Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR GENGI á hlutabréfum sem selja á starfs- mönnum fyrirtækisins Stofnfisks hf. við einkavæðingu þess hefur verið nefnt 1,4. Samkvæmt útreikningum Lúðvíks Bergvins- sonar alþingismanns, sem gagnrýnt hefur aðdraganda einkavæðingarinnar, er það gengi tvöfalt á við það sem upphaflega var ákveðið á fyrirtækið þegar átti að einkavæða það í sumar. Hann segir að samkvæmt bréfi einkavæðingarnefndar til landbúnaðarráðu- neytisins frá því 14. júlí í sumar virðist sem ætlunin hafi verið að selja bréf í fyrirtækinu á genginu 0,6-0,7, ef mið er tekið af því að hlutafé sé um 50 m. kr. í dag. Hann segir að endurmat á fyrirtækinu og umræðan um málefni þess hafi hækkað þessa almennings- eign um helming í verði og gengið sé nú orð- ið 1,4. Ef ekki hefði komið til umræðan og skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið hefði ríkisfyrirtæki verið selt langt undir raunvirði. Leyniupplýsingar vegna viðskiptahagsmuna Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru tekjur í ársreikningnum vantaldar um 14 milljónir króna og í skýrslu Ríkisendurskoð- unar er bent á, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, að útflutningsskýrslur sýni að magn hrogna þar stóðst ekki á við það sem flutt var út, jafnvel sem nam allt að 30% til Chile í desember 1997. Viðhlítandi skýringar hafa ekki fengist á þvi af hverju þetta gerðist enda ber landbúnaðarráðuneytið því við að því sé ekki heimilt að láta upp- lýsingar, úr skýrslu Ríkisendurskoð- unar um fyrirtækið frá 14. ágúst sl., af hendi þar sem um hlutafélag er að ræða og viðskiptahagsmunir þess séu í húfí. Ríkisendurskoðun er nú með mál Stofnfisks í athugun að beiðni þing- flokks Jafnaðarmanna og skilar brátt niðurstöðu. Ríkisendurskoðun var reyndar þegai- búin að ljúka málinu af sinni hálfu og í nóvember segir hún í svari til landbúnaðarráðuneyt- isins að stofnunin telji að hún hafi fengið viðunandi upplýsingar og skýringar á reikningsskilum Stofn- fisks hf. 30. júní. Sérréttindi eða viðskiptasamningur Deilt er um hvort selja eigi íyrir- tækið með samningi þess við land- búnaðarráðuneytið um kynbætur á laxahrognum fyrir fiskeldið í landinu og til útflutnings. Þetta kalla fiskeld- ismenn sérréttindi eða ríkisstyrk. Vísa þeir til ákvæðis í lögum fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu þar sem segir að afnema skuli öll lög- boðin sérréttindi íyrirtækis áður en það er selt. Samningurinn kveður á um mán- aðarlegar greiðslur fyrir kynbætum- ar og er í gildi til ársins 2007. Fyrir þjónustuna greiðir landbúnaðarráðuneytið Stofnfiski 22,9 m. kr. á ári og lækkar þessi fjárhæð um 2% á ári og miðast við lánskjara- vísitölu 1. janúar 1998. Einnig fær félagið ókeypis afnot af húsnæði og aðstöðu í Kolla- firði í skiptum fyrir þjónustuna. Um u.þ.b. 200 milljóna samning er því að ræða. Samningurinn er góður og gildur í sjálfu sér ef ekki kæmu til einkavæðingaráförm landbúnaðarráðuneytisins en fiskeldismenn sjá fyrir sér að samkeppnisgrundvöllur þeirra verði ójafn fari fyrirtækið í einkaeigu, og í samkeppni við sjálfstætt starfandi fiskeldis- stöðvar, með fastan samning við ríkið í farteskinu. Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 í þeim tilgangi að hefja kynbætur á vatna- og sjávar- dýrum. Fyrirtækið er mikilvægt fiskeldinu í landinu þar sem það hefur unnið að kynbótum á norskum eldislaxi þannig að hann þoli ís- lenskar aðstæður betur. Fyrirtækið er hlutafélag að 93,7% í eigu ríkisins og að 6,3% í eigu Vigfúsar Jóhanns- sonar annarsvegar og fiskeldisfyr- irtækisins Öxnalækjar hinsvegar. Fyrirtækinu er skylt, samkvæmt 3. gr. samningsins við landbúnað- arráðuneytið, að selja öllum laxeld- isfyrirtækjum starfandi á íslandi laxahrogn til eigin nota. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að Stofnfisk- ur fjánnagni sjálft rekstur félagsins með tekj- um af starfsemi sinni. Þær tekjur fær félagið að stórum hluta í gegnum samning við fyrir- tækið Patagonia í Chile, en sá samningur er um sölu á hrognum, erfðafræðiþekkingu og þjónustu. Málið er í bið Skarphéðinn Steinarsson, starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að málið sé í bið sem stendur, beðið sé niður- Hrogn í hringiðu einka- væðingar Væringar eru vegna væntanlegrar einkavæðingar físk- eldisfyrirtækisins Stofnfísks hf. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið og komst að því að það snýst m.a. um verðmat á fyrirtækinu sem tengist ásökunum um rangan ársreikning fyrirtækisins og 200 milljóna kyn- bótasamningi þess við landbúnaðarráðuneytið. STOFNFISKUR hf. er að 93,7% hluta í eigu ríkisins, og samtals 6,3% í eigu Vigfúsar Jóhannssonar og Oxnalækjar. Fyrirtækið er sérhæft í erfðafræði físka og kynbdtum og þjónustar íslensk laxeldisfyrirtæki Fyrirtækið tvöfalt verð- meira nú en í sumar stöðu í athugun Ríkisendurskoðunar á samn- ingi landbúnaðarráðuneytisins við Stofnfisk. Skarphéðinn segir að þegar sú athugun liggi fyrir sé það í höndum eigenda fyrirtækis- ins, landbúnaðarráðuneytisins íýrir hönd rík- isins og stjórnar félagsins að ákveða næstu skref í málinu. Skarphéðinn segir að framan af hafi hug- myndin verið sú að ríkið seldi hlutabréf sín í fyrirtækinu og einnig yrði bætt við nýju hluta- fé. Þetta átti að gerast í haust. Frá því var fallið að sögn Skarphéðins og í staðinn ákveð- ið að gefa út nýtt hlutafé og ríkið héldi sinum bréfum um óákveðinn tíma _en seldi síðan starfsmönnum af sínum hiut. Ástæða nýs fyr- irkomulags er sú að að ákveðið var að láta duga í bili að bæta við nýju hlutafé, selja það og styrkja þar með félagið með nýjum eig- anda sem yrði til þess að verðgildi hlutar rík- isins yxi. Eftir söluna yrði hlutur ríkisins í fyr- irtækinu rétt innan við 50%. Skarphéðinn segir að tilboðsfyrirkomulag yrði haft á sölu hlutafjárins, nema því sem _________ færi til starfsmanna, en hug- myndir hafa verið uppi um að gengi á bréfum til starfsmanna yrði 1,4, það gæti þó hækkað ef verðmat á fyrirtækinu breytist, i kjölfar athugunar Ríkisendur- skoðunar. Hlutabréf að kaupverði 350 þúsund verða í boði til starfsmanna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, sem svarar til þess að sam- tals yrðu, ef allir keyptu, um 10% heildar- hlutafjár fyrirtækisins í eigu starfsmanna í lok sölunnar. íslandsbanki hefur undirbúið söluna og gert verðmatið. „Þegar niðurstaða kemur frá Ríkisendurskoðun, og ef allt er í lagi, er að mati einkavæðingarnefndar í raun ekkert að vanbúnaði að hefja sölu hlutafjár í fyrirtæk- inu,“ sagði Skarphéðinn. Staða málsins í landbúnaðarráðuneytinu er einnig í biðstöðu samkvæmt Jóni Erlingi Jónassyni aðstoðarmanni landbúnaðarráð- herra. „Það er ekkert að gerast hjá okkur, nema að ráðherra sagði í umræðum um fjár- lög í vikunni að ekkert yrði aðhafst fyrr en svar kæmi við fyrirspum jafnaðarmanna frá Ríkisendurskoðun. Jón segir að ráðuneytinu sé erfitt um vik að tjá sig um málið vegna úrskurðar úrskurðar- nefndar um upplýsingamál sem heimilar það ekki. Málið sé viðskiptalegs eðlis og því sé op- inberlega ekki hægt að gefa viðhlítandi skýi'- ingar til fjölmiðla á því sem gagnrýnt hefur verið í sambandi við málið, viðskiptahagsmun- ir séu í húfi. Vonum að félagið hafi ekki skaðast Aðspurður hvort ráðlegt sé að einkavæða fyrirtækið með þær ásakanir á bakinu sem komið hafa fram segir Jón að þeim hafi verið svarað af hálfu Ríkisendurskoðunar. „Ef það er búið að rýra álit markaðarins á _______ félaginu getur verið álitamál hvort á að einkavæða fyrirtækið. Við vonumst samt til þess að um- ræðan um málefni fyrirtækisins og einkavæðinguna hafi ekki skaðað fyrirtækið. Það eru mikil verðmæti fyrir ríkið í þessu fyrirtæki og vonandi hafa þau ekki beðið skaða af,“ sagði Jón. Fiskeldismenn kalla samninginn ríkisstyrk og segja að um sérréttindi sé að ræða sem ekki eigi, né megi, fylgja fyrirtækinu í einka- eigu. „Við höfum aldrei verið sammála þessari fullyrðingu. Þetta er viðskiptasamningur þar sem kynbætur á laxi eru keyptar hjá ákveðnu fyrirtæki og svo vill til að fyrirtækið er í eigu ríkisins. Við getum falið jafnt einkaaðilum sem ríkisfyrirtækjum kynbætur á laxi en höf- um talið verkefninu betur borgið hjá Stofn- fiski þar sem það var upphaflega sett á stofn. Við teljum samninginn við Stofnfisk tvímæla- laust góðan kost til að tryggja áframhaldandi framfarir í laxeldi." Jón segir að fiskeldismenn hafí komið á fund ráðuneytismanna og á þá hafi verið hlust- að og þannig hafi samningunum verið breytt hvað varðar varðveislu efðaefnisins. Ríkið standi því jafnfætis fyrirtækinu. Það getur alltaf haldið áfram kynbótum jafnfætis Stofn- fiski, hætti Stofnfiskur þjónustu við ríkið, t.d. við lok samningsins. Jón segir að ekki séu allir fískeldismenn á móti einkavæðingunni. Aðrir eru það og telja reksturinn í betri höndum hjá ríkinu en þeir vilji fyrirtækinu vel. Þeir tala þó mikið um að það veiki samkeppnisstöðu annarra fyrir- tækja í fískeldi ef Stofnfiskur fer inn á seiða- markaðinn." En fyrirtækið er nú þegar á seiðamarkaði? „Já, það er rétt, það er ein tekjuleið fyrir- tækisins um þessar mundir. Ef menn telja á sér brotið þar, verða þeir að sækja það mál eftir þeim leikreglum sem gilda þar um.“ Hefur einhver lýst áhuga á að kaupa félag- ið? „Söluferlið er ekkert komið af stað og sal- an er einungis í undirbúningi." I Ijósi þess að málið snýst að miklu leyti um það hvað stendur í skýrslu Ríkisendurskoðunar, at- hugasemdir um ársreikning og birgðastöðu um síðustu áramót, verður málið nokkuð snúið. Svörin gætu legið í skjölum sem ekki fást birt og ef ekki má skýra frá þeim, el- ur það á tortryggni í garð félagsins. Þetta viðurkennir Jón. Hann bendir blaðamanni á það að í sambandi við ósk Lúðvíks Berg- vinssonar um að fá að sjá skjöl Rík- isendurskoðunar, að honum hafi ver- ið bent á það að hann og aðrir al- þingismenn geti beðið ráðherra um munnlegar upplýsingar í þingnefnd um málefni Stofnfisks gegn trúnaði. Þessu hafi hvorki hann né aðrir sýnt áhuga. Vigfús Jóhannsson framkvæmda- stjóri Stofnfisks segir aðspurður um ásakanir um 14 m. kr. misræmi og vantaldar birgðir í ársreikningi að í fyrsta lagi hafi ásakanirnar ekki komið frá neinum ábyrgum aðila. „I þessari umfjöllun eru dregnar úr samhengi athugasemdir sem ríkis- endurskoðandi, sem hefur það hlut- verk að óska skýringa ef nauðsyn krefur, gerði þegar fyrirtækið var í undirbúningi að einkavæðingu. Mál- ið snýst um hvernig birgðir eru með- höndlaðar," sagði Vigfús. Hann segir að um birgðir sé að ræða sem fæstir þekkja né kunna að fara með. Þær hafi stuttan líftíma og þar af leiðandi byggist gagnrýnin á misskilningi. „Málið snýst um hvernig birgðir voru metnar um áramót. Laxaaugnhrogn má aðeins flytja eft- ir ákveðið þroskastig, eftir það hafa þau skamman líftíma. í staðinn fyrir að lokast inni hér á landi þar sem er ekki markaður fyrir hrognin, flytjum við þau út í geymslu þar sem þau eru skráð sem birgðir. Allt þetta tal um vantaldar 14 m. kr. snýst um að birgðir okkar skiluðu í raun hærri tekjum en við höfðum vænst í okkar áætlunum, og þetta er allt staðfest hjá Ríkisendurskoðun. Þetta mál er ekkert annað en pólítískt þref um afstöðu til einkavæðingar ríkisfyrir- tækja. Þess vegna hafa stjórnendur fyrir- tækisins ekki tekið þátt í þessari innihalds- rýru umræðu." Um sögur sem heyrst hafi um að aðilar í stjórn félagsins hafi ætlað að komast yfir fyrirtækið fyrir lítinn pening, segir Vigfús að skýrt sé að selja eigi nýtt hlutafé í fyrirtæk- inu gegn hæsta tilboði. „Ég tel að fáar sölur ríkisins hafi fengið eins nákvæma meðferð og þetta mál hefur fengið.“ Hefur haft alvarleg áhrif á fyrirtækið Vigfús segir að frestunin á einkavæðingu fyrirtækisins, og þar með því að fá nýtt hlutafé inn í reksturinn sé farið að hafa alvar- legar afleiðingar. „Fyrirtækið stendur á tímamótum og það er ljóst að fyrir- tækið getur staðið í fremstu röð í heiminum á sínu sviði. í þetta þyrfti að ráðast strax og fjármagnið átti að koma með hlutafénu. Þetta hefur mjög alvarleg áhrif á þróun fyrirtækis- ins, sem hefur reiknað með þessu fjármagni allt þetta ár.“ Vigfús sagðist að lokum vera spenntur að sjá hvaða augum fjárfestar líta starfsemina sem fyrirtækið er að fara inn á á sviði erfða- fræði fiska og ráðgjafar á erlendum mörkuð- um, þegar sala á fyrirtækinu hefst. Vantar hluta- féð til að sækja fram er- lendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.