Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 68

Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 68
68 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ GUÐSÞJÓNUSTA Vertu hjartanlega velkomin(n) á guðsþjónustu sunnudaginn 20. desember kl. 11.00. Wilhelm Leber svæðispostuli frá Bremen í Þýskalandi POSTULAKIRKJAN, ^ónar Ármúla 23, 108 Reykjavík. Jólaqjöf Vari hefur opnað verslun og ráðgjafaþjónustu Kringlunni og býður mikið úrval af viðurkenndum öryggisbúnaði fyrir heimili og fyrirtæki. l||| Öryggiskerfi, þráðlausir öryggishnappar, myndavélakerfi, peningaskápar, slökkvi- tæki reykskynjarar, eldvarnarteppi o.fl. III ÆÆÆ ORYGGIS HNAPPUR HEIMILIS Jólagjöf sem veitir öryggi VERSLUN I KRINGLUNNI SÍMI: 533 6390 AÐSENPAR GREINAR Fjórða leiðin HAFT er eftir sjáv- arútvegsráðherra og utanríkisráðherra Morgunblaðinu 15. desember sl. að til að útdeila veiðirétti og veiðikvóta skv. rýmstu túlkun nýgengins hæstaréttardóms í kvótamálinu séu þrjár slæmar leiðir þekktar. Ég vil með grein þessari benda á fjórðu leiðina, sem ég tel vera bæði réttláta og sann- gjarna, auk þess að uppfylla öll skiljrði um fiskveiðistj ómun, sóknarþunga með ákveðnum veiðarfærum, fjölda veiðiskipa og fullnægja jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Fjórða leiðin er þannig: Reynsla síðustu ára ákvarði veiðikvóta og fjölda eða heildarburðargetu þeirra Með þessari grein bendir Guðlaugur R. Jóhannsson á leið sem hann telur vera bæði réttláta og sanngjarna við úthlutun veiðiréttar og kvóta. skipa sem veiða eiga tilteknar fisk- tegundir með ákveðnum veiðarfær- um. Þannig gætu t.d. 10.000 tonn af þorski komið í hlut 200 handfæra- báta, 50.000 tonn í hlut 150 línubáta, 200.000 tonn í hlut 700 netabáta o.s.frv. Veiðirétturinn væri síðan boðinn út og hæstbjóðendur í hverj- um hópi fengju veiðiréttinn til eins árs í senn að hámarki. Einungis skip, sem fullnægðu útboðinu, mættu taka þátt í því. Eftir lokun útboðsins væri meðaltal hæstu til- boðsgjafa, sem ættu að fá veiðirétt- inn, reiknað og þeim sem væru und- ir meðaltalinu boðið að hækka sig upp í meðaltalið. Þeir sem væru hins vegar yfir meðaltalinu þyrftu einungis að greiða meðaltalsgjaldið og því greiddu allir jafnt að lokum. Gjald fyrir veiðirétt ætti að greiðast áður en veiðar hæfust. Til að skýra þessar tillögur nánar gæti auglýsing um útboð á veiðirétti til handfæraveiða á þorski verið þannig: „Sjávarútvegsráðuneytið auglýsir eftir tilboðum í veiðirétt til hand- færaveiða á þorski á tímabilinu 1. september 1999 til 31. ágúst 2000. Réttinn fá 200 hæstbjóðendur og fá þeir að veiða samtals 10.000 tonn á tímabilinu. Einungis eigendur skipa með burðargetu 1-6 tonn geta tekið þátt í útboðinu. Eftir lokun útboðs- ins verður meðaltal 200 hæstbjóðenda reiknað og þeim sem eru þá undir meðaltalinu boð- ið að hækka tilboð sitt upp í meðaltalið en þeir sem eru yfir því þurfa einungis að greiða meðaltalsgjald- ið.“ Sambærileg útboðs- aðferð væri við útboð allra veiðiréttinda. I flestum tilfellum væri eðlilegast að miða við burðargetu skipanna fremur en fjölda þeirra. Þetta á t.d. við um loðnuveiðar en þar mætti ákveða í útboðinu heildar- burðargetu veiðiflotans, sem mætti veiða, og menn byðu þá ákveðið gjald pr. tonn miðað við burðargetu skipa sinna. Handhafi veiðiréttar mætti selja hann hvenær sem væri á veiðitím- anum til sambærilegs skips en þyrfti hins vegar að tilkynna söluna til sjávarútvegsráðuneytisins eða þess eftirlitsaðila sem væri ákveð- inn. Ef álitið væri æskilegt að auka veiðikvóta á miðju veiðitímabili þyrfti að fara fram viðbótarútboð og gætu þá allir sem uppfylltu útboðs- skilsmálana tekið þátt í því. Um meðafla, þ.e. afla sem fengist við til- teknar veiðar án þess að veiðiréttur væri fyrir hendi, mætti ákveða tvær leiðir. Annaðhvort að allur meðafli að ákveðnu marki, sem byggðist á reynslu fyrri ára, væri eign veiði- rétthafa eða að skylt væri að selja allan meðafla á fiskmarkaði og veiðirétthafi og ríkissjóður skiptu söluverði t.d. til helminga. Helstu kosti þessa kerfis tel ég vera: Réttlátt og sanngjarnt kerfi, sem uppfyllir jáfnræðisákvæði stjómar- skrárinnar. Fullkomin fiskveiði- stjórnun með tilliti til heildarveiði og fjölda veiðiskipa. Heildarafli eykst því brottkast afla verður úr sögunni. Hið sanna veiðieðli fær að njóta sín því samkeppni verður um að fá sem mest sem fyrst. Eðlileg nýliðun útgerðarmanna því kvóta er ekki úthlutað á ákveðið skip. Út- gerðarmenn endurnýja skip sín þegar þeir vilja því ekkert úrelding- arbull er til. Verð fiskiskipa verður eðlilegt því enginn kvóti eða veiði- réttur fylgir þeim. Byggðavænt því útgerð smábáta verður hag- kvæmust frá stöðum í nálægð við fiskimiðin. Sveigjanleiki því auka má sókn á veiðitímanum ef það er talið æskilegt. Auknar tekjur ríkis- sjóðs sem þá gæti t.d. greitt þeim bætur sem verst verða úti vegna úr- eldingar eða kvótakaupa á síðustu 2-3 árum. Höfundur er löggiltur endurskoð- an di. Guðlaugur R. Jóhannsson f ® ® /M» Enn eigum við eftir marga fallega hluti tilvalda til jólagjafa. \jlŒSll€2UF lOlaZiatir í Heimsækiðokkurað Laufásviw; 17. Ennig agum við gullMleg 'v-p ■'vv j v | jólatre i ameriskum stil. 123 og 153 cm, a frabæru verði Opnumkl. 11.00 alla daga - 30% - 50% afsláttur. Sendum heiml COLONY Laufásvegi 17 Sími 893 8100 og 562 4513

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.