Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINli Minna selt á innlendum fískmörkuðum á þessu ári Verð flestra tegunda hefur hækkað mikið Morgunblaðið/Porgeir Baldursson LEYST frá pokanum. Oli Þór Harðarson og félagar um borð í Eyborgu EA fara fljótlega í jólafrí eins og aðrir sjómenn. Brælan gerir sjó- mönnum erfítt fyrir og dregur úr framboði BRÆLA hefur verið mikil upp á síðkastið og gert litlum bátum og skipum erfítt fyrir, en sums staðar hefur þó verið ágæt veiði - þegar gefið hefur á sjó. Afurðaverð er mjög hátt, og hefur svo verið mest allt árið. Hátt verð er einmitt það sem einkennir árið einna helst, að mati Olafs Þórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Suðumesja. Morgunblaðið leitaði eftir aflabrögðum á nokkrum stöð- um á landinu. Fimm tonn á dag „Arið hefur verið nokkuð gott. Veturinn var mjög góður en sum- arið reyndar heldur lélegra og svo hefur þetta verið misjafnt í haust; ágætt fískerí á línu en lélegt í netin og misjafnt í dragnótina," sagði Leifur Jónsson í höfninni á Rifi í samtali við Morgunblaðið. „Veðrið hefur verið vitlaust und- anfama daga, en samt hefur verið ágætt á línuna þegar gefið hefur á sjó, bæði hjá litlum og stómm bát- um. Trillurnar hafa verið að fá upp í fimm tonn á dag, sem er mjög gott - en það er reyndar bara dag- ur og dagur sem aflinn hefur verið svo góður. Þetta hefur farið niður í tvö tonn á dag, en algengt að þær hafi verið með tvö til þrjú tonn á dag,“ sagði Leifur. Hann bætti við að einn bátur hefði verið á útilegu á svæðinu, F'axaborgin, sem hefði verið að fá upp í 50 tonn eftir fjórar til fimm lagnir. „Svo er hérna einn land- róðrabátur, sem hefur verið með svona tólf til sautján tonn, um 70 bala.“ Leifur sagði að ýsa hefði verið allt að helmingur aflans upp á síðkastið. „Það hefur verið óvenju mikið af ýsu á línuna; þetta er mjög góð ýsa og rokverð á henni. Eg held að almennt verð á þorski hafi verið 130 til 140 krónur kílóið, og farið upp í 200 einstöku daga. Þetta er toppverð, enda hefur magnið verið svo lítið." Minni sala - meira verðmæti „Það hefur verið bræla undan- farið, reyndar gaf afskaplega illa á sjó í nóvember og sömu sögu er að segja af því sem af er desember,“ sagði Olafur Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. Olafur kvað afla því lítinn en verðið hefði verið mjög hátt. Kílóið af stórum þorski, 8 kg fiski, væri alla jafna á 180 krónur, kílóið af fjögurra til fimm kílóa fiski á um 150 kr. og þegar um væri að ræða 2,5 til 3,5 kg fisk hefði kílóverð ver- ið um 135 kr. Kílóverð af ýsu hefði hins vegar verið um 150 krónur undanfarið. „Þetta er mjög hátt verð en ekki bara út af brælu held- ur er afurðaverð mjög hátt á öllum tegundum,“ sagði Olafur Þór. „Ef við tökum árið í heild þá er- um við hjá Fiskmarkaði Suður- nesja að selja ívið minna magn en í fyrra - það munar reyndar ekki miklu - en verðmætið er þó miklu meira vegna þess að verð er 15 til 18% hærra á flestum tegundum, sem vegur upp á móti minna magni." Verðið hefur haldist jafnt allt ár- ið, ef janúar og febrúar eru undan- skildir. „Verðið hækkaði fljótlega, eftir fyrstu tvo mánuðina, og sú hækkun hefur verið viðvarandi síð- an. Ekkert slaknað á henni nema síður sé. Það einkennir árið líklega mest hve verðið hækkaði gífurlega mikið." Flatfískur lækkað í verði Ólafur Þór er ósammála þeirri túlkun sumra að hækkandi verð á kvóta sé til komið vegna kvóta- markaðarins. „Menn hafa haldið því fram að tilkoma kvótamarkað- arins hafi ekki gert neitt annað en hækka verð á kvótanum en þeir virðast ekki hafa velt því fyrir sér að verð á fiskmörkuðunum hefur hækkað og kvótaverðið hefur verið í einhverjum takti við markaðina. Og vegna þess að afurðaverð hækkaði hafa menn getað keypt kvótann á hærra verði.“ En kann hann skýringu á því hvers vegna verðið hefur verið svo hátt sem raun ber vitni? „Nei, ég verð að segja að ég er ekki alveg klár á því. Það hefur hins vegar hækkað bæði austan hafs og vestan. Bræla í Norður- sjónum hefur reyndar verið mikil og það hefur hjálpað dálítið til. Ég held það hafi verið í október sem menn þar komust varla á sjó. Þar af leiðandi var skortur á hráefni." Þó nefnir hann eina tegund sem hefur skorið sig úr: „Flatfiskteg- undir hafa lækkað í verði, það litla sem við höfum selt af þeim. Allar tegundir þeirra, nema skarkoli og sólkoli, en verð á þeim hefur verið að fara upp núna í haust. Framan af ári var til dæmis langlúra - sem við seldum á 110 krónur kílóið í fyrra - ekki að seljast nema á 60 til 70 krónur kílóið og menn kenna fyrst og fremst efnahagsvandan- um í Asíu um. Kolinn hefur víst til dæmis faj'ið mikið þangað, ekki bara frá okkur heldur alls staðar frá; Hollendingar senda hann mik- ið til Asíu, hafa meira að segja keypt hann héðan og flutt áfram til Asíulanda." Verðið lækkar svo vitaskuld mjög þegar eftirspurnin í Asíu dregst mikið saman, en Olafur Þór segir reyndar vei-ð sumra annaiTa flatfiska hafa þok- ast upp á við í haust, í kjölfar hækkandi verðs á skarkola og sól- kola. Ólafur segir jólabrag kominn á markaðinn nú. „Menn eru að stilla sig inn á jólin. Það hefui' reyndar verið ógurlegar ófi’iður, veðurspá- in verið þannig að jafnvel stærstu skip hafa þurft að flýja í land. Tog- bátar og línubátar hafa verið að koma með hálffull skip og skjótast svo út aftur þegar færi gefst og komið inn eftir einn sólarhring.. Það er því ekki gott að stilla sig inn á jóiin, en menn eni samt í sín- um síðustu túi'um núna fyrir jól. Það borgar sig ekki að koma of seint inn, við seljum yfii'leitt ekki einu sinni á Þorláksmessu, þá er komið los á mannskap í fiskvinnsl- unni. Það er reyndar helst að ferskfiskurinn sé í vinnslu ft-am á síðasta dag; þá er vei-ið að í'eyna að koma einhverju út milli jóla og nýárs, því fiskneysla er mikil hjá öðrum þjóðum yfir hátíðimar þó svo Islendingar borði ekki fisk um jólin.“ Mikil rólegheit Vignir Júh'usson, hafnsögumað- ur í Hoi-nafirði, svaraði spurningu blaðamanns um aflabrögðin með annan-i spurningu: „Hvar í ósköp- unum á ég að byrja?“ Síðan hló hann í símann og dró úr: „í sann- leika sagt eru hér afskaplega mikil og þægileg rólegheit og fátt að frétta. Flestir em hættir; komið jólahljóð í langflesta síðustu daga. Að vísu eiu tveir bátar á skaki enn- þá. Síldarbátamir okkar eru að koma heim en einn netabátur og tveir snurvoðarbátar hafa vei'ið að skjótast út á milli þess sem er stóra bræla." Vignir sagði í-aunar lítið sem ekkert hafa gefið á sjó þó svo menn hefðu verið að skjótast út, enda aflinn verið lítill. „Neta- báturinn var með níu tonn eftir þrjá daga.“ Þetta væri hins vegar ekkei't nýtt, því afli hefði vei'ið mjög tregur í haust. „Þetta hefur bara verið lélegt. Enda hefur verið leiðinda tíðarfar, bæði í nóvember og desember,“ sagði Vignir. Árið taldi hann þó að kæmi þokkalega út, þegar á heildina yrði litið, þó hann væii ekki með handbærar tölur þar að lútandi. Ágætt hjá togurununi „Það hefur Verið mjög ti-egt, bæði í net og snurðvoð í haust,“ sagði Karl Einarsson á hafnarvog- inni í Sandgerði. Litlu bátamir eru að fá 100 kíló á bjóð þegar þeir komast út, þá sjaldan þeir komast; það hefur gefið mjög ilia fyrir þá. Togararnir hafa hins vegar vei'ið að fá ágætan afla í haust,“ sagði Karl. Tveir lönduðu í fyrradag, Berglín og Sóley Sigui-jóns, um 75 tonnum hvor. „Þeir liggja bara í þorski einhvers staðar fyrir vestan. Þá var Haukui'inn hérna fyrir nokkrum dögum, en hann var bara með karfa. Hafði fengið 80 tonn.“ Karl kvaðst ekki með það á hreinu hvernig árið kæmi út, en fullyrti þó að haustafli væri mun minni nú en í fyrra, „vegna þess að netabátarnir hafa lítið fengið. Það virðist bara náttúralegt lögmál. Menn fiska ágætlega á línu en sama og ekkert í net.“ Repúblikanar verja Bob Livingston Segja hann ekki hafa logið „eiðsvarinn“ BOB Livingston, leiðtogi repúblik- ana og væntanlegur forseti fulltráa- deildar Bandainkjaþings, viður- kenndi í fyn-adag, að hann hefði haldið fram hjá konu sinni nokkrum sinnum. Féll þessi játning eins og sprengja í þinginu, sem var að búa sig undir að fjalla um málshöfðun á hendur Bill Clinton, forseta Banda- ríkjanna, fyrir að hafa logið til um kvennamál sín. Li- vingston ætlar ekki að segja af sér vegna þessa og flokksbræður hans á þingi lýstu strax yfir stuðningi við hann. Diek Army, einn helsti leiðtogi repúblikana í full- tráadeildinni, sagði í fyrrakvöld, að Li- vingston hefði full- kominn stuðning flokksins sem vænt- anlegur forseti deild- arinnar og hélt því ft'am, að uppljósti’- animar um framhjá- hald hans væra angi af „pólitísku skít- kasti“. Livingston hélt því líka fram, að reynt hefði verið að kúga sig með því að birta fréttir um „þessa ógætni“, sem gæti komið sér illa fyrá’ hann og flokkinn. Kvaðst hann ekki hafa í hyggju að segja af sér og flokksbræður hans sögðust ekki mundu fara fram á það við hann. „Laug ekki eiðsvarinn" og „allir syndugir“ „Hann laug ekki eiðsvarinn. Sá er munurinn," sagði Bob Ney, þing- maður í'epúblikana fyrir Ohio, og annai', Tom DeLay, atkvæðasmali repúblikana í fulltrúadeildinni, sagði, að allir væram vér „syndugir menn“. Repúblikanar lögðu mikla áherslu á, að ólíku væi'i saman að jafna, framhjáhaldi Livingstons og stöðu Clintons. Forsetinn væri sak- aður um meinsæri en Livingston kvaðst aldrei hafa verið beðinn að skýra frá „ógætni“ sinni eiðsvarinn. Þá lagði hann mikla áherslu á, að hann hefði ekki verið í tygjum við neina konu í starfsliði sínu. Livingston notaði alltaf þetta orð, „ógætni“, um kvennamál sín en nefndi aldrei „framhjáhald". í yfir- lýsingu sinni sagði hann, að hann hefði hrasað nokkram sinnum og hefði það næstum því kostað hann hjónabandið og fjölskylduna. Frá framhjáhaldi hans var fyrst sagt á vefsíðu Roll Call, blaðs, sem flytur aðallega fréttir af þinginu. Játning Livingstons kom eins og þrama úr heiðskfru lofti innan um fréttir af árásum á írak og af yfirvof- andi umræðum á þingi um málshöfð- un á hendur Clinton. Áttu þær að hefjast í gær og búist var við, að þeim lyki með atkvæðagreiðslu í dag. „Larry Flynt-aður“ Livingston nefndi ekki hver það væri, sem væri að í-annsaka fortíð hans, en haft er eftir heimildum, að hann hafi sagt félögum sínum, að hann hafi verið „Larry Flynt-aður“. Flynt, útgefandi Hustler- tíma- ritsins, bauð í október 70 milljónir ísl. kr. fyrir upplýsingar um fram- hjáhald þingmanna og er það hugs- anlega farið að skila einhvei'jum ár- angri. Flynt staðfesti líka í fyrra- kvöld, að Livingston væri til rann- sóknar og sagði síðar í viðtali við AP-fi'éttastofuna, að fjórar konur hefðu gefið sig og sagt frá ástaræv- intýram sínum með Livingston. Livingston bætist nú í hóp nokk- urra annarra repúblikana, sem hafa mátt játa á sig framhjáhald í fram- haldi af Clinton-málunum. Hinir eru Dan Burton frá Indiana, sem geng- ið hefur mjög hart fram gegn Clint- on; Helen Chen- oweth frá Idaho, mikill gagnrýnandi Clintons, og Henry Hyde, formaður dómsmálanefndar- innar, sem annast hefur rannsóknina á málum Clintons. S u m i r repúblikanar kalla þessar uppljóstranir „pólitískt skítkast" og saka Hvíta húsið um ofsóknir en Mark Sanford, þing- maður repúblikana fyrir Suður-Kar- ólínu, sagði í viðtali við CNN-sjónvarps- stöðina, að þetta væri hið versta mál. „Við komumst ekkei’t framhjá því, að Livingston laug. Hann gerði það ekki eiðsvarinn í venju- legum skilningi en hann hafði svarið konu sinni eiða og hann laug að henni,“ sagði hann og bætti því við, að þetta myndi hafa sín áhrif á málið gegn Clinton og gei-a málflutning and- stæðinga hans erfiðari. Deniókratar reiðir Livingston, 55 ára gamall, íhalds- samur en talinn raunsær, sýndi lengi lítinn áhuga á málinu gegn Clinton og eftir að ljóst var oi’ðið, að hann yrði næsti leiðtogi í-epúblikana í fulltrúadeildinni sagðist hann vilja,. að þetta mál væri frá er hann tæki formlega við 17. janúar. Þetta breyttist allt um síðustu helgi er hann lýsti yfir, að hann vildi, að Clinton yrði sviptur embætti og kvaðst hann mundu koma í veg fyrir tilraunir demókrata til að bera upp tillögu um vítur á forsetann í stað málshöfunar. Með þessu reiddi hann demókrata til reiði og suma hóf- sama repúblikana og hann var aftur í sviðsljósinu um miðja vikuna þeg- ar hann ákvað að fi’esta þingum- í-æðunni um Clinton vegna árásanna á íi-ak. Þá virtist hann mjög foi’ingjalegur, a.m.k. í saman- burði við Trent Lott, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, sem gagnrýndi Clinton hai’ðlega fyrir árásimar á íi’ak og sagði þær til- raun til að draga athyglina fra Lewinsky-málinu. Talið var, að þingumræðan yi’ði ekki fyrr en á mánudag en Li- vingston kom demókrötum aftur í opna skjöldu er hann tilkynnti, að umræðan færi fram á fóstudegi. Horfðust þegjandi í augu Þegar flokksbræður hans komu síðan saman til fundar, sem Li- vingston boðaði til í fyrrakvöld, héldu þeir, að þá ætti að leggja á ráðin um umræðuna daginn eftir en fengu í staðinn yfirlýsingu frá honum um „ógætni" sína í kvennamálum. Marge Roukema, þingmaður fyrir New Jersey, sagði, að eftir að Li- vingston hafði lesið yfirlýsinguna hefði verið „grafarþögn í salnum. Menn litu í ki’ingum sig og horfðust i augu. Á þessu hafði enginn átt von“. Reuters BOB Livingston, væntan- legur forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.