Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIGFUSINA MARGRÉT BJARNADÓTTIR + Vigfúsína Mar- grét Bjarna- dóttir fæddist á Isa- firði 5. október 1906. Hún lést á Sólvöllum, Eyrar- bakka hinn 12. des- ember siðastliðinn. Móðir hennar var Sigurborg Sumar- lína Magnúsdóttir, f. 19. apríl 1866 í Kálfavík _ í Ögur- sókn við Isafjarðar- djúp. Hún lést 7. nóvember 1914 á Eyrarbakka. Faðir Vigfúsínu var Bjarni Vigfús- son, f. 14. maí 1867 á Hárlaugs- stöðum í Ásahreppi. Hann lést 17. apríl 1935 á Isafirði. Bræð- ur Vigfúsínu voru: Gunnar, sjó- maður, hann drukknaði; Magn- ús sem dó ungur; Kristján, skó- smiður og sjómaður, kvæntur Hólmfríði Guðjónsdóttur frá Eyrarbakka. Þau bjuggu í Reykjavík. Andrés, dó ungur á Eyrarbakka. Faðir Vigfúsínu nam járnsmíði í Reykjavík, fluttist síðan til Isafjarðar og kvæntist þar Sigurborgu S. Magnúsdóttur. Foreldrar Vig- fúsínu bjuggu á ísafirði til 1913 en fluttust þá til Eyrarbakka, en þar lést móðir hennar eftir fárra mánaða búsetu. Eftir það fór Bjarni aftur til Isafjarðar og var lengst af sjúklingur á sjúkrahúsi Isafjarðar. Eftir lát móður sinnar fluttist Vigfús- Ert þú EINN í heiminum? Við erum til staðar! VINALÍNAN 561 6464 800 6464 öll kvöld kl. 20-23 Formáli minn- ingar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. ína, átta ára að aldri, til föðursyst- ur sinnar, Margrét- ar Vigfúsdóttur, f. 17. ágúst 1863 á Hárlaugsstöðum í Ásahreppi, d. 7. janúar 1946, og eiginmanns hennar, Tómasar Vigfús- sonar, f. 20. júlí 1861 að Hamrahól í Ásahreppi, d. 23. mars 1929. Þau bjuggu í Götuhús- um og Garðbæ á Eyrarbakka og þar ólst Vigfúsína upp með börnum þeirra hjóna, Jóni, f. 30. mars 1892, d. 14. nóvember 1963, og Önnu f. 2. nóvember 1894, d. 10. júlí 1949, og fósturbróður, Vigfúsi Jónssyni, f. 13. október 1903, d. 16. júní 1989. Vigfús- ína var kaupakona í Litlu- Sandvík í Flóa um tíma, síðan ráðskona í vegavinnuflokkum á Suðurlandi. Þá var hún ráðs- kona í verbúðum í Þorlákshöfn og við Þorlákshafnarbúið. Frá árinu 1953 starfaði hún við fiskvinnslu á Eyrarbakka. Jafnframt var hún húsmóðir í Garðbæ frá 1945 til 1988 þar sem hélt hún heimili með yig- fúsi fósturbróður sfnum. Árið 1988 fluttust þau að Sólvöllum á Eyrarbakka. Utför Vigfúsínu fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Háöldruð lést Vigfúsína Margrét Bjarnadóttir í rúmi sínu á Sólvöll- um á Eyrarbakka aðfaranótt 12. desember síðastliðins. Vigfúsína, eða Sína eins og hún hefur alltaf verið kölluð, var fríð kona, fremur lágvaxin, grönn og smágerð. Augnaráðið var glettnis- legt og hlýtt, fótatakið létt og hreyfingarnar mjúkar og fallegar, enda hafði hún verið í fimleika- flokki á Eyrarbakka á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Ef vel lá á henni mátti jafnvel fá hana til að taka nokkur charleston-spor. Hjá henni hafði hvaðeina sinn stað og sinn tíma. Hún var brosmild og létt í lund og alltaf var stutt í gaman- semina. Hún var iðin og dugleg og sást sjaldan verklaus. Alltaf var eitthvað verið að stússa, ýmist við matartilbúning, tiltekt eða verið að bjástra úti í garði. Alls staðar þar sem Sína fór var hún hrókur alls fagnaðar og laðaði að sér börn og fullorðna. Þó að árin væru orðin rúmlega 90 duldist engum sú mikla góðmennska og áhugi á velferð annarra sem hún bjó yfir. Eftir að Margrét fósturmóðir Sínu lést tók Sína við húsmóður- störfum á neðri hæðinni í Garðbæ. Á efri hæðinni bjó fjölskylda Önnu fóstursystur hennar, fyrst Anna og síðar Aðalheiður, yngsta barn Önnu og eina dóttir, ásamt manni sínum, Ása Markúsi. Eftir að hún og fjöl- skylda hennar fluttu í Ásgarð, næsta hús við Garðbæ, bjó Sigfús Árnason þar lengi einsamall, en hann var eiginmaður Önnu Tómas- dóttur. Herbergið á Sólvöllum er lítið og Sína gat aðeins haft örfáa hluti hjá sér, útskorna hillu eftir föður sinn yfir rúminu. Þar við hliðina hangir fiðla föður hennar. Á hillunni eru nokkrar fjölskyldumyndir. Gömul mynd af prúðbúnum hjónum með fallega klædd börn minnir á hve líf- ið er hverfult. Ung missti Sína for- eldra sína og þrjá bræður. Þegar hún var að nálgast áttrætt fórust bræðurnir Sigfús og Þórður, synir Aðalheiðar og Ása Markúsar. Frá- fall bræðranna olli þeim fóstur- systkinum, Fúsa og Sínu, miklum harmi. Þó að þau Sína og Fúsi væru bara tvö í heimili var heimilishaldið enginn kastarolubúskapur. Mikill gestagangur var ávallt hjá þeim, bæði fjölskylda og vinir. Einnig var Vigfús athafna- og stjórnmálamað- ur, oddviti og sveitarstjóri í tugi ára, gerði út báta og stjórnaði fisk- vinnslu og sláturhúsi. Það var gam- an að sniglast í Garðbæ í sláturtíð- inni og sjá hve höfðinglegar mót- tökur bændurnir fengu. Tilfinning- in varð sú að þetta væru allt heldri menn og að uppi í sveitum byggju einungis miklir höfðingjar. Þá sat Fúsi inni í stofu og ræddi málin meðan Sína töfraði fram glæsileg veisluborð og hljóp óteljandi ferðir fram í skúr, inn í eldhús og náði í hitt og þetta í spariskápinn í stof- unni. Allir fengu sömu móttökur, hvort sem miklir menn voru á ferð eða einhver barnanginn úr ættinni. Hún Sína var engin venjuleg frænka, miklu fremur eins konar amma. Hefur verið með fimm ætt- liðum og til er mynd þar sem hún heldur á þeim sjötta á nítugasta af- mælisdegi sínum. Hana má kalla ættmóður þótt ekki hafi hún átt börn sjálf. Þau eru líklega ófá börn- in sem hún hefur gefið hosur og vettlinga og rétt eitthvað gott í munninn. Aðalheiður hefur alla tíð verið Sínu eins og besta dóttir. Hún og Ási Markús hafa alltaf búið í Garð- bæ eða Ásgarði og verið hennar nánasta fjölskylda. Fram á síðasta dag hugsuðu þau hjónin Allý og Ási og sonur þeiiTa Vigfús og hans fjöl- skylda um Sínu af einstakri alúð og umhyggju og eiga okkar bestu þakkir íyrir. Einnig átti starfsfólk Sólvalla mikinn þátt í að gera henni síðustu árin eins notaleg og hægt var. Gömul kona er fallin frá, gömul kona sem átti hlut í sálum óteljandi margra skyldmenna. Því kveðjum við með tár í öðru auganu en bros í hinu. I hugum okkar mun áfram lifa minning um konu sem gaf lífi okkar aukna merkingu. Gunnar Tómasson og fjölskylda. Elsku Sína. Fregnin af andláti þínu kom á óvart því þú varst það hress, en þú varst búin að skila þínu hlutverki og vel það. Mig lang- ar í fáum orðum að rifja upp kynni mín af þér, sem voru mjög góð í alla staði. Þegar ég flyt á Eyrarbakka 1986 og fer að búa með Vigfúsi, kynnist ég þér. Það er erfitt að flytjast á nýjan stað og þekkja eng- an, en þú gerðir þennan tíma auð- veldari fyrir mig. Þegar ég kom í Garðabæ til þín og Fúsa, sem var ALBERT KRISTJÁNSSON + Prófessor Al- bert Kristjáns- son frá Gimli, Manitoba, Kanada, lést niánudaginn 7. desember 74 ára að aldri. Hann var fæddur í Gimli, 17. desember 1923. Eft- irlifandi kona hans er Joan Muriel McPherson. Þau eignuðust fjögur börn, Linda Joan, William Hannes, Donna May og Ellen Muriel. Utförin hefur farið Winnipeg. fram í Albert Kristjánsson var sonur Hannesar Kristjánssonar sem fæddur var að Ytri-Tungu á Tjör- nesi árið 1883. Hannes flutti 5 ára gamall til Vesturheims með foreldr- um sínum og var því einn af landnemunum á bökkum Winnipeg- vatns. Móðir Alberts var Elín Þórdís Magn- úsdóttir frá Sleðbrjót í N orður-Múlasýslu. Þau hjónin Hannes og Elín ráku saman versl- unarfyrirtækið Lakes- ide Trading Company í Gimli í mörg ár. Heim- ili þeirra var þó rétt ut- an við Gimli og þar ráku þau búskap með aðstoð bama sinna. Hannes og Elín vora bæði sjálfmenntuð á íslenskan máta, lásu mikið, hugleiddu og ræddu málin. Þau mátu gildi menntunar mikils, þó ekki í formi söfnunar staðreynda heldur til að þróa hugsun sína, sjálfum sér og öðram til gagns. Hannes og Elín eignuðust 8 börn, 6 drengi og tvær stúlkur. nánast daglega, varstu alltaf eitt- hvað að bardúsa, baka, þvo þvotta, þrífa eða eitthvað því um líkt, því þú varst alltaf að. Á sumrin eyddir þú tímanum mikið úti í kofa eins og þú kallaðir gróðurhúsið þitt og nostraðir við rósirnar þínar sem vora svo falleg- ar. Þegar þær voru að blómstra klipptir þú knúppana af og gafst þá vinum. En nú stússar þú annars staðar í blómum og með því fólki sem þú þráðir svo orðið að hitta. Þegar Ása Magnea fæddist 1987 varst þú voðalega ánægð og hefur fylgst vel með henni alla tíð. Þegar þú komst til okkar í fyrsta skipti eftir að hún fæddist færðirðu okkur pakka og sagðir að þetta væri frá Möggu Bjarna, ég og Vigfús litum hvort á annað og sögðumst ekki þekkja neina með því nafni, en þú hélst það nú og eftir mikla umhugs- un komumst við að því að þetta varst þú. Svona varst þú, alltaf með húmorinn á réttum stað. Oft minntist þú á það þegar Vig- fús var lítill og var að ráðskast með þig og sagðir „ég ræ“ sem þýddi „ég ræð“, og notaðir þú þetta óspart þegar Vigfús var að banna Ásu Magneu eitthvað. Nú er þetta allt liðið og þú farin til æðri heima. Að lokum vil ég þakka fýrir allt sem þú gerðir fyrir mig, Vigfús og Ásu Magneu. Guð blessi Vigfúsínu. Ella. Elsku Sína frænka. Þegar ég vaknaði í morgun sagði pabbi mér að þú værir dáin. Mér brá mjög mikið. Þegar ég var að koma í heimsókn til þín baðstu mig stund- um að fara út í sjoppu fyrir þig og kaupa eina kók og einn brjóstsyk- urspoka. Stundum keypti ég líka ís fyrir þig sem þú ætlaðir að traktera gesti á. Á sumrin sastu oft úti á bekk í garðinum á Sólvöllum og kallaðir á mig ef ég var að hjóla á götunni og stakkst mola upp í mig. Einnig bankaðir þú í gluggann þegar þú varst í miðdegiskaffinu ef þú sást mig og sagðir mér að koma inn í kaffí. Þegar þú vissir að ég væri að læra á fiðlu gafstu mér fiðluna þína sem hékk alltaf uppi á vegg hjá þér, fyrst í Garðabæ síðan á Sólvöllum. Þetta var fiðla sem pabbi þinn átti og þú erfðir eftir hann og gafst mér síðan og er hún mér mikils virði. Hafðu þökk fyrir Sína mín. Ása Magnea. Henni Sínu frænku minni þótti vænt um alla sem hún þekkti og lét sér annt um þá. Þess vegna þótti öll- um vænt um hana. Og hún breyttist aldrei. Hún var alltaf eins. Faðir minn, sem ólst upp í sama húsi og hún bjó í, segir þetta líka; að Sína hafi alltaf verið eins. Við höfðum þetta á orði við hana á 85 ára afmæl- inu hennar og þá sagði hún: „Mikið Eins og tíðarandinn var á þeim tímum, þá lögðu þau megináherslu á að koma drengjunum til mennta. Þeir fóru allir til háskólanáms víðs vegar um heiminn og luku allir doktorsprófi í greinum tengdum hagfræði. I Maclean’s tímaritinu var talað um þá sem „the six most wanted brains in Canada“ (Sex eft- irsóttustu hugsuðir í Kanada). Elsti sonurinn var Baldur sem varð síðar aðstoðarráðherra, þá Kristján, yfirmaður rafmagns- veitnanna í Manitoba, síðan Al- bert, svo Luther Burbank sem starfaði lengi hjá FAO, Ragnar prófessor í Suður-Dakóta og Leó Frímann rektor Háskólans í Sa- skatchewan. Dæturnar tvær voru María Guðlaug og Alda Jóhanna. Öll börnin tengdust Gimli sterkum böndum og eiga þar sumarhús en halda einnig við húsi fjölskyldunn- ar í Gimli. Albert Kristjánsson hét fullu nafni Gladstone Albert, en hann notaði nær aldrei sitt fyrra nafn. Hann var fæddur í Gimli 1923 og hefði orðið 75 ára þann 17. desem- ber. Hann kvæntist fyrir 46 áram, eftirlifandi eiginkonu sinni Joan Muriel McPherson. Þau eignuðust hlýt ég þá að vera ungleg núna ef ég lít út eins og þegar ég var tvítug. Hún var alltaf ung í anda og hafði kímnigáfuna í góðu lagi. Svo var hún Iíka svolítið stríðin en það var alltaf meinlaust og öllum til gamans. Einn góður maður sem var í heimsókn hjá henni fyrir stuttu hafði á orði, þegar hann leiddi hana eftir ganginum á Sólvöllum, að hún hefði nú einhvern- tíma verið Iéttari á fæti. Hún svaraði að bragði að hún kæmist nú hraðar yfir ef hún þyrfti ekki að dröslast með svona hlunk eins og hann með sér. Og svo hló hún eins og henni einni var lagið. Eg naut þess að fá að dvelja hjá henni nokkrum sinnum, part úr sumri þegar ég var yngri. Þá fékk ég tækifæri til þess að kynnast um- hverfinu á Eyrarbakka og Sínu og Fúsa og afa og Allý og fjölskyldu hennar betur en ég hefði annars gert, því að ég var ungur þegar við fluttumst til Hafnarfjarðar. Þá liðu dagarnir gjarnan í fjörunni við ýmsar athafnir og leiki með frænd- unum úr Ásgarði eða það var farið upp á tún með afa, eða í frystihúsið til Sínu þar sem við hjálpuðum henni við að slíta svolítið af humar. Hún var oft farin í frystihúsið þeg- ar ég vaknaði en þá var jafnan diskur með smurðu brauði á eld- húsborðinu. Svo kom hún heim í hádeginu og eldaði fisk og kartöfl- ur handa okkur Fúsa. Og alltaf var grautur á eftir því það var siður. Sunnudagsbíltúrarnir með henni og Fúsa eru ógleymanlegir. Þá var hún að sjálfsögðu búin að nesta leiðangurinn vel enda voru oft lagðir ófáir kílómetrar að baki. Eitt skiptið var til dæmis farið í Kerl- ingafjöll og á Hveravelli. Það var löngu áður en þeir staðir urðu vin- sælir ferðamannastaðir. I annað skipti var farið á Kirkjubæjar- klaustur. Einu sinni var Búrfells- virkjun í byggingu skoðuð og svona mætti telja. I þá daga var malbik óþekkt austan Elliðaáa. Það var alltaf gaman að heimsækja Sínu. Hún hafði frá ýmsu að segja og hún spurði margs því að hún vildi fylgjast vel með fjölskyldunni og högum hennar þó að við værum flutt af Eyrarbakka. Svo var held- ur ekki laust við að hún væri forvit- in. Alltaf átti hún kökur, kleinur og pönnukökur og þegar við kvöddum, laumaði hún gjarnan að börnunum súkkulaði eða öðru álíka „til að hafa í nesti“. Þessum sið hélt hún uppi, einnig eftir að hún kom á Sól- velli; að eiga eitthvað til að bjóða gestum. Það var Sínu mikil stoð síðustu árin að eiga þau Ása og Allý að. Það er að miklu leyti fyrir frumkvæði og tilverknað Ása sem hið ágæta dvalarheimili Sólvellir var reist og er það eftirsótt miklu víðar en á Eyrarbakka að komast þangað. Þar naut Sína góðs atlætis síðustu árin. Kæra Sína, við kveðjum þig með söknuði en í þeirri vissu að þú sért komin á annan góðan stað. Tómas. þrjár dætur og einn son og barna- börnin eru orðin sjö. Eftir að Albert lauk námi starf- aði hann við háskóla í Washington og Suður-Dakóta. Síðustu 25 árin bjó hann í Winnipeg og starfaði við University of Manitoba. Albert var mikill Islendingur í sér og kom til Islands nokkrum sinnum bæði til að heimsækja ættland sitt og til rannsóknarstarfa. Albert var pró- fessor í félagsfræði og vann mikið við félagsfræðirannsóknir. Hann var m.a. í samstarfi við rannsókn- arhóp Jóhanns Axelssonar prófess- ors við Háskóla Islands um saman- burðar-rannsóknir á Islendingum og Vestur-íslendingum. Hann var einnig í rannsóknarsamstarfi við Þórólf Þórlindsson prófessor í fé- lagsfræði. Menn munu minnast Alberts sem einstaklega hugljúfs en ákveðins manns sem vann með lipurð og náði alltaf góðum árangri með það sem hann tók sér fyrir hendur. Albert var að stunda sína eftirlætis íþrótt „curling" þegar hann fékk hjartaá- fall og lést skyndilega. Vinir hans hér á landi senda fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Stefán B. Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.