunar ágætt dæmi um. Algengt er enda að sem mest af hljóðfæraleiknum sé tekið upp samtímis til þess að rétt tilfinning skapist. „Blús“ stendur aldrei undir nafni verði hann vélrænn; lífsháskinn, reykurinn, myrkrið og svitinn eru forsendur hans, nær- ing þessa undursamlega, einfalda en um leið gríðarlega erfiða tón- listarforms. Andrea Gylfadóttir syngur öðr- um konum betur blús. Rödd henn- ar hentar þessu tónlistarformi sérlega vel og tilfinning hennar fyrir blúsnum er einlæg og sönn. Raddbeiting hennar er á köflum listileg, tæknin nánast óaðfinnan- leg og túlkunin yfirleitt áhrifamik- il og blæbrigðarík. Allir þessir eiginleikar Andreu Gylfadóttur komast til skila á geislaplötunni „Andrea og Blús- menn“. Hér eru á ferðinni gamlir kunningjar, réttnefndir „stand- ardar“ - má þar nefna tvö bráðgóð Billy Holiday-lög „God Bless The Child“ og „Lady Sings the Blues“, „29 Ways“ eftir Willy Dixon, „I’d Rather Go Blind“ eftir Jordan og Foster, „Hound Dog“ þeirra Lieber og Stoller og ekki má gleyma „Stormy Monday“ T-Bone Walkers. Um lögin á plötunni gildir að flest henta þau Andreu Gylfadóttur sérlega vel. Túlkun hennar á „God Bless the Child“ er mjög áheyrileg og hún fer listilega með „I’d Rather Go Blind“ og „29 Ways“. „Stormy Monday“ sýnir hún þann sóma sem þetta magnaða lag á skilið. „Hound Dog“ er hér í skemmtilegri útsetningu, taktur- inn og tempóið grípandi en al- mennt virðist Andrea Gylfadóttir ná beti’a flugi í rólegum blúslögum. Valinkunnir fagmenn sjá um undirleikinn og er samvinna þeirra í langflestum tilfellum góð. Hins vegar er hann að smekk þess sem þetta ritar full „akademískur“ og fyrirsjáanlegur. Altjent verða þeir Blúsmenn seint vændii- um að skyggja á söngkonuna. Hljóðfæra- leikur þeirra er vandaður en í hann vantar á stundum lífsháskann, hann er á köflum úr hófi fram „flatur“, þau tækifæri sem þetta tónlistarform býður hljóðfæraleik- uram upp á að sýna tilþrif era ekki alltaf nýtt sem skyldi. Hammond orgelið, þetta dásamlega hljóðfæri, er notað af mikilli smekkvísi og blástursútsetningar era áheyiileg- ar. Guðmundur Pétursson hefði að ósekju mátt sýna minni hófstill- ingu þótt gítarleikur hans sé ávallt þannig að eftirtekt veki. Geisladiskur þein-a Andreu Gylfadóttur og Blúsmanna er áheyrilegur og vandaður gripur, sem stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð. Hér er á ferðinni söngkona, sem ávallt er mjög góð, oftast mögnuð og á stundum öld- ungis frábær. Diskurinn líður hins vegar fyrir það að hitann, reyk- inn, háskann og svitann vantar á köflum í undirleikinn. Asgeir Sverrisson. MYNPBÖND Vandræði með lyftuna Á niðurleið (Down Time) Spennuiiiynd ★★% Framleiðsla: Richard Johns. Leik- stjörn: Bharat Nalluri. Handrit: Casb- ar Berry. Kvikmyndataka: Tony Imi. Tönlist: Simon Boswell. Aðalhlut- verk: Paul McGann og Susan Lynch. 90 mín. Bresk. Háskólabíó, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndaframleiðsla á Bret- landseyjum stendur í miklum blóma um þessar mundir. Þar eru búnar til alls kon- ar myndir og auð- vitað misgóðar. „Down Time“ er að flestu leyti gerð eftir forskrift bandarískra spennu- og hasar- mynda. Hraðinn er mikill og áhættuatriði skipa stóran sess í sögunni. Miðað við sambærilegar Hollywood-myndir ber hún þess augljós merki að vera ódýrari í framleiðslu. Þetta verður til þess að nauðsynlegt er að styrkja persónusköpun að ein- hverju marki og draga úr stórfeng- leika sprenginga og eyðileggingar og tekst það ágætlega. Loft- hræðsla og lyftufælni eru þær hvatir sem virkjaðar eru sem spennugjafar. Flest hefur þetta verið notað áður, en myndin býður upp á nýstárlega úrvinnslu og sjón- arhorn og því koma klisjurnar lítið að sök. Með öðrum orðum: ágætis skemmtun. Guðmundur Ásgeirsson. Millar í felum í blíðu og stríðu (For Richer and Poorer)_______ G a in a n iny n d ★ >/2 Framleiðsla: Sid Bill og Jon Shein- berg. Leikstjórn: Bryan Spicer. Handrit: Jana Howington og Steve Lukanic. Kvikmyndataka: Buzz Feits- hans IV. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Tim Allen og Kirstie Alley. 111 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, nóvember 1998. Öllum leyfð. HJÓNAKORNIN Brad og Caroline Sexton era ríkisbubbar sem hafa týnt hjónabandinu og lífshamingjunni í hringiðu lífsgæða- kapphlaupsins. Þetta breytist allt saman þegar þau neyðast til að leita skjóls undan skattheimtumönn- um hjá fjölskyldu nokkurri í Amish trúarsamfélagi. Myndin er að mestu leyti ergjandi vitleysa, en einstaka sinnum er hægt að hlæja að henni. Formúlan er allsráðandi og mikið er um at- riði sem byggja á vandræðalegum aðstæðum og sérlega ódýram húmor. Persónur eru jafnframt ýktar úr hófi fram, en það verður að telja myndinni til afsökunar að hún tekur sjálfa sig hvergi alvar- lega. Fyrir þá sem á annað borð líkar við aðalleikarana gæti „I blíðu og stríðu“ því vel staðið sem þokkalegasta afþreying fyrir fram- an kassann. Guðmundur Ásgeirsson Heldur þú að 5 C-vítamm sé nóg ? jjj NATEN I ________-ernógl____£
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.