Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 67 AÐSENDAR GREINAR habíba Oboðinn gestur í veislunni RIKISSTJORN Is- lands er ríkisstjórn skömmtunarinnar. Hún vill skammta þeim sem henni hentar þau gæði sem landið okkar býður upp á, hvort sem það eru auð- lindir í iðrum jarðar, í sjónum eða hugvitið í líftækniiðnaðinum. Umræðan um kvót- ann, hálendið, jarðhit- ann og gagnagrunninn einkennist af því að annars vegar er það ríkisstjórnin sem vill úthluta þessum gæð- um til þeirra sem henni þóknast og hins vegar ein það þeir sem tala fyrir fjöldann sem ekki fær að vera með í veisl- unni. Þeir sem vilja að allir lands- menn eigi sanngjarnan rétt til að njóta gæðanna sem um ræðir. Rík- isstjórnin vill ekki jöfn tækifæri á meðal landsmanna til að nálgast þessi verðmæti, hún vill úthluta þeim til útvalinna og veisluhöldin um kvótann hafa nú staðið í 15 ár. Hæstiréttur ógnar veisluhöldunum Þá gerist það að æðsti dómstóll þjóðarinnar gerist boðflenna í partíi rikisstjórnarinnar og kveður upp dóm sem á eftir að hafa gífur- leg áhrif á það á hvern hátt er hægt að úthluta veiðiheimildum í framtíðinni. Hæsth'éttur hefur með svokölluðum kvótadómi stöðvað veisluhöldin og dæmt að þau brjóti í bága við jafnræðisreglu og at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrár- innar. Dómurinn tekur ótvírætt til úthlutunar veiðiheimilda og það mat ríkisstjórnarinnar að hann nái aðeins til úthlutunar veiðileyfa, þ.e. 5. gr. laganna um stjórn fiskveiða er í raun ótrúlega ófýrirleitin túlk- un. Með því er verið að segja að Hæstiréttur skilji ekki muninn á gi'undvallarhugtökum laganna, þ.e. veiðileyfi annars vegai' og veiði- heimild hins vegar, því í dóminum er talað um veiðiheimildir og for- sendui' við úthlutun þeirra. Við- brögð ríkisstjórnarinnar við dómi þessum eru reyndai' öll með ólík- indum, ráðherrar hafa ýmist haldið því fram að hann skipti ekki máli af því að það hafi aðeins verið fimm dómarar sem dæmdu í málinu, eða að það þyrfti að breyta stjórnar- skránni úr því að lögin um stjórn fiskveiða brytu í bága við hana, eins og utanríkisráðherra hefur ljáð máls á! Það er afar sérstakt að ráðherrar skuli leyfa sér slík um- mæli, því þau ógna beinlínis grundvallar- stoðum stjórnskipunar okkar og mannréttind- um landsmanna. Óréttlætinu hnekkt Lögin um stjórn fískveiða hafa verið umdeild frá upphafi, ekki síst sá máti sem þar er ákveðinn um að úthluta veiðiheimild- um til tiltekins hóps manna sem höfðu róið Bryndís til fiskjar á ákveðnu Hlöðversdóttir tímabili. Sú fram- kvæmd hefur valdið meiri og meiri óánægju í tímans rás, ekki síst þegar kerfið verður grónara, hópur hinna útvöldu hefur Það er hægt að fara þá leið að bjóða upp þær veiðiheimildir sem til ráðstöfunar eru, segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, eða leigja þær út til árs í senn í stað þess að deila þeim út til útvalins hóps. augljós forréttindi á kostnað ann- arra og þá hefur það valdið úlfúð þegar menn horfa upp á fólk auðg- ast á veiðiheimildum sem það hefur erft frá einhverjum öðram, án þess að hafa nokkurn tíma komið ná- lægt útgerð sjálft. Ákvæðið í 1. gr. laganna um að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar verður æ hjákátlegra í ljósi þessarar fram- kvæmdar og óánægja fjöldans eykst. Fjölmargir hafa verið til að benda á þetta óréttlæti á umliðnum áram en með dómi Hæstaréttar verða ákveðin vatnaskil. Þar era núverandi leikreglur við úthlutun veiðileyfa og veiðiheimilda dæmdar í bága við tvö stjómarskrárákvæði, Hæstiréttur segir að forsendurnar sem við notum við úthlutun veiði- heimilda standist ekki og þó að til- teknar aðgerðir, sem kunni að fela í sér mismunun á milli manna, eigi rétt á sér í nafni verndunar fiski- stofna, þá mega þær aldrei verða til frambúðar. Yfirklór ríkisstjórnarinnar nægir ekki Ríkisstjórnin hefm' í kjölfar dómsins farið þá leið að breyta bara 5. gr. laganna um stjórn fisk- veiða, en ekki þeirri grein sem fjallar um úthlutun sjálfra veiði- heimildanna. Það er fráleitt að telja að slíkt yfirklór sé nægilegt til að koma til móts við gagnrýni HR, því eftir sem áður er mismununin enn við lýði við úthlutun veiðiheim- ildanna. Forsendur þeirrar úthlut- unar eru þær sem dómurinn tínir til, þ.e. ákveðin skip sem haldið var úti á öndverðum níunda áratugnum eða hafa komið í stað slíkra skipa og þær forsendur standast ekki að mati dómsins. Svo einfalt er það. Til að koma til móts við gagnrýni Hæstaréttar þarf í fyrsta lagi að setja sólarlagsákvæði í lögin, til að svara því að ekki megi festa kerfið í sessi um ókomna tíð. I öðra lagi tel ég að það þurfi að afnema nú- verandi kerfi um úthlutun veiði- heimilda og fara leið sem nálgast markmiðið um að nytjastofnarnir í sjónum séu í sameign þjóðarinnar. Tryggja þarf jöfn tækifæri og heilbrigða samkeppni í gegnum tíðina hefur verið bent á leiðir til að koma til móts við gagnrýni sem fram hefur komið á núverandi kerfi. Það er t.d. hægt að fara þá leið að bjóða þær veiði- heimildii' sem til ráðstöfunar era upp eða leigja þær út til árs í senn í stað þess að deila þeim út til útval- ins hóps. Slíku kerfi mætti koma við í áföngum, til þess að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun í kjöl- far kollsteypu kerfisins sem nú er við lýði. Gjaldið fyrir leiguna gæti rannið í ríkissjóð eða í sjóð sem yi'ði varið til rannsókna, þróunar og frekari verkefna, eftir því hversu mikið það væri. Með slíku kei'fi stæði landsmönnum að minnsta kosti til boða jafn aðgang- ur að því að nýta auðlindina, í stað þess að útvalinn hópur nyti forrétt- inda á grundvelli sem ekki stenst stjórnarskrá. Höfundur er þingmaður A Iþýðu Imndalagsins. GANGA I GAMÐ ». 1 £' Jóladagskrá íFjölskyldu og Húsdýragardinum í dag, laugardag: Kl. 13:00 Ungir meðlimir Harmonikkufélags Reykjavíkur leika ljúfa jólatóna Kl. 13:00 Sigurður Gíslason matreiðslumaður úr Perlunni sker út listaverk úr ís og hver voil nema þú getir fengið að spreyta þig! Kl. 14:00 Lúðrasveitin Svanur leikur nokkurjólalög Kl. 15:00 Skyrgám ber að garði Á inorgun, sunnudag: Kl. 14:00 Jólaball meö Geirfuglunum! Bjúgnakrækir fer á kreik og fieira óvænt Jólasvcinn kemur í heimsókn á hverjurn degifram að jólum! TM ■ HÚSGÖGN l SíSumúla 30 -S!mi 568 6822 55 FJOL5KYLDU- OC HÚSDÝRAGARÐURINN Lnuganlal. Hafrarell v/ltngjaveg, 104 Ilevkjatík Sími 553 77(M), Fax 553 7140 SEXTIU OG SEX NORÐUR Verslanir 66°N: Faxafeni! 2 s: 588 6600 og Skúlagötu 51 s: 552-7425 ||mbl his LLTA/= e/TTH\/AT> A/V'/ /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.