Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 61 HÓPURINN hefur stillt sér upp við sviðsmynd úr myndinni Myrkrahöfðinginn sem enn stendur uppi við Reykjanesvita. Fræðsluferð Ferðamála- skólans í Kópavogi Frá Hildi Jónsdóttur: Á HAUSTDÖGUM fór hópur nem- enda úr Ferðamálaskólanum í Kópavogi í vettvangsferð á Reykja- nes. Byrjað var á að aka í gegn um álfa- og víkingabæinn Hafnarfjörð og rætt um hvernig Hafnfirðingar hafa staðið að uppbyggingu í ferðaþjónustu síðastliðin ár með því að búa til ákveðin tilefni á hverju ári til mannfagnaðar í bænum. Þaðan var farið í Reykjanesbæ og Flug- hótel Keflavík sótt heim. Þar tók á móti hópnum ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar, Jóhann D. Jóns- son, sem greindi frá samstarfi og uPPbyggingu ferðaþjónustuaðila í Reykjanesbæ. Það var afar fróðlegt að heyra hversu miklu það hefur skilað ferðaþjónustuaðilum á svæðinu að starfa í auknum mæli saman að uppbyggingu og markaðs- starfsemi. Áfram var haldið að Reykjanesvita, þar sem brimið sér bylti með gný. Þar stendur enn sviðsmynd frá myndatöku kvik- myndarinnar Myrkrahöfðinginn, og veltu nemendur fyrir sér hvort svona rústum ætti ef til vill að halda við og nota áfram þá í þeim tilgangi að sýna byggingar frá eldri tímum. Það var síðan tekið á móti hópnum í Bláa lóninu, þar sem markaðsfull- trúi Bláa lónsins, Magnea Guð- mundsdóttir, tók á móti hópnum og greindi frá þeim metnaðaifullu framkvæmdum sem eiga sér stað við Bláa lónið þar sem flytja á aðstöðuna og byggja nýja þjónustu- miðstöð. Hópurinn var einhuga um hversu mikilvægt það er að geta farið á vettvang í slíku námi. í Menntaskólanum í Kópavogi er boðið upp á nám á Ferðabraut til stúdentsprófs, ennfremur er starf- andi Ferðamálaskóli Kópavogs sem býður upp á kvöldnám í ferðafræð- um. Mikil sókn er í þetta nám og er það gleðiefni að boðið sé upp á nám til styrktar þessari víðtæku at- vinnugrein sem ferðamálin eru orðin. HILDUR JÓNSDÓTTIR, landfi-æðingur og kennai-i í MK Hugleiðing Díönu Frá Díönu Ósk Óskarsdóttur: MÉR datt í hug að senda inn smá hugleiðingu. Hvað gerist ef barn á aldrinum 14 ára er ekki komið heim á réttum tíma? Og hvað þá heldur ef sama barn kemur ekki heim dag- inn eftir heldur? Ég þekki til fólks sem fékk þessum spurningum svarað og ætla að segja frá því hér, svo við getum velt vöngum yfir því saman. „Þegar 14 ára dóttir hér í borg var búin að vera týnd í ca. tvo sólarhringa fengu foreldrar hennar fréttir af henni, að hún væri stödd í ákveðnu húsi með einhverjum 18 ára gæjum. Þegar foreldrarnir komu á staðinn var þeim ekki ansað, hvað þá hleypt inn, þannig að þau leituðu aðstoðar lögreglu borgarinnar. Jafnframt því að tilkynna það að stúlkan væri fundin. Viðbrögð lög- reglu voru (mjög skrítin að mínu áliti) að upplýsa foreldrana um það að stúlkan væri á þeirra ábyrgð og þar sem þau vissu nú hvar hún væri ættu þau að ná í hana. Þeir gætu ekkert aðhafst vegna friðhelgi heimilis. Og punktur. Eftir ítrekað- ar tilraunir til að fá inngang í húsið til þess að nálgast dóttur sína urðu þau að gefast upp þar sem þau vildu engan veginn brjóta lögin með því að brjótast inn. Við fáum stöðugt upplýsingar um það, að fíkniefnaneysla barna og unglinga sé í örum vexti hér í borg og heyr- um reynslusögur barna (og fyrrum barna) um það sem veldur því að þau fari í neyslu og eins því sem kann að koma fyrir meðan á neyslu stendur. Við sjáum líka meðferðar- heimilin byggjast upp og fyllast af börnum, alls kyns safnanir hafa farið í gang og umræður á Alþingi varðandi þetta vandamál. Foreldr- ar eru á foreldravakt í hverfum og við fáum upplýsingar um það að við eigum öll að bera ábyrgð. Eitt af því sem er mikið fjallað um er úti- vistartími barna og eru foreldrar beðnir um að fylgja lögum um hann. Samt sjáum við börn og ung- linga á vappi seint um kvöld og nætur og mig skal ekki undra, því ef barn fer í fýlu við foreldra sína þá er bara að finna næsta partý og koma sér inn, þá nýtur barnið friðhelgi þess heimilis. Halló!! Ég verð að segja að viðbrögð lögreglu í þessu dæmi sem ég tiltók eru ekki til fyrirmyndar og vil ég gjarnan sjá breytingu á þessum starfsregl- um. Getur það verið að foreldrar, sem leita til lögreglu vegna týnds barns og svo aðstoðar við að nálg- ast það þegar það finnst, séu ekki meðvituð um eigin ábyi'gð og þurfi því að vera upplýst um þá ábyrgð, eða þarf kannski að upplýsa for- eldra sem ekkert gera í málum sem þessum um ábyrgð? Eða er kannski rétt að grípa til frumskógarlög- málsins og láta hendur standa fram úr ermun og brjóta upp hurðir, snarast inn og draga barnið sitt út og ef einhver reynir að stöðva mann þá bara kýla hann kaldan? Hvert eigum við sem viljum bera ábyrgð og viljum ekki grípa til lög- brots að snúa okkur? Ég veit vel að ef um alkaholisma er að ræða þá fer sá sjúkdómur ekki í manngrein- arálit og engu máli skiptir frá hvernig heimili alki kemur en ég veit líka að þróun sjúkdóms þarf ekki að byrja fyrr en eftir sjál- fræðisaldur, það er að segja ef for- eldrar, lögregla og samfélagið í heild hafa einhver völd. Sem er greinilega spurning. Er kannski bara best að fara einföldustu leiðina og lækka sjálfræðisaldur svo við þurfum ekki að standa í öllu þessu veseni sem fylgir því að halda aga og sýna ábyrgð. Ég vil enda þetta á því að segja ykkur niðurlög þessar- ar sögu. „Á þriðja degi finnst stúlk- an af lögreglu sem pikkar hana upp og eru foreldrar kallaðir niður á stöð til að nálgast hana. Ekkert nema gott um það að segja sem betur fer. En varðstjórinn sem var þarna á vakt þurfti endilega að koma því á framfæri við foreldrana, fyrir framan stúlkuna, að þessi stúlka ætti sér ekki viðreisnar von, hún væri bara Stuðlamatur; hann vissi allt um það, hefði séð þetta svo oft áður.“ Er þetta uppgjafar- viðmót? Ég velti því fyrir mér hvort ekki þurfi að auka reynslu og/eða menntun íyrir þá sem vinna sem lögreglumenn eða varðstjórar. DÍANA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR, Kleppsvegi 70, Reykjavík. Sóðalegur Yest- fjarðaþingmaður Frá Jóni Otta Jónssyni: UNDANFARIÐ hefur almenning- ur verið vitni að óvenju sóðalegri framkomu eins þingmanns, sem nú situr á Alþingi. Þingmaður þessi er Kristinn H. Gunnarsson og var kos- inn af lista Alþýðubandalags í síð- ustu þingkosningum í Vestfjarða- kjördæmi. Þegar ákveðið var að hefja viðræður um samfylkingu Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í því skyni að viðhafa sameiginlegt framboð til Alþingis og freista þess að ná betri nýtingu á atkvæðamagni þessara flokka, virt- ist Kristinn H. Gunnarsson vera samþykkur því starfi. í haust kom það síðan í ljós að hann sigldi undir fölsku flaggi. Allt í einu lýsti hann sig andsnúinn þessu samstarfi og taldi allt ómögulegt. Hann var byrjaður að daðra við Framsóknarflokkinn. Þegar Steingrímur J. Sigfússon sagði sig úr Alþýðubandalaginu, hætti hann sem formaður í Sjávarútvegsnefnd Alþingis og Kristinn var útnefndur í hans stað sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Rétt á meðan hann tekur við for- mannsstöðunni sat hann á svikráð- um við flokkinn sem kom honum á þing. Lítilmannleg framkoma! Nú fyrir stuttu gekk Kristinn í Framsóknarflokkinn og kórónaði subbugang sinn með því að neita að láta af formennsku í sjávarútvegs- nefndinni. Nú situr Kristinn H. Gunnarsson á Alþingi og er orðinn háseti á íhaldsduggunni með atkvæði stjórn- arandstæðinga að baki. Enn einn sóðaskapurinn! Af hverju segir hann ekki af sér þingmennsku og reynir heldur að koma sér á þing í vor á framsóknar- atkvæðum? Ég á bágt með að trúa því að Alþýðubandalagsfólk á Vest- fjörðum fari að verðlauna þennan mann eftir þessa auvirðilegu fram- komu. > Á Vestfjörðum ætti valið að vera auðvelt fyrir alþýðufólk - annars- vegar Sighvatur Björgvinsson, heið- arlegur og prúður þingmaður og efstur á lista samfylkingarinnar - og hins vegar framangi-eindur Kristinn, svo og hinir ólánssömu klofningsmenn úr Alþýðubandalag- inu, þeir Hjörleifur, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson sem væntanlega munu reyna að tvístra alþýðufólki á Vestfjörðum sem og í öðrum kjördæmum. Ég er nú kominn á efri ár og á nú þá bestu ósk til handa yngra fólkinu í þessu landi að það beri gæfu til að standa saman í lífsbaráttunni og láti ekki ævintýramenn og frjálshyggjupost- ^ ula núverandi ríkisstjórnar villa sér sýn og styðji samfylkingu A-flokk- anna og Kvennalista. JÓN OTTIJÓNSSON, prentari og nú eftirlaunakarl. Rjúpan Frá Elsu Pétursdóttur: EFTIR að hafa lesið yfir þá um- fjöllun, sem rjúpan hefur fengið síðustu tvo mánuði í fjölmiðlum, er niðurstaða mín sú, að meirihluta íslendinga er alveg sama hvort hún sé skotin eða ekki. Eftir stönd- um við, sem viljum friða rjúpuna og þeir sem vilja drepa hana. Skot- veiðifélag Islands, Skotvís, telur sig vera útivistar- og náttúra- verndarfélag og þess vegna eram við að vinna að sama málefninu. Rjúpnadráp getur ekki talist nátt- uruvernd þar sem rjúpan er í flokki þess sem fegrar umhverfi okkar allt árið um kring. Friðum því rjúpuna og látum eðlilega náttúru í friði. Rannsóknir Nátt- urufræðistofnunar hafa bent til þess að ofveiði sé stunduð á Suðvestur- og Vesturlandi. Þegar 70% af rjúpnastofninum þar era drepin, nær hann sér ekki upp aft- ur af sjálfsdáðum. Skotveiðar mega ekki ógna íslensku siðgæðismati. Þið sem þekkið eitthvað til rjúpunnar hljótið að sjá hve mikla sérstöðu hún hefur í okkar fátæka fuglaríki þar sem hún reynir að vera meðal okkar allt árið um kring. Ég vona að næsti umhverfis- ráðherra hafi kjark til þess að taka á þessum málum af alvöra og að formaður Skotvís, Sigmar B. ^ ' Hauksson, standi við orð sín og vinni af alhug að náttúruvernd. Það verður best gert með friðun rjúpunnar sem að mínu áliti er ein- stök náttúruperla sem ekki má eyðileggja. Kennum fjölskyldum okkar að bera virðingu fyrir rjúp- unni og njóta hennar lifandi en ekki dauðrar. Höfum við ekki öll efni á því? ELSA PÉTURSDÓTTIR, Neðstaleiti 5, Reykjavík. SúrefaisvÖrur Karin Herzog Kynning í Hafnarfjarðar Apóteki í dag kl. 15-18. Litir: Svart Stærðir: 40-46 Tegund: 4902 Verð: 5.995 Mikið úrval af herrakuldaskóm DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGRE.DSLU. Kuldaskór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.