Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 70
v 70 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Aðventa Jólasöngvar í Neskirkju JÓLASÖNGVAR verða í Neskirkju sunnudag kl. 14. Þá verður breytt út af hefðbundinni guðsþjónustu og góðir gestir fengnir í heimsókn. Að þessu sinni mun kór Mela- skóla syngja undir stjórn Jóhönnu Bjarnadóttur og Ekkókórinn undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við undirleik Sólveigar Jónsson. Katrín Guðleifsdóttir ki-istniboði segir frá jólaminningu í Eþíópíu. Þá mun Kanga kvartettinn koma fram og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja einsöng. Reynir Jónasson leikur undir fjöldasöng og sr. Frank M. Hall- dórsson flytur hugleiðingu. Jólafastan í Digranes- kirkju LÍKT og gert var í fyrra hefur jólafastan í Digraneskirkju ein- kennst af fórnai'vilja og líknarstarfi. Þass vegna höfum við tengt mann- úðarmál við allar helgistundir jóla- föstunnar á sunnudagskvöldum. Þeir sem vilja leggja lið eru hvattir til að hafa samband við sóknarprest eða kirkjuvörð á opnunartíma kirkj- unnar. Okkur vantar kökur og með- læti til stuðnings góðu málefni. Allir gefa framlag sitt og hvað sem inn kemur rennur óskipt til þess mál- efnis sem kynnt er. Helgistundirnar hafa allar verið í höndum leik- manna. Við sem höfum staðið í und- irbúningi aðventunnar fínnum að heilagur andi er að leiða okkur í þessu starfí. Allir sem koma að verki eru fórnfúsir og ganga glaðir til verks. Biðjum fyrir kristniboði og kristilegu hjálparstarfí og vænt- um góðrar uppskeru í lifandi trú með glöðu hjarta. Fjórða og síðasta sunnudag að- ventunnar, (20. des.) á kyrrðarstund með Samkór Kópavogs ætlar sr. Kjartan Jónsson kristniboði að kynna okkur starfsemi Kristniboðs- sambandsins. Við þetta tækifæri ætlum við einnig að taka á móti söfnunarbaukunum „brauð handa hungruðum heimi“ íyrir Hjálpar- starf kirkjunnar. Fé sem safnast við kaffíð á eftir rennur óskipt til Kristniboðssambandsins. Allir kirkjugestir fá litprentað dagatal frá Kristniboðssambandinu að gjöf. Tónlistarflutningur kvöldsins er á vegum Samkórs Kópavogs undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur. Stjórnun og undirbúningur er í höndum Kórs Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson Aðventutónlist- arguðsþjónusta í Hafnar- fjarðarkirkju SUNNUDAGINN 20.desember, sem er fjórði sunnudagur í aðventu, verður haldin síðasta tónlistarguðs- þjónusta aðventunnar í Hafnar- fjarðarkirkju. I tónlistarguðsþjón- ustu er höfuðáhersla lögð á tónlist- ina, bænina og íhugunina. Hefst tónlistarguðsþjónustan kl. 11.00. í tónlistarguðsþjónustunni verður tekið við söfnunarbaukum Hjálpar- starfs þjóðkirkjunnar. Þema guðs- þjónustunnar er „Kristin trú og réttlætið“. Eyjólfur Eyjólfsson og Elínborg Ingunn Ólafsdóttir annast tónlistarflutning og leika þau hátíð- leg tónverk í tilefni aðventu og jóla á þverflautu og fiðlu. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Samtímis fer fram barnastarf í safnaðarheimilinu Strandberg og munu börnin hefja stundina með því að leggja fram sína söfnunarbauka í tónlistarguðs- þjónustunni. Eftir tónlistarguðs- þjónustu og bamastarf sameinast börn og fullorðnir í kaffí í safnaðar- heimilinu. Jólatrésskemmt- un í Vinaminni JÓLATRÉSSKEMMTUN kirkju- skólabarna, bæði yngri og eldri, í Safnaðarheimilinu Vinaminni, í dag, kl. 11. Foreldrar eru líka velkomnir. Jólasöngvar í kirkjunni, sunnudag, kl. 14. Kirkjukórinn og kór eldri borgara syngja. Almennur söngur. Fjölmennum! Sóknarprestur. Aðventusöngvar við kertaljós AÐVENTUSÖNGVAR við kerta- Ijós verða í Háteigskirkju sunnudag kl. 20.30. Fjölbreytt aðventu- og jólatónlist verur flutt af kór, ein- söngvara og einleikurum. Ræðu- maður er Einar Kárason, rithöfund- ur. 4. sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Háteigssafnaðar, vígsludagur kirkjunnar. Til margra ára hefur verið vani að koma saman þetta kvöld í kirkjunni, slaka örlítið á við góða tónlist, íhuga tilefni lífs- ins og gjafir Guðs um heilög jól. Að þessu sinni verður m.a. flutt Missa Sancti Joannis de Deum eftir Joseph Haydn, einsöngvari er Hólmfríður Friðjónsdóttir. Hljóð- færaleikarar eru Zbigniew Dubik, Margi'ét Kristjánsdóttir, Lovísa Fjeldsted og Viera Manásek. Kór Háteigskirkju syngur, stjórnandi er mgr. Pavel Manásek, organisti. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Aðventukvöld í Aðventkirkj unni KÓR Aðventkirkjunnar í Reykjavík heldur aðventukvöld sunnudag kl. 20 í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, í Reykjavík. A dagskránni eru fjölbreytt tónlistaratriði og hug- vekja sem Ólafur Kristinsson flytur. Stjórnandi kórsins er Krystyna Cortes. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur á eftir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgang- ur er ókejpis. Jólasöngvar fjölskyldunnar í Bústaðakirkju Á SUNNUDAGINN verða jóla- söngvar fjölskyldunnar í Bústaða- kirkju. Þetta er samvera fyrir alla fjölskylduna, þar sem jólalögin eru sungin og börnin ásamt foreldrum, öfum og ömmum koma saman til kirkju og eiga helga stund. Börn úr Fossvogskóla flytja jóla- guðspjallið í helgileik. Kennarar í skólanum hafa annast undirbúning og þátttaka nemenda verið almenn. Barnakór kirkjunnar syngur við athöfnina undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur, bjöllukórinn spilar ásamt unglingum, sem leika á hljóð- færi undir stjórn Guðna Þ. Guð- mundssonar. Þessar samverur hafa verið fjöl- sóttar og kærkomin stund í erli jól- anna til þess að setjast niður og hugleiða inntak aðventunnar og boðskap heilagra jóla. Látum jólasöngvana hljóma með allri fjölskyldunni og syngjum sam- an um frið og helgi hátíðarinnar. Pálmi Matthíasson. Jólastund sunnu- dagsskóla Arbæjarkirkju LITLU jól sunnudagaskólans er nk. sunnudag kl. 13. Byrjað verður uppi í kirkju þar sem barnakór kirkjunn- ar syngur nokkur lög. Jólaguð- spjallið lesið. Barn verður borið til skírnar. Þá verður farið niður í safnaðarheimilið þar sem ljósum prýtt jólatré bíður stolt eftir að böm og fullorðnir dansi í kringum það. Heitt súkkulaði, ávaxtasafi og piparkökur hvfla róleg á borðum að til þeirra verður tekið af krafti. Þá hefur heyrst af sveinum ofan úr Esjunni sem eiga leið um hverfíð og ætla sér að kíkja í heimsókn á jóla- stundina. Vonumst til að sjá sem flesta. Allir era innilega velkomnir, börn og fullorðnir, pabbar, mömm- ur, afar og ömmur, frændur og frænkur í spariskapi. Starfsfólk sunnudagaskólans og prestarnir. Ensk jólamessa í Hallgrímskirkju UNDANFARIN þrjátíu og fímm ár hefur sú fallega hefð skapast að halda sameiginlega guðsþjónustu á jólaföstu fyrir enskumaelandi fólk, fjölskyldur þess og vini. I ár verður hún haldin í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 20. desember kl. 15. Þetta hefðbundna fonn á jólaguð- þjónustu sem kallast á ensku Nine Lessons and Carols var fyrst notað í King’s College Chapel í Cambridge á Englandi árið 1918 og hefur haldist nánast óbreytt síðan. Guðsþjónustur með þéssu formi eru nú haldnar á sunnudegi í aðventu í mörgum kirkjudeildum um allan hinn enskumælandi heim, fólk úr söfnuðinum les níu ritningargreinar um fæðingu Krists og jólasálmar sungnir á milli. Mótettukór Hallgrímskirkju leið- ir safnaðarsöng undir stjórn org- anistans Harðar Áskelssonar, Daði Kolbeinsson leikur einleik á óbó og séra Sigurður Pálsson prestur í Hallgrímskirkju stjórnar athöfn- inni. I ár býður breska sendiráðið kirkjugestum að þiggja kaffí í bú- stað breska sendiherrans, Laufás- vegi 33, eftir guðsþjónustuna. Jólapoppmessa í Hjallakirkju á aðventu FJÓRÐA sunnudag í aðventu, 20. desember, verður jólapoppmessa í Hjallakirkju kl. 11, á almennum messutíma. I guðsþjónustunni flyt- ur poppband Hjallakirkju létta jóla- söngva en sá hópur var stofnaður á síðasta vetri sérstaklega í tengslum við poppmessur í Hjallakirkju. Fólk er hvatt til að koma og taka þátt í léttri jólasveiflu þennan síðasta sunnudag aðventunnar. Jólahelgistund á Garðatorgi í DAG, laugardaginn 19. desem- ber, verður jólahelgistund á Garðatorgi kl. 17.30. Tilvalið er að taka sér stund frá erli dagsins og komast í jólaskapið. Lögreglukór- inn syngur við athöfnina undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Sr. Hans Markús Hafsteinsson sókn- arprestur og Nanna Guðrún djákni þjóna. Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar Auglýsingatexta og fullunnum auglýsingum, sem eiga að birtast á aðfangadag, fimmtudaginn 24. desember, þarf að skila fyrir kl. 16 þriðjudaginn 22. desember. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.