Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNB L AÐIÐ Nýr Barnaspítali Hrings- ins - Hverra þarfír eru hafðar í fyrirrúmi? SA ánægjulegi við- burður átti sér stað um miðjan nóvember síð- astliðinn að heilbrigðis- ráðhen-a tók fyrstu skóflustunguna að nýj- um Barnaspítala Hr- ingsins. Fyrir okkur sem höfðum tekið virk- an þátt í undirbúningi spítalans vakti það furðu okkar að nokkrum dögum fyrr höfðu fulltrúar sterkra hagsmunahópa tjáð sig opinberlega um teikn- ingar nýja spítalans og sett verulega út á þær. Það er ekki ætlun þess- arar greinar að svara þeirri gagnrýni sem þar kom fram, enda virðist hún byggð á misskiln- ingi. Hins vegar má gera ráð fyrir að þessi gagnrýni hafi þyriað upp ryki ' * hjá þeim aðilum sem málið varðar og erfltt er að ná til nema í gegnum fjöl- miðla. Þessi hópur er foreldrar og aðstandendur barna á Islandi, en þó sérstaklega foreldrar og aðstand- endur langveikra barna. Þessi hópur á rétt á að fá útskýringar á því hvemig nýr Barnaspítali Hringsins sinnir þörfum barna þeirra. Sjúkra- húsinnlögn hefur ákveðna röskun í för með sér fyrir börn og unglinga. Hvert barn er einstakt og hefur sín- ar persónulegu þai-fír sem foreldrar „ eru best í stakk búnir til að meta og uppfylla. Til að svara þessari spurningu, „Hverra þai-fir eru hafðar í fyrir- rúmi?“ mun ég byrja á að fara yfir hvemig staðið hefur verið að þvi að móta þær tillögur sem nú liggja fyrir varðandi teikningar Bamaspítala Hringsins. Síðar mun ég leggja áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á teikningum frá fyrstu tillög- um til dagsins í dag. Að lokum mun ég stuttlega fara yfir þá þætti sem enn era í mótun og hvernig notenda- hópar geta tryggt að nýr Bamaspít- ali Hringsins uppfylli þær þai-fir sem þeir vænta. Hvernig var staðið að verkefninu? Byggingamefnd hefur yftramsjón með verkinu og ber ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru og framkvæmd verksins. Fyrsta verk byggingameftidar var að efna til samkeppni um teikningar fyrir nýj- an Bamaspítala, haustið 1997. Niðurstaða þein-ar samkeppni var kynnt á ársfundi Ríkisspítala fyrir rúmu áii. I útboðs- lýsingu var stuðst við niðurstöður starfshópa innan bamaspítalans og fulitrúa foreldrafélaga. Staðsetning byggingarinnai- var ákveðin sem næst kvennadeild þar sem tenging við fæð- Hvert barn er einstakt og hefur sínar persónu- legu þarfir, segir Anna Olafía Sigurðardóttir, sem foreldrar eru best í stakk búnir til að meta og uppfylla. ingargang kvennadeildar er mikilvæg, þannig er bein leið yfir á vökudeild sem er gjörgæsla nýbui'a. I byijun þessa árs var stofnaður stýrihópur fyrir verkið sem hefur m.a. það verkefni að vera tengiliður milli notenda og arkitekta. Með fyrstu verkum stýrihópsins var að mynda vinnuhópa notenda. I þessum notendahópum era m.a. starfsmenn barnaspítalans ásamt aðstandendum langveikra barna. Þær tillögur sem nú liggja fyrir eru afrakstur vinnu þessara hópa. A öllum stigum var reynt eftir fremsta megni að verða við þeim ábendingum sem upp komu hjá þessum hópum. Sá misskilningur sem upp kom rétt fyrir fyrstu skóflustungu á ræt- ur að rekja til þess að ákveðnir aðil- ar settu sig ekki inn í þær breytingar sem gerðar hafa verið á teikningum. Helstu breytingar Þær teikningar sem nú liggja fyrir era afrakstur góðrar samvinnu milli notenda og arkitekta. Allir þeir sem tekið hafa þátt í þessari vinnu hafa unnið af miklum dugnaði og fag- mennsku. Þar hefur m.a. verið tekið á eftirtöldum þáttum sem sett var út á í upphaflegum teikningum: Svefnaðstaða aðstandenda er tryggð við hlið allra venjulegra sjúkrarúma. Þetta var gert með því að stækka herbergin. Einfalt er að fylgjast með einu herbergi á hverri deild í gegnum glugga frá vakther- bergi. Kapellu hefur verið komið fyr- ir á góðum stað. Jafnræði hefur skapast milli starfsstétta hvað varð- ar vinnuaðstöðu. Unglingaherbergi hefur verið fært nær legudeild. Að- staða fyrir sjúkraþjálfun barna hefur verið aukin. Búningsherbergi starfs- manna ásamt geymslum og tækni- rými var komið fyi’ir í kjallara. Vinna framundan Þó fyrirliggjandi séu teikningar af herbergjaskipan nýs bamaspítala er langt þvi frá að vinna stýrihóps og notenda sé lokið. Þessa dagana er ver- ið að stofna nýja notendahópa, sem fara nákvæmlega yfir búnað og þarfir hvers rýmis, þannig að tryggt verði að bamaspítalinn nýtist til þess verks sem honum er ætlað. Það er von stýri- hópsins að notendur verði jafn virkir í þessu ferli eins og þeim fyrri. Markmið okkar er að byggja barnaspítala sem tekur mið af þörf- um barna og aðstandenda þeirra, ásamt því að hann uppfylli kröfur starfsfólks og nema um gott vinnu- umhverfí. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri notendaþáttar við byggingu nýs Bamaspítala Hrings- ins l SNJOBRETTI l BRETTAFATNAÐUR BRETTASKÓR BRETTAHANSKAR BRETTAGLERAUGU í BRETTAPOKAR Bretti með bindingum, tilboð, kr. 26.200, stgr. 24.890. Barnabretti með bindingum, irerð frá kr. 6.900. Brettaskór frá kr. 9.400. Armúla 40, símar 553 5320 og 568 8860. Ysmlunln Um starfsskil- yrði og frumkvöðla FRUMKVÖÐLAR taka áhættu, bera kennsl á leiðir til að mæta þörfum neyt- enda og ryðja brautina inn á nýja markaði. Þeir leita hins óþekkta og fara ótroðnar slóðir á öllum sviðum og greinum atvinnulífs- ins. Hvað hvetur menn í tvísýnt átak nýsköpun- ar? Hvaða hæfileika þarf til að verða frum- kvöðull? Var það, svo dæmi sé tekið, þekk- ing, útsjónarsemi, skynsemi eða fíldirfska sem gerði framkvöðla úr hjónunum Arngrími og Þóra hjá Atlanta, Öss- uri hjá samnefndu stoðtækjafyrir- tæki og Friðriki hjá Tölvumynd- um? Eða var það hagnaðarvonin, þöi-fín fyrir að skapa og ráða sem áorkaði svo miklu? Almenn góð starfsskilyrði skipta miklu Nýsköpun framkvöðla er mæl- anleg í aukinni verðmætasköpun, nýjum störfum, vaxandi framleiðni, aukinni fjölbreytni og útrás at- vinnulífsins. Samanburður hefur gert mönnum kleift að beina kast- Ijósinu að þeim sem bestum ár- angri hafa náð. Þannig hefur sköp- un áðurnefndra frumkvöðla hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Samtök- Er nýsköpun frum- kvöðla meiri þar sem fjármagnsmarkaður er virkur, skattar lágír, spyr Ingólfur Bender, vinnumarkaðurinn sveigjanlegur, sam- keppnin mikil og opin- ber reglubyrði og um- svif lítil? Svarið er hik- laust já. in Europe’s 500 telja þá og fleiri ís- lenska meðal 500 framsæknustu í Evrópu. Valið lýtur ströngum skil- yrðum um vöxt og tilurð hans, s.s. eignaraðild framkvöðuls, sjálf- stæði, veltuaukningu, atvinnusköp- un, arðsemi, stærð og aldur fyrir- tækisins. Nokkuð þarf til að kom- ast inn á listann því að fjöldi evr- ópskra fyrirtækja skiptir milljón- um. í valinu felst því mikil viðm-- kenning og heiður. Framlag stjórnvalda í formi góðra starfsskilyrða til nýsköpunar er ekki jafn greinanlegt og framlag einstakra framkvöðla og fyrir- tækja þeirra. Hægt er að benda á eitt fyrirtæki, telja starfsmenn þess, mæla veltu og arðsemi og segja þetta er afrakstur þess sem framkvöðullinn ýtti úr vör. Erfið- ara er að segja nákvæmlega til um hvað aukið frelsi í viðskiptum hér á landi, svo dæmi sé tekið, hefur fætt af sér í fjölgun starfa og auknum hagvexti. Starfsskilyrðin era hins vegar álitin ráða miklu, eða svo segja niðurstöður rannsókna a.m.k. Leitað hefur verið svara við spurn- ingum sem þessum: Er nýsköpun framkvöðla meiri þar sem fjái-- magnsmarkaður er virkur, skattar lágir, vinnumarkaðurinn sveigjan- legur, samkeppnin mikil og opin- ber reglubyrði og um- svif lítil? Svarið er hik- laust já. I nýlegu riti Efna- hags- og framfara- stofnunar (OECD), sem ber nafnið „Fram- kvæði í fóstri“ (e. Fostering Entreprene- urship), er greint frá því hvað framkvöðlar þurfa til nýsköpunar. Þar segir að vilji stjómvöld virkja frum- kvæði þegnanna beri þeim að tryggja að markaðir fjármagns, vinnuafls, vöra og þjónustu virki lipur- lega. Framkvöðlar þrífast í sam- keppni. Stjórnvöld eiga að halda umsvifum sínum í lágmarki og hafa að leiðarljósi að flækjast ekki fyrir. Lækkun skatta sem og einföldun laga og reglna er dæmi um skref í þá átt. Síðast en ekki síst ættu stjómvöld ávallt að vera opin fyrir ábendingum atvinnulífsins um það hvemig megi bæta starfsskilyrðin. Að fara dalinn Silicon Valley í Bandaríkjunum hefur fremur huglæga merkingu en staðbundna. Sú er niðurstaða úttektar sem hið víðlesna rit the Economist gerði á síðasta ári. Dal- urinn býður hentugt umhverfi fyrir atvinnurekstur og nýsköpun - ekki vegna þeirra náttúraauðlinda sem þar finnast heldur vegna góðra starfsskilyrða og einstakrar fram- kvöðlamenningar. Þar ríkir já- kvætt hugarfar í garð atvinnu- rekstrar. Stjórnvöld og embættis- menn líta á sig sem samherja at- vinnulífsins en ekki andstæðinga, þjóna þess en ekki herra. Þar er al- mennur skilningur á því að hags- munir fyrirtækja og launþega fara saman. Dalurinn er ekki staður heldur leið sem farin er til að auka hagvöxt: „Leið til að skapa nýjar hugmyndir og ný fyrirtæki.“ Sjö íslensk fyrirtæki era á lista yfir þau framsæknustu í Evrópu. Er það vísbending um góð starfs- skilyrði og framkvöðlamenningu hér á landi? Eram við á leið inn í dalinn ef svo mætti að orði komast? Er ekki hagvöxtur hér mikill, þjóð- artekjui' háai', atvinnuleysi lítið og atvinnuþátttaka með því mesta sem gerist vegna þess að við eram vel á veg komin? Komumst við lengra? Það má til sanns vegar færa að með auknu frjálsræði, virkari sam- keppni og sveigjanleika hefur mið- að áleiðis. Abatinn felst í því góð- æri sem við búum við. Arangurinn hefur skilað sér fyiir tilstilli okkar eigin breytni og við eigum enn nokkum veg ófarinn. Stjómvöld era í víðtækum rekstri hér á landi í samkeppni við einkaaðila eða þar sem hæglega væri hægt að koma á samkeppni. Má þar nefna starfrækslu fjár- máiastofnana, stoðdeilda í hugbún- aðargerð, útvarps, iðnaðar, áfeng- is- og tóbaksverslunar og vinnslu, dreifingu og sölu raforku. Þannig mætti lengi telja. Slík umsvif ríkis- valdsins flækjast fyrir og hindra að nýsköpun fái notið sín í aukinni hagkvæmni og hagvexti. Segja má að það sé nýstárlegt að verðlauna ríkisstjórnina sem frumkvöðul árs- ins fyrir að hefja einkavæðingu fjármálastofnana. Vonandi fær hún verðlaun fyrir einkavæðingu á hverju ári hér eftir. Höfundur er hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.