Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 57 9 MINNINGAR KRISTIN GUNNLA UGSDÓTTIR ODDSEN + Kristín Gunn- laugsdóttir Odd- sen var fædd 22. des- ember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. sept- ember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilstaða- kirkju 3. október. Minning um mömmu. Nú þegar laufa- brauðsgerð stendur til og sláturgerð er nýaf- staðin get ég ekki annað en hugsað til þín. Á hverju hausti þegar þú laukst við að sauma síðasta sláturkeppinn byrjaðir þú að bóka þig í laufabrauðið. Aldrei gat ég skilið þessa tilhlökkun í þér þegar slátimtíðin hófst og þú blessað- ir „blessaðar vambirnar“. Þau voru ófá heimilin sem höfðu á borðum slát- ur sem þú hafðir lagt hönd að. Ætt- ingjar, vinir, læknai', póstmeistarar, prestar - allh- voru jafn ánægðir með slátrið hennar Kristínar, enda leitun að öðrum eins gæðum. Svo byrjaði laufabrauðsvertíðin, með tilheyrandi kleinubakstri, því fyrst búið var að hita feitina fyrir laufabrauðið vai- lítið mál að steikja kleinm- úr nokkrum kílóum. Þeh’ sem ekki höfðu heilsu í þvílíkan bakstur á eftir laufabrauðinu fengu bara send- an smápoka af kleinum seinna. Þeir vora mai’gir „smápokarnir" með kleinum sem fóru frá þér hingað og þangað í desember og jafnvel allt árið um kring. Þegar aðfangadagur nálg- aðist var ekki óalgengt að þú ættir engar kleinur, því þú varst alveg óvart búin að gefa þær allar, einnig soðna brauðið og flatbrauðið, sem þú vai-ðst þó að eiga með hangikjötinu á jólunum. Já, mamma mín, þú varst al- veg ótrúleg, - þeim mun meh’a sem þú gafst öðrum, þeim mun ríkari varðst þú í hjarta þínu. Þó annríkið í bakstrinum væri mikið fyrir jólin mátti ekki sleppa prjónunum lengi, því allir urðu að fá sokka og vettlinga frá þér, jafnt stórir sem smáir. Oft varst þú að draga upp úr síðustu lykkjunni á aðfangadagsmorgun, vegna þess að áður prjónaðir vett- lingar eða sokkar sem höfðu átt að fara í pakka lentu á kaldar hendui’ eða fætur, sem þörfnuðust þeirra i desember. Oft sagði ég við þig: „Mamma, af hverju ertu að þessu?“ Og þú svaraðir: „Svona, við tölum ekki um þetta.“ Þegar svo hátíðin gekk í garð, allir voru orðnir fínir og maturinn til, stóðst þú með rúllurnar í hárinu og sparikjóllinn ennþá inni í skáp, þá sagðir þú að þig langaði mest til að leggja þig. Þá fékkstu kannski ekki hýrt auga frá fjölskyld- unni, en þér lá ekkert á, því þú hafðir lokið þínu fyrir þessi jól. Það er efni í heila bók allt það sem þú gerðir fyrir aðra um ævina, en oft gleymdir þú að hugsa um sjálfa þig. Þú fékkst heldur betur að kenna á sjúkdómum, þeim hefði mátt dreifa á fleiri en eina góða konu. Við skildum alls ekki hvers vegna þetta var allt á þig lagt. Mig minnir að þú hafii’ farið 13 sinnum í aðgerðir, fyrir utan allan þann tíma sem frá þér var tekinn í baráttuna við sálarmyrkrið, þai’ sem birtan komst ekki að. En um leið og ljósið fékk skinið inn greipstu prjónana og þá vissum við að þér væri að batna, en hversu lengi vissum við aldrei. Hversu lasin sem þú varst gleymdh- þú aldrei þínum heittelskaða manni eða börnum og öllu því sem okkur til- heyi'ði. Minni þitt og yfirsýn var með ólíkindum. Alla afmælisdaga Fjalla- fólks og annarra vina og kunningja mundir þú og ætla ég að reyna að verða ekki eftirbátur þinn. Ljóða- minni þitt var einstakt og gastu þulið heilu ljóðabækumar. Þegar ég var lít- il hélt ég að þú værir að búa þau til jafnóðum. Mér fannst frábært hvað þú kunnir mikið af skemmtilegum orðatiltækjum, vísum og málsháttum, sem þú notaðir þegar þannig stóð á og langar mig til að halda þau í heiðri. í lífi þínu umvafðir þú öll þau börn sem á vegi þínum urðu, ekki aðeins þau fimm sem þú fæddir af þér, heldur áttir þú í rauninni svo miklu, miklu fleiri, sem alltaf áttu öruggt skjól hjá þér. Eftir að þú varðst amma þekktu margir faðminn henn- ar Stínu ömmu, ekki aðeins skyldh’, heldur líka alls óskyldir. Ég þakka guði að börnin mín og barnabörnin fengu að kynnast þér og njóta þín, sérstaklega mitt elsta barn, sem þú reyndist svo vel, þar sem ég vai’ bara barn að aldri er ég átti hana. Ég var aðeins 16 ára, en ekki var gert veður út af því hjá ykkur pabba frekar en öðru. Nei, ýmislegt vai’ smámunir hjá ykkur pabba, sem hefði verið stórmál hjá öðrum. T.d. það að fá heilu hópana í mat og gistingu með engum fyrirvara. Það var gengið úr rúmum fyrir gestum og jafnvel soflð úti í tjaldi, ef á þurfti að halda. Alltaf varð að vera til með kaffmu og fram- reiddar voru heilu veislumáltíðirnar, stundum nánast úr engu. Það var eins og maturinn yxi í höndunum á þér og allh’ fengu nóg. Ég man svo margt og margt, sem engum hefði dottið í hug nema þér: Eitt sinn þeg- ar þú varst mjög veik og læknir hjá þér að bíða eftir sjúkrabíl til að flytja þig á Akureyri, hafðir þú mestar áhyggjur af því að læknirinn fengi ekkert að borða, því það var matar- tími. I annað sinn vaknaði ég upp um miðja nótt á Akureyri við það að þú ert að koma að utan á inniskónum og náttkjólnum með fangið fullt af þvotti nágrannakonunnar, til þess að rigndi ekki í hann. Þessar minningar sýna að hjá þér var ekkert til nema kærleikur, hjálpsemi og endalaus fórn fyrir aðra. Þér var margt til lista lagt. Þú varst snillingur að róa menn niður sem höfðu sopið of mik- ið, hlusta á þá sem áttu í ástarsorg og stjóma af röggsemi ef á þurfti að halda. Þegar þú dvaldir á Geðdeildinni, varstu ekki fyrr farin að hressast en þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að hjálpa hinum sjúklingunum. Ég þakka fyrir að hafa verið svo lánsöm að eiga þig sem móður, fengið að kynnast þér vel og hafa getað annast þig þegar þú þarfnaðist þess og mun ég búa að þeirri reynslu alla ævi. Ég er þakklát fyrir að þú hefur fengið lausn frá veikindum þínum og megi góður guð sjá til þess að þér líði vel. Eg þakka kveðjuna frá þér og fínn að þú ert með mér. Megi guð senda okk- ur ljós og kraft, sem gera okkur að betri manneskjum, en það var það sem þú stefndir alltaf að. Elsku mamma, horfum í ljósið því þá birtir hjá okkm’. Þín elskandi dótt- ir, Oktavía. + Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, ÁSGEIR ARNGRÍMSSON, Brekkusíðu 18, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 18. desember kl. 10.00. Fyrir hönd fjölskyldu, Baidvin Hermann Ásgeirsson, Bjarni Hrafn Ásgeirsson, Brynjar Helgi Ásgeirsson, Bjarni Sigmarsson, Arna Hrafnsdóttir og systkini hins látna. Arnar Gunnarsson gerði jafntefli við Westerinen Sk\k fþrðttaliúsið við Strand|rutu FJÓRÐA GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ 14.-22. des. GUÐMUNDAR Arasonar mót- ið hófst í Hafnarfirði á mánudag. Mótið er níu umferðir og teílt er eftir svissneska kerfinu. I fyrstu umferð tefldu því þeir stigahæstu við þá stigalægri. Úrslitin voru í flestum tilfellum í samræmi við skákstigin, en þó náði Arnar Gunnarsson jafntefli við finnska stórmeistarann Heikki Westerinen og Björn Þorfínnsson lagði Jón Garðai’ Viðarsson sem tefldi í Ólympíuliði íslands í Elista í haust. Úrslit í fyrstu um- ferð urðu þessi: Aleksei Lugovoi - Tómas Björnsson 1-0 Dan Hansson - Vasily Yemelin 0-1 Ralf Akesson - Kristján Eðvarðsson 1-0 Bergsteinn Einarsson - Manuel Bosboom Jón V. Gunnarsson - Jón Á Halldórsson 1-0 Einar Hjalti Jensson - Alexander Raetsky 0-1 Heikki Westerinen - Arnar Gunnarss. V1-V2 Davíð Kjartansson - Albert Blees 0-1 Tapani Sammalvuo - Einar Kr. Einarsson 1-0 Björn Þorfinnsson - Jón Garðar Viðarsson 1-0 Róbert Harðarson - Heimir Asgeirsson 1-0 Þorvarður F. Ólafsson - Sævar Bjarnason 0-1 Áskell Ö. Káras. - Sigurður P. Steindórss. 1-0 Hjalti Rúnar Ómarsson - Stefán Kristjánsson Bragi Þorfmnsson - Kjartan Guðmundss. 1-0 Þeir Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Róbert Harðarson, Sævar Bjarnason og bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir era því allir með einn vinning eftir fyrstu umferð- ina ásamt sjö erlendum skák- mönnum. Teflt er í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði og hefjast umferðir klukk- an 17. Áhorfendur eru velkomnir, en aðgangur er ókeypis. Ingibjörg Edda fslandsmeistari Ingibjörg Edda Birgisdóttir sigraði á Skákþingi íslands 1998 í kvennaflokki. Ingibjörg Edda fékk 4 vinninga og sigraði alla andstæðinga sína. í 2.-3. sæti voru Harpa Ingólfsdóttir og Aldís Rún Lárasdóttir með 2M: vinning. Þátttakendur voru 5. Skákstjóri var Sigurbjörn Björnsson. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, frImanns jóhannssonar, Árskógum 8, fer fram frá Áskirkju í dag, miðvikudaginn 16. desember, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landssamband hjartasjúklinga. Guðrún Þórhallsdóttir, Guðmundur Þ. Frímannsson, Margrét Pétursdóttir, Ingibjörg B. Frímannsdóttir, Guðleifur Sigurðsson, Jóhann G. Frímannsson, Eyja Þóra Einarsdóttir, María E. Frímannsdóttir, Guðmundur Arnarson, Alma G. Frímannsdóttir, Páll Harðarson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI Þ. EGILSSON, Sólheimum 25, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 3. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. desember kl. 13.30. Örnólfur Árnason, Helga E. Jónsdóttir, Margrét Árnadóttir, Manuel Martinez Perez, Olga Guðrún Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, barnabörn og bamabarnabörn. ( I + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, ÁSLAUGAR PÁLSDÓTTUR, Frostafold 38. Þrúður Pálsdóttir, Þorgeir Yngvason, Gerður Berndsen, Margrét Berndsen, Böðvar Guðmundsson, Sólveig Berndsen, Jóhanna Sigríður Berndsen, Þorgils Nikulás Þorvarðarson, Magnús Eggert Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. I + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu GUÐLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Bjarnanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- deild Skjólgarðs. Guð blessi ykkur öll. Snorri Sigjónsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sigjónsdóttir, Jón Óskarsson, Porsteinn Sigjónsson, Vilborg Jónsdóttir Jóna Sigjónsdóttir, Guðni Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ú + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- rrfóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGU GUÐMUNDSDÓTTUR, Ballará, Dalabyggð. Guðmundur Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Guðríður S. Magnúsdóttir, Haraldur S. Jónsson, Elín Magnúsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Svavar Guðmundsson, Ólafía Magnúsdóttir, Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. | I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.