Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.12.1998, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Þorkell Stjórn Verðbréfaþings íslands Ekki hlutverk starfsmanna að spá um verðþróun Besti jóla- glugginn í mið- bænum VERSLUNIN í húsinu Ingólfs- stræti 5 hlaut í gær viðurkenn- ingu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir bestu gluggaútstillinguna jólin 1998. Þrjár verslanir í miðborginni hlutu einnig viðurkenningu fyrir gluggaútstillingar fyrir jólin í ár frá Þróunarfélaginu: Jón og Osk- ar, Laugavegi 61, GIoss, Lauga- vegi 1 og Flex, Bankastræti 11. Verslanir Jóns og Óskars og Flex hafa áður hlotið viðurkenningu fyrir vandaðar jólaútstillingar frá félaginu. Undanfarin sjö ár hafa verið veittar viðurkenningar fyrir bestu jóla-gluggaútstillinguna í miðborg Reykjavíkur. I fyrstu voru það samtök kaupmanna í miðborginni sem stóðu fyrir þessari viðurkenningu, en síð- ustu þijú ár Þróunarfélag Reykjavíkur. I fréttatilkynningu kemur fram að tilgangurinn með viður- kenningunni sé að hvetja kaup- menn og verslunarfólk til að vanda til gluggaútstillinga og leggja þar sitt af mörkum til að skreyta miðborgina fyrir jóla- hátíðina. STJÓRN Verðbréfaþings íslands telur að það sé ekki hlutverk starfsmanna Verðbréfaþings Is- lands að spá um líklega verðþróun á einstökum hlutabréfum eða ein- stökum fyrirtækjahópum. I Morgunblaðinu sl. föstudag kom fram að Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, hafi sent stjórn Verðbréfaþings Islands bréf þar sem kvartað er yfir því hvernig framkvæmdastjóri Verðbréfaþings blandaði sér í umræðu um efna- hagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í kvótamálinu með spádómum um það hver yrði líkleg verðþróun á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrir- tækjum. Að sögn Eiríks Guðnasonar, stjórnarformanns Verðbréfaþings Islands, var bréf Þórarins rætt á stjórnarfundi Verðbréfaþings í gær og var stjórn þingsins sam- mála um að það hafi verið óheppi- legt að orð framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, Stefáns Halldórs- sonar, væru túlkuð sem spá en það mun ekki hafa verið ætlun hans að spá um verð hlutabréfa heldur ein- ungis að taka dæmi um það sem gæti gerst. Eiríkur segir að stjórn Verðbréfaþings muni ekki bregð- ast að öðru leyti við bréfi fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins. Býður Sony í Newcastle United? London. Reuters. ENSKA úrvalsdeildarliðið Newcastle United segist hafa átt í undirbúningsviðræðum, sem geti leitt til 160 milljóna punda tilboðs um yfirtöku. Að sögn Newcastle verður ekkert tilboð lagt fram fyrr en brezka einokunar- og sam- runanefndin, MMC, hefur gef- ið skýrslu um milljarðs dollara tilboð sjónvarpsrisans BSkyB í Manchester United Plc. MMC hefur frest til 12. marz til að gefa skýrslu um það tilboð, sem er talinn próf- steinn á afstöðu eftirlitsyfir- valda til tilrauna fjölmiðlahópa til að yfirtaka brezk knatt- spyrnulið. 160 pens á bréf? Yfirlýsing Neweastle kom í kjölfar fréttar í Daily Mail um að japanski rafeindatækjaris- inn Sony Corp hafi boðið 160 pens á hlutabréf í viðræðum við fulltrúa Newcastle í síðustu viku. Talsmaður Sony sagði að tal um áhuga fyrirtækisins á liðinu væri „hreinar bollalegg- ingar.“ Verð hlutabréfa í Newcastle lækkaði um 6% eftir yfirlýs- ingu liðsins, en hafði komizt í 125 pens. Ef boðin verða að minnsta kosti 110 pens á hluta- bréf, eins og talað er um, er liðið um 160 milljóna punda virði. Fjölmiðlar hei-ma að band- aríska fjölmiðlafyrirtækið Time Warner kunni einnig að bjóða í Newcastle. Loka 127 búðum eða selja þær Montvale, New Jersey. A&P, sem rekur stórverzlana- keðjur í einstökum hlutum Bandaríkjanna, hyggst loka 127 verzlunum, eða selja þær, og opna 175-200 nýjar stór- verzlanir til að auka hagnað. Fyrirtækið, sem heitir réttu nafni Great Atlantic & Pacific Tea Co., segir að verzlanir þær sem lokað verði hafi staðið sig illa og að þær séu á ýmsum stöðum víðs vegar í Bandaríkj- unum og Kanada. A&P gerir ráð fyrir 22 millj- óna dollara hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, eða 57 se'ntum á hlutabréf. í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxla í eftirfarandi flokkum: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlaðhámark tekinna tilboða* RV99-0316 16. mars 1999 3 mánuðir 1.5SS 1.S00 RV99-0618 18. júní 1999 6 mánuðir 0 500 RV99-1217 17. desember 1999 12 mánuðir 0 500 Þús. kr. 7.000 Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 10. desember, 19.43 3 milljnnir króna. Áætluð hámarksstærð og sala 16. desember 1998 og 5. og 13. janúar 1999. 3 mán 6 mán Gjalddagar H Staða 10. desember 1998 -] Áætluð sala 16. desember 1998 BH Áæduð sala 5. janúar 1999 B Áætluðsala 13. janúar 1999 Áæduð áfylling síðar I I I I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.