Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 37

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 37 Við þröskuld fullorðinsáranna Islensk tónlist fyrir einleiksfíðlu RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari leikur flmm íslensk einleiks- verk á nýútkominni geislaplötu. Bækur Skáldsögur GÓÐA FERÐ, SVEINN ÓLAFSSON eftir Friðrik Erlingsson. 240 bls. Iðunn, Reykjavík 1998. „ÉG ER stjarna, blikandi stjarna. Ég er ungbarn á grafarbakka og öldungur í vöggu, bæði fiskur á himni og fugl í sjó; ég er stelpa að innan, en strákur að ut- an, saklaus á líkama, sekur í sálinni." Þannig hefst þroska- saga hins þrettán ára Sveins Ólafssonar, Reykjavíkurpilts á því herrans ári 1976; saga sem hann segir sjálfur og nær frá afmælisdegi hans í febrúar og fram að páskum. Á þeim tíma breytist Sveinn úr barni í pilt, tekur út þroska, bæði líkamleg- an og andlegan, verður ástfanginn og líður óbærilegar þjáningar, vex uppúr besta vini sínum, öðlast nýjan skilning á sambandinu við móður sína, sem ein hefur alið önn fyrir honum frá því hann var sex ára. Jafnframt breytist skilningur hans á tengslunum við fjarlægan föður- inn. Það er óþarft að orðlengja það að Friðrik Erlingssyni tekst prýðis- vel hið erfiða ætlunarverk sitt, að segja þroskasögu Sveins Ólafssonar með orðum hans sjálfs, hugarheim- ur drengsins sem stendur á þrösk- uldi fullorðinsára verður ljóslifandi og trúverðugur, frásögnin gengur alltaf upp í hugsun aðalpersónunn- ar, verður hvergi of „fullorðinsleg“ né of „barnaleg" til að eiga ekki við hinn þrettán ára sögumann. Vafalaust má benda á hliðstæðar bækur skáldbræðra Friðriks; á tímabili var nánast í tísku að fyrsta bók ungra skáldmenna væri „drengjasaga" og var hin fyrsta og sennilega besta í þeirri seríu, bók Péturs Gunnarssonar Punktur, punktur, komma, strik. Síðan eru liðin um 25 ár. Þrátt fyrir þennan sögulega skyldleika fer Friðrik sína eigin leið og Góða ferð, Sveinn Ólafsson, minnir ekki nema laus- lega á drengjasögurnar svokölluðu. Frásagnaraðferð Friðriks er ólík, því auk þess að hverfa sjálfur á bak við fyrstu persónufrásögn Sveins Ólafssonar, er frásögnin einlægari MÍNÚTUGRILL Nýju mínútugrillin frá Dé Longhi eru tilvalin - þegar þig langar í l gómsœtan grillmat; \ kjöt; fisk, grœnmeti eöa 1 nánast hvaö sem er. 4 geröir á jólatilbodsveröi frá kr. 6,400,- til 7,900,- og persónulegri en fyrri skrásettar athuganir á lífi ungra drengja. Gálgahúmor og stílstælar eru víðs- fjarri. Rammi frásagnarinnar vísar jafnvel enn lengi-a aftur; sterkur raunsæisblær hvílir yfir umgjörð- inni og sviðsetningin er kunnugleg úr íslenskum piltasögum frá því um miðja öldina; efnispiltur sem býr við kröpp kjör hjá einstæðri móður, lendir í tímabundnum ógöngum en réttir úr kútnum og allt bendir til þess að hann verði að nýtum manni. Þetta er þó enginn galli á sögunni því myndin sem Friðrik dregur upp er sann- færandi og varla eru þeir færri sem alist hafa upp hjá einstæðu foreldri síðustu tutt- ugu árin en áratugina þar á undan. Um leið er sagarl prýðisgóður vitnisburður um ákveðið tímabil, árið 1976 var kannski ekki ýkja sögulegt í víðara samhengi, en skipti þó höfuðmáli fyrir kyn- slóð Sveins Ölafssonar persónulega. Friðrik hellir sér út í könnun á þeim andlegu umbrotum sem eiga sér stað í huga þrettán ára pilts; athuganir hans eru í senn skáldlegar og raunsæjar, og ekki síst skemmtilegar því sagan er leiftrandi af kímni um leið og hún grípur lesandann sterkum tilfinn- ingalegum tökum. Kómískar eru lýsingarnar á erótískum hugmynd- um Sveins um 17 ára frænku sína, ófullnægðri ástarþrá hans til bekkj- arsystur sinnar og bráðfyndnar lýs- ingar á kennurum og foreldrum vin- anna. Djúpur tragískur tónn er sleginn í lýsingum á samskiptum Sveins við föður sinn, grátbrosleg- ast er atriðið er þeir hittast á Borg- inni, gleðilegast er þegar Sveinn byrjar að gera sér grein fyrir að foreldrar hans eru bara fólk, með öllum sínum kostum og göllum. Stærsti kostur þessarar sögu er hversu æðrulausa sýn og jákvæða hún veitir lesandanum á lífið_ sem blasir við söguhetjunni Sveini Ólafs- syni. Bernskan er að baki, fullorð- insárin blasa við, á þeim tímamótum kynnumst við Sveini, stelpu að inn- an, strák að utan. Þetta er bók sem hiklaust ætti að setja í hendurnar á unglingum á öllum aldri, þrettán ára og eldri. ÍSLENSK tónlist íyrii- einleiksfiðlu er heiti nýútkominnar geislaplötu Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara. Á plötunni, sem Islensk tónverkamið- stöð gefur út, eru fimm verk eftir jafnmörg íslensk tónskáld, þá Jón Leifs, Hallgrím Helgason, Magnús Blöndal Jóhannsson, Atla Heimi Sveinsson og Tiýggva M. Baldvins- son. Rut segir aðdragandann að útgáf- unni tónleika sem hún hélt á Myrkum músíkdögum 1995 með þeirri efnis- skrá sem heyra má á plötunni, en á henni er að auki eitt verk sem samið var fyrir hana ári seinna. „Þetta eru verk sem spanna alla öldina, það elsta er eftir Jón Leifs, samið 1924, og yngsta verkið, Adagio, samdi Tryggvi M. Baldvinsson fyrir mig 1996,“ segir hún. „Kannski er aðdragandinn þó ennþá lengri," segir hún svo eftir nokki-a umhugsun. „Fyrir nokkrum árum útbjó ég efnisskrá með einleiks- verkum eftir Baeh og Ysayé. Síðan hef ég farið á hverju ári alein með mína fiðlu út á land, heimsótt héruð þar sem ekki er kennt á strengja- hljóðfæri, haldið tónleika í kirkjum og kynnt fiðluna í skólum. Það má eigin- lega segja að upp úr þessu hafi sprottið þessi íslenska efnisskrá með einleiksverkunum, sem nú er komin á plötuna.“ Allir möguleikar fiðlunnar kannaðir „Þessi fimm verk eru öll mjög ólík,“ segir Rut þegar hún er spurð um efnistök og áferð plötunnar. Og aldur verkanna segir ekki alla sög- una. Til dæmis segir Rut að verk Magnúsar Blöndals Jóhannssonar, Dimension, sem hann samdi árið 1961, sé tvímælalaust nútímalegasta verkið á allri plötunni, mun nútíma- legra en yngri verkin. „Þau eru miklu lýrískari og melódískari en verkið hans Magnúsar,' sem er auðvitað barns síns tíma, tilraunatónlist þai- sem allir möguleikar fiðlunnai- eru kannaðir. Þegar ég spilaði það á tón- leikunum 1995 var það frumflutning- ur, því það hafði aldrei verið flutt á sínum tíma. En þó að það sé svona nútímalegt, þá er það að mínu mati alveg ótrúlega fallegt, því það er svo mikil heiðríkja í því. Þetta er mjög erfitt verk, en það má reyndar segja um þau öll og það held ég að sé eðli verka sem samin eru fyrir einleiks- fiðlu. Þau eru mjög krefjandi tækni- lega, því það er ekkert annað hljóð- færi til þess að fylla upp í, fiðlan verð- ur ein að standa undir verkinu öllu,“ segir Rut. Jón Leifs samdi verkið Studie op. 3 árið 1924, þá tæpra 25 ára gamall. „Þá hafði hann nýlokið námi í Leipzig og hefur greinilega verið að kynna sér verk Johanns Sebastians Bachs. Þetta verk Jóns og yngsta verkið eftir Tryggva, sem er fæddur árið 1965, eiga vissa þætti sameigin- lega, þó að langt sé á milli þeirra í tíma. Það er að mínu mati óskaplega mikill tregi í þessum verkum báðum, sem brýst út í mikla örvæntingu, en síðan enda þau í sátt.“ Verk Hallgríms Helgasonar, Sónata fyrir einleiksfiðlu, var samið árið 1971. „Það er mjög gaman að spila þessa sónötu, því hún er svo vel skrifuð fyrir fiðluna, enda var hann sjálfur fiðluleikari,“ segir Rut. Lag og tilbrigði með eftirmála er heiti verks Atla Heimis. „Lagið sjálft er hægi kaflinn úr verki sem hann samdi fyrir Kammersveit Reykjavík- ur fyrir vígslu Borgarleikhússins 1989, þá var þessi kafli fiðlusóló, sem ég spilaði, og svo var undirleikur í strengjunum, pizzicato. Þetta vai- svo fallegur kafli að ég spurði Atla hvort hann gæti ekki útbúið þetta þannig að ég gæti spilað það ein, það var upphafið að þessu verki. Hann breytti íyrst þessum fyrsta kafla, síðan bætti hann við fjórum köflum, sem eru mjög ólíkir. Atli Heimir hef- ur þann stórkostlega eiginleika að geta samið svo fallega tónlist að hún snerti hjartað,“ segir Rut. Rut segist vera búin að eyða fimm árum af ævi sinni í plötuna. ,Áður en kemur að tónleikum er maður yfir- leitt búinn að glíma lengi við verkin og svo tók það auðvitað langan tíma að koma þessu öllu í verk, því það er mikil vinna að taka upp og klippa," segir- hún og bætir við: „Kammer- sveit Reykjavíkur hefur verið minn aðalstarfsvettvangur og þar sem ég hef alla mína starfsævi haft mjög skerta starfsorku, vegna veikinda í baki, hálsi og höndum hef ég ekki getað spilað eins mikið og mig hefur langað til. Það að þessi plata skuli loksins vera orðin að veruleika er stór sigur fyrir mig persónulega og ég er óumræðilega glöð að sjá verkið á enda.“ Hávar Sigurjónsson HERRASKOR Teg.543030 Stærðir: 40-46 VERÐ: 3.995 Litur: Svartir 5% staðgreiósluafsláttur - Póstsendum samdægurs T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 BORÐSTOFUHUSGOGN NÝ SENDING - MIKIÐ ÚRVAL VtSA Innspr.borð og stólar 83.780 stgr. Teg. Meran — Hnota Borð og stólar aðeins 1 37.300 stgr. Opið í dag 10-18, sunnudag 14-17 □E3HHEE31 c HÚSGAGNAVERSLUN llJ 36 món. Reykjavikurvegi 66, Hafnarfirði, simi 565 4100 36món. Friðrik Erlingsson HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.