Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 55
BJÖRN
KJARTANSSON
+ Bjöm Kjartans-
son fæddist á
Bægisstöðum í Þistil-
fii’ði 9. febrúar 1925.
Hann lést 8. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Bjöms vora
hjónin Guðrún Soffía
Jónsdóttir og Kjart-
an Jónsson. Systur
Bjöms em Margrét
og Jónína, búsettar í
ReykjaviL. Hálfbróð-
ir hans er Þorleifur
Gunnai-sson, búsett-
ur á Langanesi.
Björn kvæntist
Sóleyju Oddsdóttur 3. júní
1966. Börn Sóleyjar frá fyrra
hjónabandi eru 1) Jóna Sæ-
mundsdóttir, maki Grétar
Leifsson, búsett í Garðabæ,
þeirra börn eru: Sóley, Sigur-
veig og Leifur. 2) Oddur Sæ-
mundsson, maki Jónína Guð-
Elsku pabbi. Nú hefurðu fengið
hvíld frá þrautunum, eftir nokkurra
ára erfiða sjúkdómsgöngu.
Ég man þegar þú komst fyrst inn
í fjölskyldu okkar, þá var ég á sjö-
unda ári. Ég tók þér sjálfsagt ekki
með opnum örmum, heldur mikilli
varfærni því ég hafði eiginlega haft
mömmu fyrir mig eina, þar sem ég
var langyngst af okkur systkinun-
um. Þú skildir vel þessa varfærni
mína og beiðst rólegur eftir því að
ég væri tilbúin, og ætlaðist ekki til
neins. Við kynntumst betur og
smám saman varð til þessi vænt-
umþykja og traust. Þú sýndir mér
alltaf einstaka þolinmæði og góð-
mennsku og varst alltaf tilbúinn að
gefa af þér, en krafðist ekki mikils
af öðrum. Það hljóta að hafa verið
mikil viðbrigði fyrir þig sem hafðir
búið einn að koma inn í fjölskyldu
með öllu sem því fylgir. Þú sagðir
mér stundum frá bernsku þinni
sem var erfið, þurftir að vinna sem
barn og þér var oft kalt. Og það var
eins og þú ynnir úr þessari lífs-
reynslu á þann hátt að þér var
mjög umhugað um að okkur liði
sem best.
Þegar tilvonandi eiginmaður
minn, Grétar, fluttist inn á heimilið
tókstu honúm vel eins og þér var
líkt. Þú studdir okkur og hvattir til
náms og fylgdist af áhuga með. Eig-
um við margar skemmtilegar minn-
ingar frá því þegar þú og mamma
komuð í heimsókn til okkar á náms-
ánam í Kaupmannahöfn.
Þegar við eignuðumst þak yfir
höfuðið varst þú alltaf til taks að
hjálpa okkur, og man ég að þú
komst oft beint úr Álverinu og
vannst með okkur langt fram á
kvöld í öllum verkum. Börnin mín
hafa líka fengið að kynnast þér vel.
Það var ekki svo sjaldan, ef þú áttir
vaktafrí, sem þú komst til okkar
þegar þau voru veik, svo að við for-
eldrarnir kæmumst til vinnu.
Elsku pabbi, ég held að þitt lífs-
gildi hafi verið, að okkur í fjölskyld-
unni farnaðist sem best. Ég vil
þakka þér innilega fyrir samfylgd-
ina og allt sem þú hefur gert fyrir
mig.
Elsku mamma, megi styrkur
Guðs vera með þér og lýsa þér í
gegnum myrkur skammdegisins.
Jóna.
Kæri vinur, þá er kallið komið
eftir langa og stranga baráttu. Megi
góður Guð fylgja þér á þeirri leið
sem þú hefur lagt upp í.
Ég átti því láni að fagna að tengj-
ast og kynnast Birni tengdaföður
mínum fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Tel ég það hafa verið forréttindi að
hafa átt samleið með slíkum öðling
sem hann var. Mínar fyrstu minn-
ingar um Björn eru vináttan og þrá-
in til þess að hjálpa og aðstoða þá
sem til hans leituðu.
Margs er að minnast þegar litið
er til baka, til dæmis þegar við
keyptum íbúðir í sama húsi við
Blöndubakka. Það voru ánægjuleg
mundsdóttir, búsett
í Keflavík, þeirra
börn eru Helga Jó-
hanna, Guðmundur
Jóhannes og Sæ-
mundur Jón. 3) Sig-
urveig Sæinunds-
dóttir, maki Hall-
dór Snorrason, bú-
sett í Garðabæ,
þeirra börn eru
Björg Elísabet,
Jónína Sóley og
Björn, barnabörn
eru Ari Halldór og
Sigurveig.
Björn stundaði
ýmis störf, s.s. sjómennsku, var
lengst af á Ásbirni RE. Hann
var starfsmaður hjá Islenska
álfélaginu í rúmlega tuttugu
ár.^
Útför Björns fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ár í því sambýli. Margar ferðir fór-
um við saman á landsleiki í fótbolta
með kaffibrúsa í farteskinu. Við
ferðuðumsþ oft saman hérlendis og
erlendis. Ég minnist þess hve frá-
bær ferðafélagi hann var, fróður um
lönd og þjóðir sem við heimsóttum
og glöggur var hann á áttir.
Einnig rifjast upp hjónaböllin og
gömlu dansarnir sem við stunduð-
um árum saman. En ofar öllu eru þó
minningarnar um samverustundir
og samheldni fjölskyldunnar. Um-
hyggja hans fyrir fjölskyldunni var
mikil og barnabörnin nutu ástúðar
hans. Lífsbaráttan var hörð hjá
Birni fyrstu æviárin og mótaði það
hann. Skólaganga hans var ekki
löng en hann var víðlesinn og hafði
ákveðnar skoðanir á þjóðmálum.
Umræðurnar við eldhúsborðið voru
oft líflegar þegar stjórnmál bar á
góma.
Þegar sjúkdómurinn herjaði á
hann og halla tók undan fæti var
sárt að geta ekki gert meira, en gott
var að njóta samvistanna til hinstu
stundar.
Umhyggjá Sóleyjar tengda-
mömmu var engu lík. Hún annaðist
hann af alúð og nærgætni í veikind-
um hans, fyrst heima og svo eftir að
hann fór á Hjúkrunarheimilið Eir
þar sem hann dvaldi síðustu þrjú
árin.
Megi Guð gefa Sóleyju og fjöl-
skyldunni styrk í sorginni. Guð
blessi minningu Björns.
Halldór Snorrason.
Þegar setja skal minningarorð á
blað um kæran fjölskyldumeðlim
verður erfitt um vik. Minningarnar
streyma fram, samofnar öllum þeim
árum sem ég hef átt samleið með
tengdafólki mínu. Ekki er gott að
greina hvað eru aðalatriði og hvað
aukaatriði á langri samleið, því öll
smaatriðin mynda heildina.
I samheldinni fjölskyldu rennur
liðin tíð saman, þar sem umhyggja
og ástúð hafa ætíð verið í fyiirrúmi.
„Afi Bjössi“ lagði þar til ómældan
skerf. Hann varð fljótt eini eftirlif-
andi afi barna okkar Odds og rækti
það hlutverk af stakri natni. Samt
var hann alltaf kallaður afi Bjössi
eins og til nánari aðgreiningar frá
hinum öfunum eða kannski vegna
þess hversu sérstakur afi hann var.
Ég minnist þess er ég kom fyrst á
heimili tengdaforeldra minna,
þeirra Sóleyjar og Björns. Þau
höfðu þá búið sér fallegt heimili á
Laugarnesveginum og Bjössi var á
Norðursjónum á síldveiðum eins og
þá var algengt um sjómenn. Hann
var því langdvölum að heiman og þó
að ég hitti hann stopult til að byrja
með tók hann mér strax opnum
örmum og sem jafningja. Þannig
var Bjössi, hreinn og beinn, fór ekki
með hávaða en glettnin og kankvíst
brosið var alltaf til staðar. Undir
bjó þó athugull spekúlant. Það voru
þessir eiginleikar hans sem löðuðu
að honum fólk og ekki síst það
unga. Hann hafði næmt auga fyrir
eiginleikum barnabarnanna og kom
stundum með athugasemdir um
hluti sem við foreldrarnir höfðum
ekki gefið sérstakan gaum en
reyndist nokkuð til í er að var gáð.
Eftir að Bjössi hætti til sjós vann
hann um árabil í álverinu í Straums-
vík. Þau Sóley ferðuðust mikið er-
lendis og naut hann þess í ríkum
mæli. Áhugi hans á umheiminum
var mikill og var hann hafsjór fróð-
leiks um landafræði. Enda fór það
svo að eftir að alzheimer-sjúkdóm-
urinn hafði leitt hann á hjúkrunar-
heimili var landakortabókin það
sem hann tók með sér og blaðaði í.
Er sjúkdómur hans fór að áger-
ast breyttist margt og hefur oft
reynt mjög á tengdamóður mína.
Hún stóð þó meðan stætt var og
saman fóru þau í síðustu ferðina
hans utan þótt erfitt væri orðið. Á
hjúkrunarheimilið Eir fór hann ekki
fyrr en öll sund voru lokuð og öll
þau 3 ár sem hann dvaldi þar í góðri
umsjá starfsfólks heimsótti Sóley
hann nánast daglega. Tryggð henn-
ar og umhyggja vöktu aðdáun allra
er til þekktu.
Að leiðarlokum er margt að
þakka. Alla velvildina í garð okkar
allra og sérstaklega er heimilið var
opnað fyrir Guðmundi syni okkar á
menntaskólaárunum. Að því mun
hann ætíð búa.
Nú dvelur þú á strönd sólarlands-
ins bjarta þar sem þú kannar nýja
staði. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Jónína Guðmundsdóttir.
Elsku afi. Með þessum fátæklegu
orðum vildi ég reyna að þakka þér
fyrir allt sem þú gafst mér meðan
þú lifðir. Þú varst eini afinn sem ég
þekkti og þrátt fyrir að ekki værum
við blóðskyldir var ástúð þín og um-
hyggja síst minni. Margs er að
minnast og er skrítið að hugsa til
baka og sjá að minningarnar eru
allar frá þeim tíma þegar þú varst
heill heilsu en minningamar um
sjúkdóm þann sem þú barðist við
virðast renna saman í eitt. Upp úr
stendur hins vegar hafsjór minn-
inga um þig frá þeim tíma þegar allt
lék í lyndi. Sem barn dvaldist ég oft
hjá þér og ömmu og var það oftar
en ekki svo að við fórum, tveir sam-
an, í ökuferð út á Granda að skoða
bátana sem lágu við höfnina. Það
var okkar sameiginlega áhugamál
að keyi-a um höfnina, líta á fleyin og
ræða málin. Ekki virtist þú nokkurn
tímann þreytast á því að hlusta á
mig tala og komst fram við mig sem
jafningja í allri umræðu frá því að
ég man eftir mér. Söguáhugi þinn
var mikill sem og þekking í landa-
fræði og á fleiri sviðum. Alls þessa
naut ég og hafði gaman af.
Þegar ég var 16 ára opnaðir þú
og amma heimili ykkar fyrir mér og
bjó ég hjá ykkur að mestum hluta
næstu fjögur árin á meðan ég var
við nám í menntaskóla. Á þeim tíma
var sjúkdómurinn farinn að gera
vart við sig og var átakanlegt að
fylgjast með því hvernig smám
saman dró af þér. Þrátt fyrir allt
leið þó ekki sá dagur að við hlægj-
um ekki saman að einhverju sem
enginn annar hefði hlegið að, enda
virtist þú geta hlegið að öllum mín-
um uppátækjum. Svo létt var þín
lund, skapmildi, hógværð og hug-
arró að ekkert virtist geta raskað ró
þinni. Þetta voru þín einkenni, kost-
ir sem margir óska sér. Alls þessa
naut ég í návist þinni.
Kveð ég þig nú, afi minn og vinur.
Guð geymi þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð,
margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Guðinundur J. Oddsson.
Elsku afi, nú þegar þú ert farinn
frá okkur koma upp í hugann ótal
minningar, bæði gamlar og nýjar,
þegar við minnumst þín. Við mun-
um eftir því að alltaf þegar við
krakkarnir komum til þín og ömmu
í heimsókn voruð þið tilbúin að spila
og leika við okkur endalaust. Þú
kenndir okkur hin ýmsu spil og
fræddir okkur um löndin í landa-
bréfabókinni þinni. Við höfum alltaf
verið með ykkur ömmu á aðfanga-
dagskvöld en núna verður þú ekki
hjá okkur, elsku afi. Hjá þér hafði
máltækið „sælla er að gefa en
þiggja" raunverulega merkingu, því
höfum við alltaf fundið fyrir og
fengið að njóta þess. Við höfum öll
átt ógleymanlegar stundir með þér.
Ein af mínum ógleymanlegustu
stundum var þegar þú varst að
passa mig í nokkra daga yfir sumar,
og á hverjum degi fórstu með mig í
Laugardalslaugina og gafst mér
aukamiða í rennibrautina sem þá
var nýopnuð.
Elsku afi, þú munt alltaf lifa í
minningum okkar sem við munum
ávallt varðveita.
Elsku amma, þú hugsaðir alltaf
svo vel um afa í veikindunum. Við
biðjum Guð um að styrkja þig í
sorginni og vonum að það sé styrk-
ur fyrir þig að vita að núna er afi
kominn á betri stað þar sem honum
líður vel.
Ljúfur óraur loftið klýfur
lyftir sál um himingeim.
Þýtt á vængjum söngsins svífur
sálin glöð í friðarheim.
Sóley, Sigurveig og Leifur.
Loksins fékk elskulegur afi okkar
langþráða hvíld og erum við sann-
færð um að nú líði honum vel. Það
er gott að ylja sér við góðar minn-
ingar um yndislegan afa og margar
þeirra eru einmitt tengdar jólunum
sem brátt ganga í garð. Þær eru
ófáar stundirnar sem fjölskyldan
hefur eytt hjá ömmu og afa og voru
þær hver annarri skemmtilegri. Við
sáum brosið sjaldan hverfa af afa,
hvort sem var í samtölum við fjöl-
skyldumeðlimi eða í spilum sem eru
iðulega höfð við hönd á jólum.
Það eru ótalmargar minningar
sem streyma fram á kveðjustund
sem þessari. Þá eru það oft hlutir
sem virtust smávægilegir þegar
þeir áttu sér stað en hlýja okkur nú.
Okkur fannst sérstaklega gaman að
fara með afa í bíltúr. Honum fannst
mjög mikilvægt að fylgjast vel með
öllu sem var að gerast í kringum sig
og vakti það oft óttablandna kátínu
meðal okkar. Við vorum einnig
mjög montin af honum afa þegar
hann sagði okkur frá ferð sinni til
gömlu Sovétríkjanna, enda voru
þeir ekki margir, allavega ekki sem
við þekktum, sem höfðu komið til
þessa merka lands.
Elsku amma. Þú hefur staðið þig
..eins og hetja á þessum erfiðu stund-
um. Hugur þinn var og er alltaf hjá
afa. Við vonum að guð hjálpi þér og
okkur öllum að takast á við þann
Sérfræöingar
í blómaskreytingum
við ()ll tækifæri
mblómaverkstæði I
INNA I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
missi sem við höfum orðið fyrir.
Blessuð sé minningin um hann afa.
Sóley, Björn og Elísabet.
V
Elsku afi minn, nú hefur þú loks-
ins fengið þína hinstu hvíld. Það var
erfitt að sitja hjá þér síðustu dagana
og vita að ekki yrði heilsa þín eins og
áður, að ekki yrðir þú hinn sami. Það
var gott að fá að sitja hjá þér stund
og stund og segja það sem aldrei er
nógu oft sagt þegar ástvinur á í hlut.
Allt það sem þú hefur verið okkur,
allt sem þú hefur gert fyrir okkur í
gegn um árin var kominn tími til að
rifja upp og þakka fyrir. Það sem á
milli okkar fór var okkar. Ég veit að
nú vakir þú yfir mér og öllum í fjöl-
skyldunni og ég vil trúa því að nú
sértu orðinn heill heilsu. Alzheimer
er sjúkdómur sem erfitt er að gera
sér grein fyrir í fyrstu. Þegar þú
fórst að finna íýrir honum fyrst
varstu vanur að hlæja að vitleysunni
eins og þú kallaðir það þegar þér
varð á. Seinna meir voru einfaldir
hlutir ekki lengur á færi þínu og síð-
ar fórstu að hætta að þekkja okkur.
Það var svo sárt að finna til þess í
fyrsta sinn að þú áttaðir þig ekki á
þvi hver væri hjá þér. Þrátt fyrir það
hef ég reynt að hugga mig við að þér
leið ekki illa, þú kvaldist ekki þó
stundum hafirðu fundið fyrir van-
mætti þínum gegn breytingunum
sem voru að eiga sér stað.
Elsku afi minn, það er svo margs *
að minnast, svo margt að þakka. Eg
er þakklát guði fyrir að hafa fengið
að kveðja þig og sjá að þú þjáðist
ekki. Þú sofnaðir hægt og hljótt um-
kringdur ástvinum.
„Þegar maður hefir tæmt sig að
öllu, mun friðurinn mikli koma yfir
hann. Allir hlutir koma fram í til-
vistina, og menn sjá þá hverfa aftur.
Eftir blóma ævinnar fer hvað eina
aftur til upphafsins. Að hverfa aftur
til upphafsins er friðurinn; það er að
hafa náð takmarki tilvistar sinnar." -
(Lao-Tse.)
Elsku amma, Jóna, Sigga og
pabbi, megi guð styrkja okkur öll í
sorginni og gefa að minning afa lifi í
hjörtum okkar.
Helga Jóhanna.
ÖTFARAASTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 IŒYKJAVÍK
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ARNASONAR
fils 1899
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN»
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri