Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 50

Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 50
50 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Nytsemd og fordómar „Svo mikill hefurhróður fnytjastefnunn- ar] verið lengst afað nefna má 20. öldina, öndverða efekki alla, öld nytjastefnunnar. “ Kristján Kristjánsson: Nytjastefnan. Er hugsanlegt að það sjónarmið að reisa beri virkjanir á miðhálendi Is- lands, sé að miklu leyti byggt á fordómum, en ekki bara köldu skynsemis- mati? Því hefur verið haldið fram að mesta hindrunin í vegi þekk- ingarleitar og raunverulegra framfara sé tregða fólks til að skipta um skoðun. A hverjum tíma eru tilteknar grundvallar- hugmyndir og gildismat ríkj- andi, en forsenda eiginlegra framfara er að mögulegt sé að endurskoða þessar hugmyndir og gildi. Svona rót- VIÐHORF fastar hug- EfUr'---- myndir og Kristján G. gildismat sem Arngrímsson aldrei hefur verið tekið til endurskoðunar er hinn frjói jarðvegur fordóma, það er að segja, dóma sem í rauninni eru felldir fyrirfram, áður en maður kynnist röksemdum með og á móti. Þótt það kunni að vera auð- veldara að telja fólk á eina skoðun frekar en aðra er ekki þar með sagt að rökin fyrir henni séu raunverulega betri eða hin gagnstæða skoðun sé í sjálfti sér „röng“. Það er alltaf auðveldara að fá samþykki manna við skoðun sem er í sam- ræmi við ríkjandi grundvallar- viðhorf en við skoðun sem ekki skírskotar til fyrirfram gefins gildismats. Þess vegna hljóma nytjarök svo sannfærandi. Ekki endilega vegna þess að þau séu í sjálfu sér hin einu réttu rök í öllum málum, heldur jafnt vegna þess að þau enduróma viðtekið gUd- ismat, er kveður á um að jafnan skuli meta alla hluti í ljósi þess hvort og hvemig hægt sé að nota þá. Þannig má segja að nytjarök- in njóti fordóma sem era hlið- hollir nytsemd. Það er að segja, nytjarök eru fyrirfram - áður en þau eru sett fram - ásættan- legri en til dæmis vistfræðileg rök er skírskota til beinna tengsla mannsins við náttúrana og draga í efa að náttúran sé einungis auðlind sem mönnum beri að nýta. Þetta stafar ekki af því að nytjarökin séu í sjálfu sér sterkari en önnur, heldur af því, að nytjahyggjan er nú þeg- ar hið ríkjandi gildismat. Hug- myndir um að náttúran skipti máh burtséð frá þeim notum sem hafa má af henni era hins vegar nýrri af náhnni og höfða til verðmæta sem blasa kannski ekki við fyrr en nánar er að gáð. Nytjahyggjan er svo rótfóst í hugmyndaheiminum að að óat- huguðu máU gæti manni virst sem um væri að ræða náttúra- lögmál - óhrekjanlegan sann- leika - en ekki gildismat. Rök sem ekki höfða tU þessa gildis- mats kunna þess vegna að virð- ast veikari, þótt þau séu það kannski ekki í sjálfu sér. En vegna þess að þau höfða ekki til ríkjandi grandvallarhugmynda hljóta þau síður hljómgrunn. Þess vegna era það fordómar - fyrirfram felldur dómur - að nytsemd skuli skera úr um hvað beri að gera. Það eru ekki einungis rökin sjálf sem ráða úrslitum, heldur einnig og ekki síður hið ríkjandi gildismat. Þetta má kalla fordóma gagn- vart því sem ekki er í samræmi við ríkjandi hugmyndir. En það era í rauninni veik rök að eitt- hvað skuli gert bara vegna þess að það hafi hingað til alltaf ver- ið gert. Því er málstaður þeirra sem andvígir era virkjanaáformum á miðhálendinu torsóttari en málstaður virkjunarsinna. Ekki vegna þess að rök verndunar- sinna séu í sjálfu sér veikari en rök virkjunarsinna, heldur vegna þess að verndunarsinnar eiga í höggi við þá fordóma sem spretta af því, að ríkjandi gild- ismat hefur sveipast dularklæð- um hins eina stóra sannleika. Það er rétt að taka fram að hér er ekki verið að veitast að nytjahyggju sem siðfræðikenn- ingu, heldur einungis verið að huga að þeirri stöðu sem hún hefur sem ríkjandi gildismat. Þetta gæti sem best orðið hlut- skipti annarra kenninga, og reyndar er óhjákvæmilegt að einhverskonar gildismat sé ríkj- andi hverju sinni; annars er hætt við að ringulreiðin yrði al- ger. En einmitt þess vegna er nauðsynlegt að endurskoðun sé möguleg. Þegar því er haldið fram að „rök en ekki tilfinningar“ skuli ráða því hvort virkja beri eða ekki þá er fólgið í því viðhorfi annað djúpstæðara viðhorf, sem er það, að einungis nytjarök séu eiginleg rök, en öll önnur „rök“ séu bara dul- búin tilfinningasemi. Hugsunin er þá sú, að nytjarökin skírskoti til hlutlægs „raun- veraleika" en ekki gildismats. Öll önnur rök höfði hins vegar til gildismats sem eigi upptök sín í persónubundnum sjónar- miðum. En það sem þarna er á ferð- inni undir nafninu „hlutlægur raunveruleiki“ er alls ekki eitt- hvað sem er óháð öllu gildis- mati heldur þvert á móti hið ríkjandi gildismat, það er að segja, nytjahyggja. Það er ekki þar með sagt að nytjahyggja sé einfaldlega með öllu ótækt gildismat sem beri að kasta fyrir róða eins og hún leggur sig, og fordæma allt það sem gert hefur verið í nafni hennar. Alls ekki. En það er rangt að hún sé hlutlægur raunveraleiki, og alveg óháð gildismati. Þvert á móti. Nauðsynlegt er, að hægt sé að endurskoða ríkjandi gildis- mat og framforsenda slíkrar endurskoðunar er að þetta gild- ismat taki ekki á sig mynd óhagganlegs sannleika. Annars verða fordómar með öllu óupp- rætanlegir, og vafasamt að raunverulegar framfarir geti orðið. g tölva fyrir venjulegt fólk iMac er frábær- lega vel hönnuð og á skaplegu verði. Hún er kjör- in til þess að vafra um Netið og gallarnir eru fáir og smáir. FÁAR TÖLVUR hafa vakið aðra eins athygli og iMac tölv- an frá Apple. Það er kannski ekki að undra, því víst er um það, að vélin er um margt afar sérstök í út- liti jafnt og innvolsi. Ekki skiptir heldur minna máli, að þessi vél ein og sér hefur blásið nýju lífi í Apple, sem margir spáðu hægum og sárs- aukafullum dauðdaga ekki alls fyrir löngu. Viðtökurnar hér á landi hafa verið á sömu lund og annars staðar og þegar þetta er ritað hafa ríflega 700 vélar verið seldar og markaðs- hlutdeild Makkans því aukist úr 5% í 10% á undraskömmum tíma. Ekki kæmi á óvart þó salan ætti enn eftir að aukast, því verð þeirra verður lækkað um 10% í allri Evrópu á næstu dögum. En er iMae jafnfrá- bær og af er látið? iMac var frá upphafi ætlað að bjarga Apple. Hún átti að vera ein- stök í útliti, hafa allt sem máli skipti innanborðs, vera einstaklega þægi- leg í notkun, vera á skaplegu verði og vera hönnuð með Netið í huga. Frómt frá sagt hefur þetta flest gengið eftir. Það er (bókstaflega) barnaleikur að setja tölvuna upp. Kunningi und- irritaðs, sem á í erfiðleikum með að skipta um rafhlöður í vasaljósi, var fenginn til þess að taka vélina úr kassanum og tengjast Netinu. Frá því að hann opnaði kassann liðu að- eins rúmar níu mínútur þar til tölv- an var búin að ræsa upp. Tuttugu mínútum síðar var hann farinn að brima um Netið. Hið fyrsta, sem maður tekur eftir við iMac er útlitið, en hönnun henn- ar hefur þegar unnið til verðlauna. Tölvan og skjárinn era í sama ávala hylkinu og fyrir vikið tekur hún minna rými en margar aðrar tölvur. Hluti hennar er úr hálfgagnsæju sægrænu plasti, sem setur mjög sterkan svip á hana; og í raun er út- koman svo vel heppnuð að hvaða Apple-fyrirtækið er komið á kúrsinn eftir hremmingar undanfarinna ára. Andrés Magnússon tók til kosta helsta tromp Apple nú um stundir, iMac. stássstofa sem er væri fullsæmd af iMac. Skjárinn er einstaklega skarpur, en sumum finnst hann hugsanlega fulllítill. Hann er 15“ en það er hægt að nota 1024x768 upplausn, sem al- gengust er á 17“ skjám. Á móti kemur að þá minnkar litafjöldinn á skjánum. Lyklaborðið er fremur smátt, en það er samt sem áður þægilegasta lyklaborð, sem ég hef notað frá því að IBM Selectra kúluritvélarnar voru og hétu. Á hinn bóginn var ég engan veginn sáttur við músina. I fyrsta lagi er hún fulllítil, en aðal- gallinn við hana er sá, að hún er al- veg kringlótt. Fyrir vikið getur maður ekki alltaf gripið hana blind- andi og byrjað að nota hana eins og á við um hefðbundnar egglaga mýs. Til allrar hamingju er hægt að fá hefðbundna mús (en þó hálfgagn- sæja) fyrir lítinn pening. Hins vegar finnst börnum hún þægilegri en venjulegar mýs. Það er lítið út á gangverldð að setja. Örgjörvinn er 233 MHz G3 og af sjálfu leiðir að vélin er afar hrað- virk. 4 Mb harður diskur er í tölv- unni og hann er líka býsna sprækur. Til þess að gleðja leikjafíklana er ATI Rage II í vélinni. 24x geisladrif er í iMac, en þó að það sé ágætt, læt- ur fullhátt í því og sleðinn er ekki vélknúinn. Tveir hátalarar eru fram- an á vélinni og hljómurinn er fínn fyrir leiki, en síðri fyrir hljómdiska. Eitt er líka rétt að nefna enn, sem er að á kyrrlátu heimili heyrist fullmik- ið í viftunni. iMac er sérstaklega vel tengd tölva, því í henni er ógnarhratt 56K mótald, 10/100BASE-T Ether- net-tengi og innrautt tengi, sem gengur við G3 fartölvur og sumar handtölvur. Það, sem flestir gagnrýna við iMac, er þó það, sem ekki er í tölv- unni. Fyrst og fremst era menn agndofa yfir þeirri ótrúlegu ósvífni að ekki skuli vera disklingadrif í tölvunni. í þær vikur, sem ég notaði tölvuna, saknaði ég þess þó aldrei. Sannleikurinn er sá að hugbúnaði er núorðið dreift á geisladiskum eða Netinu. Þurfi maður að koma skrám frá sér, notar maður svo bara Netið. Og sá maður, sem á iMac en ekki notar Netið, er fífl. Netteng- ingin er eins einföld og hugsast get- ur og menn hafa bara enga afsökun fyrir því að nota Netið ekki. Hitt er svo annað mál, að það er sáralítið hægt að stækka við iMac. Það er hægt að bæta minni og skjáminni í hana og það er hægt að tengja prentara, skanna og önnur jaðartæld við hana (svo framarlega sem þau hafa USB-tengi, SCSI eða ADB ganga ekki nema með sérstök- um millistykkjum). En þá er það líka upp talið. Kjósi maður til dæmis fremur 3Dfx skjákort en Rage er ekkert við því að gera, því það eru engar raufír fyrir aukaspjöld í tölv- unni. En það skiptir í sjálfu sér litlu máli. iMac er einmitt ætluð til þess að hún sé tekin beint upp úr kassan- um og sé tilbúin í slaginn. Hún er ekki gerð með þarfir tölvunarða eða þrívíddarhönnuða í huga, heldur er hún ætluð venjulegu fólki. Og hún er frábær sem slík. Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eöaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð 12 stærðir, 90 ■ 500 cm Stálfótur fylgir » Ekkert barr að ryksuga Truflar ekkí stofublómin Eldtraust » Þarfekki að vökva í* íslenskar ieiðbeiningar Traustur söluaðili i&, Skynsamleg fjárfesting JORRABRAUT 60 Bondotag ísiertskra skóta (3® —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.