Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ígí ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra sOiSi kt. 20.00: BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen Frumsýning 26/12 kl. 20 uppselt — 2. sýn. 27/12 uppselt — 3. sýn. sun. 3/1 örfa sæti laus — 4. sýn. fim. 7/1 — 5. sýn. sun. 10/1. TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney 9. sýn. mið. 30/12 uppselt — 10. sýn. lau. 2/1 nokkur sæti laus — 11. sýn. lau. 9/1. SOLVEIG — Ragnar Arnalds Fös. 8/1 - fös. 15/1. BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA - Astrid Lindgren Þri. 29/12 kl. 17 nokkursæti laus — sun. 3/1 kl. 14 — sun. 10/1 kl. 14. Sýnt á Litla st/iði: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt Mið. 30/12 kt. 20 uppselt — lau. 2/1 — fös. 8/1 — lau. 9/1. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smtöaóerkstœði kl. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM Þri. 29/12 uppselt — mið. 30/12 örfá sæti laus — lau. 2/1 nokkur sæti laus — sun. 3/1 — fim. 7/1 — fös. 8/1 — sun. 10/1. Miðasalan eropin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. áB^LEfKFÉLAGlíaé ®£reykjavíkurj87 BORGARLEIKHUSIÐ GJAFAKORT LEIKFELAGSINS KÆRKOMIN JÓLAGJÖF A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. eftir Sir J.M. Barrie Frumsýning 26. des. kl. 14.00, uppselt, sun. 27/12, kl. 14.00, örfá sæti laus, lau. 2/1, kl. 13.00, sun. 3/1, kl. 13.00, lau. 9/1, kl. 13.00, sun. 10/1, KL. 13.00, nokkur sæti laus. ATH: PÉTUR PAN GJAFAKORT TILVALIN JÓLAGJÖF TIL ALLRA KRAKKA Stóra svið: MAVAHLATUR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar Lau. 9/1 kl. 20.00. Stóra svið: eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Aukasýning sun. 27/12, kl. 20.00. Lokasýn. þri. 29/12, kl. 20.00, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Stóra svið kl. 20.00 síi i svtn eftir Marc Camoletti. 60. sýning mið. 30/12, nokkur sæti laus, fös. 8/1, laus sæti. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. RÚSS1SAAM- ÖAMSLEUatR! GAMLÁRSKVÖLb KL. 00.30 Sata hafinff Skemmtidagskrá á vegum Kristskirkju í kvöld 16. des. kl. 20.30. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. ISU-MSKA OPKItAN __iiiii ■■■■■■ ■■■■! am Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar mán. 28/12 kl. 20 uppselt þri. 29/12 kl. 20 uppselt mið. 30/12 kl. 20 uppselt Miðaverð kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur ^VAxfcaJ^ar/ajrv ^ LeIkrIt FYrIr AlLa ^ sun. 27/12 kl. 14 örfá sæti laus sun. 10/1 kl. 14,-sun. 17/1 kl. 14 Leikhúsmiði í jólapakkann! Ósóttar pantanir seldar í dag Georgfélagar fá 30% afslátt Miðasala alla daga frá kl 15-19, s. 551 1475 Gjafakort á allar sýningar Miöasala opln kl. 12-18 og Iram að sýnlngu sýningamlaga Ósáttar pantanir seldar daglega Sími: 5 30 30 30 Gjafakort í leikhúsið Tilvalin jólagjöf! KL. 20.30 sun 27/12 jólasýning ÞJONN t s ú p u fPI> i fös 18/12 kl. 20 Nýársdansleikur Ósóttar pantanir í sölu núna! Tónleikaröð Iðnó fim. 17/12 kl. 21.00 Jóel Pálsson THboð til leikhúsgesta 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó Borðapöntun í síma 582 9700 PÉTUR GAUTUR ástarsaga, Sími 462 1400 Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ IVANOV eftir Anton Tsjekhov. sýn. í kvöld 16. des. kl. 20 sýn. fim. 17. des. kl. 20 sýn. lau. 19. des. kl. 20 uppselt Allra síðasta.sýnjng. Ath. sýningar verða ekki teknar upp aftur eftir jól vegna annarra verkefna. MIÐAVERÐ KR. 500. MIÐAP. í SÍMA 552 1971 ALLAN SÓLARHRINGINN. FÓLK í FRÉTTUM Á sokkaleistunum TOJVLIST Geisladiskur ELLEN KRISTJÁNS LÆÐIST UM EUen Kristjáns læðist um. Ellen Kristjánsdóttir syngur þekkt erlend jasslög með íslenskum textum. Ellen Krisljánsddttir söngur, Guðmundur Pétursson raf- og kassagítar, Tómas R. Einarsson kontrabassi, Guðmund- ur R. Einarsson strýkur snerilbumbu í tveimur lögum. Auk þeirra koma við sögu Eyþdr Gunnarsson sem lem- ur bongo og konga-trumbur í einu lagi og K.K. sem leikur á kassagítar í tveimur lögum. Islenskir textar eru eftir Friðrik Erlingsson en þeir Pétur D. Kristjánsson og Ómar Ragnarsson eiga einn texta hvor. Utsetningar voru í höndum þeirra sem spiiuðu hveiju sinni. Upptökumenn: Gunnar Smári Helgason og Jón Þdr Birgis- son. Hljdðblöndun: Gunnar Smári Helgason og Guðmundur Pétursson. Suð gefur tít.. ELLEN Kristjánsdóttir hefur valið sér erfitt tónlistaiform á þessari sólóplötu sinni, viðkvæmt og brothætt. Nafn geisladisksins gefur ágæta mynd af tónlistinni, hér er farið um hægt og hljóðlega, skórnir skildir eftir og læðst um á sokkaleistunum. Plata Ellenar Kristjánsdóttur hefur að geyma 14 erlend lög, sem flest eru þekkt jasslög. Þarna er að finna lög eftir Gerswin, Cole Port- er, Irving Berlin og fleiri. Islensku textamir við þessi lög hljóma flestir vel og er það lofsvert framtak að fá þá flutta yfir á íslensku. Flest eru lögin rómantísk vel og oftar en ekki er fjallað um ást, söknuð og afbrýði. Ellen Kristjánsdóttir hefur í gegnum tíðina sýnt að hún er fjöl- hæf söngkona. Rödd hennar er sér- stæð, seiðandi og þokkafull. Ellen býr yfir góðri tækni og ofgerir röddinni yíirleitt ekki. A þessari plötu sinni sýnir hún og sannar að hún er á heimavelli í rólegum, melódískum jassi. Söngur hennar er yfirleitt óaðfinnanlegur en túlk- unin ristir vissulega misdjúpt. Þessi tónlist gerir gífurlegar kröfur til raddbeitingar og tækni söngvar- ans og er alls ekki á allra færi. Lög- in umgengst Ellen af tilhlýðilegri virðingu og þegar best lætur svífur piýðileg næturklúbbastemmning yfir vötnunum. Þetta tónlistarfonn er sem fyrr sagði erfitt og brothætt því ná- lægðin er mikil og menn þurfa að vera á varðbergi gagnvart tilgerð. Það er einungis á færi afbragðstón- listarmanna að flytja slíka tónlist því hér er ekki treyst á yfirtökur og galdratæki hljóðversins. Auð- velt er að missa tökin á þessu tón- listarformi, það krefst óvenju mik- ils aga og smekkvísi, hófstillingar og tækni. Hljóðfæraleikurinn á þessum geisladiski er afbragðsgóður. Alkunna er að Guðmundur Pét- ursson býr yfir óvenjulegum hæfi- leikum og að hann er gítarleikari í sérflokki. Gítarleikur hans á þess- ari plötu er hins vegar slíkur að ástæða er til að vekja á honum sérstaka athygli. Jassformið hefur Guðmundur sýnilega fullkomnlega á valdi sínu og unun er að hlusta á leik hans. Tæknin er fullkomin, leikurinn agaður, hljómaskynjun alveg frábær og smekkvísin slík að leitun er að. Slíku verki skilar aðeins yfirtak góður tónlistarmað- ur. Bassaleikur Tómasar R. Einars- sonar er traustur mjög eins og vænta mátti. Hann skapar góða fyllingu, er hófsamur og smekkleg- ur. Guðmundur R. Einarsson strýkur sneriltrumbu í tveimur lögum og hefði að ósekju mátt vera með í fleiri lögum. Upplýsingar vantar um hver leikur á víbrafón í „Búið spil“. Þessi diskur Ellenar Kristjáns- dóttur er gerður af verulegri íþrótt. Hann er persónulegur og einlægur, svo mjög raunar að farið er að ystu brún í túlkun á stöku stað. Yfir honum er þokki og þroski þess sem fundið hefur sína hillu í tónlistinni og lætur öðnjm eftir rembing og hávaða nútímans. Tekist er á við sériega erfitt tón- listarform en þegar upp er staðið getur Ellen verið ánægð með nið- urstöðuna. Söngur hennar er með miklum ágætum og undirleikur vandaður. Hér er á ferðinni fólk sem vandar til verka. Æskilegt hefði verið að sama vandvirkni einkenndi hönnun um- slagsins. Ásgeir Sverrisson Yatns- þynnt popp TÖJVLIST Geisiadiskur ALVEG EINS OG ÞÚ Fyrsti geisladiskur hljömsveitarinnar Lands og sona. Meðlimir sveitarinnar eru Hreimur O. Heimsson, Jdn Guð- finnsson, Birgir Nielsen, Gunnar Þ. Eggertsson og Njáll Þörðarson. Geislaplatan var hljdðrituð í Grjdt- námunni, Sýrlandi, Hljdðsetningu og September frá mars til oktdber. Spor gefur út en Skífan dreifir. ÍSLENSKAR poppsveitir hafa jafnan verið fáar hverju sinni, Land og synir er ein þeirra sveita sem herjar á landann af hvað mestum móð um þessar mundir. Geislaplatan Alveg eins og þú sem kom út fyrir nokkru er þeirra fyrsta breiðskífa. Lögin eru öll eftir liðsmenn sveitar- innar, en Hreimur Ö. Heimisson, söngvari hennar, er hvað iðnastur við að semja, bæði lög og texta. Tónlist Lands og sona er popp af hvað léttastri gerð, byggist upp á gítarstefjum, „riffum" og hljóm- borðsleik, lögin tólf eru öll frekar svipuð að gerð, í hæfilegri lengd til útvarpsspilunar og með grípandi inngangi. Það sem stingur strax í eyru við hlustun er að hvergi er vikið frá óskráðri formúlu að góðri ballsveit, það sem gleymist er að hljómsveit- ir, hvers kyns sem þær eru verða að hafa einhver sérkenni. Land og synir hafa fátt sem ekkert nýtt fram að færa og minna þegar best lætur á gamalt efni með Sálinni hans Jóns mín, metnaðarlaus sálar- og fönkgítarleikur hljómar auk org- elleiks Njáls Þórðarsonar líkt og slæm eftirlíking af áðurnefndri sveit. Hljóðfæraleikur er þó allur til fyrirmyndar, sveitarmeðlimir eru ekki í nokkrum vandræðum þegar kemur að tæknilegri hlið þess að vera í hljómsveit, hvergi örlar á hnökrum í hljóðfæraleik eða söng Hreims. Hins vegar er það ekki nóg þegar metnaðinn skortir, ekkert á Alveg eins og þú hefur ekki heyrst áður, hljóðfæraleikurinn flatur og geldur. Textasmíðarnar eru lítt skárri, dæmi skal tekið úr laginu Fullkomin, „Vandi minn er háður þér / Ef ekki þinn, er minn / Bæta skal, þá finn ég þig / Svo allt verði fullkomið“ og úr laginu Birtir til, „Eitt annað sorgartár, eitt lítið nið- ur vangann / Eg hugsa um að ein- hverntíman ég / Ég feta ekki langa leið í mínum draumaheimi / Því ég stend hjá þér, ég hvei'f þér aldrei frá“. Erfitt er að ráða í yrkisefni Hreims auk þess sem prófarka- lestri er ábótavant, skárra hefði verið að myndskreyta innsíður bæklingsins en að birta texta. Skástu hlutai' plötunnar eru lögin Astarfár og Vöðvastæltur, þar örlar á innlifun og hæfileikum eða a.m.k. eigin stíl sveitarinnar. Hin tíu lögin hafa því miður fátt sér til ágætis, Terlín, t.d. fyrsta lag plötunnar og Geimflaugin sýna ekkert sem ekki hefur verið gert áður af öðrum, bet- ur. Hljóðfæraleikurinn á þó hrós skil- ið, sem og hljóðvinnsla, allur hljóm- ur er í heildina ágætur fyrir utan að vera geldur á köfium, kannski er tónlistarmönnunum um að kenna. Umslag geisladisksins er hins vegar hugmyndasnautt og ankannalegt „logo“ á framhlið er ljótt. Land og synir geta kannski vakið upp góða stemningu á dansleikjum og er það vel, tónlist þeirra á hins vegar lítið erindi á geisladisk og ósk- andi er að sveitin taki sjálfa sig rækilega til endurskoðunar áður en hún hugar að næstu útgáfu. Tónistarunnendur hafa lítið að gera við endurunna tónlist, samsuðu ís- lensks popps undanfarinna ára, vatnsþynnt. Gísli Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.