Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 44
 44 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 öld. Til hans er einnig rakin sagan um fyrstu jólagjöfina. Saga heilags Nikulásar verður ekki rakin hér, enda hefur undirritaður áður fjall- að um hann og samanburð á ís- lensku jólasveinunum á síðum þessa blaðs. Jólatréð í stofu stendur Hér eru ekki tök á að fara nánar : út í hina ýmsu jólasiði og þróun þeirra, þótt vissulega væri það freistandi. Til gamans skal þó drepið á þrjú atriði til viðbótar, sem for- vitnileg kunna að þykja í þessu sam- bandi: ■ Jólatréð. I Róm til forna var siður að skreyta hýbýli manna með græn- I um gi-einum um nýárið eða að menn gáfu þær hver öðrum og þótti gæfu- merki. Það er þó ekki fyrr en á 16. öld að fyrstu spurnir berast af jólatrjám frá iðnfélögum í Þýska- landi, en þau voru þá sett upp á jóla- skemmtunum fyrir börn félags- manna. Á 18. öld er jólatréð orðið útbreitt meðal aðalsmanna og kóngafólks í Evrópu, en fram yfir miðja 19. öld þekktust þau naumast hjá öðrum en yfirstéttarfólki. Hinir efnaminni létu sér nægja litla pýramída eða krónur, sem stóðu á borði eða héngu niður úr lofti. Af þeim munu aðventukransar síðar hafa sprottið. Jólatréð barst til Danmerkur skömmu eftir 1800 og hingað til lands virðist sþðurinn hafa borist um miðja 19. öid. I fyrstu var algengast að menn byggju til sín jólatré sjálfir, enda óhægt um vik að verða sér úti um grenitré hér á berangrinum. Var þá tekinn staur, og á hann festur ■álmur þar sem kertin stóðu. Tréð )var málað grænt og tínt sortulyng, •beitilyng eða einir og skreytt með því. Sums staðar voru notaðar birki- ’hríslur og jafnvel hvönn. Innflutt jólatré fóru ekki að seljast hér á landi í stórum stfl fyrr en eftir 1940 jog nú eru jólatré, sprottin úr ís- lenskri mold, algengust í hýbýlum manna um jólin. ■ Jólakveðjur. Elsta íslenska jóla- kveðjan, sem vitað er um, er í bréfi ífrá Brynjólfi biskupi Sveinssyni frá •7. janúar 1667, sem endar á þessa leið: „Með ósk gleðilegra jóki, far- isællegs nýs árs, og allra góðra ' heillastunda í Vors Herra nafni ]Amen.“ Það var hins vegar ekki fyrr en ár- ; ið 1843 að fyrsta jóla- og nýárskortið ,var gefið út í Englandi, og breiddist isending slíkra korta fljótt út um Evrópu og Ameríku á síðustu öld. Hingað til lands barst siðurinn laust Jfyrir aldamót og voru fyrstu kortin dönsk og þýsk. Útgáfa íslenskra 'jólakorta hófst nokkru eftir aldamót og í fyrstu voru einkum á þeim myndir af landslagi og kaupstöðum. Jóla- og nýárskveðjur í útvarpi hafa um langt skeið sett hátíðlegan svip á jólaundirbúninginn og er greinarhöfundi í barnsminni hversu ómissandi þáttur það var í helgihald- inu að hlusta á jólakveðjumar í út- varpinu á Þorláksmessu. Ríkisút- varpið hóf þessar útsendingar um jólin 1932 og geiir enn. ■ Jólakötturinn. Þjóðsagan um jóla- köttinn lifir enn þótt áhöld séu um að böm nú til dags taki það svo nærni sér þótt þau „fari í jólakött- inn“. Flest vilja þau harða pakka fremur en mjúka. I Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir meðal annars um óvætti þessa: „Þó gátu menn ekki notið jólagleðinnar með öllu áhyggjulausir því auk jólasveinanna sem fyrr era nefndir var það trú að sú óvættur væri þá á ferð sem kall- aður var jólaköttur. Hann gerði reyndar engum þeim mein sem eignuðust einhverja flík að fara í á aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekkert nýtt fengu fóru allir í jóla- köttinn." Hér er líklega um að ræða sameiginlega arfsögn frá Norður- löndum, þar sem ,jólahafur“, eða ,jólageit“ var víða algeng barna- fæla. Sjálfsagt er fyrir íslenska for- eldra að viðhalda þjóðsögunni um jólaköttinn. Bæði nýtist þá hluti þeirra fjármuna sem fara í jólagjaf- irnar í nytsamlega flík, sem barnið þarfnast, og barnið sjálft verður sáttara við að einn og einn „mjúk- ur“ pakki fljóti með og lærist jafn- vel að líta á það sem sjálfsagðan hlut. I þessari umfjöllun hefur verið stiklað mjög á stóru um jólahald og jólasiði og ekki unnt að seilast lengra að sinni, þótt af nógu sé að taka. Sjálfsagt hafa menn mismunandi skoðanir á jólasiðunum og gildi þeirra í samtímanum, en vísast geta þó flestir tekið undir með höfundi þulunnar góðu: Það á að gefa bömum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk af hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. • Við samantekt þessa var að mestu Ieyti stuðst við tvö rit eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing, með ffóð- fúslegu leyfi hófundar. Ritin eru: I jólaskapi, útg: Bjallan, 1983 og Saga daganna, útg: Mál og menning, 1993. Myndir eru flestar úr síðarnefnda rit- inu, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Ennfremur skal fólki, sem vill fræðast nánar um laufabrauð, bent á rit eftir EIsu E. Guðjónsson, textil- og búninga- fræðing, „Um laufabrauð“ útg. 1994, og er myndin af laufabrauðum úr því riti. MORGUNBLAÐIÐ Að elda kalkún Sælkerinn Kalkúnar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Steingrímur Sigur- geirsson fékk góð ráð hjá matreiðslu- mönnum Argentínu um hvernig best sé að elda slíka gripi. VERÐSTRIÐ undanfarinna daga á kalkúnakjöti hefur leitt til að líklega verður kalkúnn á borðum margra fjölskyldna um hátíðarnar. Það vefst hins veg- ar fyrir mörgum hvemig best sé að matreiða kalkúna þannig að úr verði dýrindis máltíð. Líklega hafa fáir meiri reynslu af því hér á landi að matreiða kalkúna en þeir Óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson á veit- ingahúsinu Argentínu en þar hefur undanfarin ár verið lögð rík áhersla á kalkúna allan desembermánuð. Þeir Ingvar og Óskar segja skynsamlegt að reikna með 400-500 grömmum á hvem mann, þegar kalkúninn er keyptur. Bein vega þungt í þessum fugÚ og leggir og vængir nýtast illa. Sumir bregða á það ráð að sinadraga legginn til að fá meira úr honum en það er heljarinnar mál og leggurinn verður rýr á eftir. Bestur er kalkún- inn sé hann keyptur ferskur en sé hann frosinn ber að taka hann út með 3-4 sólarhringa fyrirvara og leyfa að þiðna í ísskáp. Miklu máli skiptir að ekkert frost sé í fuglinum, þegar byi'j- að er að elda hann. Ingvar og Óskar segja það vera ágæta þumalputtareglu að þeim mun lægri hiti sem menn noti við eldun og þeim mun lengri tíma sem hún tek- ur, þeim mun meiri verða gæðin. Sígilt sé að elda kalkún við 140 gi-áða hita og gera ráð fyrir 45 mínútum á hvert kíló. Þeir mæla hins vegar með eldun við 110-120 gráður og að gert sé ráð fyrir klukkutíma á kflóið. Gott er að nota blásturinn en ausa reglu- lega yfir fuglinn. Miðast tíminn við fylltan kalkún. Sé ofninn opnaður oft gæti þurft að lengja tímann. I lokin er kalkúninn smurðui' með smjöri og hitinn keyrður upp í 200 gráður í 15- 20 mínútur til að fá fallega brúna áferð á fuglinn. „Þetta er mikil athöfn hjá mörg- um. Gott er að byrja með fuglinn á •rgunbli HÉR á að stinga til að komast að því hvort kalkúninn sé tilbúinn. Renni glær safi út má bera fuglinn fram. SÆTAR kartöflur og sellerírót í teningum er tilvalið meðlæti. Óhefðbundin kalkwnafylling með ítölskum brag Kalkúnafylling í 4-5 kg fugl 1 blaðlaukur (lítill) 1 paprika 20 ólífur Kalamata (mikilvægt að nota þessa tegund) 10 sólþurrkaðir tómatar 2 hvitlauksgeirar (fínt saxaðir) 6 franskbrauðsneiðar 1 zucchini 2 perur 2 msk. saxað ferskt rósmarín salt svartur pipar úr kvöm 1 msk. balsamic edik 2 msk. olia af ólifunum Saxið blaðlaukinn og paprikuna fínt. Steinhreinsið óiífurnar og skerið smátt, skerið tómatana í fína strimla, skerið zucchinið í smáa bita. Steikið allt sam- an í ólífuoliunni án þess að brúna. Af- hýðið og kjarnhreinsið perurnar og skerið í smáa bita. Skerið skorpuna af brauðinu og skerið í teninga. Blandið öllu saman og kryddið með saiti, pipar og rósmarin. Dreypið edikinu yfir i rest- ina. Mjög gott er að setja 100-200 g af bræddu smjöri yfir fyllinguna. hvolfi, þannig að safinn renni niður í bringumar og velta honum síðan nokkmm sinnum. Best er að hafa hann sem lengst á hvolfi. Við heyrum margar sögur frá gestum okk- ar af þeim aðferðum sem þeir nota við eldun og það virðist sí- fellt færast í vöxt að menn sprauti fuglinn nokkrum sinn- um. Er þá bræddu smjöri sprautað inn í bringumar á meðan á eldun stendur, til að koma í veg fyrir að þær þorni,“ segir Ingvar. Miklu skiptir að fuglinn sé fulleldaður er hann kemur á borðið. Þetta eru stór dýr og mikil fyrirhöfn að taka þá út úr ofni og bera fram. Hver hefur ekki heyrt hryllingssögur af fjölskylduboðum sem hafa lent í uppnámi þegar í Ijós kemur að fuglinn er hálfhrár þegar byrjað er að sneiða hann niður á diska? Ingvar segir ágætt og ömggt húsráð að stinga með nál efst á lærinu, þar sem það er þykkast. Renni glær safi út er fuglinn tilbúinn. Með kalkúni fylgir innyflapoki og ber að nýta þau við matreiðsluna. Lifur getur hentað vel í fyllingu en annað er brúnað á pönnu og sett með í ofnskúffuna til að fá sterkara soð. Þá má sneiða niður gulrætur, sellerí, lárviðarlauf, rósmarín og piparkorn. Soðið sem myndast við eldun verður uppistaða sósunnar. Óskar og Ingvar segja að þegar búið sé að sía það frá og setja í pott sé ágætt að bæta við 5-10 matskeiðum af hveiti. Þegar hveitiá- hefur sogið í sig alla fituna er það þeytt saman við soðið, ekki ósvipað og gert er með smjörbollu. Út í sósuna er síðan bætt rauðvíni og jafnvel matskeið af rauðvínsediki til að skerpa hana. Hún er síðan soðin niður eftir smekk. Fyllingin er hálfur galdurinn við eldun og eru óteljandi útgáfur til að henni. Vilji menn reyna eitthvað óhefðbundið og spennandi fylgir uppskrift með ítölskum blæ með hér við hlið. Sé allt í hefðbundnum stfl er tilvalið að bera fram Waldorf-salat með og einnig eru sætar kartöflur ómissandi. Úr þeim er hægt að gera mauk en Ingvar mælir sérstaklega með að þær séu ásamt sellerírót sneiddar niður í hálfs sentimetra teninga. Beikon er sneitt niður og steikt létt á pönnu með smá olíu. Teningunum er blandað saman við og þetta eldað saman í 2-3 mínútur. Þá er lok sett á pönnuna og gufu- steikt í 4-5 mínútur til viðbótar. Út í þetta er bætt salti og pipar eftir smekk og örlitlu af timían. Draumurinn hvíti DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Hann sendi son sinn ... TÍÐIR tímans kristallast í heilög- um tíðum jóla og myndinni af fann- hvítri jörð í blankalogni þar sem hlý birta jólaljósa berst frá manni til manns en úr fjarskanum óma klukkur sem kalla til hárra tíða. Þetta er draumurinn um hvít jól sem margur ber í sinni og margan dreymir að Guð gefi börnum sínum um þessi jól. Ef við skoðum þessi tákn og íhugum merkingu þeirra verður hvíta mjöllin hjúpur, sæng Guðs sem veitir skjól, vemd og hlýju, hvíti liturinn verður sakleys- ið og hreinleikinn sem hver sál ósk- ar að fylli hjarta sitt. Ljósið verður vitinn, tengingin milli manna í endalausri víðáttu geymsins þar sem einmanaleikinn hrópar á okkur en klukkurnar sem óma era kallið sem við bíðum eftir að sameini oss í anda jóla, gleði. Hvít jól friðar og ljóss eru því meira en von um kristileg jól, þau eru leynd ósk mannsins um sameiningu þessa þriggja tákna við anda mannsins og þar með endanlegan frið, endanlega sátt og sanna gleði manna á milli. Draumurinn um hvít jól er sama myndin en þó frábrugðin því snævi þakta jörðin er þar tákn alsælu þess að tilheyra himnadómnum, vera saklaust barn, hluti af Guði. Draumaljósið dregur okkur til fornra minna um guði sem komu og fóra en skildu eftir sig sælu ljóss- ins, það tákn hefur þróast yfir í ár- legan atburð við jól og áramót en sem geymir hið forna minni, kall til Guðs að koma. Klukkurnar geyma líka fornt draumminni um komu guða, þar sem lúðraþytur og glym- ur bjalla vottuðu komu Guðs. Þessi eldgömlu minni geymum við í erfð- um okkar og í dag notum við þau í vöku meira af vana en vissu, þó draumurinn sýni með þessum tákn- um hjarta fullt af hrópi á Guð að senda son sinn aftur til okkar með gleðileg jól. Draumur „Kristínar“ Mér fannst ég vera stödd í húsi og var að bíða eftir brúðarkjól, því ég var að fara að giftast fyrrver- andi sambýlismanni mínum. Ég var eitthvað ergileg og ég geri mér ekki grein fyrir hvers vegna. Ég var orðin of sein en það var ekki þess vegna sem ég var pirruð (í vöku leiðist mér fátt eins mikið og vera sein). Loks komu einhver austurlensk hjón með brúðarkjól- inn, ég veit ekki hvort þau voru að sauma hann eða hreinsa. Ég klæddi mig í hann og gekk af stað til kirkju. Á leiðinni gekk ég yfir grænt tún og er ég var um það bil hálfnuð, sá ég að túnið var allt út í blautum dýraskít. Kjóllinn minn var skjannahvítur með löngum ermum og slóða (mjög fallegur). Ég hafði ekkert haft fyrir að halda honum uppi á göngu minni, svo mér var brugðið. Ég lyfti honum upp og átti von á að hann væri útataður en hann var tandurhreinn. Þegar ég kom til kirkju var þar fólkið mitt, þ.e. foreldrar, börn mfn, mágur minn auk fleira fólks sem mér fannst allt vera mitt fólk. Allir voru mjög fínir og glaðlegir. Einu aðil- arnir sem virtust óþolinmóðir voru sambýlismaður minn og presturinn. Þegar langt var komið á athöfnina sagðist ég ekki geta gifst honum og gekk út. Móðir mín kom á eftir og spurði mig hvers vegna en ég gaf ekkert svar en var mjög sátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.