Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 60

Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 60
60 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MARGRET SELMA MAGNÚSDÓTTIR + Margrét Selma Magnúsdóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 13. ágúst 1926. Hún iést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína María Ingi- björg Guðmunds- w dóttir, f. 10.8. 1893, d. 13.6. 1988 og Magnús Helgi Helgason, f. 21.12. 1896, d. 31.12. 1979. Hún átti einn bróður sem lést ungur, Helgi Guðmundur, f. 23.6. 1924, d. 12.11. 1939. Einnig átti hún fósturbróður, Martein Jónsson, f. 17.2 1912, d. 14.5. 1932. 2. maí 1948 giftist Selma Svavari Einari Einarssyni, f. 29.7. 1920 að Ási Hegranesi. Foreldrar: Valgerður Jósafats- dóttir, f. 17.8. 1886, d. 17.6. 1922 og Einar Guðmundsson, f. 3.3. 1894, d. 26.7. 1975. Selma og Svavar eignuðust 4 börn: 1) Helenu Jónínu, f. 20.7. 1948, maður hennar er Reynir Barð- dal, eiga þau 5 börn, Svavar, maki hans er Eva Jóhanna Óskarsdóttir og eiga þau tvær dætur, Helenu Þórdísi og Önnu Valgerði. Selmu, maki hennar er Róbert Óttarsson, eiga þau eina dóttur, Lindu Þórdísi. Óla Sigurjón, Sesselju Ingibjörgu Elsku amma, nú ert þú laus við þær þjáningar sem þú hefur þurft áð bera síðustu árin og vonandi líður þér betur núna, þó kvartaðir þú aldrei og sýndir mikið æðraleysi og dugnað. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á þig fara svona illa að geta ekki gengið og ekki talað við okkur, því við vissum að þú hafðir margt að segja okkur og vildir alltaf fylgjast með okkur. En minningin um þig, eins og þú varst áður, lifir, þegar þú varst í fullu fjöri á Grund- arstígnum og við voram alltaf svo innilega velkomnar hvenær sem var. og Magnús. 2) Marta Valgerður, f. 23.11. 1951, maður hennar er Sigurður Júlíus Sigurðsson, eiga þau 3 börn, Svövu Margréti, Einar Frey og Gylfa Má. 3) Magnús Ein- ar, f. 28.10. 1954, kona hans er Ragn- heiður Guðrún Baldursdóttir, eiga þau eina dóttur, Kristínu Elfu, maki hennar er Sigurpáll Þór Aðalsteinsson, hans dóttir er Brynja Dögg. 4) Sigríður, f. 26.6. 1958, maður hennar er Hallur Sigurðsson, eiga þau 3 dætur, Guðrúnu Ösp, Margréti Helgu og Bryndísi Lilju. Selma stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum og lauk verslunarprófi frá Samvinnu- skólanum 1946. Selma og Svavar stofnuðu heimili á Sauð- árkróki þar sem þau hafa alltaf búið. Byggðu sér hús að Hóla- vegi 15 og bjuggu þar til ársins 1982 er þau fluttu á Grundar- stíg 24. Hún var lengst af heimavinnandi, en hefur starf- að við ýmis skrifstofu- og versl- unarstörf og síðast á saumastof- unni Vöku. Einnig vann hún mikið að félagsmálum. Utför Selmu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fjölskyldan var þér allt, þú vakt- ir yfir velgengni okkar allra og sýndir öllu áhuga sem við vorum að gera, alltaf fóram við t.d. með ein- kunnablöðin til þín og sýndum þér, því þú sýndir náminu alltaf svo mik- inn áhuga og aðstoðaðir okkur, ef þurfti, þú kunnir svo margt og hafð- ir alltaf tíma til að hjálpa okkur. Minnisstæð era okkur ljóðin, máls- hættirnir og orðtökin sem þú kastaðir fram og hafðir gaman af þvi að útskýra fyrir okkur merking- una. Kimnigáfa þín var mikil og átt- ir þú einstaklega auðvelt með að sjá t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, PÁLS Á. PÁLSSONAR skipstjóra, Þormóðsgötu 21, Siglufirði. Jón Gunnar Pálsson, Sigþóra Oddsdóttir, Guðmundur Pálsson, Rósa Eiríksdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, stjúpföður, tengda- föður, afa og langafa, HELGA HANNESSONAR kennara og fyrrverandi forseta Alþýðusambands íslands, Stigahlíð 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Sólvangi í Hafnarfirði, einnig til hjúkrunarfóiks Heilsugæslustöðvarinnar í Drápuhlíð. broslegar hliðar á hlutunum og gast gert alla hluti svo skemmtilega, meira að segja var tilhlökkun að taka upp með þér kartöflurnar á haustin, þú komst alltaf með fulla tösku af nesti og góða skapið. Þú gerðir líka grín að sjálfri þér og gantaðist meira að segja með veik- indi þín, bara til að létta okkur. Þú vildir hafa fólkið þitt hjá þér og oft vora búin til tilefni til að hittast og hafa gaman. Fastir punktar voru, eins og t.d. annar í jólum, þegar all- ir komu til ykkar afa í kjúklinga og heimatilbúna ísinn þinn og þorra- blótin sem eru ógleymanleg. Þú varst á þönum við að þjóna okkur sem best og settist varla til að borða sjálf. Þú gerðir allt svo vel, varst svo vandvirk, sama hvað þú gerðir, hvort það var við matinn, þvottinn, prjónaskapinn, garðinn þinn eða heimilið. Sjálf varst þú líka alltaf svo fín og vel til höfð. Það eru svo ótal margar minningar sem við eig- um til að ylja okkur við, ein af þeim er þegar við fjölskyldan fórum hringveginn með ykkur afa sumarið 1991, og horfum við oft á mynd- bandið sem við eigum úr þeirri ferð. Einnig munum við eftir hvað þú varst dugleg að fara í berjamó með okkur, og allar fjöraferðirnar og fleira og fleira. Við teljum það hafa verið forrétt- indi að eiga ömmu og afa svona stutt frá heimilinu og geta skroppið til þeirra eða fengið að vera í pössun þegar við voram litlar. Þá var sest niður og spilað við okkur og spjallað og ekki leið á löngu áður en fullt af góðgæti var komið á borðið. Tómlegt verður að hafa þig ekki hjá okkur á aðfangadagskvöld, elsku amma, en við höfum alltaf verið saman það kvöld, fyrstu árin heima hjá ykkur afa en síðari heima hjá okkur. Elsku afí, Guð styrki þig í sorg- inni, en þú varst ömmu ómetanleg- ur styrkur og gerðir allt eins vel og hægt er að hugsa sér til að létta henni og hjálpa í veikindunum. Elsku amma, sárt er að kveðja þig, hafðu þökk fýrir allt og allt. Guð veri með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guðrún Osp, Margrét Helga og Bryndís Lilja. Jæja, amma, nú skilja leiðir okk- ar að sinni. Mér verður hugsað til þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum saman, og ég er þakklátur fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu njótandi að hafa átt jafn góða að og þig. Strax í vöggu tókst þú mig að þér, meðan mamma mín var í sínu námi, og var ég á heimili ykkar mín fyrstu ár og tengdi það okkur sterk- um, órúfanlegum böndun. Síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir og mér hefur oft verið hugsað til þess hversu erfitt það hlýtur að hafa. ver- ið fyrir þig að hafa ekki getað spjall- að við mig eins og þú varst vön. Þegar ég sest niður í eldhúsið á Grandarstígnum rifjast upp margar góðar stundir, þegar þú varst að hjálpa mér með lærdóminn og varst óþreytandi við að hvetja mig við námið, eða þegar að við sátum bara og spjölluðum um heima og geima, hlógum og gerðum að gamni okkar. Það er sárt að horfa á eftir ástvini sem þér, sem alltaf varst mér svo góð og alltaf vildir mér svo vel, varst til staðar þegar að ég vildi tala við einhvern sem var tilbúinn að hlusta, gefa góð ráð og leiðbeina. Við fráfall þitt myndast tómarúm og skarð sem verður erfítt að fylla, en góðu minningarnar um þig munu fylgja mér og ylja um ókomna tíð. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sin Ijóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt ogveröldinljúfoggóð. Og dagurinn leið í djúpi vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðm.) Svavar Sigurðsson. Elskuleg amma okkar er dáin og viljum við sýstkimn kveðja hana með fáeinum orðum. Á sorgarstundu er gott að ylja sér við ljúfar minningar sem við eigum svo ótalmargar um „ömmu á Sauðó“. Alltaf var hún svo góð og umhyggjusöm og fylgdist með öllu sem var að gerast hjá okkur krökkunum. Skipti þá ekki máli hvað það var; námið, íþróttimar eða tón- listarskólinn. Þannig gerði hún fjar- lægðina á milli okkar minni en hún var í raun og vera. Okkur systkinunum á eftir að fmnast skrítið að sjá hana ekki fram- ar þegar við komum í heimsókn á Krókinn. Það var alveg sama hvort við komum á Grundarstíginn að nóttu eða degi, aldrei skorti kræs- ingarnai'. Og alltaf þegar við fóram heim til Keflavíkur gáfu amma og afí okkur sínar fímm hundrað krónum- ar hverju til að kaupa nammi fyrir á leiðinni. Þó svo að maldað væri í mó- inn var það aldrei tekið til greina. Amma var iðin við að prjóna og ávallt passaði hún upp á að við ætt- um nóg af sokkum og vettlingum. Fyrir fjórum árum greindist amma með krabbamein. Þá dvaldist hún oft hjá okkur á meðan á læknis- meðferð stóð og gátum við þá fylgst með baráttu hennar við sjúkdóm- inn. Hvílíkt æðruleysi sem hún Sjón er sögu ríkari Öðruvísi blómabuð Þórunn Bjarney Garðarsdóttir, Hanna Ragnheiður Helgadóttir, Helgi Þór Helgason, Erla Margrét Helgadóttir, Haukur Helgason, Anna Þórunn Halldórsdóttir, Kristín Jóna Halldórsdóttir, Garðar Halldórsson, Steffen Simbold, Guðbjörg H. Gylfadóttir, Gunnar G. Vigfússon, Sigrún Davíðsdóttir, Ágúst Þorsteinsson, Inga Jónsdóttir og fjöiskyidur. blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 sýndi og hve dugmikil hún var. Áldrei kvartaði hún og þrátt fyrir veikindi sín fylgdist hún áfram með okkur. Á krabbameininu sigraðist amma en eitt leiddi af öðru og fljót- lega fór að halla undan fæti. Síðast- liðin tvö ár var amma meira og minna á sjúkrahúsi og þó að hún gæti ekki tjáð sig þá fylgdist hún vel með öllu. Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman. Við biðjum góðan Guð að varðveita yndislegan afa okkar og styrkja hann í sorginni. Svava Margrét, Einar Freyr og Gylfi Már. Hún amma hefur kvatt okkur. Við vissum að hún gæti ekki sigrast á veikindum sínum, von um bata minnkaði jafnt og þétt og óðum styttist í kveðjustundina. Þótt vitað væri í hvað stefndi var fréttin af and- láti ömmu þung og sorgleg. Það er erfitt að kveðja gott fólk og amma var góð kona sem vildi allt lyrir mig og hin barnabömin sín gera og hún hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Amma mun alltaf eiga sinn stað í huga mínum og hjarta og þótt hún hafi kvatt mun hún áfram lifa með mér í minningunni. Þó að hjart- að sé fyllt söknuði er ég líka glöð. Glöð og ánægð yfir því sem hún amma gaf mér, þeim stundum sem við áttum saman og minningunum sem þær skilja eftir, því þann fjár- sjóð getur enginn tekið frá mér. Amma fylgdist vel með fjölskyldu sinni og mun sjálfsagt gera það áfram þannig að okkur er eins gott að slaka ekkert á heldur standa okkur áfram. Hún lagði mikið upp úr menntun og vildi að við stæðum okkur á því sviðinu, enda var það fastur liður í gegnum skólagönguna að leggja leið sína til ömmu með einkunnablaðið og hljóta blessun hennar og auðvitað að fá að drekka í leiðinni. Heima hjá ömmu og afa mátti alltaf töfra eitthvað fram úr búrinu. En það voru oft fleiri búr en matai’búrin í eldhúsinu hjá ömmu og afa því eins og ég sagði var barnabörnunum bjargað ef á þurfti að halda þannig að þar lentu gælu- dýrin og var þá oft hamagangur á hóli. Hamagangurinn og fjörið hef- ur þó sennilega með hámarki í hin- um alræmdu jólaboðum þegar amma smalaði saman börnum, tengdabörnum og barnabörnum í mikla átveislu sem stóð frá morgni til kvölds. Það fara margar góðar minningar um hugann, enda fékk ég að njóta samveru við ömmu í rúma tvo ára- tugi. Eg kveð því ömmu með bestu þökk fyrir samverastundirnar, sem eru mér ómetanlegar. Elsku amma, bestu þakkir fyrir allt og allt. Elsku afí, pabbi, Helena, Marta, Sirrý og fjölskyldur, megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar og sökn- uði. Kristín Elfa. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararsfíóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.