Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ AÐSENDAR GREINAR Gott og vont í hagfræði og pólitík ÞEGAR kosið var til þings í Bretlandi fyrir einu og hálfu ári heyrð- ust þær raddir að V er kamannaflokkur Tonys Blairs væri bú- "Tnn að kokgleypa stefnumál íhaldsflokks Margrétar Thatchers og að Blair væri í raun verðugri arftaki þeirrar arfleifðar en eftirmaður Margrétar á stóli for- sætisráðherra, John Major. Það er að vissu leyti rétt að þegar hlustað er á málflutning höfuðand- stæðinga breskra Magnús Árni Magnússon stjórnmála virðist ekki ýkja mikill ágreiningur á milli þeirra í hagfræði- legu tilliti. Þeir eru nú báðir málsvarar hins frjálsa markaðskerfis og viðurkenna að atvinnutækin séu '►íietur komin í höndum borgaranna en ríkisins. Þó er einn eðlismunur á. Munurinn liggur í góðri og vondri pólitík og til að sjá hann kristallast er rétt að líta hingað heim. Sjálfstæðisflokkurinn undir for- ystu Davíðs Oddssonar hefur löng- um litið á breska Ihaldsflokkinn sem sína fyrirmynd. Hann talar um kosti hins frjálsa markaðskerfis, en trúir í raun ekki á það þegar hætta er á að það komi gæludýrum hans illa. Þetta má sjá dæmi um þegar vernda þarf ^einokunar- og yfirburðastöðu þeirra fyrh-tækja sem gárungarnir hafa kennt við kolkrabba. Þá er varð- hundum forréttindastéttarinnar att út á foraðið af sjálfskipuðum málsvörum „frelsisins". Það sama á við þegar stinga á undan sameiginlegum auðlindum landsmanna og setja þær í vasa hinna útvöldu. Þá stendur Sjálfstæð- isflokkurinn í fylkingarbrjósti og notar kennisetningar hagfræðinnar til að slá ryki í augu fólks. Einka- væðing og einkarekstur í stað ríkis- rekstrar er hins vegar annað en það að af- henda örfáum útvöldum fjöregg íslensks efna- hagslífs endurgjalds- laust. Auðvitað á ríkið ekki að standa í útgerð, en íslenska ríkið getur selt hæstbjóðanda að- gang að auðlmdinni, í stað þess að láta kvóta- eigendum það hlutverk eftir. Ég fullyrði að þeim peningum sem þar færu í ríkissjóð væri betur varið í aukin framlög til tölvunar- fræðikennslu við Há- skóla Islands, eða í bætta heilbrigðisþjónustu, en í lúx- uslifnað kvótaaðalsins. Það er misbeiting valdsins í þágu Einkavæðing og einka- rekstur í stað ríkis- rekstrar er hins vegar annað en það, segir Magnús Arni Magnús- son, að afhenda örfáum útvöldum fjöregg ís- lensks efnahagslífs endurgj aldslaust. hinna fáu sem einkennir íhaldsmenn allra landa. Þeir nota vald sitt til að koma gæludýrum sínum í yfirburða- stöðu á markaði. Ef samfélagsað- stæður leyfðu að forréttindastéttirn- ar færu um rænandi og ruplandi, þá væri íhaldsmönnum svosem slétt sama. Það þurfti byltingu í Frakk- landi til að ýta þeirri fornu auðsöfn- unaraðferð til hliðar. I augum nútímalegra jafnaðar- manna á að nýta kosti markaðarins í þágu heildarinnar. Sú réttláta krafa er sett fram að þeir sem afla meira leggi að sama skapi meira fram til þess að gera samfélagið, sem við byggjum öll, manneskjulegra og betra. I raun eru pólitík og hagfræði sitt hvað, þótt hægrimenn hafi hin síðari ár viljað skreyta sig með sigrum nú- tímalegi'ar hagfræði sem byggist á frjálsu mai-kaðskerfi - verslunar- frelsi. Verslunarfrelsi kemur pólitík hægrimanna ekki við. Þeir hafa ekki alltaf verið málsvarar verslunarfrels- is og eru það ekki enn nema það raski hvergi hagsmunum forrétt- indastéttarinnar. Meint afstaða íhaldsmanna til verslunarfrelsis á sér sögulegar for- sendui’. Af ótta við ógnina sem stóð af verkalýðsbaráttu og sósíalisma á fyrrihluta aldarinnar sömdu hinar ólíkufy’lkingar íhalds og frjálslyndis frið. Ihaldssamir stóreignamenn ótt- uðust völd sín og aðstöðu í samfélag- inu og frjálslyndir sáu ógnina sem markaðsbúskapnum stafaði af dýnamík þeirrar hreyfingar sem trúði ekki á lausnir hans. Nú er svo komið að jafnvel útverðir hinnar gömlu sósíalísku hugsunar hafa tekið markaðsbúskapinn í sátt og jafnaðarmenn á Vesturlöndum hafa almennt gert sér grein fyrir kostum hans til að stækka þá köku sem þjóðirnar hafa til skiptanna. Þess vegna tala menn um að hinar gömlu skilgreiningar ti! hægri og vinstri eigi ekki lengur við. Frjálslyndir íslenskir borgai’ar (og þá á ég ekki við þessa sem keppast við að stofna hvern stjórnmálaflokkinn af öðrum þessa dagana) hafa of lengi látið hafa sig að ginningarfífli íhaldsmanna með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hann stendur þegar allt kemur til alls ekki fyrir þau gildi um jöfn tækifæri og frelsi í viðskiptum sem hin frjálslynda borgarastétt trúir á. Það er höfuðverkefni hinnar sam- einuðu hreyfíngar íslenskra jafnað- armanna að vinna traust þessa hóps, sem hingað til hefur ranglega talið að málsvara sína væri að finna í lög- fræðingastóðinu sem íslensk forrétt- indastétt hefur komið í ráðherra- stóla. A tyllidögum tala þeir eins og þeir standi fyrir góða hagfræði, þeg- ar þeir standa í raun ekki fyrir neitt annað en vonda pólitík. Höfundur er 15. ulþingismaður Reykvíkinga. Þjóðfundur í Háskólabíói A LEIÐINNI í Há- skólabíó laugardaginn 28. nóvember var ör- tröð bíla sem streymdu vestur Hringbrautina rétt fyrir kl. 14. Við bíó- ið kom skýringin því þar voru langar biðrað- ir fólks sem ekki var sama um landið sitt og hvernig því væri skilað í hendur afkomenda okk- ar. Þetta hugsandi fólk var komið til að berjast gegn hinu ótrúlega glámskyggna yfji-valdi sem grúftr yfir Islandi um þessar mundir. Fólkið kom sá og vann áfangasigur gegn fyrirhugaðri skemmdarstarfsemi á ósnortnu landi sem yrði með öllu óbætanlegt. Þarna Með óskiljanlegum hætti hafa eignir Islendinga að mestu komist í hendur fárra óábyrgra einstaklinga, segir Albert Jensen, sem engan áhuga hafa fyrir velferð lands og þjóðar. fann ég að þrátt fyrir allt var barátt- an ekki vonlaus. Þjóðin er nú á mörkum þess að halda áfram að vera til, eða hverfa til einhvers sem hvorki hefur upphaf né endi. Þjóð verður að eiga land, tungumál, vera sjálfstæð og vita hvað hún vill. Með óskiljanlegum hætti hafa eignir Islendinga að mestu komist í hendur fárra óá- byrgra einstaklinga sem engan áhuga hafa fyrir velferð Iands og þjóðar. Völdin sem auðæfín hafa fært þessum mönnum nota þeir gegn þjóðinni á margvíslegan hátt, komast jafnvel bakdyramegin til áhrifa í rík- Albert Jensen Enn um málefni grunnskólans í GREIN sem formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga ritar í Morgunblaðið hinn 9. desember sl. ræðst hann harkalega að undirrituð- um. Það er ekki ætlun mín að elta ól- ar við allt sem fram kemur í grein- inni heldur benda á nokkur atriði sem ættu að varpa ljósi á það sem málið snýst um. I upphafi greinarinnar fjallar for- maður Sambands íslenskra sveitai’- félaga um að undirritaður fullyrði út og suður um væntanlegar launakröf- jjr kennara og mistök í samninga- T?crð ríkis og sveitarfélaga vegna yf- irtöku sveitarfélaganna á rekstri grunnskóla ásamt því að vera með ásakanir í minn garð um rangfærsl- ur. Varðandi ummæli mín um vænt- anlegar kröfur kennara í samningum árið 2000 er það eitt að segja að þar er ekkert nýtt á ferðinni heldur ein- ungis undirstrikað enn og aftur að laun kennara verða að hækka veru- lega í þeim samningum ef ætlunin er að fá kennara til starfa í skólunum. Ég hef hins vegar aldrei haldið því fram að laun kennara eigi að hækka sérstaklega umfram laun annarra ' stétta heldur þvert á móti fagnað því ef aðrir hópar ná árangri í sinni kjarabaráttu. Staðreynd málsins er sú að langflestir hópar launafólks eru allt of lágt launaðir. Samningur ríkis og sveitarfélaga Hvað varðar þau mistök sem ég ^el að hafí verið gerð þegar samið var um flutning tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga vil ég benda á eftir- farandi staðreynd. Það ár sem lagt var til grundvallar til að finna út raunverulegan kostnað við rekstur grunnskóla voru laun kennara í sögulegu lágmarki. Þess vegna var sá grunnur sem útreikningamir byggðust á langt undir þeim mörk- um sem eðlileg máttu teljast. Með samningnum tóku sveitarfélögin í raun á sig bótalaust að leiðrétta það Með samningum tóku sveitarfélögin í raun á sig bótalaust, segir Eiríkur Jónsson, að leiðrétta það launasvelti sem kennarar voru í. launasvelti sem kennarar voru í á síðustu árum sínum hjá ríkinu. Á þessa staðreynd benti ég formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga ít- rekað áður en samningar um tekju- stofna voru undirritaðh’ en _ talaði jafnan fyrir daufum eyrum. Ég hef aldrei sagt að útreikningar sveitarfé- laganna á kostnaðarauka við rekstur grunnskóla til aldamóta séu rangir heldur einungis að grunnurinn sem byggt var á hafi verið rangur. Ásakanir um óheilindi I grein sinni hefur formaður sam- bandsins mörg orð um óheilindi mín hvað varðar aðkomu að samningagerð fyrir kennara bæði í þeim samningum sem undir- ritaðir voru fyrir ári og í þeim viðræðum sem fram hafa farið milli einstakra kennarahópa og viðkomandi sveitar- stjórna. Þetta gerir for- maðurinn þrátt fyrir að hann hafi ekki tekið þátt í þessum viðræð- um og viti þar af leið- andi ekki nema hálfan sannleikann í málinu. Ég er borinn þeim sök- um að ég stýri uppsögnum kennara og í því sambandi bent á að formað- ur Kennarasambandsins hafi setið fundi með fulltrúum kennara og bæjarstjómar á Seltjarnarnesi til að knýja á um meiri launahækkanir en kjarasamningar kveða á um. Mér er það sönn ánægja að upplýsa for- mann Sambands íslenskra sveitarfé- laga um það með hvaða hætti það bar að að ég mætti til fundar á Sel- tjarnarnesi. Sannleikurinn er sá að bæjarstjór- inn á Seltjamarnesi boðaði fulltrúa kennara á fund með svohljóðandi símbréfi hinn 6. maí sl.: „Fjárhagsnefnd fundar n.k. fimmtu- dag kl. 13. Gert er ráð fyrir fulltrú- um kennara á fundinn. Óskað er eftir því að kennarar hafi með sér launa- fulltrúa Kennarasambandsins ef hægt er.“ Bæjarstjóri. Þarna er skýringin á því hvers vegna Kennarasambandið hóf beina þátttöku í þeim viðræðum sem fram fóru á Seltjarnarnesi. Kennai’asam- band íslands hefur ekki og mun ekki hafa frumkvæði að því að knýja á um gerð viðbótarsamninga í einstaka Eiríkur Jónsson sveitarfélögum né held- ur því hvort einstakir kennarar segja upp starfi sínu. Hins vegar mun Kennarasamband- ið ætíð aðstoða einstak- linga og hópa innan Kennarasambands Is- lands við úrlausn vandamála sem upp koma á hverjum stað fyrir sig. Að ala á ófriði Að lokum vil ég benda á að það viðtal við mig sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vitnar í í grein sinni var í rauninni ekki annað en svör mín við spurningum blaða- manns sem hann setti fram vegna ummæla nokkurra sveitarstjórnar- manna í minn garð í fjölmiðlum og á fundum á vettvangi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Ég mun eftir- leiðis sem hingað til svara fyrir mig þegar á mig er ráðist. Ég kýs hins vegar að gera það á málefnalegan hátt þrátt fyrir að umrædd grein for- manns Sambands íslenkra sveitarfé- laga gefi tilefni til annars. Ef Sam- band íslenskra sveitarfélaga vill hins vegar ala á ófriði milli kennara og sveitarstjórnarmanna er besta ráðið að formaðurinn ski’ifi áfram blaða- greinar í þeim anda sem hann gerði hinn 9. desember sl. Ég fullyrði hins vegar að greinar af þessu tagi munu leiða til þess eins að þjappa kennur- um enn frekar saman því stéttin er sterk og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Síst af öllu óttast kennara- stéttin hótanir formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Höfundur er formaður Kennarasambands íslands. iskerfinu. Þegar fólk sem hugsar fram í tím- ann reynir á lýðræðis- legan hátt að upplýsa almenning um skelfileg- ar afleiðingar eyðilegg- ingar á landi og síaukin- ar mengunar blandar stjórn landsvirkjunar sér í málið með rándýr- um auglýsingum sem eiga að sýna hvað land- ið er miklu fallegra ef ekki sést í það. Hver hvetur Landsvirkjun til slíkrar lágkúru, hver leyfir slíkt, hver græðir og hver borgar brús- ann? Landsvirkjun gegn vinnandi fólki í Technoprom- málinu hefði með svo mörgu öðru átt að kveikja viðvörunarljós hjá þjóð- inni um hvort verið sé að skapa skrímsli sem hún muni ekki ráða við. Fundurinn í Háskólabíói var að- standendum hans til sóma og er ég sannfærður um að þetta var eiginleg- ur þjóðfundur, þverskurður af vilja þjóðarinnar þar sem skynsemi, fram- sýni og góðvilji fóru saman gegn heimsku og skammsýni. Fram- söguræða Guðmundar Páls Ólafsson- ar verður mönnum eflaust minnis- stæð og svo honum sjálfum viðtök- umai’. Hann leiddi hugi fundarmanna aftur til ái’sins 1623 þegar heimski presturinn á Helgafelli lét eyða í eldi ómetanlegum þjóðargersemum í bók- um og skjölum. Aðgerðum stjóm- valda í hálendismálum nú líkir hann við gerð hins lánlausa prests á ömur- legustu öld Islandsbyggðar. Ég vil svara öldruðum manni af Vesturlandi sem spyr í Morgunblað- inu, hvar allt þetta fundarfólk hafi verið þegar virkjanir hófust fyrir al- vöra. Flestir vom ekki fæddir þá, en hinir vissu að verið var að rafvæða landið, það var verið að virkja fyrir Islendinga sjálfa. Finnur Ingólfsson og hans líkar verða löngu gleymdir, nema í líkingu prestsins frá Helgafelli, þegar þjóðin mun nú og um langan aldur minnast manna eins og Guðmundar Páls með virðingu og þakklæti. Allur hans málflutningur er fyrir land og þjóð í nútíð og framtíð og að sjálfsögðu þvert á þvælukennda rökleysu iðnað- arráðherra, sem stundum virðist ekki vita hvort hann er að tala með eða móti landspjöllum. Öfugmæla- fullur málflutningur ráðherrans er næstum skáldlegur á köflum. Hann lætur gamminn geisa af álíka forsjálni og Þráinn forðum. Á sama tíma og hann gerir lítið úr mengun af völdum stóriðju og ríkisstjómin gerir okkur þá skömm að skrifa ekki undir Kyotosáttmálann nema hún fái auka- mengunarkvóta berast ógnvekjandi fréttir frá Alaska. Þar eiga sér stað gífurlegar landskemmdir sem em undanfari jai’ðvegsfoks og landauðn- ar. Afleiðingar margra milljóna fermílna gats í ósonlaginu em farnar að gera mönnum Ijóst að þeir hafa þegar gengið of langt í subbuskapn- um gagnvart jörðinni og öllum náttr úmlögmálum. En þrátt fyrir að svo augljósar staðreyndir blasi við er haldið áfram að blekkja og menga. Heimska er tnilega versti óvinur mannkyns og sýnist næsta ósigrandi. Auður kemur engum þeim að gagni sem ekki nær andanum. Austur á fjörðum var maður nokk- ur spurður hvað honum fyndist um að sökkva Eyjabökkum. „Lítil eftir- sjá í þeim, þeir em svo erfiðir í smöl- un.“ Aldraður bóndi sagðist „hugsa af meiri hlýhug til Ómars Ragnars- sonar nú en hann hugsaði illa áður“. Eftir undursamlegar stundir hin síð- ari ár á hálendinu hef ég vaknað til meðvitundar um listrænan og mildan málflutning þessa mannvinar og landvinar til varnar báðum. Ef menn kynnu að meta landið með svo ást- ríkum hætti sem Ómar og hans líkar gera yrðu Landsvirkjunarmenn að hugsa áður en þeir framkvæmdu. Það er svo ótal margt annað að stefna að en heilsuspillandi stóriðja. Höfundur er byggingameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.