Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 37 ♦ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STJÓRNARSKRÁIN OG 1. GREININ AFUNDI, sem ungir Framsóknarmenn efndu til í fyrra- dag um dóm Hæstaréttar og afleiðingar hans, flutti Sig- urður Líndal, prófessor, ræðu þar sem hann fjallaði m.a. um 1. grein laga um stjórn fiskveiða nr. 38 frá 1990, en það er hin umrædda lagagrein, sem kveður á um sameign þjóðar- innar að fiskimiðunum. Um þessa lagagrein sagði Sigurður Líndal á fundinum: „Því er til að svara að þessi orð hafa enga merkingu í eign- arréttarlegum skilningi. Þjóðin hefur engar þær heimildir, sem eignarrétti fylgja samkvæmt löggjöf okkar og lagahefð; nýtur engrar stöðu sameigenda.“ Þessi ummæli prófessors við lagadeild Háskólans um laga- grein, sem haft hefur gífurlega þýðingu í þjóðfélagsumræð- um undanfarinna ára hljóta að vekja menn til alvarlegrar umhugsunar. Með lagagrein þessari var það ótvíræður vilji Alþingis að undirstrika, að fiskimiðin við Islands strendur væru sameign þjóðarinnar. Markmiðið með áherzlu lög- gjafans var augljóslega að koma í veg fyrir, að einstakir aðil- ar teldu sig eiga tilkall til eignarréttar að fiskimiðunum með einum eða öðrum hætti. Túlkun Sigurðar Líndals, prófessors, vekur hins vegar upp spurningar um það, hvort ef til vill sé nauðsynlegt að tryggja með afdráttarlausari hætti en jafnvel er hægt að gera með lagasetningu á Alþingi sameign þjóðarinnar að fiskimiðunum og með þeim hætti, að engum komi til hugar um ókomin ár að gera tilraun til að koma fram nokkrum breytingum á þessu grundvallaratriði. Svo vill til, að í sjónvarpsviðtali í aprílmánuði árið 1991 setti Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra fram ákveðnar hugmyndir um að taka inn í stjórnarskrá lýðveldisins ákvæði um sameign þjóðarinnar að fiskimiðunum. I sjónvarpsþætti þessum fjallaði Davíð Oddsson aðspurður um það hvernig tryggja bæri að 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða væri virk. Hann sagði að fiskimiðin gætu verið sameign þjóðarinnar en hún gæti jafnframt falið ákveðnum aðilum eins og útgerðarmönnum og fiskimönnum að sjá um að nýta arðinn af þeim í hennar þágu. Síðan sagði Davíð Oddsson: „Það má hins vegar ekki ger- ast þannig, að ákvæði fyrstu greinar verði marklaust. Eg tel að rétt væri að breyta stjórnarskránni þannig, að löng hefð gæti ekki breytt þessum þætti.“ Og síðar í sjónvarpsviðtal- inu bætti Davíð Oddsson við: „Þess vegna get ég séð fyrir mér að það væri skynsamlegt að breyta stjórnarskrá þannig að þessi ákvörðun um, að hinn óveiddi afli í sjónum sé sam- eign þjóðarinnar geti ekki breytzt fyrir hefðar sakir.“ Þegar þróun þessara mála síðustu tæp átta ár frá því að þessi orð féllu eru höfð í huga verður ljóst, að þau hafa verið mælt af mikilli framsýni. Sú hugmynd, sem þar er sett fram, er áleitnari nú en hún var í byrjun þessa áratugar. Rétt er að taka fram til þess að forðast allan misskilning að í sama sjón- varpsviðtali lýsti Davíð Oddsson sig andvígan sölu veiðileyfa en jafnframt að eignarréttur yrði færður útgerðarmönnum endurgjaldslaust. Um síðarnefnda atriðið sagði hann: „... ég tel að sú leið að færa útgerðarmönnum eignarréttinn endur- gjaldslaust gangi of langt og hún gangi á svig við það, sem ég er að tala um í fyrstu greininni.“ A næstu mánuðum munu fara fram miklar umi'æður um það stjórnkerfi fiskveiða, sem við búum við. Ljóst er, að yfir- gnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar er hlynntur ákvæði 1. greinar laganna frá 1990. Hins vegar er full ástæða til að sýna varkárni í þessum efnum, ekki sízt, þegar orð falla frá prófessor í lögum, þar sem lítið er gert úr mikilvægi þessa lagaákvæðis og jafnvel sagt að það hafi enga þýðingu í „eign- arréttarlegum skilningi“. Færa má rök að því, að 1. grein laganna frá 1990 hafi öðl- ast aukna þýðingu eftir dóm Hæstaréttar á dögunum. En með því að binda ákvæði um sameign íslenzku þjóðarinnar að fiskimiðunum í stjórnarskrá lýðveldisins ætti enginn að þurfa að vera í vafa um þýðingu þess. Jafnframt minnka lík- urnar á, að nokkrum stjórnmálamanni eða stjórnmálaflokki komi til hugar að reyna að draga úr því eða fella það niður. Ákvæðið í 1. grein laganna er hornsteinn kvótakerfisins. Það er pólitískur grundvöllur þessa kerfis. Án þessa ákvæðis mundi þjóðin ekki hafa sætt sig við þetta kerfi vegna marg- víslegra annmarka, sem á því hafa verið eins og öllum er kunnugt. Með því að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá og hugsanlega á þann veg, að það nái til allra auðlinda þjóðar- innar væri lagður enn traustari grunnur en ella að þeirri þjóðarsátt, sem óhjákvæmilegt er að ná fram til þess m.a. að sjávarútvegurinn geti búið við frið og traust starfsumhverfi í framtíðinni. Morgunblaðið/Þorkell KVENNALISTINN stendur nú frammi fyrir því að samþykkja eða hafna tillögu A-flokkanna um prófkjör um átta efstu sætin í Reykjavík. Traust kjósenda á samfylkingu minnkar Stuðningur við samfylkinguna hefur verið að minnka síðustu mánuði og mælist nú innan við 20%. Langvinnar deilur um framboðsmál samfylkingar er líklegasta skýringin á þessu. --7--------------------------- A sama tíma eykst fylgið við ríkisstjórnar- flokkana, en það er nú tæplega 70%. Egill Ólafsson skoðaði þann vanda sem samfylk- ingin stendur frammi fyrir. OEINING um sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvenna- lista hefur dregið úr stuðn- ingi við framboð þessara flokka. Trú- verðugleiki framboðsins hefur beðið nokkurn hnekki og kjósendur virðast setja traust sitt á stjórnarflokkana, en stuðningur við þá mælist nú 69,2% í skoðanakönnun Gallup, sem er mesta fylgi sem flokkarnir hafa feng- ið. Áður hafði það mest mælst 68,9% í skoðanakönnun í júní 1995. I skoðanakönnun sem Gallup gerði dagana 27. nóvember til 6. desember fékk samfylkingin 16,5% fylgi, Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 48,6%, Fram- sóknarflokkurinn 20,6%, Alþýðu- flokkurinn 4,4%, Alþýðubandalagið 4%, Kvennalistinn 0,9%, Vinstrihreyf- ing - gi’ænt framboð 2,2% og Frjáls- lyndi flokkurinn 2%. Samfylkingin og Framsókn með svipað fylgi Gallup spurði þá sem nefna flokk- ana þrjá sem standa að samfylking- unni hvort þeir myndu styðja hana ef Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti bjóða ekki fram í eigin nafni í kosningunum. 60% svarenda sögðust ætla að styðja samfylking- una. Miðað við þau svör er fylgi sam- fylkingarinnar í kringum 22% eða litlu meira en fylgi Framsóknar- flokksins. Þetta er að sjálfsögðu skelfíleg niðurstaða fyrir samfylking- una, sem stefndi að því að verða jafn- stór Sjálfstæðisflokknum, en hann fékk 37,1% fylgi í síðustu kosningum. Það sem verra er fyrir samfýlking- una er að fylgið við hana virðist fara minnkandi. Ef fylgi samfylkingar og allt fylgi flokkanna þriggja sem að henni standa er lagt saman kemur í ljós að fylgið var tæplega 35% í ágúst. I október hafði fylgið lækkað niður í 29% og nú mælist það tæplega 26%. Sterk staða ríkisstjórnarflokkanna þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að undanfarin ár hefur verið góðæri í landinu og kaupmáttur hefur vaxið ár frá ári. Við slíkar aðstæður hlýtur stjórnarandstaðan að eiga undir högg að sækja. En góðærið skýrir hins vegar ekki að fylgi við samfylkinguna skuli á tveimur mánuðum hafa lækk- að úr 35% í 26%. Erfítt verkefni Fáir reiknuðu með að það yrði auð- velt fyrir Aþýðubandalag, Alþýðu- flokk og Kvennalista að ná samstöðu um málefni og sameiginlegt framboð. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, segir að erfið- leikamir hafi ekki verið meiri en hún hafi búist við fyrirfram. Ekki er víst að allir taki undir þetta með henni. A.m.k. virðist stór hluti kjósenda sam- fylkingarinnar hafa vonast eftir að þetta gengi betur og lýsa óánægju með framvindu mála í skoðanakönn- unum. Þeir samíylkingannenn em til sem segja að líklega hefði þurft að undirbúa málið betur og gefa sér tíma til þess fram að kosningunum árið 2003 eins og Steingrímur J. Sigfússon og fieii'i fyrrverandi Alþýðubandalags- menn sögðu á landsfundi Alþýðu- bandalagsins í júlí þegar flokkurinn tók ákvörðun um að stefna að sameig- inlegu framboði í næstu kosningum. Forystumenn samfylkingarinnar sögðu, eins og stjórnmálamanna er siður, að það réðist af málefnalegri samstöðu flokkanna hvort af sameig- inlegu samstarfi þeirra yrði eða ekki. Mikla vinnu er búið að leggja í að ná málefnalegri samstöðu með flokkun- um. í stórum dráttum má segja að flokkunum hafi tekist að tala sig nið- ur á sameiginlegan gi’unn í flestum málum. Ágreiningur er þó enn í utan- ríkismálum og að nokkru leyti einnig í sjávarútvegsmálum. Átökin hafa skemmt fyrir Það var hins vegar fyrst þegar kom að því að taka ákvörðun um röðun á framboðslista sem virkilega fór að reyna á þanþol samstarfs flokkanna. Átökin sem verið hafa um framboð samfylkingar í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi hafa verið bæði hörð og langvinn. Enginn vafi leikur á að þessi átök hafa skemmt verulega fyr- ir framboðinu. Þau draga úr trúverð- ugleika samfylkingarinnar og leiða til þess að margt fólk missir trú á hana. Kjósendur spyrja, hvernig geta stjórnmálamenn, sem gengur svona illa að leysa eigin framboðsmál, kom- ið sér saman um stjórn landsins? Sú hætta er einnig fyrir hendi að þessi hörðu átök um framboðsmálin valdi trúnaðarbresti innan samfylk- ingarinnar. Segja má að þegar hafi orðið ákveðinn trúnaðarbrestur innan hreyfingarinnar, a.m.k. segja kvenna- listakonur að fyrir landsfund flokks- ins í haust hafi verið gert heiðurs- mannasamkomulag við þær um að þær fengju tvö örugg sæti í Reykja- vík. Við þetta samkomulag ætli A- flokkamir ekki að standa. Hættan er sú að átökin um röðun á lista komi niður á samstarfi frambjóðenda og þessi hætta eykst eftir því sem það dregst að leysa ági'eininginn. Mikil fundahöld hafa verið síðustu daga í herbúðum samfylkingarinnar um framboðsmál. Samkomulag virð- ist vera að takast í flestöllum lands- byggðarkjördæmunum. Góðar líkur eru taldar á að samkomulag takist í Reykjaneskjördæmi um að Kvenna- listinn fái fjórða sætið. Þegar þetta er ritað er hins vegar óljóst hvort sam- komulag næst í Reykjavík. A-flokk- arnir hafa komið sér saman um til- lögu um prófkjör um átta efstu sætin, en óljóst er hvort Kvennalistinn sam- þykkir hana. Flest bendir til þess að Kvennalistinn hverfí úr samfylking- unni ef hann hafnar tillögunni. Takist flokkunum að leysa fram- boðsmálin bíður annað vandamál sem einnig er erfitt að leysa og það er að velja samfylkingunni leiðtoga. Þó skoðanakannanir hafi sýnt mestan stuðning við að Margrét Frímanns- dóttir leiði samfylkinguna er Ijóst að margir Aþýðuflokksmenn eiga erfitt með að sætta sig við að gera formann Alþýðubandalagsins að foringja sín- um með sama hætti og margir Al- þýðubandalagsmenn eiga erfitt með að samþykkja Sighvat Björgvinsson sem leiðtoga. Þetta vandamál verða flokkarnir hins vegar að leysa því að túlkun og framsetning á stefnu sam- fylkingar kemur til með að skipta miklu máli. Það gengur ekki að það séu margir sem túlki stefnuna eins og gerðist þegar stefnuskrá samfylking- arinnar var birt í haust, en þá túlkaði hver stefnuna með sínum hætti. Ólík afstaða ASÍ og BSRB til samfylkingar Þegar umræður um sameiginlegt framboð flokkanna þriggja hófust fyrir alvöra var lögð áhersla á mikilvægi þess að sameina félagshyggjufólk til nýrrar sóknai- í samstarfi við verka- lýðshreyfinguna. Spyrja má hvort þetta takist. Það liggur fyrir að nokkr- ir af öflugustu talsmönnum stjórnar- andstöðunnar hafa ákveðið að stofna nýjan stjórnmálaflokk, Vinstrihreyf- ingu - grænt framboð, og miðað við mætingu á landsráðstefnu hans er ástæða til að ætla að hann eigi eftir að ná fótfestu. Það liggur jafnframt fyrir að verkalýðshreyfingin er klofin í af- stöðu til sameiginlegs framboðs. For- ystumenn ASI og Verkamannasam- bandsins lögðu mikla áherslu á að A- flokkarnir sameinuðu krafta sína í komandi kosningum og færa má rök fyrir því að þetta hafi ráðið úrslitum um að formaður Alþýðubandalagsins ákvað að reyna að fá slíka tillögu samþykkta á landsfundi flokksins þrátt fyrir harða andstöðu frá meiri- hluta þingflokksins. Hins vegar hafa flestir af forystumönnum BSRB skip- að sér í raðir Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs. Þetta er athyglis- vert í ljósi þess að Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, og raunar sum- ir forystumenn ASI, ræddi um það á síðasta þingi ASI, að þörf væri á að sameina þessi samtök launamanna. Pólitísk þróun, launaþróun og breyt- ingar í lífeyriskerfínu benda því til þess að ASI og BSRB séu heldur að stefna hvort í sína áttina. Um 500 manns í meðferð í önd- unarvél vegna kæfisvefns Kæfísvefn hefur lítið verið rannsakaður fyrr en á síðustu 10 til 20 árum. Jóhannes Tóm- asson kynnti sér málið og heyrði ofan í Þór- arin Gíslason lækni um þennan vanda. Morgunblaðið/Árni Sæberg RANNSÓKNIR á öndunartruflunum í svefíii fara fram á Vífílsstaðaspítala. Þórarinn Gíslason, sér- fræðingur í lungnalækningum, stjómar þeim. KÆFISVEFN einkennist af endurteknum öndunarhlé- um, hrotum og óværum svefni þar sem sjúklingur- inn byltir sér mikið og svitnar. Um 500 manns eru í meðferð vegna kæfisvefns hérlendis en hún er eink- um veitt með sérstakri öndunarvél og í vissum tilvikum er hægt að beita skurðaðgerð eða lyfjameðferð. Þá er að ryðja sér til rúms að nota sér- smíðaðan góm sem gerir það að verkum að loftvegurinn helst betur opinn. Þórarinn Gíslason, sérfræðingur í lungnalækningum á Vífilsstaðaspít- ala, hefur sérhæft sig í kæfisvefni og stundað umfangsmiklar rannsóknir á honum. Lauk hann doktorsprófi frá Uppsölum árið 1987 og hefur síðan starfað á íslandi. Frá síðasta vori hef- ur Þórarinn verið yfirlæknir lungna- lækninga á Vífilsstöðum og Landspít- ala. Þórarinn greindi frá rannsóknum sínum og ýmsu varðandi kæfisvefn í viðtali í nýlegu hefti Lyfjatíðinda og er hér á eftir byggt á því og stuttu samtali við hann. Truflun í svefni að minnsta kosti 30 til 100 sinnum Kæfisvefn er þegar truflun verður á öndun í svefni, þ.e. hlé verður á önd- un minnst 30 sinnum og þau standa yfir í að minnsta kosti 10 sekúndur hvert. Önnur einkenni eru háværar hrotur, óvær svefn, sviti og síðan syfj- ar sjúklinga á daginn sem getur þýtt að þeir eigi erfitt með að stunda vinnu sína. Þórarinn segir þetta vera lág- marksskilmerki, hann sjái stundum sjúklinga með 300-400 hlé yfir nótt og meðallengd á hléum geti verið 40 til 50 sekúndur. Þá sé kæfisvefn á háu stigi. Hann segir sjúklinga oft ekki gera sér grein fyrir að um svo miklar svefntruflanir sé að ræða, þeir telji sig hafa rumskað kannski tvisvar yfir nóttina en sofið samt þokkalega þótt mælingar sýni að þeir hafi vaknað kannski 100 sinnum. Þegar kæfisvefn er á háu stigi er hann yfirleitt meðhöndlaður með sér- stakri öndunarvél sem fólk sefur með. Þórarinn og samstarfsfólk hans þjálfa sjúklinga í notkun tækisins. Gríma er sett yfir nefið og blásið er lofti með yfirþrýstingi sem kemur í veg fyrir að kokið lokist. Kemur það í veg fyrir öndunarhlé og tryggir eðlilega öndun. Með því að sofa með grímuna á hverri nóttu fær sjúklingurinn eðlilegan svefn og þegar hann hefur notað grímuna í nokkrar vikur er oft rann- sakað á ný og metið hvort meðferðin skuli halda áfram eða hvort farið verður út í aðra meðferðarmöguleika. Þórarinn segir í viðtali við Morgun- blaðið að öndunarvélin tryggi eðlileg- an svefn og næga hvíld. Slík öndunar- vél kosti vel innan við 100 þúsund krónur með öllum fylgibúnaði og rannsóknir bæði í Evrópu og Amer- íku hafi sýnt verulegan peningalegan sparnað innan heilbrigðiskerfisins eftir að kæfisvefnssjúklingar eru komnir á rétta meðferð. Ymsir möguleikar eru á því að losna við kæfisvefn og nefnir Þórar- inn nýjung sem er að ryðja sér til rúms í því efni: „Það er gómur sem smíðaður er hjá tannsmið og heldur hökunni frammi þannig að kokið opnast. Hér hafa nokkrir sjúklingar prófað þessa meðferð og ég á von á að hún eigi eftir að ryðja sér mjög til rúms enda þægilegri viðureignar en öndunar- vélin. Forsenda slíkrar meðferðar er að sjúklingurinn hafi eigin tennur og að ekki séu sjúkdómar í tannholdi." Skurðaðgerð getur oft borið góðan árangur en henni er einkum beitt til að losa um þrengsli í loftvegi. Slík þrengsli geta orsakast af skekkju eða sepamyndun í nefí, stórum hálskirtl- um, stóiri tungu og lítilli höku sem veldur því að tungurótin er aftarlega og teppir eða lokar kokinu við svefn. Fjöldi aðgerða til að laga slíkar þrengingar hefur verið gerður á háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þórarinn segir skurðað- gerðir þó á undanhaldi en meira sé horft til meðferðar með áðurnefndum gómi. Tæplega 400 á biðlista Þórarinn hóf mæl- ingar á svefntruflunum árið 1987 og var fyrstu árin aðeins hægt að rannsaka einn sjúkling á nóttu og voru þannig rannsakaðir rúmlega 200 á ári. Ái’in 1993 og 1994 voru rannsakaðir um 360 sjúkhngar og yfir 600 á ári frá 1995. Á biðlista eftir fyrstu mælingu eru 368 manns en nú eru 502 meðhöndlaðir með önd- unarvél, 450 vegna kæfisvefns en hinir vegna öndunarerfið- leika í svefni. Rann- sóknimar fara nú eink- um fram með tækjum sem smíðuð eru hér- lendis, hjá Flögu, fyrir- tæki Helga Kristbjarn- arsonar læknis og fleiri, sem sagt hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Eitt vanda- málið við biðlistann segir Þórarinn vera að starfsmann vanti til mæling- anna. Nauðsynleg grunnmenntun til starfsins er hjúkrunarfræði, líffræði eða sálarfræði. Hefur ekki tekist að fá slíkan mann þrátt fyrir auglýsingar en þegar hann er fenginn verður hægt að rannsaka sex sjúklinga á nóttu. Þekking lækna á kæfísvefni hefur í raun verið að safnast upp á aðeins síð- ustu tveimur áratugum, þó einkum síðustu 10 árin. Þórarinn hefur stund- að rannsóknir bæði í Svíþjóð og á ís- landi, tekið fyrir hópa karla og kvenna og telur hann að í framtíðinni verði greiningarbúnaður einfaldari og að fleiri meðferðarform finnist. Nyrup stendur höllum fæti Það hefur gustað um Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, undanfarnar vikur vegna breytinga sem hann hefur gert á eft- irlaunakerfínu danska, að sögn Sig- rúnar Davíðsdóttur. Nú er svo kom- ið að um helmingur jafnaðarmanna vill að Nyrup fari frá. POUL Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hefur und- anfarið ítrekað beðist afsök- unar á á því hvernig hann stóð að breytingum á eftirlaunakerf- inu við fjárlagagerðina fyrir þremur vikum. Margir benda hins vegar á að hann hafi beðið í þrjár vikur með að biðjast afsökunar og þá fyrst eftir mikinn þrýsting og fylgishrun jafn- aðai-manna í skoðanakönnunum. Sp- urningin er hvort nóg er að gert, því skoðanakönnun er kynnt var í danska útvarpinu í gær bendir til að rúmlega helmingur kjósenda álíti að Nyi’up eigi að fara frá og um helm- ingur jafnaðarmanna er sama sinnis. Trúnaðarbresturinn er kaldhæðnis- legur fyrir Nyrup, sem kom Svend Auken fyrrum flokksformanni frá þar sem Auken þótti hvorki traust- POUL vekjandi né trúverðug- ur. Vangaveltur eru uppi um að samstarfs- flokkur Jafnaðarmanna- flokksins, Róttæki vinstriflokkurinn, sé farinn að missa trú á að Nyrup hafi nægilegan styrk til að gera nauðsynlegar breytingar á velferð- arkerfinu. „Svo lengi sem JafnaðaiTnanna- flokkurinn er í stjórn erum við trygging fyrir því að biðeftirlaunin verði ekki skert,“ sagði Nyrup fyrir kosningarnar í mars. „Eg vil g]arn- an draga úr því óöryggi sem breiðst hefur út og undirstrika að það verð- ur hvorki hreyft við biðeftirlaunum, eftirlaunum né barnabótum. Kjósendur hafa ekki kosið okkur til að reka hægristefnu," sagði Nyrup í sumar. Það eru þessi orð og mörg Reuters Nyrup Ras- mussen í þungum þönkum. önnur hliðstæð sem hafa orðið til að átta af hverjum tíu Dönum álíta Nyrup hafa gengið á bak orða sinna. „Ég skil vel að aðeins er hægt að skilja orð mín í hita kosningaþardagans um að ekki yrði hreyft við biðeftirlaununum sem svo að engar breyt- ingar yrðu á. Þetta þykir mér mjög miður,“ sagði Nyrup svo um helgina. Hann segist þó ekki biðj- ast afsökunar á sjálfum breytingunum heldur að- eins hversu klaufalega hefði tekist til við að koma þeim í kring og hversu illa þær hefðu verið kynntar. Á þessum þremur vik- um ríkti nánast byltingarástand í flokknum og verkalýðshreyfingunni, meðal annai-s af því að Nyrup og aðrir ráðhen-ar hömraðu á því í að allt væri þetta að kenna misskilningi fjölmiðla og rangtúlkun þein-a á aðgerðunum. Úr 37,4 prósentuin í 19,1 prósents fylgi Tölur um fylgi tala sínu máli um áhrif þessa upphlaups. Þegar Nyrap sigraði Auken í formannskjöri vorið 1992 hafði Auken byggt upp 37,4 pró- senta fylgi, sem var komið niður í 19,1 prósent samkvæmt Gallupkönn- un í vikunni. Ef fylgið fer ekki brátt upp á við gæti að mati sérfræðinga hlaupið öivænting í flokksforystuna og Nyi-up orðið að gjalda þess. En aðrir þættir gætu einnig haft áhrif. Eftir góða efnahagsþróun undanfarin ár ríkir góðæri í Danmörku, en teikn eru á lofti um að hugsanlega geti aft- ur farið að bera á samdrætti og at- vinnuleysi. Ef þetta bættist við van- trú á Nyrup eftir biðlaunaslaginn myndi það gera hann enn valtari í sessi innan flokksins. Forysta Róttæka vinstriflokksins hefur staðið eins og klettur við hlið Nyrups í orrahríðinni undanfarið. Hins vegar hefur kvisast út að ein- hverjir hinna róttæku séu farnir að missa trú á að jafnaðarmenn séu nógu styrkir og áræðnir til að hafa forystu um nauðsynlegan uppskurð velferðarkerfisins, sem hinir rót- tæku leggja ofurkapp á. Aðrir benda á að með svo illa stæðan forsætis- ráðherra sé einmitt lag fyrir Rót- tæka flokkinn að koma hugmyndum ■* sínum að. Tvær erfiðar raunir blasa við Nyrup á næsta ári. Annars vegar samningar við opinbera starfsmenn, hins vegar kosningar til Evrópu- þingsins, sem sjaldnast vekja mikla athygli, en sem verða engu að síður mikilvæg vísbending um stöðu flokkanna. Það hefur einnig verið rifjað upp að það var Róttæki flokkurinn, sem í raun olli falli hægi-istjórnarinnar 1993 með því að fara yfir á jafnaðarmanna- vænginn í umrótinu vegna tamfla- málsins og koma þeim í stjórn. Þó hin- ir róttæku hafi á þeim tíma talað um að þáverandi stjórn ætti að sitja sem fastast, gripu þeir annað tækifæri til stjómai-myndunar um leið og það gafst. Með vinsældum flokksins Ven- stre og Venstreleiðtogans Anders Fogh Rasmussen, sem í mörgu er sammála velferðarhugmyndum Rót- tæka flokksins, gæti myndast nýr kostui- á hægi’ivængnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.