Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 58
-*58 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurður Finn- _ bogason fæddist á ísafirði 10. janúar 1946. Hann lést 12. desember síðastlið- inn. Foreldrar voru Sigríður Þórarins- dóttir og Finnbogi Pétursson frá Hjöll- um í Skötufirði. Systur Sigurðar eru Sigrún, fædd 1942, Stefanía, fædd 1950, og Hallveig, fædd 1951. Sigurður kvæntist, Signýju Rósantsdóttur, fædd 12. nóvember 1945, frá Ási í Hörgárdal 9. september 1967. Þau bjuggu allan sinn búskap á ísafirði. Böm þeirra em: 1) Ólaf- ur Rósant, fæddur 11. septem- ber 1965, kvæntur Gíslu Björgu Einarsdóttur. Dóttir þeirra er Hafrún Huld. 2) Sigrún, fædd 30. janúar 1968. 3) Sigþór, fæddur 18. desember 1973. Sigurður ólst upp á Isafirði en dvaldist flest sumur í æsku Orgelið þitt í stofunni er þagnað. Nýju flókaskórnir þínir standa tóm- ir. Brúni leðurstóllinn sem afi átti er einmana við sjónvarpið. Fyrir ut- an húsið stendur Bangsi litli, grá- sleppubáturinn þinn, sem þú siglir ei framar. Pollýana, kisan okkar, gengur um allt húsið og leitar að þér. Elsku pabbi! Eg er ekki lengur sterka og duglega dóttir þín sem gat ávallt framkvæmt það sem ég ætlaði mér. Mér finnst ég vera orð- in litla stelpan þín. Finn fyrir yfir- þyrmandi vanmætti gagnvart al- mættinu og bíð þess að þú komir og takir mig í fang þér og berir mig í gegnum þetta svartnætti. Þessa fyrstu nótt án þín ligg ég í þinni holu, við hliðina á mömmu og Sig- þóri eins og ég gerði sem lítil stelpa, er við biðum þess að þú kæmir heim af sjónum í fárviðri sem nú. Eg held utan um þau eins og þú varst vanur að gera, ég reyni að hugga þau en tár okkar blandast saman. Þinn persónuleiki var einstakur og einkenndist af yfimáttúrulegum innri frið og ró, blandað vel saman með yndislegum húmor. Þessum eiginleikum deildir þú með hverjum sem þú hittir. Það var ekki hægt að — vera reiður eða æstur nálægt þér, því sál þín lægði þá storma. Þú varst faðir sem tókst manni eins og maður var, sama hvernig á stóð. Sá sem var svo notalegt að setjast hjá og þegja með, því þögnin í kringum þig var svo friðsæl og gefandi. Húmorinn þinn var sérstakur og þú gast gert ólíklegustu hluti fyndna, ef þeir voru ekki fyndnir hló maður að dillandi hlátri þínum sem smitaði svo út frá sér. Þú varst þessi mjúki maður sem sýndir aldrei hörku. Þú varst næmur á fólk og skynjaðir vel persónuleika þess. Þú varst ber- dreyminn og sagðir frá merkilegum draumum sem höfðu einhverja merkingu. Þú varst alltaf svo mikill - (Strákur í eðli þínu, ég gat aldrei séð þig fyrir mér sem virðulegan eldri mann, því þú hegðaðir þér alltaf eins og táningur þótt árin færðust yfir. Fyrir vikið varstu svo miklu meiri félagi og það þótti mér vænt um. Þú varst náttúrubarn í eðli þínu, elskaðir hafið og varðst þeiirar gæfu aðnjótandi að starfa við sjó- mennsku eða annað því tengt allt þitt líf. Það var þitt líf og yndi að fara eftir vinnu í Gúmmó á Bangsa litla og leggja eða draga grásleppu- net. Þú hafðir mikið dálæti á tónlist. Þótt þú hafir aldrei farið í tónlistar- skóla eða lært að lesa svo mikið sem eina nótu gastu spilað eftir eyranu á munnhörpu, harmoniku og orgel. Sama hvaða lag við báðum þig að spila, þú prófaðir það og það kom. Þú gast einfaldlega gert næstum allt sem þú tókst þér fyrir hendur. ~f Fyrir um 17 árum byggði fjöl- skyldan draumahúsið á einum fal- að HjöIIum hjá afa sínuni og ömmu. Hann byrjaði ungur til sjós og stundaði sjómennsku alla ævi, þó í hjáverkum síðustu 10 árin sem hann veitti forstöðu Gúinmíbátaþjónust- unni á Isafirði sem hann átti að hálfu með Netagerð Vest- fjai'ða. Hann stund- aði grásleppuveiðar öll sumur frá 1973 á eigin bátum. Þá var hann 23 vertíðir á Guðnýju ís 266, oftast landfor- maður. Hann starfaði mikið í Sjómannafélagi Isfirðinga og gegndi þar mörgum trúnaðar- störfum, meðal annars í samn- inganefndum. Hann gekk í Lionsklúbb ísafjarðar 1979 og var mjög virkur félagsmaður til dauðadags. Utför Sigurðar verður gerð frá Isaljarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. legasta staðnum í Holtahverfínu. Þar vorum við komin í sveitina með túnið fyrir neðan, heyskapinn og kindurnar á beit. Húsið stendur á einum sólríkasta staðnum í bænum og hefur ávallt verið sólskin þar inn- an dyra sem utan. Svo óendanlega margar góðai' og hamingjuríkar stundir höfum við fjölskyldan átt hér saman, sem aldrei hefur borið skugga á. Það var mikil hamingju- stund á heimilinu fyrir rúmum átta ánim þegar Oiafur og Gísla eignuð- ust sitt fyrsta barn og þú varðst afi. Þá kom enn einn lítill sólargeisli inn í fjölskylduna, Hafrún Huld. Þú hafðir svo gaman af börnum og var gaman að fylgjast með hve mikla gleði hún veitti. Það er því dapur- legt að hugsa til þess að þú fáir ekki að njóta þess að vera hér þegar þú átt von á öðru barnabarni eftir um tvo mánuði. Engan hefði heldur órað fyrir því að þú yrðir ekki hér þegar Sigþór, yngsti sonur þinn, verður 25 ára, daginn áður en þú verður jarðsunginn. Draum þinn léstu verða að veru- leika sumarið ‘97 er þú ásamt fjöl- skyldu þinni byrjaðir að byggja sumarbústað á æskuslóðum þínurn fyrir neðan Hjalla í Skötufirði. Þar hafðir þú dvalið flest sumur er þú varst ungur hjá ömmu og afa. Þar blómstraðir þú því ekki var hægt að komast í nánari tengsl við náttúr- una en þar. Sumarbústaður við sjó- inn, ekkert rafmagn, enginn sími og vatnið úr bæjarlæknum. Mér er sérstaklega minnisstætt er við vor- um þar fjölskyldan sl. sumar. Þar sátum fram eftir nóttu, horfðum á spegilsléttan sjóinn og þú bentir okkur á hrefnumar og fiskana stinga nefjum sínum upp á vatnsyf- irborðið, hlustuðum á fuglana syngja í kyrrðinni og horfðum á kvöldsólina detta ofan í hafið. Á daginn fórum við út á sjó á slöngu- bátnum og drógum netin. Á þessum stundum fann ég hversu sterkar rætur þínar liggja þarna, þú geisl- aðir af æskuljóma og varst svo ham- ingjusamur. Það er sorglegt að þú skulir ekki fá að eyða meira af ævi þinni þar, því þama vildir þú að þið mamma eydduð ævidögunum sam- an. Það var þinn draumur að kom- ast aftur í samfélagið á Hjöllum og það varð, en með öðrum hætti en þú hafðir ætlað þér. Þú trúðir á líf eftir dauðann og að hinir látnu væru hér á meðal okkar í anda. Þú sagðir ávallt að lífið væri fyrir fram ákveðið og það væri að- eins einn sem réði. Það er einnig mín trú og þess vegna veit ég að þú ert hér í anda á meðal okkar. Sá eini sem öllu ræður hefur ætlað þér önn- ur mjög mikilvæg hlutverk á öðru tilverustigi, þar sem vel mun vera tekið á móti þér af foreldrum þínum og öllum ættingjunum frá Hjöllum. Elsku pabbi. Þú varst mjög hepp- inn er þú náðir í mömmu, því yndis- legri konu hefðir þú ekki getað fengið. Þið voruð ákaflega samrýnd og náðuð að mynda þetta jafnvægi sem þarf til að tveir einstaklingar nái saman. Þó að þú hafir kvatt þtta líf svo allt of, allt of fljótt munum við systinin ævinlega vera þakklát fyiúr að hafa fengið kærleiksríkt, hlýtt og friðsælt uppeldi hjá ykkur mömmu, sem er ómetanlegt vega- nesti út í lífið. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og gefið okkur og þitt framlag sem þú áttir í að gera okkur að því sem við erum í dag. Megi Guð og allir englarnir á himnum geyma þig, elsku pabbi minn, og gefa mömmu styrk í þess- ari þungu sorg og mikla missi. Þín dóttir, Sigrún. Elsku afi. Ég sakna þín. Elsku besta stelpan þín, Hafrún Huld. Fallinn er frá fyrir aldur fram mætur maður, Sigurður Finnboga- son. Margs er að minnast á þessum tímamótum. Frá fjögurra ára aldri hef ég meira og minna verið með annan fótinn inni á heimili Sigga og Signýjar. Siggi, faðir Sigrúnar, æskuvinkonu minnar, reyndist mér alla tíð alveg sérstaklega vel. Þegar ég var 15 ára gömul fluttu foreldrar mínir tímabundið í annan lands- hluta. Ég var þá komin með skíða- bakteríuna og gat ekki hugsað mér að þurfa að fórna skíðaiðkun minni með því að flytja þangað sem óger- legt var að æfa skíðagöngu. Þá komu Siggi og Signý mér til hjálpar er þau buðu mér að búa inni á heim- ilinu veturinn ‘82-’83. Ég verð þeim ævinlega þakklát fyrir þennan giæiða og þær góðu stundir sem ég átti með þeim og þeirra fjölskyldu. Þau reyndust mér sem bestu for- eldrar og bý ég vel að því að hafa fengið að kynnast þeim svo náið eins og óneitanlega verður þegar maður býr undir sama þaki í tæpt ár. Siggi var glaðlyndur og með góð- an húmor, þegar hann hló smitaði hann yfirleitt alla þá sem í kringum hann voru. Siggi var alltaf svo lið- legur og tilbúinn að aðstoða þá sem á þurftu að halda. Mér er minnis- stætt þegai' hann ók um á rauða Skódanum sem var nú kannski ekki upp á marga fiska en hann fór á honum þangað sem hann ætlaði sér. Ófáar ferðirnar fór hann með okkur Sigi'únu upp á Seljalandsdal en veg- urinn þangað er oft erfiður viður- eignar. Þegar við komumst á áfangastað sló Siggi alltaf nokkrum sinnum í mælaborðið og sagði „sko Skoda delux“ og við hlógum mikið eins og við gerðum iðulega í Skod- anum. Það var aðdáunarvert hvað Siggi og Signý voru samhent í einu og öllu. Ég minnist margra yndislegra samverustunda með Sigga og hans fjölskyldu; útilegur, afmæli, báts- ferðir og svo mætti lengi telja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Signý, Sigrún, Sigþór, Óli, Gísla og Hafrún. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Stella Hjaltadóttir. „Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að, og árin, sem þú varst hjá okkur, verða að minningu. Þú hefur gengið um meðal okkar, og skuggi anda þíns hefur verið ljós okkar. Heitt höfum við unnað þér. En ást okkai' var hljóð og dulin mörgum blæjum. En nú hrópar hún á þig og býst til að standa nakin fyrir augliti þínu. Og þannig hefur það alltaf verið, að ástin þekki ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundinni." (Ur Spámanninum). Það er ekki ofsögum sagt að okk- ur setti hljóða á laugardagsmorgun- inn sl. þegar okkur barst sú harma- fregn að vinur okkar, Sigurður Finnbogason, hefði orðið bráð- kvaddur um nóttina. Margs er að minnast hjá vinahópnum þar sem flest hafa átt samleið í um 30 ár. Siggi Boga eins og hann var alltaf kallaður var þeirri náttúru gæddur að vera hvers manns hugljúfi og vildi auk þess öllum gott gera. Aldrei minnumst við þess að hafa séð hann öðruvísi en jákvæðan og glaðan. Siggi var gæfumaður í sínu einkalífi og þau Signý hafa átt sam- leið síðan hún kom á Húsmæðra- skólann á ísafirði árið 1963. Oft ræddi Signý um að gaman væri að flytja norður á hennar heimaslóðir í Eyjafirðinum en það kom aldrei til greina því vandfundinn var meiri Isfirðingur en Siggi Boga þó það megi segja að hann hafi einnig verið mikill Djúpmaður. í Skötufirðinum höfðu þau hjónin nýverið reist sér sumarbústað í landi Hjalla þar sem ættfeður hans bjuggu og hann hafði verið í sveit sem barn. Húsið stend- ur niðri við sjó og var það mjög í anda Sigga því sjórinn átti hug hans alla tíð og starfsvettvangur hans alltaf verið tengdur sjónum. Siggi og Signý voru mjög félagslynd og áttu stóran vinahóp og margt höfum við brallað saman um ævina. Sam- vei-ustundirnar seinni árin hafa náð hápunkti í undirbúningi fimmtugs- afmæla hvert fyi-ir annað. Ógleym- anleg er veislan í Sunnuholtinu þeg- ar þau hjónin héldu upp á fimm- tugsafmælin sín. Ekki er hægt að sleppa því að tala um laufabrauðs- baksturinn og skötuveisluna á Þor- láksmessu en Siggi lagði sál sína í verkun skötunnar. Fimmtudaginn 10. desember þegar laufabrauðið var skorið og steikt í Sunnuholtinu var hann að tala um að skatan væri með sterkara móti í ár og var mikil tilhlökkun hjá hópnum. Vinahópurinn verður aldrei sam- ur aftur en vonandi tekst okkur að halda gleðistundir okkar því það hefði verið í hans anda. Elsku Signý, Óli, Sigrún, Sigþór, Gísla og Hafrún Huld, missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng lifir og hana tekur enginn frá ykkur. Innilegar samúðarkveðjur, Guð blessi ykkui' öll og styrki. Ásgerður og Ómar, Bjarney og Óli, Guðrún og Tryggvi, Sigurbjörg og Jón, Svana og Magni. Kæri Siggi! Mig langar að ski-ifa niður örfá orð að leiðarlokum nú þegar þú ert farinn á braut svo skyndilega. Ég kom inn í fjölskyldu þína fyrir rúm- um einum og hálfum áratug og fór að skreppa til ísafjarðar oft á sumr- in og haustin og venja komur mínar til ykkar í Sunnuholti 6. Alltaf var jafn gott að koma þangað, þar sem lífsgleði og hressileiki var til staðar. Margt var gert sér til gamans á sumardögum fyrir vestan eins og sagt er, farið á veiðar í ár eða vötn við Isafjarðardjúp, farið út á sjó og á haustin í ber sem var náttúrlega ómissandi. Þú og þín góða kona greidduð alltaf götuna svo dvölin mætti vera sem best fyrir okkur. Meðan pabbi þinn var á lífi var oft komið saman í Pólgötunni og þar gat verið glatt á hjalla, menn skáru sér hangikjöt eða saltkjöt með vasa- hníf og nutu annarra góðgerða en af því og öðrum matföngum var alltaf nóg þar. Já, nú hefur þessi lífstakt- ur breyst, faðir þinn horfinn fyrir nokkrum árum og svo þú nú, langt um aldur fram. Þegar maður kom til ykkar á Isafjörð fann maður sér- stakan andblæ frá fjölskyldu ykkar sem gott var að fá að njóta, sem þið hafið vafalaust borið frá fjölskyldu þinni í Aðalstræti 32 þegar Sigga og Bogi réðu þar húsum fyrir þrjátíu árum eða svo en þú máttir sjá af móður þinni alltof fljótt. Gott var að fá þig í heimsókn hér til höfuðborg- arinnar og var þá oft eitthvað gert sér til gamans og þegar þetta er skrifað eru ekki nema níu dagar síð- an við sátum við jólastemmningu heima síðdegis á mánudegi áður en þú skyldir halda vestur á bóginn eftir að hafa komið til Reykjavíkur að fylgja aldraðri frænku til grafar. Síst hefði mér komið í hug þá að þú SIGURÐUR FINNBOGASON yi’ðir næstur af okkur í þá röð. Einnig má minnast samveru þinnar og systkina þinna og fjölskyldna í sumarbústað í haust við jólaföndur og fleira, þar nutu menn góðrar samveru og þar varst þú auðvitað manna kátastur. Engan gat grunað að þú værir á förum og mér vitan- lega hafðh' þú ekki kennt þér meins er kallið kom. Hér mun ekki verða rakið lífshlaupið eða ættir, aðrir munu vafalaust gera það. Fyrst þú þurftir að fara svo fljótt gafst aldrei ráðrúm að þakka fyrir allar liðnu stundirnar en ég geri það því nú. Far þú í friði. Jónas H. Jónsson. Elsku Siggi. Mín hinsta kveðja til þín. Ég leita orða, leita nær og fjær, ljóð aó flytja þér á mildum tónum, þér, sem skuggi dauóans fólva fær og fram á veginn horfir döprum sjónum. Handan við sorg og harmköld veðraský himinn er blár, svo tær og fagur. Sóhn mun aftur brosa björt og hlý, brátt fer að skína vonadagur. (Hjálmar Jónsson.) Guð geymi þig. Þín Signý. Nú þegar jólin nálgast, hvarf kær vinur og æskufélagi yfir móðuna miklu, aðeins 52 ára gamall. Hann kenndi sér meins um miðja nótt og var allur skömmu síðar. Lífi hans varð ekki bjargað þrátt íyrir alla nútímatækni. Eftir sitja eiginkonan og börnin sem syrgja ástríkan eig- inmann, föður og vin. Við Sigurðui' vorum jafnaldrar og áttum heima í sama húsi frá fæð- ingu og fram á fullorðinsár. Sam- gangur okkar var því mikill. Þegar ég nú læt hugann reika til liðinna daga, kemur margt upp í hugann sem legið hefur þar óhreyft um langa tíð. Isafjörður á sjötta og sjö- unda áratugnum var um margt ólík- ur því sem nú er, þegar við lifðum okkar æsku- og unglingsár. Um- hverfið þar hefur tekið stakkaskipt- um og mannlífið nú er um margt ólíkt því sem það var á þessum ár- um eins og gengur og gerist. Frelsi barna og unglinga til leikja og at- hafna finnst mér að hafi á þessum árum verið ólíkt meira og fjöl- breyttara og þær hættur sem helst þurfti að varast þá voru hættur náttúrunnar. Athafnaþráin fékk út- rás við ólík viðfangsefni. Nú er öldin önnur. Helstu leikvellir þessara ára voru gjaman í námunda við sjóinn. Fjar- an með öllum sínum fjölbreytileika og athafnasvæði útgerða heilluðu mest og óneitanlega náði sjó- mennskan og starfsemi kringum hana sterkum tökum á okkur. Það má segja að snemma hafi Sigurðar valið sér ævistarf, því lengst af æv- inni starfaði hann við sjómennsku eða störf sem tengdust þessari at- vinnugrein. Nú síðustu árin rak hann Gúmmíbátaþjónustuna sf. á ísafirði og vann þar að eftirliti með þessu þýðingarmikla öryggistæki sjómanna. Sigurður var kominn af bændum og útvegsmönnum í báðar ættir. Foreldrar hans voru bæði Djúp- menn að ætt og uppruna. Sigríður Þórarinsdóttir, móðir hans, frá Ög- umesi við Ögui-vík og Finnbogi Pét- ursson, faðir hans, frá Hjöllum í Skötufirði. Þegar Sigurður hafði náð þeim aldri að vera liðtækur snúningspiltur við sveitastörf, fór hann til afa síns og ömmu að Hjöll- um þar sem hann dvaldi síðan í mörg sumur. Ég minnist þess enn- þá hvað mér fannst það mikil for- réttindi að eiga afa og ömmu í sveit og geta dvalið hjá þeim hvert sum- ar. Á þessum árum fóru börn í sveit, sem þess áttu kost. Það var talin góð leið til aukins þroska og mann- dóms. Þótt leiðir okkar Sigurðar skildu, þegar ég hleypti heimdraganum og fór í skóla úti á landi og var upp frá því meira og minna að heiman stór- an hluta ársins, hélst alltaf sami vin- skapurinn á milli okkar. Við fylgd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.