Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 33 Ár og atburðir BÆKUR Sagnfræði ÍSLENSKUR ANNÁLL 1990 Þorgrímur Getsson tók saman. 336 bls. Bókaútg. Islenskur annáll. Prent- un: Viðey ehf. Reykjavík, 1998. ÁTTA ár eru skammur tími í lífi þjóðar en langur tími í lífi einstak- lings og ennþá lengri í stjórnmála- sögunni. Bók þessi hefst á ára- mótaávörpum þáverandi forseta og forsætisráðherra, Vigdísar Finn- bogadóttur og Steingríms Her- mannssonar. Síðan kemur frétt af fyrstu fæðingu ársins með mynd af móður og barni. Allt hlýtur þetta að teljast sjálfsagt upphaf árbókar. En nýársdagurinn líður að kvöldi. Og strax að morgni tekur við al- vara lífsins. Árið 1990 var talsvert viðburða- idkt á alþjóðavettvangi en alls ekk- ert tímamótaár hér innanlands. Kreppa lá í landi; séríslensk að því er hagtölur tjáðu þar sem flest gekk sinn vanagang í nálægum löndum. Loðdýrarækt og fiskeldi hafði ekki skilað þeim hagnaði sem vænst hafði verið. Þvert á móti skildi hvort tveggja eftir sig botnlausa skulda- súpu. Fyrirtækin lögðu upp laupana og drógu aðra með sér í fallinu. Byggingameistarar, sem reistu mannvirkin, fengu ekki greitt og tókst þá ekki heldur að standa í skilum við starfsmenn sína sem í framhaldi af því gátu ekki greitt skuldir sínar í bönkum og sjóðum. Nákvæmlega þannig er kreppa. En landsfeðumh- sáu leið út úr ógöng- unum. Risastórt álver á Keilisnesi mundi snúa vörn í sókn. Fram yfir mitt ár var lifað í voninni. I árslok var þó ljóst að sá glæsti draumur mundi ekki rætast í bráð. Þar við bættist lækkandi fiskverð. Krepp- unni væri hreint ekki að létta. Utlitið var sannarlega dökkt, sam- anber þessa íyrirsögn: Island gjaldþrota upp úr aldamótum. En þrátt fyrir slag- síðuna tókst stjórn- málamönnunum furð- anlega að stíga ölduna á þilfari þjóðarskút- unnar. Pólitískir koss- ar tóku að tíðkast eins og sjá má á einni fréttamynd ársins. Þannig leiftraði einn og einn kærleiks- glampi gegnum skugga vonbrigðanna. Allt um það er Islenskur annáll hvorki hagsaga né stjórnmálasaga. Nær er að segja að þetta sé dæg- urmálasaga; útdráttur úr fjölmiðl- unum frá degi til dags. Þess vegna er sagt frá gangi mála eins og þau blöstu við á hverjum tíma án hlið- sjónar af framhaldi. Lesandinn á ekki að sjá fram í tímann fremur en þar og þá. Mikið er lagt í frá- sagnir af einkamálum, svo og af samskiptaerfiðleikum borgaranna. Af þess konar fréttum að dæma var sjaldan friðvænlegt, hvorki á götum úti, í húsum inni né í hugar- fylgsnum þjóðarsálarinnar. Per- sónuleg deilumál geta naumast talist annálsverð hvert fyrir sig. En samanlagt segja þau mikið um þjóðfélagsástand og tíðaranda. Mannlegt samfélag er í eðli sínu mótsagnakennt. Og ekki sýnist reynslan vera áhrifamikill kennari því sams konar vandamál eru alltaf að endurtaka sig, dag eftir dag og ár eftir ár. Þess vegna getur ein svona árbók virst vera nánast end- urtekning fyrri bóka. Enda þótt annáll þessi veiti nokkurt sýnishorn af þrasgimi ís- lendinga, sem er sí- breytileg eins og veðr- ið en þó alltaf söm og jöfn, er öllu slíku stillt þolanlega í hóf, flest- um lesendum til léttis að ætla má. Margur lifir frá degi til dags, horfir hvorki fram né aftur og eyðir áður en afiað er. Og þannig leið líka árið 1990 í aldanna skaut, tók við vandamálum og skildi eftir sams konar vandamál. Minna segir af ár- ferði beinlínis. Samt þótti tíðindum sæta að dag einn í júlí fór hitinn yfir tutt- ugu stig í Reykjavík. Slíkur hiti hafði þá ekki mælst hér í tíu ár. En níundi áratugurinn var fádæma kaldur og illviðrasamur. Nýkrón- an, sem tekin var upp í ársbyrjun 1981, féll í kapp við hitastigið. Þar til á umræddu ári að loks virtist hægja á fallinu samanber síðustu frétt ársins: Minnsta rýrnun ný- krónu. Hvort þakka bar hækkandi gengi hugarfarsins eða gengis- tryggingum lána þannig að ekki var lengur hægt að græða á verð- bólgunni - það skal ósagt látið. En mál var að linnti því eftir áratuginn stóð aðeins eftir tæpur tíundi hluti upphaflegs verðgildis nýkrónunn- ar. Þó þegnarnir væru stöðugt að lýsa yfir óánægju með ástand mála virtist margur fella sig þolanlega við hvort tveggja, land sitt og þjóð- erni. Vegna stærðar landsins finn- ur Islendingurinn ótrúlega lítið fyi-ir smæð sinni. Og af stærð bók- ar þessarar mætti ætla að hér hafi gerst bæði margt og mikið á því herrans ári 1990. Það er nú svo. Erlendur Jónsson Þorgrímur Getsson Kórallar og kóralrif BÆKUR Itarnabók REGNSKÓGAR HAFSINS Eftir Lars Thomas. Myndir: Johannes Bojesen. Þýðing: Gissur Ó. Erlings- son. Skjaldborg, 1998 - 45 s. FRÆÐIBÆKUR fyrir íslensk böm hafa verið af skornum skammti alla tíð og skortur á efni sem getur svalað forvitni ungra lesenda. Nú hefur Skjaldborg gefið út nokkrar þýddar bækur fyrir börn og fjalla þær flestar um þætti úr dýralífinu. I þessari bók eru kóröllum og kóralrifum gerð skil. Þetta er á margan hátt góð fræðibók og veitir miklar upplýsingar um efnið. Birt er kort af kóralsvæðum heimsins, lýst er kóröllum sem náttúrufyrir- brigði og lífsháttum þeirra. Sýnd eru mismunandi kóralrif og hvern- ig þau hafa orðið til. Lýst er mis- munandi tegundum kóralla og hvaða gagn megi af þeim hafa. Nafn bókarinnar er dregið af því fjölskrúðuga lífi sem lifir í nábýli við kórallana. Einnig era skemmtilegar frá- sagnir af samskiptum manna við þessi fyrirbrigði. Má þar fyrst nefna James Cook landkönnuð sem strandaði skipi sínu ,;Endeavour“ fyi’ir utan strendur Ástralíu árið 1770 er hann óvænt rakst á kór- allarifið fræga, Great Barrier Reef, sem risti sundur botninn á skipi hans. Einnig er sagt frá leiðangri Charles Darwin á skipi sínu „Beagle“ sem lagði upp frá Englandi árið 1831 og rannsókn- um hans á kóröllum í þeim leið- angri. Var Darwin meðal annars að reyna að átta sig á því hvemig kór- alrif og kóraleyjar verða til. Myndirnar eru í litum, textinn er látlaus og öll heiti íslenskuð. Meira að segja er komið íslenskt heiti á Great Barrier Reef „Virkisgarðs- rifið mikla“. I bókinni er atriðisorðaskrá sem vísar í blaðsíðutal og getur bókin því gagnast í kennslu á fyrstu stig- um upplýsingaleikninnar þar sem ungir nemendur átta sig á einföld- um leiðum að upplýsingum þeim sem bókin geymir. Sigrún Klara Hannesdóttir Snjöll og- skemmtileg hugmynd BÆKUR Itarnabók GÖNGUFERÐ MEÐ KRUMMA eftir Sigríði E. Sigurðardóttur og Gunnlöðu Jónu Rúnarsdóttur. 36 síður. Mál og menning, Reykjavík 1998. GÖNGUFERÐ með Kramma er byggð á afar skemmtilegri hug- mynd: Krummavísum er safnað saman og síðan er saga prjónuð í kringum þær. Flestar eru vísurnar kunnuglegar og er sérstaklega ánægjulegt að sjá þarna Krumma- vísur Jóns Thoroddsen sýslu- manns. I sögunni er lítill snáði úr vestur- bæ Reykjavíkur í berjamó alla leið austur á Vatnsendahæð. Systir hans og vinkona hennar hafa gleymt honum og hann ratar ekki heim. Málglaður krummi verður síðan á vegi hans og segir honum krummavísurnar allt þar til mál er komið að finna leiðina til baka heim. Söguþráðurinn í bókinni er frek- ar losaralegur og í sjálfu sér ekki mjög spennandi. Það er til að mynda ekki gert mikið með það að litli drengurinn Loki, önnur af söguhetjum bókarinnar, tínir lambaspörð í stað berja, og þó er þar tækifæri til að byggja upp of- urlitla dulúð. Yfirleitt skýra vísurnar sig sjálf- ar en sumar þeirra eru þó allflókn- ar og jafnvel á fornu máli. Ástæða hefði verið til að skýra þær aðeins nánar út í textanum, bæði fyrir Loka og fyrir lesendum, sem eðli málsins samkvæmt eru alla jafna ungir að árum. Ekki er hægt að ganga út frá því að allir fullorðnir lesendur búi yfir þeim þekkingu að geta útskýrt þær fyrir börnunum. Bókin er myndskreytt af 5 ára gamalli telpu, Gunnlöðu Jónu Rún- arsdóttur. Það gerir hún með bæði stónim og smáum, listavel gerðum myndum auk þess sem hún teiknar fyi’sta bókstafinn á hverri síðu. Myndir Gunnlaðar Jónu eru sér- staklega heillandi og auka mjög gildi bókarinnar. Það hefði verið snjallt að geta höfunda eða uppnma krumma- vísnanna einhvers staðar í bókinni t.d. í sérstakri skrá aftast. María Hrönn Gunnarsdóttir Forsaga húsdýranna BÆKUR Barnabók ÞEGAR DÝRIN LIFÐU FRJÁLS Eftir Stefan Casta og Staffan Ull- ström. Isl. þýð.: Atli Magnússon Skjaldborg, 1998 - 72 s. í BÓKINNI er fjallað um helstu húsdýr nútímans og rakin saga þein’a frá þeim tíma er þau voru villt og hvernig er talið að þau hafi komist í þjónustu mannsins. Fyrst er rakin saga hundsins aftur til for- feðra hans, úlfanna. Önnur dýr sem fjallað er um eru sauðfé, geitur, kýr, svín, hestar, kettir, gæsir, dúfur, hænsn, býflugur, endur, hreindýr, kanínur, páfagaukar og hamstrar. Hverju dýri eru gerð góð skil þar sem gefnar eru upp staðreyndir um einkenni og notagildi hvers dýrs, ólíkar tegundir, hverjir eru forfeður dýrsins, hvaðan það kom fyrst, elsti beinafundur þar sem það á við, gömul heiti, þjóðtrú tengd dýrunum og oft er sérstök fyrirsögn um það sem gaman er að vita, t.d. hvert er nafn kattarins á ólíkum tungumál- um, eða þá staðreynd að kýr voru notaðar sem mælikvarði á auðsæld manna áður fyrr. Litmyndir prýða bókina þar sem sýnd eru ólík afbrigði hverrar teg- undar. Þýðingin á bókinni hefði mátt vera liprari. Mikið er notaður greinir svo sem: „Hin heillandi saga dýranna okkar" (s. 7), Sléttuféð - hið fullkomna húsdýr" (s. 16), Villi- hesturinn - hið frábæra samgöngu- tæki“ (s. 33) Þetta er tilgerðarlegt og passar illa við þann texta sem hér er þýddur. Nokkur önnur dæmi um hnökraða þýðingu má nefna svo sem „Þessi bók hefst fyrir ákaflega löngu“ (s. 7). Mín máltilfinning segir að það sé ekki bókin sem hefst fyrir 12.000 ái-um heldur er það forsaga dýranna. Annað dæmi um kynduga málnotkun kemur fyrir á s. 9. „En hvað um okkur? Nú, við æðum áfram. Við stundum æ öflugri rann- sóknir í því skyni að fá fram „betri kyn“. Velta má vöngum yfir hve langt við ætlum að ganga. Hvert verður næsta skref.“ Eflaust er þýðanda þarna nokkur vandi á höndum að koma á framfæri við- horfi höfundar til kynbóta en til þess að textinn falli vel að íslensku máli þarf oft að umsegja hann í stað þess að þýða hann beint. Það sama gildir um lokakaflann þar sem höf- undar segja frá efnisöflun sinni í fyrstu persónu. Hér hefði farið miklu betur á að hafa þýddu frá- sögnina í þriðju persónu þar sem lýst var leiðum „þeirra" en ekki „okkar“ til að afla efnis í bókina. I bókarlok er sérstakur kafli sem heitir: Heimildir um húsdýrin. Því miður er aðeins getið um tvær er- lendar bækur en titill þeirra gefinn á íslensku. Ekki er minnst á þá gullfallegu íslensku bók sem Stefán Aðalsteins- son tók saman um húsdýrin okkar. Bók Stefáns fer að vísu ekki eins langt aftur í tímann og þessi bók, en ef menn eru með sérstaka kafla um heimildir ætti þeim að vera skylt að geta þeirra rita sem til eru á ís- lensku og falla að efni bókarinnar. Erlendar bækur sem ekki eru til á Islandi eru ekki til neins gagns fyrir þann lesendahóp sem þessi bók á að höfða til. Engin atriðisorðaskrá fylgir ritinu, en efnisyfirlit. Sigrún Klara Hannesdóttir Nýjar hljóðbækur • DRAUMUR þinn rætíst tvisvar eftir Kjartan Arnason. Hljóð- skreytt útgáfa í flutningi Sigurð- ar Skúlasonar leikara. I kynningu segir að þetta sé skáldsaga um glaðværð lífsins en jafnframt skuggahliðar þess, þroskasaga sem dregur upp nærfæma mynd af sambandi drengs við ömmu sína. Útgefandi er og hljóðritun: Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Lengd: 2 snældur (4 klst.) Hljóð- skreyting: Sigurður Skúlason og Gísli Helgason. Hlynur Helgason hannaði kápu. Verð 2.990 kr. ART CAILERY Listin kryddar tilveruna Rauðarárstíg 14, sími 551 0400, Kringlunni, sími 568 0400. fold@artgalleryfold.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.