Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 31

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 31 ERLENT • • 9 + Ofgahópur sambandssinna á Norður-Irlandi afhendir vopn sín Belfast. Reuters. Samkomulag loksins í höfn LVF, einn af öfgahópurn sambands- sinna á Norður-Irlandi, hóf í gær að afhenda yfii-völdum vopn sín. Ríður LVF á vaðið að þessu leyti og er talið að samtökin setji með gerðum sjnum allmikinn þrýsting á leiðtoga Irska lýðveldishersins (IRA) að hefja af- vopnun fyrir sitt leyti. Lýsti LVF yfir vopnahléi í vor en hafði nokkur ár þar á undan verið þekkt íyrir ýmis hræði- leg ódæðisverk sem jafnan var beint gegn kaþólskum ríkisborgurum. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra bresku ríkisstjómarinnar, fagn- aði þessum tíðindum í gær og hvatti aðra öfgahópa til að fylgja fordæminu. Fréttir þessai- komu á sama tíma og greint var frá því að stjómmálaleið- togar kaþólikka og mótmælenda hefðu náð langþráðu samkomulagi um fjölda ráðuneyta í væntanlegri heima- stjóm og um hversu margar samráðs- nefndir Irlands og Norður-írlands verða, og hvaða málefni þær munu fjalla um. Tilkynnti David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP) og verðandi forsætisráðherra, þetta í gærmorgun. í Belfast-samkomulaginu er kveð- ið á um að norður-írskri heimastjórn skuli komið á og um að írsk og norð- ur-írsk stjórnvöld auki mjög sam- vinnu sína í ýmsum málum, svo sem ferðamálum, iðnaði og viðskiptum og svo framvegis. Stjórnmálaleið- togum gekk hins vegar illa að semja um hvernig þessum málum yrði háttað, og höfðu ýmsir líst áhyggj- um sínum vegna þess. Þótt deilan um afvopnun IRA, og þá stefnu sambandsinna að hleypa Sinn Féin, stjórnmálaarmi IRA, ekki í heima- stjórnina fyrr en IRA afvopnast, varpi enn skugga á friðarferlið von- ast menn til að tíðindi gærdagsins hleypi nýju lífi í friðarumleitanir. Verða ráðuneytin tíu og samráðs- nefndirnar sex. Handsöluðu þeir David Trimble og Eddie MeGrady, þingmaður flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), samninginn að viðstöddum blaða- mönnum og ljósmyndurum og sagði McGrady við það tækifæri að þessi samningur væri vafar góð jólagjöf til almennings á N-írlandi“. Ekki bara LACOSTE bolir! fienu GARÐURINN -klæðirþigvel Færeyjar fá nýjan samning við ESB GENGIÐ var á þriðjudag frá nýjum viðskiptasamningi Færeyja við Evrópusambandið (ESB), sem auðvelda mun til muna útflutning frá Færeyjum og viðskipti eyjanna almennt við ESB. Eftir samningaviðræður í Þórshöfn milli færeyskra emb- ættismanna og fulltrúa frá ESB hefur ESB fellt niður þær hömlur á innflutning frá Færeyjum sem ekki töldust í samræmi við ákvæði reglna Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskiptafrelsi. Þetta þýðir, að tollakvótar og aðrar hindranir, sem settu hömlur á möguleika Færeyja til að selja fiskafurðir sínar á Evr- ópumarkaðnum, eru nú að miklu leyti úr sögunni. Enn eru þó í gildi takmarkanir m.a. á sölu á rækjum og unnum afurð- um svo sem fiskflökum í raspi. Aznar bjartsýnn JOSE Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, sagðist í gær vera hóflega bjartsýnn á að takast muni að leysa deilu um aðskilnað Baskalands eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti að tuttugu og einn liðsmaður skæruliðasamtaka Baska (ETA), sem nú afplána fangels- isdóma, yrðu fluttir í fangelsi nærri heimahögum sínum. Sjá menn þessa ákvörðun stjórn- valda sem framlag þeirra til sátta í deilunni en fyrir sex vik- um hófu stjómvöld viðræður við ETA og bandamenn þeirra um hvort samtökunum væri al- vara með að binda enda á þrjá- tíu ára vopnaða baráttu sína, sem kostað hefur meira en átta hundruð manns lífið. Páfi með flensu JÓHANNES Páll páfi aflýsti öU- um embættisverkum sínum í gær vegna inflúenzu sem nú plagar hans heilag- leika. Frestaði páfinn m.a. fyr- irhuguðum fundi með Es- mat Abdel- Meguid, fram- kvæmdastjóra Arababanda- lagsins, þai- sem búist hafði verið við að rætt yrði um Iraks- deiluna. Veikindi páfa munu hins vegar ekki vera alvarlegs eðlis. IMOKIA CONNECTING PEOPLE 1+ Hátækni ÁRMÚLA26 • SÍMI 588 5000 um jólin! iaL IMOKIA 5110 Nokia 5110, einn aukalitur og talkort á frábæruTai. jólatilboöi. ARGUS sia.is GÓ031

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.