Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 47
46 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 47 + ptnrgMtnMuMli STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEIGINLEG YFIRSTJÓRN SJÚKRAHÚSA MEÐ SAMNINGI þeim, sem undirritaður var í fyrra- dag á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar verða tölu- verð þáttaskil í rekstri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. A grundvelli hans hefur verið ráðinn nýr forstjóri, sem mun hafa á hendi æðstu framkvæmdastjórn beggja sjúkrahús- anna. Það er til marks um þá áherzlu, sem ríkisstjórnin leggur á þetta mál, að Magnús Pétursson, sem gegnt hefur embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu árum sam- an hefur verið ráðinn forstjóri sjúkrahúsanna beggja. Þessi mikilhæfi embættismaður getur miðlað sjúkrahúsun- um af víðtækri reynslu og þekkingu á opinberum rekstri. Um þennan samning sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, á blaðamannafundi í gær: „Með ráðningu forstjóra fyrir bæði sjúkrahúsin gefst færi á að fylgja bet- ur eftir ákvörðunum sem hafa verið teknar um ýmsa hag- ræðingu. Fyrst og fremst erum við að hugsa um að tryggja að við séum ekki að kaupa tvö dýr tæki, ef eitt dugar. Við viljum ná fram samhæfingu í rekstrinum með ráðningu eins forstjóra.“ Þá skýrði heilbrigðisráðherra frá því, að fyrir lok næsta árs yrði tekin ákvörðun um, hvort komið yrði á fót einni stjórn fyrir sjúkrahúsin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, skýrði sjónar- mið Reykjavíkurborgar m.a. með þessum hætti: „Við telj- um eðlilegt að fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð fari sam- an vegna þess, að við erum í raun í þeirri stöðu, að yfirráð borgarinnar yfír sjúkrahúsinu eru meira að nafninu til en í raun. Það má nefna, að allir samningar, sem gerðir hafa verið við starfsfólk hafa verið gerðir undir forræði ríkisins og yfírleitt allar ákvarðanir um heilbrigðismál eru á for- ræði ríkisins.“ Þetta sjónarmið borgarstjóra er áreiðanlega raunsætt, þegar hér er komið í sögu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Sú hugsun hefur lengi verið áleitin, að skynsamlegt gæti verið að sameina rekstur stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík með einum eða öðrum hætti. Þær hugmyndir hafa hins vegar fyrst og fremst snúizt um rekstur þeirra, þ.e. fjár- hagslegan rekstur, mannahald, tækjabúnað og tækjakaup. Það blasir nánast við, að hægt er að ná verulegri hagræð- ingu í rekstri sjúkrahúsanna með sameiginlegri starfsemi á sumum sviðum. Hitt er svo annað mál, hvort það á einnig við um hinn faglega rekstur sjúkrahúsanna, þ.e. þá þjónustu sem þau veita sjúklingum, sem til þeirra leita. Það er ákaflega margt sem mælir með því, að sjúklingar og aðstandendur þeirra eigi valkost, að þessir aðilar geti valið á milli tveggja kosta a.m.k., þegar um er að ræða nauðsynlega læknisþjónustu. Þetta var ein helzta forsendan fyrir stuðn- ingi Morgunblaðsins á sínum tíma við Landakotsspítala og rekstur hans, sem sjálfstæðrar einingar í sjúkrahúsakerfí landsmanna. Læknar eru ekki allir steyptir í sama mót. Viðhorf þeirra til sjúklinga, meðferðar og þeirrar þjónustu, sem þeir vilja veita er mismunandi. Það er t.d. alkunna, að um langt árabil var að hluta til beitt öðrum lækningaaðferðum á geðdeild Borgarspítalans en Kleppsspítala, sem síðar varð hluti af geðdeild Landspítalans. Það skiptir máli, að sjúklingar og aðstandendur þeirra eigi val. Hið faglega skipulag sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur ekki verið eitt og hið sama. Þannig var skipulag Landakots að þessu leyti allt annað en hinna sjúkrahúsanna og byggð- ist meira á því, að hver læknir væri ábyrgur fyrir sínum sjúklingi, sem hefði giæiðan aðgang að viðkomandi lækni. Það er að mörgu leyti ákaflega æskilegt, að slíkur faglegur valkostur sé fyrir hendi. Það veitir báðum aðilum aðhald. Nú má spyrja, hvort það sé einhver þversögn í því að mæla með sameiginlegum fjárhagslegum rekstri spítala, sameiginlegum tækjakaupum og sameiginlegum kaupum á öðrum aðföngum en faglegum aðskilnaði. Svo er ekki. Það er augljóst, að hægt er að ná fram mikilli hagræðingu á viðskiptahlið sjúkrahúsareksturs, ef svo má að orði kom- ast, um leið og stefnt er að því, að aðskilinn faglegur rekst- ur leiði til aukins aðhalds fyrir lækna og hjúkrunarfólk á báðum sjúkrahúsunum. Á næstu mánuðum munu vafalaust fara fram miklar um- ræður um rekstur sjúkrahúsanna og framtíðarskipulag þeirra. Það er vissulega þess virði, að í þeim umræðum velti menn fyrir sér þeim möguleika, að tryggja sjúkling- um og aðstandendum þeirra valkost í heilbrigðisþjónust- unni á sama tíma og fyllsta hagræði er náð með sameigin- legum rekstri á þeim sviðum, þar sem það á við. 50 ár frá stofnun fæðingar- og kvensjúkdómadeildar Landspítalans eftir Kristján Sigurðsson MEÐ nýju stjómskipuriti íyrir Ríkisspítala 1995 var lækningasviðum spítalans fækkað og sviðsstjórar gerðir ábyrgir fyrir að halda rekstri sviða innan ramma fjárhagsáætlana en jafnframt gert að tryggja að al- menningur fengi þá þjónustu sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Sam- hliða þessu nýja stjómskipuriti voru á kvenlækningasviði gerðar tillögur til ýmissa breytinga með það að mark- miði að hagræða í rekstri sviðsins (Morgunblaðið 22. júlí 1995: Fjárhags- vandi ríkisspítala séður frá sjónarhóli sviðsstjóra kvenlækningasviðs). I ljósi þess að fæðingar- og kvensjúkdóma- deild Landspítalans verður 50 ára um næstu áramót verður hér gerð grein fyrir framkvæmd þessara breytinga og áhrifum þeirra á þróun launakostn- aðar, annars rekstrarkostnaðar og öfl- unar sértekna innan kvenlækninga- sviðs. Hagræðing innan kvenlækningasviðs Frá árinu 1995 hefur markvisst verið unnið að ýmsum aðgerðum til hagræðingar innan sviðsins m.a. með það að markmiði að mæta minnkandi fjárveitingum frá hendi hins opin- bera. Þessar aðgerðir hafa bæði beinst að því að lækka rekstrarkostnað og auka sértekjur sviðs- ins. Kvensjúkdómadeild. Fyrir 1995 var kvensjúk- dómadeild skipt í tvær legudeildir, deild fyiir konur með almenna kvensjúkdóma og deild fyrir konur með illkynja sjúkdóma. Þessi skipting þótti henta vel m.t.t. sérhæfðrar aðhlynningar kvenna með illkynja kvensjúkdóma. Á síðari árum hefur þróun læknisfræðinnar leitt til þess að legutími eftir aðgerðir hefur almennt styst og útskrifast konur, sem áður lágu inni í nokkra sólarhringa, nú oft innan sólarhrings frá innlögn. Með tilkomu reglugerðar (nr. 340/1992) um gjaldtöku fyrir ferliverk (sjúklingur útskrifast innan 24 klst. frá innlögn) var ljóst að gera þurfti skipulagsbreyt- ingu á kvensjúkdómadeild sem auðveldaði að- greiningu þessara innlagna frá öðrum innlögnum. Leiddi þetta til þess að deildinni var á árinu 1995 skipt í dagdeild með 16 rúm fyrir sjúklinga sem útskrifaðir eru innan 24 klst. og legudeild með 15 rúmum fyrir sjúklinga sem þurfa á lengri innlögn að halda. Þessari breytingu var ætlað að leiða til sparnaðar í launakostnaði og auð- velda innheimtu fyrir ferliverk. Tæknifijóvgunardeild (glasa- frjóvgun). Samfara breytingum á kvensjúkdómadeild var ákveðið að auka afköst tæknifrjóvgunardeildai- með flutningi deildarinnar yfir í nýtt húsnæði innan kvenlækningasviðs. Deildin tók síðan til starfa í nýjum húsakynnum á árinu 1996 og hefur glasafrjóvgunum fjölgað úr 266 árið 1996 í 363 á árinu 1997. Þessi stækk- un hefur þannig stóraukið tekjur af glasafrjóvgun eins og komið verður að síðar. Móttökueining. I húsnæði því sem tæknifrjóvgunardeildin notaði fram til ársins 1996 var áfoimað að setja upp móttökueiningu fyrir kvenlækn- ingasvið á árinu 1996. Vegna skorts á fjármagni til breytinga á þessu húsnæði dróst fram til haustsins 1998 að opna þessa móttöku- einingu sem er staðsett í anddyri kvennadeildar hússins. Þar sem innheimta sjúklingagjalda átti að fara fram á þessari nýju einingu dróst jafn- framt að hefja innheimtu fyrir ferliverk á kven- lækningasviði fram til ársins 1998. Meðgöngudeild. Þróun meðferðar háþrýstings og fósturrita á meðgöngu hefur leitt til aukins eftirlits án innlagna á sjúki-adeild. Á meðgöngu- deild hefur sex rúmum af 22 (frá árinu 1992) ver- ið breytt í einingu fyrir konur sem koma í skammtímaeftirlit í 4 klst. með dagönn í stað inn- lagnar í 48 klst. eins og áður tíðkaðist. Fæðingar- og sængurkvennadeiidir. A fæðingar- og sængurkvennadeild voru gerðar þær breyt- ingar að Fæðingarheimili Reykjavíkur (FHR) var lokað á árinu 1995 og fæðingardeild kven- lækningasviðs annaðist eftir það allar fæðingar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var eingöngu unnt vegna aukinna snemmútskrifa eftir fæðingar (út- skrift innan 36 klst.) en þær gerðu mögulegt að auka afköst fæðingardeildar kvenlækningasviðs. Þessi ráðstöfun dró úr kostnaði við sængurlegu en jók nokkuð á kostnað Tryggingastofnunar rík- isins vegna þjónustu ljósmæðra í heimahúsi fyrir þær konur sem útskrifuðust innan 36 klst. eftir fæðingu. MFS-þjónusta. Með lokun FHR hefur jafnframt V' Rekstur og hagræðing á tímum aðhaldsaðgerða MYND1 verið aukið á valmöguleika kvenna sem koma til fæðingar á fæðingardeild kvenlækningasviðs með því að bjóða upp á nýja þjónustu sem kallast MFS- þjónusta. Þessi þjónusta felur í sér að sömu Ijósmæður fylgja konunni í gegn- um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og fer fæðingin fram á sérstakri ein- ingu innan fæðingardeild- ar kvenlækningasviðs. Um 8% fæðinga fara nú fram á MFS-einingunni og er ætl- unin að auka þennan þjón- ustuþátt en það hefur dregist af ástæðum sem um getur hér að neðan. Mæðravernd. Þegar á ár- inu 1995 var lagt til að spara í rekstri með því að sameina mæðravernd á göngudeild kvennadeildar og mæðravernd Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík í einu og sama húsnæði á Heilsuverndar- Kristján stöðinni. Slík sameining Sigurðsson hefur þó dregist m.a. vegna þess að ekki tókst að losa húsnæði sem Læknavaktin sf. nýtti á Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur. Með flutningi Læknavaktarinnar hinn 1. desember 1998 skapast loks að- staða til sameiningar þessara deilda og er áformað að henni verði lokið vorið 1999. Samfara þessari sameiningu er áformað að auka tengsl þessarar nýju mæðravemdar við þá aðila sem stunda mæðravemd á hinum ýmsu heilsu- gæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sónardeild og félagsráðgjafar. Með flutningi mæðravemdar úr húsnæði kvennadeildar hússins skapast mögu- leiki til bættrar starfsaðstöðu fyrir sónardeild og félagsráðgjafa en þessi starfsemi hefur löngum búið við þröng- ar aðstæður innan kvenlækningasviðs. I núverandi húsnæði sónardeildar var áformað að koma upp aðstöðu fyrir endurbætta MFS-einingu en nú er jafnvel rætt um að skapa slíka aðstöðu á öðmm sængurkvennagangi kven- lækningasviðs. Kostnaðarþróun og heimildir (öll gjöld fram- reiknuð til verðlags ársins 1998) Samkvæmt rekstraryfirliti Ríkisspítala fyrir árið 1997 nam rekstrarkostnaður kvenlækninga- KVENLÆKNINGASVIÐ RÍKISSPÍTALA Starfsemi og kostnaðardreifing 1997 SKOR Dagdeild Kvenlækninga (K) Móttökueining (M) 2.434 innlagnir (K) 4.069 skoðanir (M) 8% af rekstrarkostnaði SKOR Legudeild Kvenlækninga 1.231 innlagnir 9% af rekstrarkostnaði SKOR Meðganga (M) Sængurlega (S), Mæðrav. 3.168 dagannir(M) 1.040 innlagnir (M) 2.618 innlagnir (S) 12.970 mæðraeftirlit 32% af rekstrarkostnaði SKOR Fæðingahjálp Ómun/fósturgreining 2.748 fæðingar 9.214 ómskoðanir 22% af rekstrarkostnaði SKOR Tæknifrjóvgunardeild 363 meðferðir 7% af rekstrarkostnaði STOÐDEILDIR Ritaramiðstöð Aðstoðarlæknar Skurðstofa 3.863 aðgerðir Félagsráðgjafar 1.877 viðtöl Sviðsstjórn hjúkrunar 7% af rekstrarkostnaði 14% af rekstrarkostnaði 0,5% af rekstrarkostnaði 7% af rekstrarkostnaði MYND 2 Rekstur kvenlækningasviðs RíkÍSSpítala í milljónum kr. á verðlagi 1998 700 Launak ostnaðu r Millifæ slur Annar ekstrark ostnaðu r 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 MYND3 Samanburður á heimild og kostnaði kvenlækningasviðs Ríkisspítala 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 sviðs um 685 milljónum króna eða um 7,5% af heildarrekstrarkostnaði Ríkisspítala á því ári. Skipting rekstrarkostnaðar milli skora og stoð- deilda kvenlækningasviðs sést af mynd 1. Þessi rekstrarkostnaður tekur þó ekki með hlutdeild kvenlækningasviðs í ýmsum sameiginlegum kostnaði sjúkrahússins svo sem vegna rekstrar rannsóknastofa, mötuneytis, húsnæðis og skrif- stofukostnaðar á Ríkisspítulum. Þessi sameiginlegi kostnaður er í rekstrar- yfirliti Ríkisspítala nefndur „milli- færslur" og ef þær eru teknar inn í rekstrarkostnað sviðsins þá sýnir reynsla áranna 1991 til 1994 að kostn- aður sviðsins er í reynd um 54% hærri vegna þjónustu sem keypt er af öðrum sviðum. Ileildarkostnaður sviðsins er því áætlaður rúmur einn milljarður á árinu 1997. Án millifærslna eru um 80% af rekstrarkostnaði kvenlækn- ingasviðs vegna launa en með milli- færslum um 55%. Þar sem millifærslur eru í rekstrar- yfirliti Ríkisspítala færðar á þau svið sem framleiða þessa þjónustu (svo sem rannsóknarsvið og stjórnunar- svið) þá eru þær venjulega undan- skildar þegar gerð er grein fyrir rekstri þeirra lækningasviða sem nota þjónustuna. Á árinu 1999 er áformað að skilja rekstur rannsókn- arstofa Ríkisspítala frá öðrum rekstri spítalans. Þar með hefst kaup og sala á þjónustu rannsóknarsviðs til lækn- ingasviða. Reikna má með að að fleiri þjónustusvið fylgi í kjölfarið líkt og gerst hefur meðal nágrannaþjóða okkar (Morgunblaðið 8. nóvember 1998: Forgangsröðun og hagræðing í heilbrigðisþjónustu). Vitneskja um raungildi millifærslna á einstök lækn- ingasvið er því nauðsynleg ef sviðin eiga að taka við þessum kostnaðar- auka af þjónustusviðunum. Af mynd 2 má sjá að launakostnað- ur kvenlækningasviðs hækkaði um 14% frá 1991 til 1995 en lækkaði eftir það um 1% til 2% og er sú þróun rak- in til áðurnefndra breytinga til hag- ræðingar innan sviðsins frá árinu 1995. Onnur rekstrargjöld en laun hafa aftur á móti hækkað um 23% frá 1991 og fram til ársloka 1997. Kostn- aðardreifmg millifærslna á einstök lækningasvið Ríkisspítala er ein- göngu aðgengileg til ársloka 1994 og hækkaði um 14% á kvenlækningasviði frá 1991 til ársloka 1994. Á mynd 3 sést að mismunur á fjár- lagaheimildum sem kvenlækningasvið fékk til rekstrar og raunverulegum rekstrarkostnaði sviðsins var um 5% á tímabil- inu 1991-1992 en fór síðan minnkandi fram til ársins 1996 en þá var sviðið rekið hallalaust. Á árinu 1997 var enn á ný um 1,8% hallarekstur sem byggist á því að annar rekstrar- kostnaður en laun var á því ári 11,5 milljónir umfram heimildir. Að auki var kostnaður vegna eignakaupa á því ári um 3 milljónir umfram heimildir. Á kvenlækningasviði fóru um 95,5 milljónir í eignakaup á tímabilinu 1991-1997 og á milli ára sveiflast kostnaður vegna þeirra frá 5,4 millj- ónum upp í 26,9 milljónir. Eignakaup eru færð á sérstakan eignareikning fyrir hvert svið. Tækjabúnaður er stærsti hluti eignakaupa og í hefð- bundnum rekstri er slíkur búnaður afskrifaður á vissum fjölda ára og jafnvel lagðar árlega tÚ hliðar fjár- hæðir til endurnýjunar tækja. Ríkis- spítalar eru A-hluta-ríkisstofnun og á slíkum stofnunum er slíkt ekki gert og duga knappar árlegar heimildir til tækjakaupa því hvergi nærri til nauð- synlegrar endurnýjunar. Mögulega þurfa Ríkisspítalar að leita nýrra leiða í formi fjármögnunarleigu eða rekstrarleigu tækja en slíkur kostn- aður er skráður sem árleg stöðug rekstrargjöld í stað sveiflukenndra færslna á eignareikning. Sértekjur kvenlækningasviðs Sértekjur er nafn yfir þær tekjur sem sviðið aflar sér með sjúklinga- gjöldum og seldri þjónustu til aðila utan Ríkisspítala. Sértekjur kven- lækningasviðs hafa aukist úr rúmum 13 milljón- um á árinu 1991 í rúmar 44 milljónir á árinu 1996, í tæpar 53 milljónir á árinu 1997 og stefna með innheimtu fyrir ferliverk í allt að 59 milljón- ir á árinu 1998. Áætlað er að um 80% sértekna séu nú vegna sjúklingagjalda fyrir glasafrjóvg- un, 10% vegna ferliverka á skurðstofu og um 10% vegna annarra tekna. Það merkilega við sértekjur sviða Ríkisspítala er að þær reiknast ekki til tekna fyrir sviðin sjálf. Sértekjumar renna beint til fjármögnunar Ríkis- spítala í heild og hið opinbera minnkar á móti fjárveitingar til Ríkisspítala um þá fjárhæð sem nemur þessari upphæð þar sem spítalinn er A- hlutastofnun. Þessi sérkennilega ráðstöfun leiðir til þess að öflun sértekna er ekkert kappsmál fyr- ir einstök svið þar sem þessar tekjur nýtast ein- stökum sviðum að litlu leyti. Sem dæmi má nefna að tekjur tæknifrjóvgun- ardeildar kvenlækningasviðs vegna glasafrjóvg- ana voru um 43 milljónir á árinu 1997 og rekstr- arkostnaður deildarinnar (án millifærslna) um 45 milljónir. Þannig vantaði um 2 milljónir upp á að endar næðu saman hvað varðar tekjur og gjöld. Sértekjur deildarinnar komu kvenlækningasviði þó ekki til góða heldur mnnu beint til fjáimögn- unar Ríkisspítala eins og fyrr segir. Á móti fékk kvenlækningasvið um 36 milljónir til að reka tæknifrjóvgunardeildina og nam rekstartap kven- lækningasviðs vegna hennar því um 9 milljónum króna. Þetta tap byggist á því að heimildir til ann- ars rekstrar en launa á tæknifrjóvgunardeild hafa ekkert hækkað þrátt fyrir aukin afköst deildar- innar. Á sama hátt hafa heimildir skurðstofú kvenlækningasviðs vegna annars rekstrar en launa ekki hækkað þrátt fyrir að sértekjur vegna ferliverka sem framkvæmdar eru á skurðstofu aukist um tæpar 6 milljónir á árinu 1998. Ef rekstrarheimildir hefðu hækkað í samræmi við aukin afköst væri kvenlækningasvið rekið með rekstrarafgangi sem m.a. mætti nýta til endur- nýjunar á tækjabúnaði sviðsins sem að hluta er kominn að úreldingu. Lokaorð Af ofanrituðu má sjá að þær ráðstafanir sem gi-ipið hefur verið til frá árinu 1995 hafa dregið úr launakostnaði en ekki megnað að koma í veg fyrir aukinn rekstrarkostnað. Aukning í rekstrar- kostnaði byggist m.a. á auknum afköstum sviðs- ins í glasafrjóvgunum og skurðaðgerðum. Þessi auknu afköst hafa leitt til aukinnar tekjuöflunar sem þó hefur ekki komið kvenlækningasviði né Ríkisspítulum til góða. Ljóst er að stjórnunar- kerfi sem ekki leiðir til hvatningar til tekjuöflun- ar leiðir til stöðnunar og er því ekki að undra að halli Ríkisspítala stefni í um 1 milljarð um næstu áramót. Þótt skilgreining á þjónustuhlutverki ein- stakra sviða Ríkisspítala sé meginforsenda þess að unnt sé að standa að raunhæfri fjárveitingu til þeirra (Morgunblaðið 8. nóvember 1998) er nauð- synlegt að sviðin sjálf fái að njóta eigin sértekna. Á kvenlækningasviði var á árinu 1995 lagt til að 50% sértekna (glasafrjóvganir undanskildar) færu í rekstur og endumýjun tækjabúnaðar og 50% í endurmenntunar- og rannsóknarsjóð. Þess- ar tillögur voru samþykktar af framkvæmda- stjórn Ríkisspítala en hlutu aldrei samþykki heil- brigðisráðuneytis. Höfundur er sviðsstjóri kvenlækningasviðs liíkisspítaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.