Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BEKKJARMYNDIN
bókafélagsins, kenndi okkur sögu.
Séra Árelíus Níelsson kenndi okkur
kristinfræði í fyi-sta bekk og var afar
eftirminnilegur kennari. Þá kenndi
Hermann Ragnar Stefánsson heitinn
okkur dans. Með litlum árangri hvað
mig snertir. Það er mér að kenna,
ekki honum. Leikfimiskennslu sótt-
um við í leikfimissal Háskólans og
sundkennslu í Vesturbæjarsundlaug.
Smíðakennari var Jón Jóhannsson.
Hann var mikill öðlingur og afbrags-
maður og minnisstæður. Hann lét
okkur binda inn bækur og skera út. I
starfsliði skólans var einnig eftir-
minnilegur Hafsteinn gamli, sem var
gangavörður. Hann vai- þessi dæmi-
gerði skólahúsvörður sem passaði
upp á alla hluti og var okkur góður
og okkur þótti vænt um hann. Hann
gat látið í sér heyra ef honum mislík-
aði eitthvað, ef það voru t.d. ólæti á
göngum skólans.
Eg man vel eftir Þorsteini Páls-
syni í öðrum bekk B veturinn 1961 til
‘62. Þorsteinn Pálsson var afskap-
lega prúður piltur með mikinn póli-
tískan áhuga. Það var haft eftir
bekkjarsystur okkar nýlega að henni
þóttu það hin mestu undur að það
hefði aldeilis ræst úr okkur; tveir
feimnustu strákarnir úr öðrum bekk
B, annar væri orðinn kirkjumálaráð-
herra og hinn biskup. Einn efth'-
minnilegasti bekkjarbróðirinn frá
þessum vetri var Jón Armann Hall-
grímsson. Hann drukknaði sumarið
1962 og það var mikill missir. Hann
var vel gefinn og skemmtilegur pilt-
ur sem ég tel að hafi verið uppá-
haldsnemandi flestra kennai'anna.
Kai'l Sigurbjömsson biskup horfir á
bekkjannyndina og lítur yfii' hópinn.
„Hér lengst til vinstri í fjórðu röð
Veturinn 1961-62 voru herra Karl Sigur-
björnsson biskup og Þorsteinn Pálsson
dóms- og kirkjumálaráðherra bekkjarfé-
lagar í 2. bekk B í Hagaskóla. Karl Sigur-
björnsson biskup gaf sér tíma, þrátt fyrir
annir í jólamánuðinum, til að rifja upp
liðna tíma í samtali við Ólaf Ormsson.
Fjórða röð frá vinstri:
1. Sveinn Guðjónsson
2. Karl Sigurbjörnsson
3. Gunnar Gunnarsson
4. Birgir Bjarnason
5. Einar Ingi Halldórsson
6. Þorsteinn Pálsson
7. Egill Ingólfsson
Þriðja röð frá vinstrí
1. Arnar Hauksson
2. Brynjólfur Magnússon
3. Jón Ármann Hallgríms-
son, látinn
4. Gústaf Helgi Hermanns-
son
5. Ásgrímur Hilmisson
6. Lúðvík Lárusbson
7. Vilhem G. Kristinsson
8. Þorvarður Sæmundsson
Miðröð að ofan:
1. Sigrún Ólafsdóttir
2. Karen Tómasdóttir
3. Guðlaug Sigurðardóttir
4. Ragnhildur Ólafsdóttir
Önnur röð frá vinstri:
1. Erna Árnadóttir
2. Sigríður Bára Rögnvalds-
dóttir
2. Guðbjörg Gunnarsdóttir
3. Marín Samúelsdóttir
4. Kolbrún Sigurjónsdóttir
5. Ásthildur Rafnar
6. Erla Þórðardóttir
8. Þuríður Pétursdóttir
Neðsta röð frá vinstri:
1. Þuríður Dan Jónsdóttir
2. Helga Gísladóttir
3. Ella Bjarnason
4. Anna Antonsdóttir
5. Siggerður Þorvaldsdóttir
6. Vigdís Pálsdóttir
IFYLGDARLIÐI herra Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta
íslands, á ferð hans til Ítalíu í
byrjun nóvembermánaðar, á
því ári sem nú er senn liðið, voru
tveir gamlir bekkjarbræður úr öðr-
um bekk B í Hagaskóla veturinn
1961-62; herra Karl Sigurbjörnsson,
biskup íslensku þjóðkirkjunnar, og
Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkju-
málaráðherra. I stuttu spjalli við
Karl Sigurbjörnsson biskup rifjai'
hann upp minningar frá skólaárun-
um í Hagaskóianum fyrir tæpum
fjórum áratugum. í Kirkjuhúsinu
eru jólaskreytingar áberandi nú þeg-
ar senn líður að því að Islendingar
haldi hátíðleg jól og minnist fæðing-
ar frelsarans.
Hin mestu undur
„Myndin var líklega tekin þarna
um veturinn 1961-62 í einhverri
skólastofunni í Hagaskóla. Ekki man
ég nú hver tók myndina. Þetta var
afar prúðmannlegt lið, nánast allir
strákarnh' hér á myndinni eru í hvít-
um skyrtum með svart bindi og í
jakkafótum og stelpurnar afar
smekklega klæddar,“ segir herra
Karl Sigurbjörnsson biskup og bros-
ir þegar hann virðir fyrir sér bekkj-
armyndina af 2. bekk B í Hagaskóla.
Hann hefur gaman af að rifja upp
löngu liðna daga á skrifstofu sinni á
þriðju hæð í Kirkjuhúsinu við
Laugaveg.
„Já, Hagaskóli var skemmtilegur
skóli og það er margs að minnast frá
þeim árum þegar ég var þar í námi.
Hagaskólinn var alveg nýbyggður og
á þessum árum hafði verið tekinn í
notkun hluti af skólanum og hann
var tvísettur. Þessa fyi'stu tvo vetur í
skólanum var mjög þröngt um og
Morgunblaðið/Þorkell
HERRA Karl Sigurbjörnsson, biskup, brosir þegar hann rifjar upp
minningar úr Hagaskóla.
bara tvær álmur og svo samkomu-
salurinn. Þegar við komum í lands-
próf í þríðja bekk var búið að byggja
við skólann og miklu rýmra.
Hagaskólinn var gagnfræðaskóli.
Eftir þennan vetur, eftir að námi
lauk úr öðrum bekk, skildu leiðir.
Sumir fóru í Verzlunarskólann,
eins og t.d. Þorsteinn Pálsson, aðr-
ir héldu áfram yfir í landspróf og
ég fór í landspróf og þaðan yfir í
menntaskóla og margir fóru í
fjórða bekk og luku gagnfræða-
skólaprófi. Skólastjóri á þessum
árum var Arni Þórðarson íslensku-
fræðingur. Við bárum mikla virð-
ingu fyrir Árna skólastjóra. Síðar
tók Björn Jónsson við skólastjóra-
stöðunni og hann hefur verið skóla-
stjóri fram á síðustu ár. Björn var
vinsæll kennari í skólanum þegar
ég var þar í námi, en hann kenndi
okkur ekki, að vísu.
Þama voru margir góðh' kennarai'
og margir minnisstæðir. Þuríður
Kristjánsdóttir kenndi okkur nátt-
úrufræði. Hún kennir nú í Kennara-
háskólanum. Þuríður var skemmti-
legur og lifandi kennari sem átti auð-
velt með að ná sambandi við okkur.
Hörður Bergmann kenndi okkur
dönsku. Katrín Smári var ensku-
kennari og Njörður P. Njarðvík
kenndi íslensku. Stærðfræði var mér
heldur hvimleið og ég verð að játa að
ég get ómögulega munað hver
kenndi okkur stærðfræði í öðrum
bekk. Séra Hreinn Hjartarson
kenndi okkur hins vegar stærðfræði
í landsprófi í þriðja bekk. Eiríkur
Hreinn Finnbogason, síðar borgar-
bókavörður og starfsmaður Almenna
Hvað er munnangur?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Áhyggjufull móðir
hringdi: Dóttir mín hefur verið
með munnangur frá þvf hún fædd-
ist, en hún er nú tvítug. Þetta lýsir
sér þannig að hún fær stór sár inn
í munninn, sem eru oft í viku til tíu
daga. Svo lagast þetta á milli. Við
höfum leitað til lækna en án ár-
angurs. Getur hér verið um að
ræða skort á einhverju efni í fæð-
unni eða er þetta kannski ofnæmi?
Hvað er til ráða?
Svar: Orsakir munnangurs eða
munnsára sem koma aftur og aft-
ur geta verið fjölmargar. Meðal al-
gengustu orsaka má nefna áblást-
ur í munni (herpes), síendurtekið
munnangur (aphthous stomatitis),
sárasótt (sýfilis), lekanda, berkla,
þrusku (sveppasýkingu), regn-
bogaroðasótt, blöðrusótt (pemp-
higus), flatskæning (lichen planus)
og rauða úlfa. Flestir þessara
sjúkdóma hafa ýmis önnur ein-
kenni, annars staðar á líkamanum
og passa þess vegna illa við lýsing-
una. Af sjúkdómum sem valda sí-
endurteknum sárum í munni og
engum sjúkdómseinkennum ann-
ars staðar i líkamanum virðist lík-
legast að um geti verið að ræða
annað hvort áblástur í munni eða
síendurtekið munnangur.
Áblástur eða herpes er sýking
sem stafar af herpesveirum og er
oftast staðsett á vörum og um-
hverfis munn. Áblástur getur þó
verið staðsettur á ýmsum öðrum
stöðum og má þar nefna kynfæri
og munnhol. Áblástur í munni er
oftast staðsettur á eða nálægt
harða gómnum og byrjar með
mörgum litlum blöðrum sem
springa og renna saman í stórt,
Sár í
munni
óreglulegt sár, eitt eða fleiri. Um-
hverfis sárin er mikill roði og
snerting veldur sársauka. Sárin
geta staðið í viku en sjaldan meira
en 10 daga. Hægt er að stytta tím-
ann og draga úr óþægindunum
með lyfjagjöf en engin varanleg
lækning er þekkt. Síendurtekið
munnangur lýsir sér með sárum
sem eru venjulega staðsett innan á
kinnum eða vörum, á tungu, í
munnbotni, mjúka gómnum eða
koki. Þetta eru eitt eða mörg sár
sem geta verið mörg í þyrpingum
eða stök sár allt að 1,5 cm í þver-
mál. Lítill roði er umhverfís sárin,
þau eru sársaukafull í 3^4 daga en
læknast á 1-2 vikum. Sárin koma
aftur og aftur, stundum u.þ.b.
mánaðarlega eða nokkrum sinnum
á ári og geta verið allt að 10-15
talsins í hvert sinn. Þessi sjúkdóm-
ur er algengari hjá konum en körl-
um og orsök hans er óþekkt en
grunsemdir beinast að eins konar
staðbundnu svari ónæmiskerfisins
án þess að um sé að ræða ofnæmi
fyrir einhverju sérstöku. Ekkert
læknisráð er þekkt sem læknar
þennan sjúkdóm en talið er að
skortur á járni, B12 vítamíni og
fólínsýru geti gert hann verri.
Hægt er að draga úr óþægindun-
um með staðbundinni lyfjameð-
ferð, m.a. staðdeyfdyfjum og ster-
um. Bæði áblástur og síendurtekið
munnangur hafa tilhneigingu til að
koma þegar eitthvað bjátar á eins
og t.d. umgangspestir eða streita.
Því er við þetta að bæta að
sjúkdómsgreiningar er ekki hægt
að gera og á ekki að gera á þennan
hátt (bréfleiðis). Það sem hér hef-
ur verið sagt ber eingöngu að líta
á sem vangaveltur um hvaða
möguleikar virðast vera líklegast-
ir. Best er að fara til læknis (t.d.
heilsugæslulæknis eða sérfræð-
ings í háls-, nef- og eyrnasjúkdóm-
um eða húðsjúkdómum) þegar sár-
in eru nýkomin og á hann að geta
greint á milli þeirra tveggja sjúk-
dóma sem telja má líklegasta.
• Lesendur Morgunblaðsins gela
spurl lækninn um það scm þcim
liggur á bjarta. Tekið er á móti
spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 ísíma 569 1100
og bréfum cða simbréfum merkt:
Vikulok, Fax: 5691222.