Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLADIÐ Gagnlegar upplýsingar og1 nauðsynleg handbók BÆKUR f |) r ó tt i r ÍSLENSK KNATTSPYRNA 1998 Eftir Víði Sigurðsson. Myndvinnsla: Pjetur Sigurðsson, Einar Ólason, Lit- myndir. Prentvinnsla: Grafík. 178 bls. Bókaútgáfan Skjaldborg 1998. KNATTSPYRNAN er vin- sælasta íþróttagrein í heimi og er mikil umfjöllun um hana víða um veröld. Fíklarnir eru margir og þeir nærast yfirleitt vel á tölfræði og öðrum upplýsingum úr nánasta knattspyrnuumhverfi sínu. Víðir Sigurðsson hefur sinnt þessum þætti vel, en síðan 1981 hefur hann séð til þess að íslenska knatt- spyrnusagan hefur verið skráð og gefín út árlega. Frá 1985 og þar til í fyrra var sérstakur kafli helgaður sögunni til 1981. Fyrstu bækurnar voru ekki eins nákvæmar og síðar hefur orðið á raunin og bætir höf- undur úr að þessu sinni hvað árið 1981 varðar; telur upp á einni síðu leikmenn 1. deildar karla (efstu deildar) og segir frá leikjafjölda þein-a og mörkum. Ennfremur eru upplýsingar um landsleiki karla og kvenna á árinu. Að öðru leyti er bókin með hefðbundnu sniði. For- máli, lengri viðtöl við landsliðsþjálf- ara karla og þau sem sköruðu fram úr, viðtal við leikmann úr hverju liði efstu deildar karla, úttekt á Islands- mótinu í öllum deildum og flokkum karla og kvenna, bikarkeppn- inni, deildabikarkeppn- inni og Evrópuleikjum félagsliða. Frásagnir af öllum landsleikjum ís- lands í öllum aldurs- flokkum, upplýsingar um atvinnumenn er- lendis, félagaskipti, dómara og störf þeirra, aðsókn og ýmsar tölu- legar upplýsingar auk styttri frétta. Svart- hvítar myndir af ein- staklingum og liðum prýða bókina og aftast eru litmyndir af öllum meistaraliðum ársins og landsliðinu sem gerði jafntefli við heimsmeistara Frakka auk fímm annarra litmynda af leikmönnum í keppni. Þetta er fyrst og fremst handbók með öllum upplýsingum sem skipta máli. Uppsetningin er einfold og auðvelt að finna það sem leitað er að hverju sinni. í því sambandi má nefna að á dögunum hafði norskur blaðamaður samband við undirrit- aðan og spurðist fyrir um ákveðinn leikmann úr íslensku neðri deildar liði. Hann hafði nafn leikmannsins reyndar ekki rétt eftir en með að- stoð bókarinnar reyndist létt verk að finna út við hvern var átt. Blaða- maðurinn fékk ekki aðeins svar við spurningum sínum heldur mun nákvæmari upplýsingar en hann hafði undir höndum og voru upphaflega komn- ar frá viðkomandi leik- mapni! Árlega hafa orðið breytingar til batnaðar á bókinni. Að þessu sinni eru fleiri viðtöl en áður og auka þau gildi verksins, ekki síst þeg- ar fram líða stundir. Tölurnar segja sitt en viðmælendurnir skýra hvað á bak við þær stendur. Stuttfréttim- ar með frásögnum af gangi mála í hverri um- ferð efstu deildar karla og kvenna gefa líka gleggri mynd af stöðunni hverju sinni. Tölurnar breytast frá ári til árs og fyrir þá sem þurfa á þeim að halda er þægilegt að geta gengið að þeim vísum. Bókaflokkurinn Islensk knatt- spyrna er þarft verk með gagnleg- um upplýsingum og í raun er um nauðsynlega handbók að ræða fyrir þá sem fjalla um íslenska knatt- spyrnu og aðra sem hafa gaman af henni. Knattspyrnan var svona í ár og miklu skiptir að sagan var skráð um leið og atburðirnir gerðust. Það ætti að koma í veg fyrir rangfærsl- ur. Steinþór Guðbjartsson Vfðir Sigurðsson Astir miðaldra kvenna Elizabeth Rúnar Helgi Jolley Vignisson BÓKMENNTIR á íslensku frá hinni fjarlægu og dularfullu heimsálfu Ástralíu ber ekki fyrir augu okkar á hverjum degi. Ljómi stafar af Ástralíu í hugum okkar hér á norðurhjaranum, enda eyddi sá margfrægi maður Jörundur hundadagakonungur þar ævikvöidinu eins og við vit- um. Nú hefur Rúnar Helgi Vign- isson gerst vitorðsmaður Jörund- ar, og reyndar bætt um betur með kynningum si'num og þýð- ingum á bókmenntum and- fætlinga okkar undanfarin ár. Nú nýlega kom út bráðsmellin skáldsaga Fröken Peabody hiotn- ast arfur eftir Elizabeth Jolley í þýðingu Rúnars Helga. Sagan segir frá ýmsum óvæntum uppá- komum. En hver er Elizabeth JoIIey? „Elizabeth Jolley fluttist til Ástralíu árið 1959, til borgarinn- ar Perth. Mér finnst hún mjög upptekin af þessum flutningum og hún staðsetur sjálfa sig og persónur sínar oft í þessum spor- um. Persónur hennar flakka mikið milli Evrópu og Ástralíu og hún er býsna upptekin af því að skilgreina stöðu sína í heimin- um. Það finnst mér eitt af meg- ineinkennum hennar sem höf- undar! Náttúra Ástralíu er mjög ólík því sem Evrópubúar eiga að venjast, og svo kemur vestræn menning eins og skrattinn úr sauðarleggnum inní þessa nátt- úru og ruglar myndina. Áströl- um hefur oft verið borið það á brýn að eiga sér enga menningu, eða bókmenntir sem standi undir nafni, enda skírskotar Jolley mjög í evrópskan menningararf í skrifum sínum. Þó er hún ekki mjög fræðilegur höfundur, per- sónur hennar og samskipti þeirra í millum eru höfuðatriðið í verkum hennar. Sérstaða Ástrala sem bókmenntaþjóðar felst meðal annars í því að þeir skrifa á máli ríkrar hefðar inn í hefðarleysi þjóðlands sem Pat- rick White, eini Nóbelsverð- launahafi þeirra í bókmenntum, kallaði „hið mikla ástralska eyði- Iand“. Þess vegna gætir enn frumherjaanda í bókmenntum and- fætlinga okkar og enn leita þeir sjálfs- myndar í landslagi sem lengi vel rímaði ekki við tungumálið. Því finnst mér þessi skírskotun til vest- rænnar menningar í sögu Jolley, mynda hið víðara samhengi bókarinnar. Sagan fjallar að öðru leyti um miðaldra konu í Lundúnum sem býr í mikilli einangrun. Hún tekur uppá því að skrifa ástralskri skáldkonu bréf, en skáldkonan heillar hana af því að hún bregður upp myndum af svolítið framandi og munúðar- fullum heimi. Svo gerist það, konunni til mikillar furðu, að skáldkonan fer að svara bréfum hennar og senda henni heilu kafiana úr skáldsögu sem hún vinnur að. Þarna sjáum við vel, hvernig skáldskapur getur haft áhrif á líf okkar! Miðaldra pipar- jónkan lifnar öll við, en kryddið óvenjulega í þessari bók er ástir kvenna. Meira að segja ástir miðaldra kvenna sem ekki eru mjög algengar í bókmenntum. Kannski er þetta skýringin á því hversu Ástralir voru lengi að taka á móti Elizabeth Jolley á sínum tíma.“ Þetta eru fjarlægar slóðir! Hvernig kom Ástralía þér fyrir sjónir? „Ástralía virkaði á mig sem hálfgert undraland. Maður var svolítið eins og Lísa í Undra- landi í dálítinn tíma. Konan mín fékk styrk til að fara til náms í Ástralíu árið 1991. Við dvöldum í tæpt ár í borginni Perth þar sem Jolley býr og vorum svo lánsöm að vera mjög fljótlega kynnt fyrir þessari konu. í fyrstu virkaði hún sem vinaleg og snaggaraleg amma, en ekki einn af virtustu og vinsælustu höfundum Ástralíu. En þessi hnellna, skemmtilega og heill- andi kona hefur svo sannarlega óvenjulega sýn á mannlífið og sú sýn birtist með skýrum hætti í bókum hennar." Umkringd leifum af humri og Ijúffengu salati kveikir fröken Thome í einum af svörtu smávindlunum sínum. Hún hefur vanrækt þá upp á síðkastið. „Koníak, mín kæra?“ „Nei, þakka þér, Prickles. Eg þarf að ávarpa nýju hjúkrunar- nemana klukkan fjögur." „Það er nægur tími, mín kæra.“ „Jæja, kannski pínulítið þá.“ „Niður um lúguna!“ Það er orðið heitt á skrifstof- unni, það gerir líflegur eldurinn. Kærkomið regn streymir niður gluggann að utanverðu. „En þegar, ég spyr þig, en þeg- ar hjónarúmið verður að sjúkra- rúmi, hvað þá?“ „Mjög leikrænt, Prickles. Ég býst við að það stafi af bók- menntalegum tilhneigingum þín- um, bókmenntaáhuga þínum.“ „Snow! Tugga af verstu gerð!“ „Já, Prickles. Fyrirgefðu! En í alvöru talað, þá getur hjónarúmið verið sjúkrarúm eða jafnvel autt rúm, hvað sem aldri eða aldurs- mun líður. Og sú er oft raunin á lífsleiðinni." Úr Fröken Peabody hlotnast arfur I leit að pabba og mömmu BÆKUR Myndasaga KEIKÓ Hvalur í heimsreisu. Texti: Kristín Helga Gunnarsdóttir. Myndir: Stfll ehf. Hallgrímur Ingólfsson og Aðal- steinn Svanur Sigfússon. Umbrot: Stfll. Prentun: Oddi. Útgefandi. Bókaútgáfan Vöxtur. VINIR, sagnaþulan og lesandinn, fara dag einn í dýragarðinn í Lúmín í Lúmínlana. Hitinn er mikill, svo steikja má egg á stein- um gangstétta. Vansæl leita dýr í skjól skugg- ans, og sviti drýpur af mörgum manni. Fnyk- ur fangabúða leikur um dýr og gest. Já, sum dýranna eru máttlaus af hita, önnur ærð af rimlum búranna. Vin- irnir koma sér í skjól með kæli við tungu. Þá hefst sagan, sag- an af háhyrningnum. Hann er fangaður við Island sem „lítið“ peð; seldur úr landi í faðm græðginnar, sem ber hann frá Ontaríóríki til Mexíkó. Honum líður illa, ekki aðeins frelsi sviptur, held- ur nafni líka: Siggi Kagó Keikó. Sjálfsagt skiptu nafnbreytingar hann litlu, hitt meir, að svo illa var að dýrinu búið, að það hélt ekki kröftum, bakhyman afmyndaðist vegna vannæringar. Þrátt fyrir illa meðferð heldur Keikó ljúflyndi sínu, rís aldrei í móti svipuhöggum gróðafíknar. Hann er færður í stjörnubúning kvikmynda- leikara, gerir hlutverki sínu þau skil, að þeir er sáu, áttu ekki orð til að lýsa hrifni sinni. Keikó var ekki lengur rándýr norðan úr höfum, - heldur hetja, - hetja þeirra er höfðu séð hann á tjaldi, - hetja er leitar frelsis, því þreki gædd, að engin hindrun getur aftrað för. Slík hetja á aðdáun fólks vísa, og það tók að spyrja: Hvar ertu vinur? í fangelsi? Slíkt getur ekki verið! Ólíðandi! Hér eru peningar til að opna lúgu búrs- ins, og þjálfa vin til frelsis - sunds- ins. Um Nýhöfn í Óregón til Vest- mannaeyja lá leið. Hver sögulok verða, veit enn enginn. Vinir leiðast úr garði í Lúmín. Vel get eg skilið, að Free Willy Keikó Foundation hafi viljað samvinnu um út- gáfu sögunnar, þeim líka ætlaður hluti í hagnaði. Og hann er líklegur, því að höfundi tekst að snerta hörpu tilfinninga lesandans, - vekja samúð með dýr- um, benda á, hvemig slægasta rándýri jarð- ar, - MANNINUM, tekst að pynta önnur dýr, bræður og systur, sjálfu sér til skemmtunar. Myndir eru sterkar og áhrifarík- ar, hæfa efni bókar mjög vel. Aug- ljóslega er bók ætluð ungum les- endum, því er letur á síðum alltof smátt, trafali óvönum augum. Ann- ar frágangur allur útgáfunni til sóma. Sig. Haukur Kristín Helga Gunnarsdóttir Utan við alfaraleið BÆKUR Greinasafn MOLDUXI Rabb um kveðskap og fleira eftir Helga Hálfdanarson. Páll Valsson tók saman. Prentvinnsla Grafík. Mál og menning 1998 - 414 síður. MOLDUXI Helga Hálfdanai-son- ar, greinasafn margra ára, er eink- um forvitnilegur fyrir það sem höf- undurinn hefur að segja um skáld- skap þótt dægurtmálaumræða hans kunni að kæta marga. Helgi er sem áður utan við alfarleið í viðhorfum sínum og er ekki síst hollt að fylgja honum eftir vegna þess. Það er gaman að lesa um aðdáun Helga á vel kveðnum vísum og líka heilum ljóðum. Hann hrífst af ein- faldleik myndmáls og áreynsluleysi í framsetningu en þykir ekki verra að ljóð standi í hljóðstaf. Auðvitað er skáldskapur alþýðunnar, kveðskap- urinn, ekkert síðri en hinna lærðu myndbrjóta þegar vel tekst til. Und- ir má taka með Steingrími í Nesi, eins og Helgi gerir, þegar jafn vel er kveðið og í eftirfarandi vísu: Allt sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt sem hún þráði og aldrei hlaut, alþýðustakan geymir. Helgi er talsmaður klassískra gilda, hófsemi og fagurs málfars. Þetta á ekki einungis við skáldskap heldur líka mannlífið. Þegar Helgi finnur engan til að „þrátta" við býr hann til andstæð- inga til að skrifast á við í blöðum. Einn þeirra er Hrólfur Sveinsson, skáld eins og tvífari hans. Helgi vill þó alls ekki viðurkenna að hann sé sjálfur skáld og er það liður í þrætu- bók hans. Sú umræða þykir mér ekki jafn fróðleg og til dæmis það sem finna má um þýðingar og ýmsan þýð- ingarvanda en sem betur fer er af nógu slíku að taka í Molduxa. Eki veit ég hvað á með réttu að kalla greinar Helga enda skiptir það ekki máli. Eins konar hugvekjur eru þær flestar. Sumar er ágætar kennslustundir í að orða hugsanir sínar á íslensku, aðrar eru sýnishorn nauðsynlegs andófs og til eru grein- ar eftir Helga sem fyrst og fremst vitna um íþrótt hans. Allt er þetta vel þegið á tímum fábreytni í blaða- skrifum en á köflum sýnist tilefnið furðu smátt. Kver Helga um íslenskt mál eins og Skynsamleg orð og skætingur hafa orðið mörgum að gagni. Nú bætist Molduxi í þann fríða flokk. Jóhann Hjálmarsson ------------------- Nýjar bækur • NÝTT og gamalt er eftir Benjamín H.J. Eiríksson. I kynningu segir að í þessari bók séu saman komnar á einum stað þær greinar, sem til era orðnar síðan síðasta ritgerðasafn hans, Hér og nú, kom út. Þar má nefna skrif hans um kvótakerfið og veiðigjalda- málið, guðfræði þjóðkirkjunnai-, Passíusálmana o.fl. Auk þess hefir hann valið með ýmislegt eldra efni, þar á meðal kafla um nazismann og Sovétríkin. Þá eru þama tilraunir hans til þess að ráða nokkra af leyndardómum Biblíunnar, en fremst eru kaflar ævisögukyns. Útgefandi er höfundur. Bókfélagið sér um dreifíngu. Verð: 3.280 kr. Benjamm H.J. Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.