Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 31 Angist og örvænting TÓJVLIST \ o r i' æ n a li ú s i rt EINSÖNGSTÓNLEIKAR Islenzk þjóðlög og sönglög eftir Sig- fús Einarsson, Pál Isólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Grieg, Sibelius, Jón Leifs og Mussorgsky. Sigurður Bragason barýton; Vovka Ashkenazy, píanó. Norræna Iiúsinu, mánudaginn 14. desember kl. 20:30. SAMSTARF Sigurðar Bragason- ar og Vovku Ashkenazy er ekki nema nokkurra ára gamalt, en hef- ur þegar skilið eftir sig hljómdisk frá 1995 með sönglögum eftir Chop- in, Liszt, Rachmaninoff, Ravel og Rubinstein. Um líkt leyti héldu þeir félagar tónleika á Akureyri, en vel sóttir tónleikar þeirra í Norræna húsinu á mánudagskvöldið var voru hinir fyrstu í Reykjavík. Tvö íslenzk þjóðlög voru fyrst á dagskrá, „Litlu börnin leika sér“ og „Stóðum tvö í túni“, bæði úr söng- bók Göggu Lund í sígildum útsetn- ingum Ferdinands Rauters. Við tóku „Um haust“ og „Draumaland- ið“ eftir Sigfús Einarsson og fjögur lög eftir Pál Isólfsson, „Hrosshár í strengjum" og „Blítt er undir björk- unum“ úr Gullna hliðinu, „Söknuð- ur“ (ónefnt í tónleikaskrá) og „Frá liðnum dögum“. Islenzku deildinni fyrir hlé lauk á gáskafullum nótum Gamansöngva Atla Heimis Sveins- sonar, sem Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson gerðu sí- græn hér um árið. Þegar í þjóðlögunum komu fram tvö sérkenni í allfjölbreyttri túlkun Sigurðar Bragasonar. Annars vegar ákveðið dálæti á ofurveikum söng á Skáldakvöld á Grandrokki BESTI vinur ljóðsins stendur fyi'ir skáldakvöldi á Grandrokki við Klapparstíg í kvöld kl. 21. Lesið verðui' úr fímm nýjum bókum. Arni Sigurjónsson les úr skáld- sögu sinni Lúx, Guðrún Gísladótth' les úr bók Fríðu A. Sigurðardóttur, Maríuglugginn, Elísabet Ki-istín Jökulsdóttir les úr bókinni Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða og Karl Guðmundsson les úr ljóðabók Jó- hanns Hjálmarssonar, Marlíðendur. Þá verður lesið úr skáldsögu Franz Kafka, Ameríka, í þýðingu Astráðs Eysteinssonar og Eysteins Þor- valdssonar. höfuðtónum ef ekki beinlínis í falsettu og gjarnan í niðui-lagi, sem kom oftast skemmtilega út, þótt ör- lítið óstöðugur væri fyrstu skiptin. Þetta hefði kannski mátt brúa betur stöku sinni með miðlungssterkum söng, einkum þegai' andstæður við hið undangengna virtust óþai'flega miklar og skyndilegar. Hins vegar textaframburðurinn, sem að vísu var skýr og klár (kannski burtséð frá örlitlum votti af smámæli á s- um) en ívið afturstæður á sérhljóð- unum; hugsanlega litaður af rúss- neskum lögum Mussorgskys sem Sigurður hefur fengizt mikið við og syngur á frumtungunni eins og her- foríngi. Kostur þessa „yfirhöfga“ er auðvitað meiri hljómur, og hafði Sigurður greinilega lítið fyrir því að fylla salinn án þess að þurfa að taka á, enda athyglisverð barýtonrödd hans auðheyrilega fullmótuð og gædd mikilli fyllingu. Islenzku sér- hljóðin hafa sum hins vegar þann söngræna annmarka að vera fremur framstæð, og er það sérstakt vanda- mál sem mörgum söngvurum, ekki sízt þeim er hafa numið og starfað lengi erlendis, virðist misjafnlega tamt að meðhöndla án þess að glata hljómfyllingu. Féll „níssnesk" túlk- un Sigurðar ágætlega að ljúfsár- leika Stóðum tvö í túni, en í Litlu börnin leika sér vantaði aftur á móti meiri birtu og barnslega einurð. Af lögum Sigfúsar Einarssonar var Draumalandið langþekktast og túlkunin að sama skapi persónuleg- ust með meiri dýnamík og rúbató en algengast er. Afbragðsmjúkur sam- leikur Vovku var þar e.t.v. full hlé- drægur og hefði þung danshrynj- andi laga Páls Isólfssonar úr Gullna hliðinu mátt komast betur til skila, enda tímaskynið þar svolítið flögi'andi, einkum í Hrosshár í strengjum. Það lag tókst aftur á móti einna bezt af fjórum lögum Páls hjá Sigurði, er söng af karl- mannlegum þrótti. í óviðjafnanlegum smálögum Atla Heimis tókst ekki jafn vel í Kisa mín og í næsta lagi, Erlustefi, að draga upp ólíkar frásagnarpersónur textans, en þaðan í frá var allt sung- ið með viðeigandi ferskri kímni og gætti meira sjálfstæðis en vænta mátti miðað við alkunna bravúru- meðferð Kristins Sigmundssonar, sem nánast hefur lagt línuna fyrir eftirfarandi túlkun. Fjaðurmagnað- ur píanóleikur Vovku fylgdi Sigurði eftir eins og skuggi og var sérlega tindrandi í Fingramáli, þar sem glitti í virtúósinn án þess að yfir- keyra sönginn. Hinn dansk/norski söngtexti. Gri- eg-laganna tveggja, „Den særde“ og „Et Syn“, virtist ekki Sigurði jafn heimatamur í framburði og móðurmálið og rússneskan, en inn- takstúlkunin brást ekki að vanda. Einkum var seinna lagið vel flutt, ýmist á hraustlegum og angurvær- um nótum, en í hinu fyrra vantaði meiri stöðugleika á veikari stöðum, og ofurveikt niðurlagið verkaði heldur ýkt. I lögunum tvö eftir Si- belius, „Til Kvállen“ og „Kyssens hopp“, var ljóðrænn tærleiki í fyrir- rúmi, ekki sízt í fallega mjúkum pí- anóleiknum, en dýnamíkin í seinna laginu var einum of vökur fyrir konsertflutning þótt hefði ugglaust notið sín vel í hljóðriti. Jón Leifs hefði kunnað að meta tiðan flutning verka sinna nú á síð- ari árum. Þeir Sigurður fluttu þrjá söngva úr Söguhljómkviðunni, „Brennusöngi' Skarphéðins", „Húskarlahvöt" Þormóðar Kolbrún- arskálds og „Helsöngr Þormóðar" frá Stiklastaðarorrustu (Undrask öglis landa / eik hví vér rom bleikir) í ábúðarmiklum hetjustíl Jóns, og stóð sérstaklega upp úr Helsöngur- inn, sem hefði sómt sér vel í forn- grískum harmleik. Dimm lífssýn kallar á dimma rödd, og á það svo sannarlega við söngva Modests Mussorgskys, sem lengst af hafa verið einkavígi bassa og barýtona, þó að undir hið síðasta sé farið að fjúka í það skjól með framlagi fáeinna hugdjarfra söng- kvenna. Kastar þó tólfum í lögum Mussorgskys við kvæðabálk Golen- ishtchev-Kutusovs „An sólar“, því annað eins svartnætti angistar og örvæntingar er fáséð í víðfeðmri tóngrein vestrænna einsöngslaga og kemur óhugnanlega saman við frægt málverk Ilju Repins vinar hans af tónskáldinu í helfjötrum áfengisóráðsins skömmu fyrir and- látið. Án sólar var samið tveim ár- um fyrr, og sýnir ólánsamasti en kannski mesti snillingur „Fimm- menninga“-hóps þjóðlegra rúss- neskra tónskálda þar snilldartök sín bæði á meðferð rússnesks máls, sem í illyfirfæranlegri samtvinnun sinni við tónmálið verður helzt jafn- að við tök Janaceks á tékkneskum texta, og í útmálun andrúmslofts, þar sem þykkur píanósatzinn virðist víða stefna á hljómsveitarútfærslu. Þetta verk er með því kröfuharð- asta sem þekkist í ljóðasöng, jafnt fyrir söngvara sem píanista, en í stuttu máli sagt var túlkun Sigurðar Bragasonar og Vovku Ashkenazy engu að síður stórglæsileg. Út- færsla tvímenninganna vó salt milli samúðar og hryllings, svo að hárin áttu til að rísa á höfði manns. Var vissulega ekki vanþörf á ljúfum Persneskum ástarsöng Antons Ru- binsteins sem aukalagi að lokinni jafn átakamikilli raunasögu og hér gat að heyra til að slá bjartari botn í slavneskan drunga þessa eftir- minnilega ljóðakvölds. Ríkarður 0. Pálsson TÖJVLIST III j» m (I i s k u r GAUDETEI/FAGNIÐ! Kammerkór Hafnarfjarðar og Þór- unn Guðmundsdóttir sópran flytja jólatónlist. Stjórnandi: Helgi Braga- son. Gunnar Gunnarsson (þverflauta), Ástríður Alda Sigurðardóttir (píanó), Lenka Mátéová (orgel), Þröstur Þor- björnsson (gítar), Jón Björgvinsson (slagverk), Helga Loftsdóttir (mezzosópran). Kvartett: Berglind Ragnarsdóttir (sópran), Helga Lofts- dóttir (mezzosópran), Eyjólfur Eyj- ólfsson (tenór), og Rúnar Matthíasson (bassi). Hljóðritað í október og nóv- ember 1998 í sal Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar og í Víðistaðakirkju. Stjórn upptöku: Bjarni Rúnar Bjarnason og Hreinn Valdimarsson. Hljóðvinnsla: Bjarni Rúnar Bjarnason. 1998 Kam- merkór Hafnarfjarðar. HÉR er víða komið við, bæði í tíma og rúmi - flest þó gamalt. Tím- inn spannar u.þ.b. 6 aldir, og rúmið nánast heims um ból. Þetta er í alla staði vandaður og mjög vel heppn- aður ,jóladiskur“, áhugaverð, fjöl- Heims um ból breytt og falleg söngskrá (líka löng - á annan klukkutíma). Kammerkór Hafnarfjarðar var stofnaður 1996 og „leitast við að syngja andleg og veraldleg verk frá hinum ýmsum tímum, innlend og erlend". Þetta er fyrsta geislaplata Kammerkórsins, og hér höfum við andlegu verkin, flest erlend. Platan hefst á fagnað- artónum frá 1582 fyrir einsöng, slagverk, kvartett og kór, listilega vel flutt, og endar á Kvæðinu um Kristlíkamann, ensku þjóðlagi (Trond Kvemo). Raunar gæti ég talið upp fjölmargt sem heillaði mig sérstaklega af þessum tuttugu og þremur indælu - og sumum meitl- uðum - lögum, svo sem lög Franks Martins (Helgimynd og Hjarð- mennirnir), lag Eyþórs Stefánsson- ar (0, Jesúbarn), lag Grubers, Heims um ból (Blíða nótt, blessaða nótt) - með fallegum gítanindirleik og „öðruvísi" sungið af dúett og kvenröddum. Mjög vel gert! Út- setningar Þorkels Sigurbjörnssonar á þremur þjóðlögum (frönsku, ensku og dönsku) fyrir einsöng og þverflautu hljóma unaðslega; einnig ameríska þjóðlagið Ég hugsandi reika, þar sem Þórunn Guðmunds- dóttir syngur án undirleiks aldeilis frábærlega (eins og hún gerir víðast hvar á plötunni!). En hæst ber Ave Mariu Antons Bruckners, því þar fer saman yndislega tær tónsmíð og trúprvissa, sem ekkert haggar. Ég vil óska kórnum, einsöngvara og öðrum sem hér eiga hlut að máli, söngvurum, hljóðfæraleikurum og upptökumeisturum, en þó ekki síst stjórnandanum, sem greinilega hef- ur unnið frábært starf, til hamingju með fyrsta hljómdiskinn. Kam- merkór Hafnarfjarðar er hérmeð kominn í hóp „hinna útvöldu“. Gleðileg jól! Oddur Björnsson BÓKASALA 7.-13.des. Rðð Var Titill/Hölundur/Útgefandi____________________________ 1 1 ÁHYGGJUR BERTS/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 2 3 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON í SÍLD OG FISK/Gyifi Gröndal/ Forlagið 3 2 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA/ Dagur B. Eggertsson/Vaka-Helgafell 4 6 ALDREI AÐ VITAÍ/Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell 5 - NÁÐUGA FRÚIN FRÁ RUZOMBEROK/ Jónas Jónasson/ Vöxtur 6 6 NÓTTIN LIFNAR VIÐ/ Þorgrímur Þráinsson/ Fróði 7 * LÁTTU SEM EKKERT SÉ/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg 8 9 SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?/ Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell 9 10 ÚTKALL - FRAM AF FJALLI/Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan 10 - HÆSTVIRTUR FORSETI/ Ritstj. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason/ Hólar Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝPP SKÁLPVERK 1 5 LÁTTU SEM EKKERT SÉ/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg 2 1 SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?/Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell 3 2 NORÐURLJÓS/ Einar Kárason/ Mál og menning 4 4 EINS OG STEINN SEM HAFIÐ FÁGAR/Guðbergur Bergsson/Forlagið 5 8 LEIT/Stephen King/ Fróði 6 9 SVIPIR FORTÍÐAR/ Danielle Steel/ Setberg 7 3 BROTASAGA/BjörnTh. Björnsson/Mál og menning 8 - GÓÐIR ÍSLENDINGAR/ Huldar Breiðfjörð/ Bjartur 9 7 GULLRÁNIÐ/ Jack Higgins/ Hörpuútgáfan 10 - MORGUNÞULA í STRÁUM/Thor Vilhjálmsson/ Mál og menning ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 1 PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin./ Hörpuútgáfan 2 2 HÁVAMÁL - ÝMIS TUNGUMÁL//Vaka-Helgafell 3 5 LJÓÐMÆLI, 1978-1998/ Hallgrímur Helgason/Mál og menning 4 7 SKAGFIRSK SKEMMTILJÓÐ - II/ Bjarni Stefán Konráðsson safnaði efni/ Hólar 5-6 4 SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran. Útg/ íslendingasagnaútgáfan 5-6 - ÞORSTEINN VALDIMARSSON/ Eysteinn Þorvaldsson annaðist útgáfu/ Bókmenntafræðistofnun og Háskólaútgáfan 7-8 - HÁRFÍNAR ATHUGASEMDIR/ Halldóra Thoroddsen/ Höfundur 7-8 - ANDVÖKUR - NÝTT ÚRVALj Stephan G. Stephansson/Skjaldborg ÍSLENSKAR OG ÞÝPOAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 1 ÁHYGGJUR BERTS/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 2 3 ALDREI AÐ VITA!/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell 3 4 NÓTTIN LIFNAR VIÐ/ Þorgrimur Þráinsson/ Fróði 4 2 ÉG HEITI BLÍÐFINNUR - EN ÞÚ MÁn KALLA MIG BÓBÓ/ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur 5 - SVANUROG JÓLIN/Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 6 - ÝKT EÐLILEGT/ Ómar Þ. Ragnarsson/ Fróði 7 6 TALNAPÚKINN/BergljótArnalds/Virago 8 - BERTHOLD - KJÖTFARSI/ Smári Freyr Jóhannsson og Tómas Gunnar Viðarsson/ Skjaldborg 9 8 BÍTTU Á JAXLINN BINNA MÍN/ Kristín Helga Gunnarsdóttir/ Mál og menning 10 - TEITUR TÍMAFLAKKARI/ Sigrún Eldjárn/ Forlagið ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 1 HÆSTVIRTUR FORSETI/ Ritstj. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason/ Hólar 2 2 ANNAÐ ÍSLAND/GuðjónArngrímsson/Málogmenning 3 9-10BETRA GOLF/Arnar Már Ólafsson og Úlfar Jónsson/ Fróði 4 8 ENSKI BOLTINN/Eggert Þór Aðalsteinsson og Þórlindur Kjartansson/ Hjálp-hugmyndabanki 5 3 LITLA BRANDARABÓKIN - 2//Steinegg 6 - ÍSLENSK KNATTSPYRNA 1998/ViðirSigurðsson/Skjaldborg 7 9-10ÆVISAGA ÞORSKSINS/ Mark Kurlansky/ Hans Kristján Árnason 8 4 LITLA GÁTUBÓKIN//Steinegg 9 - BOX/ Bubbi Morthens og Sverrir Agnarsson/ Hólar 10 5 UNDUR VERALDAR/ Ritstj. Þorsteinn Vlhjálmsson/ Mál og menning ÆVISÖGUR 0G ENDURMINNINGAR 1 2 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON í SÍLD OG FISK/Gyifi Gröndai/Foriagið 2 1 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA' Dagur B. Eggertsson/Vaka-Helgafell 3 5 NÁÐUGA FRÚIN í RUZOMBEROK/Jónas Jónasson/ Vöxtur 4 3 ÚTKALL - FRAM AF FJALLI/ Óttar Sveinsson./ Islenska bókaútgáfan 5 4 PETUR BEN ./ Jakob F. Ásgeirsson/ Mál og menning 6 7 GLYMJA JÁRN VIÐ JÖRÐU/Árni Gunnarsson/Skjaldborg 7 - BLÖNDUKÚTURINN/ Bragi Þórðarson/ Hörpuútgáfan 8 6 LÍFSGLEÐI - VII/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan 9 > Á LÍFSINS LEIÐ/Ýmsir höfundar/Styrkur 10 8 ÞJÓÐSÖGUR JÓNS MÚU ÁRNASONAR - II/ Jón Múli Árnason/ Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin, Hlemmi, Bókabúðin, Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum Griffill, Skeifunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Skeifunni Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Hagkaup, Smáratorgi, Kópavogi Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík , Bókval, Akureyri KÁ, Selfossi, Tónspil, Neskaupstað Samantekt Fólagsvísindastofnunar á sölu bóka vikuna 7.-13. des. 1998 Unnið fyrir Morgunblaðið, Fólag íslenskra bókaútgefenda og Fótag bóka- og ritfangaverslana. Ekki em taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennsiubækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.