Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 22
22 LAUGAKDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Heildarsamtök íslenskra lífeyrissjóða sameinast Stefnt að hagræðingu og lækkun kostnaðar NY HEILDARSAMTOK lífeyris- sjóða, Landssamtök lífeyrissjóða, voru stofnuð í Reykjavík í gær. Sam- tökunum er ætlað að koma í stað þeirra tvennra samtaka, sem starfað hafa að málefnum lífeyrissjóðanna á undanfórnum áratugum, Landssam- bands lífeyrissjóða og Sambands al- mennra lífyeyrissjóða. Víðtæk þátt- taka er meðal lífeyrissjóðanna í stofnaðild að nýju samtökunum og hafa lífeyrissjóðir með yfir 96% af heildareignum sjóða landsmanna ákveðið aðild að þeim. Ráðgert er að Landssamtök líf- eyrissjóða (LL) hefji starfsemi 1. janúar næstkomandi. Frá sama tíma mun starfsemi Sambands almennra lífeyrissjóða og Landssambands líf- eyrissjóða verða lögð niður. Þorgeir Eyjólfsson, fráfarandi for- maðui- Landssambands lífeyrissjóða, segir að markmiðið með stofnun hinna nýju samtaka sé að auka hag- ræði og lækka rekstrarkostnað. „Menn komust að þeirri niðurstöðu að best væri að ná slíkri hagræðingu fram með tvennum hætti: Sameina HOT þau heildarsamtök sem fyrir voru, Landssamband lífeyrissjóða og Sam- band almennra lífeyrissjóða, og breikka undirstöðuna með því að ná inn í samtökin sjóðum sem hingað til hafa verið utan sambanda. Nú þegar hafa flestir lífeyrissjóðir, sem hafa staðið utan sambandanna hingað til, ákveðið að ganga til liðs við nýju samtökin.“ Árgjald lækkar Við sameininguna lækkar ái'gjald þeirra lífeyrissjóða, sem áður voru innan SAL, um 2/3 og verður það hið sama og í Landssambandinu. Er því um verulega hagræðingu að ræða fyrir þá sjóði, að sögn Þorgeirs. Á stofnfundinum í gær var ákveðið að árgjald samtakanna yrði 0.075% af iðgjaldsstofni liðins árs. Auk þess að gæta hagsmuna sjóðfélaga er samtökunum ætlað að vera málsvari lífeyrissjóðanna í þeim málum, sem varða heildarhagsmuni þeirra, og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri við stjórnvöld og alla aðra aðila í öllum meiri háttar mál- Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJÖLMENNI var á stofnfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. um sem varðað geta sameiginlega hagsmuni aðildarsjóðanna. Þá er þeim ætlað að hafa fiumkvæði í ai- mennum umræðum um málefni sjóðanna og um lífeyrismál. Auka þarf fræðslu um lífeyrismál Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti sjóðurinn innan hinna nýju samtaka. Víglundur Þorsteinsson, formaður sjóðsins, segist vera ánægðm- með stofnun samtakanna og vænta mikils af þeim í fram- tíðinni. „Það skiptir miklu máli að samtök lífeyrissjóða skuli nú vera ein heild og án efa þjappar það mönnum saman við að vinna að hagsmunum sjóðfélaga. Einnig má búast við því að reksturinn verði hagkvæmari en áður. Þá verður það þýðingarmikill þáttur í starfi hinna nýju samtaka að upplýsa almenning um lífeyrismál en það er alltaf að koma betur í ljós að fólk vantar meiri og betri upplýsingar um þessi mál,“ segir Víglundur Á stofnfundinum voru eftirtalin kosin í stjórn nýju samtakanna: Aj'nar Sigurmundsson, Lífeyrissjóði Vestmannaeyinga, Þórunn Svein- björnsdóttir Lífeyrissjóðnum Framsýn, Þórir Hannesson Lífeyr- issjóðnum Lífíðn, Árni Guðmunds- son Lífeyrissjóði sjómanna, Þórólf- ur Árnason Lífeyrissjóði verk- fræðinga, Haukur Hafsteinsson Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins, Víglundur Þorsteinsson Lífeyris- sjóði verzlunarmanna og Margeir Daníelsson Samvinnulífeyrissjóðn- um. Stjórnin mun hittast nk. þriðju- dag og væntanlega skipta með sér verkum. Forsvarsmenn útgerðarfélaganna Gunnvarar hf. og Hraðfrystihússins hf. eiga nú í viðræðum um hugsanlegan samruna fyrirtækjanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins binda hluthafar vonir við að hægt verði að ganga frá sameiningu nú um áramótin. Hér er yfirlit yfir eignir fyrirtækjanna og aflaheimildir skipa þeirra á fiskveiðiárinu: Hraðfrystihúsið hf. Gunnvör hf. Páll Pálsson ÍS, ísfisktogari Bessi ÍS, frystitogari Andey ÍS, ísfiskskip Örn ÍS, rækjubátur Hafrún ÍS, rækjubátur (að hálfu, ekki í útg.) Frystihús í Hnífsdal (bolfiskvinnsla) Frystihús í Súðavík (rækjuvinnsla) Mjölvinnslan hf. (helm. á móti íshúsfél. ísf.) Leiguskip: Skagfirðingur og Hjörleifur Q og eru bæði gerð út á rækjuveiðar ( Aflaheimildir 1998/99 Júlíus Geirmundsson ÍS, frystit. Framnes ÍS, frystitogari íshúsfélag ísfirðinga hf. Éignir þess: Stefnir ÍS, togari Frystihús á ísafirði Rækjuvinnsla í Hnífsdal (ekki starfr.) Mjölvinnslan hf. (helm. á móti Hraðfr.h.) Páll Pálsson ÍS, Bessi ÍS, Andey ÍS, Örn ÍS, Hafrún ÍS Tegund Þorskígildi Þorskur 2.960,4 tonn Ýsa 366,3 tonn Ufsi 185,1 tonn Karfi 641,3 tonn Steinbítur 393,1 tonn Grálúða 638,2 tonn Skarkoli 70,2 tonn Úthafsrækja 2.330,8 tonn Innfjarðarækja 115,3 tonn Síld 108,6 tonn Úthafskarfi 73,5 tonn Rækja, Flæm.gr. 134,0 tonn iHnífsdalur ) ísafjörður O Súðavík Aflaheimildir 1998/99 SAMTALS 8.016,8 tonn Júlíus Geirmundsson ÍS, Framnes ÍS, Stefnir ÍS Tegund Þorskígildi Þorskur 3.040,7 tonn Ýsa 443,1 tonn Ufsi 287,3 tonn Karfi 793,0 tonn Steinbítur 65,8 tonn Grálúða 389,6 tonn Skarkoli 28,4 tonn Úthafsrækja 1.001,6 tonn Innfjarðarækja - tonn Síld - tonn Úthafskarfi 1.180,0 tonn Rækja, Flæm.gr. - tonn SAMTALS 7.230,9 tonn Gengi hlutabréfa deCode hækkar Markaðsverðmætið 18 milljarðar HAGKAUP Meira úrval - betri kaup HLUTABRÉF í deCode Genetics, móðurfélagi Islenskrar erfðagrein- ingar, hafa hækkað mikið í verði að undanfömu og var lokaverð á fimmtudag 10,7 dollarar fyrir hvem hlut. Þetta þýðir að markaðsverðmæti fyi-irtækisins er tæpir 18 milljarðar. í útboði á ís- landi í mars á þessu ári var gengi bréfa í deCode 5 dollarar. í Morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins í gær segir að eftirspurn eftir bréfum í deCode hafí verið knúin áfram af væntingum fjárfesta um að Islenskri erfðagrein- ingu yrði veitt einkaleyfí á upplýs- ingum úr miðlægum gagnagranni á heilbrigðissviði. Alþingi hefur nú samþykkt veitingu leyfísins og í kjölfar þess hafí væntingar fjárfesta um verðmæti fyrirtækisins stórauk- ist._ I Morgunkorninu er þeirri spurn- ingu velt upp hvað hækkanimar geti haldið lengi áfram og hvort raun- verulega sé rými fyrir meiri hækk- anir að svo stöddu. „Til að fá svör við þeim vangaveltum er ekki fjarri lagi að skoða nokkrar stærðir hjá sam- keppnisaðilum deCode. í útboðslýs- ingu sem gefín var út í mars em tal- in upp nokkur fyrirtæki sem sögð em í samkeppni við ÍE ... Athyglis- vert er að sjá að öll fyrirtækin nema eitt eru enn í taprekstri og ekki er gert ráð fyrir hagnaði á næsta ári. Éinnig vekur eftirtekt að öll fyrir- tækin eru skilgreind sem „buy“ eða „strong buy“ af sérfræðingum sem meta fyrirtæki í greininni. Ef reiknað er hlutfall tekna miðað við markaðsverðmæti kemur í ljós að þar hefur deCode lægsta hlutfallið, um 3,9%. Verðmæti fyrirtækja í þessari grein endurspeglar greini- lega miklar væntingar um framtíðar- hagnað,“ að því er fram kemur í Morgunkomi FBA.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.