Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 18

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ GOSIÐ í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson sérfræðingur í Grímsvötnum virti fyrir sér gosið í gær Gosbeltin Bárðarbunga K'ú ld« kv Is tdrl I jökuíl YyA [ í Gossprungan haustiö 1996 VATNA- JÖKULL Grímsvptn Oskugeirinn leggst í suðausturátt undan hægum vindi 'ungnaár- Hlaúprásin Skaftafel Gossprungan er um1,3 km Vatnshamar rímsfjall Svíahnukur vestri Grímsvötn besti staðurinn fyrir gos í Vatnajökli Gosinu, sem hófst í Grímsvötnum í gær, fylgir ekki hætta á hamförum eins og urðu vegna gossins í Vatna- jökli árið 1996. Pétur Gunnarsson ræddi við vísindamenn á flugi yfír gosstöðvarnar. EKKI er talin yfirvofandi hætta á hlaupi úr Grímsvötnum í kjölfar gossins sem hófst þar í gærmorg- un. Upptök gossins eru við suður- strönd Grímsvatna sjálfra, á svip- uðum slóðum og gos kom upp á 1983 og 1934. Um hádegi í gær, þegar flogið var yfir jökulinn, gaus á þremur stöðum úr spnmgu sem er talin um 1 km löng og um 300 metra breið. Mökkurinn náði upp í 10 þúsund metra hæð, og var tvö- falt hærri en í síðasta gosi á sama stað. „Grímsvötn eru í raun besti stað- urinn í Vatnajökli til að fá gos,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla Islands, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar yfir gosstöðvunum í gær. Hann sagði enga hættu á viðlíka hamföram vegna hlaups og þeim sem urðu í kjölfar eldgossins 1996, en það átti upptök sín í Gjálp, um 15 km norðar í Vatnajökli. „I Grímsvötnum er vatn fyrir. Gosið bræðir ísinn ofan á vatninu. Par af leiðandi hækkar vatnsborð ekki að ráði í Grímsvötnum við gos. Ef þetta gos heldur áfram svona er þess vegna ekki við því að búast að það verði stór hlaup í kjölfarið; til þess þarf eitthvað nýtt að gerast.“ Gosið hófst um klukkan 9.20 í gærmorgun. Páll Einarsson, pró- fessor á Raunvísindastofnun Há- skóla Islands, sagði í símtali við blaðamann í gær, að jarðskjálfta- hrinan, sem var beinn undanfari eldgossins og gaf til kynna að kvika væri að brjótast til yfirborðsins, hefði farið af stað klukkan 3.30 í gærmorgun. „Síðan var viðvarandi smá- skjálftavirkni til klukkan 9.20; þá hættu skjálftar og við tók stöðugur órói, sem var vísbending um að gos- ið væri hafið,“ sagði Páll. Hann sagði að 10 mínútum síðar hafi gosmökkurinn sést og þvf hafi gosið verið mjög fljótt að brjótast upp fyrir íshelluna. Ishellan yfir Grímsvötnum er tal- in um 200 metra þykk en Páll sagði að svo virtist sem gosið hafi orðið undir þunnri íshellu við suður- strönd Grímsvatna, í kverk þar sem íshella mætir fjallinu. „Þarna gæti þess vegna verið meira eða minna íslaust,“ sagði hann. Gossprungan um 1 km að lengd Um hálfri annarri klukkustund eftir að gos hófst fór flugvél Land- helgisgæslunnar á loft frá Reykja- vík með vísindamenn, tvo ráðherra, fulltrúa Almannavarna og blaða- menn innanborðs. Sveimað var yfir gosinu í um það bil klukkustund um hádegisbilið, en þá var gosvirknin í hámarki. Efth’ að hafa virt iyrir sér ummerkin sagði Magnús Tumi Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið að í sam- anburði við þau tvö gos, sem þekkt era á sama stað, virtist þetta stærra en gosið 1983 en svipað því sem varð 1934; hins vegar væri þetta talsvert minna en gosið í Gjálp fyrir 2 áram. „Það gýs úr sprangu undir öskj- unni. Það má greina þrjú virk gos og gossprungan gæti verið allt að einn kflómetri á lengd. Þarna era komin göt í íshelluna og era þau nokkur hundrað metrar í þvermál,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði að aska dreifðist ekki mjög mikið enn sem komið væri. „Það getur aukist eftir því sem gígarnir koma upp úr vatninu en það getur líka dregið úr gosinu án þess að meira verði úr. Framvindan mun segja okkur til um það.“ Magnús Tumi sagði að gosið sem varð 1983 hefði staðið í 5-6 daga en gosið 1934 i um tvær vikur; þó ekki með öskufalli allan tímann. „Það virðist sem kraftmikil gos standi stutt,“ sagði hann. Um aðdraganda gossins sagði Magnús Tumi að undanfarið ár hefði orðið vart við aukinn jarðhita á Grímsvatnasvæðinu, sem gæti bent til að Grímsvötn væra að þenj- ast út. Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefði einnig aukist. Menn hefðu haft vara á sér gagnvart svæðinu en þó enga fullvissu um að gos væri á næsta leiti. Strax jafnstór gígur og eftir gosið 1983 Prófessor Helgi Björnsson jökla- fræðingur var einnig í flugvél Landhelgisgæslunnar og sagði að sér virtist öskufall nú meira en árið 1983. „Það leggur töluvert mikinn öskumökk og öskugeira til suðaust- urs; í átt að Öræfajökli,“ sagði Helgi. Um hádegi náði askan 20 Morgunblaðið/RAX GOSMÖKKURINN brýst upp með gífurlegum krafti. km til suðausturs frá eldstöðvun- um. „Nú þegai’ hefur gosið myndað gíg, sem er jafnstór og sá sem myndaðist í gosinu 1983. Gosmökk- urinn er talsvert hæn-i en 1983, sem þýðir að það er meiri kraftur að neð- an. Mökkurinn nú er kominn í 10 km hæð en 1983 fór hann í 5 kílómetra hæð. Sú spurning vaknar hvort þetta sé minna en gosið, sem varð þarna 1934. Þá er sagt að gosmökk- urinn hafi farið í 13 km hæð og ég gæti trúað að gosið 1934 hafi verið stærra, þótt ég treysti mér ekki til að meta það,“ sagði Helgi. Hann sagði að vegna þess að gos- ið kemur upp undir Grímsvötnum, bæti það engu vatni í Grímsvötn. „Þetta bræðir bara ís, sem er inni í sjálfum vötnunum, þetta er á mjög hentugum stað hvað það varðar. Einnig varðandi það að þetta er langt frá ísstíflunni. Þannig að það er ekki ástæða til að ætla að þetta valdi hlaupi eins og 1996. Þá gaus norðan við vötnin. Bræðsluvatn rann niður í vötnin og bættist í þau. Það endaði með þessu risastóra hlaupi, sem við munum efth-.“ Lítið í Grímsvötnum Helgi sagði að í stóra hlaupinu hefði ísstíflan úr Grímsvötnum laskast og síðan hefði oft seitlað úr vötnunum. Síðustu mánuði hefur safnast vatn þar fyrir en Helgi sagði að nú væri aðeins hálfur rúm- kflómetri í Grímsvötnum, þremur rúmkílómetrum minna en fóru í síð- asta hlaupi. Helgi sagði að lengd gossins mundi ekki hafa áhrif á bráðnun íss; gosið mundi aðeins bræða það sem er í vatninu íyrir. Dragist gosið á langinn geti það hins vegar gerst að hiti í vötnunum hækki. Það gæti flýtt hlaupi en þó yrði það aldrei mikið meðan vatnsmagnið væri ekki meira en hálfur rúmkflómetri. Síðdegis í gær sagði Páll Einars- son, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla íslands, að áframhald hefði orðið á óróa á jarðskjálftamælum, en þó virtist eins og nokkuð hefði dregið úr umbrotum frá því um há- degisbilið. Vegagerðin gaf út viðvöran um klukkan 14 í gær þess efnis að til þess kynni að koma að þjóðvegum í Oræfum yrði lokað vegna hættu á hlaupi. Páll Einarsson sagði að þetta ætti sér þá skýringu, að vatnshæðarmælir í Grímsvötnum hefði sýnt lækkandi vatnshæð um hádegið í gær. Önnur mæling um klukkan 15 sýndi hins vegar að um var að ræða flökt og óreglulegar hreyfingar en ekki vaxandi hættu á hlaupi. A Raunvísindastofnun Háskólans er vakt við jarðskjálftamæla í Grím- svötnum og sagði Páll að þar yrði fylgst með umbrotunum, auk þess sem flogið verði yfir gossvæðið reglulega. Ekki þyki hins vegar gagn að því að senda vísindamenn upp á jökul, að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.