Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 61

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 61 AÐSENDAR GREINAR Um túlkun hæsta- réttardóms UM FÁTT hefur verið meira rætt á vettvangi þjóðmálanna undanfarnar vikur en dóm Hæstaréttar 3. desember s.l. í máli Valdimars Jóhannes- sonar. Sakarefni dómsmálsins varðar málefni sem mikill ágreiningur er um á vettvangi stjórnmál- anna og margir bera þar heitar tilfinningar í brjósti. Þessar kring- umstæður hafa sett mjög mark sitt á um- ræður um dóminn og hvað í honum felist. Flestir vilja, eins og við má búast, túlka hann í þágu þeirra pólitísku sjónarmiða sem þeir aðhyllast. Eru þá oft gefnar einhvers konar yfirlýsingar um dóminn og gildi hans, án þess að með fylgi ná- kvæmur rökstuðningur. Hér á eft- ir vil ég leitast við að skoða dóm þennan út frá lögfræðilegum sjón- armiðum og leitast þá við að halda pólitískum viðhorfum mínum og annarra utan við. Fara ber varlega við ályktanir Þegar lagt er mat á fordæmis- gildi dóma, gildir sú meginregla að fara ber afar varlega við ályktanir. Ekki má telja dóm hafa fordæmis- gildi um önnur atriði en þau, sem sýnilega er beinlínis dæmt um. Ástæðan fyrir þessu er sú, að hvert mál hefur sín sérkenni sem geta haft afgerandi áhrif á niðurstöðu þess. Atvikin eru sérstök fyrir hvert mál, auk þess sem dómkröf- umar og málflutningurinn geta ráðið niðurstöðu. Þessi sjónarmið eru auðvitað í fullu gildi við mat á þeim dómi sem hér um ræðir. Þar að auki er á nokkrum stöðum í dóminum orðalag, sem virðist byggjast á einhvers konar mis- skilningi dómenda. Dæmi um það eru: A. I dóminum er á einum stað sagt: „Svigrúm löggjafans til að takmarka fiskveiðar og ákvarða til- högun úthlutunar veiðiheimilda verður að meta í ljósi hinnar al- mennu stefnumörkunar í 1. gr. laga nr. 38/1990..“. Þessi orð fá ekki staðist, þar sem svigrúm lög- gjafans til að skipa málum með settum lögum getur aldrei tak- markast af lögum, sem sá sami lög- gjafi hefur sett. B. Á öðrum stað segir: „..verður ekki séð, að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leið- ir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda.“ í 5. gr. er ekki fjallað um úthlutun veiði- heimilda, svo hér virðist fljótt á lit- ið eitthvað hafa farið á milli mála. Það er þó ekki víst, eins og ég mun síðar koma að. Allt að einu er orða- lagið ekki til þess fallið að auka skilning manna á því hvað átt er við. Atriði af því tagi, sem hér hafa verið nefnd, eru til þess fallin að veikja dóminn og draga úr for- dæmisgildi hans. Tvenns konar réttindi Áður en lengra heldur er nauð- synlegt að nefna, að í lögunum um stjórn fiskveiða er fjallað um tvenns konar réttindi, sem ætla verður að hafi mismunandi réttar- legt eðli í því samhengi sem hér um ræðir. Annars vegar er þar fjallað um almennt veiðileyfi í 5. gr., en hins vegar um veiðiheimild- ir (aflahlutdeild og aflamark) í 7. gr. Skal þetta skýrt með nokkrum orðum. Almenna veiðileyfið skv. 5. gr. Almenna veiðileyfið í 5. gr. snertir grunn- rétt manna til að geta átt þess kost að stunda veiðar í fisk- veiðilögsögunni. Þeir sem fá slík leyfi, mega stunda þar veiðar ef öðrum skil- yrðum fyrir slíkum veiðum er fullnægt. Án þess að nokkuð meira komi til geta þeir veitt svokallaðar „utankvótategundir“ og komist þeir yfir kvóta geta þeir einnig veitt hinar kvótabundnu tegundir. Það má því segja, að í 5. gr. sé fjallað um grunnskilyrði þess að mega stunda atvinnu á þessu sviði. Til- högun laganna er sú, að þessi rétt- indi skuli vera bundin við skip, sem haldið var úti til veiða á til- teknum tíma í fortíðinni eða skip sem í stað slíkra skipa hafa komið. „Aðgöngumiðinn“ að fiskveiðilög- sögunni er samkvæmt þessu við þetta bundinn og þar með atvinnu- frelsið á þessu sviði. Hlýtur að orka mjög tvímælis, vegna ákvæða stjórnarskrár um atvinnufrelsi og jafnrétti, hvort heimilt sé að binda þennan rétt við tilvist skips á til- teknum degi í fortíðinni. Að gengnum þessum dómi Hæsta- réttar er ljóst að slíkt er ekki heimilt. Veiðiheimildir skv. 7. gr. Veiðiheimildimar sem um er fjallað í 7. gr. laganna eru annars eðlis. I þeim felst, að aðganginum að þeim fisktegundum sem sæta aflatakmörkun er skipt upp á milli þeirra sem veiðamar höfðu stund- að, áður en takmörkun var komið á. Er það gert eftir almennri reglu, sem styðst við tiltekin málefnaleg rök. Við þá framkvæmd var ljóst að gæta þurfti jafnræðis milli þeirra, sem veiðamar höfðu stundað. Er hér gengið út frá að svo hafi verið gert, enda snýst þetta mál ekki um hugsanlega mismunun milli slíkra aðila. Vegna ákvæðis 1. gr. fisk- veiðistjómarlaganna er Ijóst, að með þeim var ekki stofnað til end- anlegs og óafturkallanlegs eignar- réttar þessara aðila að fiskveiði- auðlindinni. Til að þjóna rökræð- unni skulum við hins vegar hér gera ráð fyrir, að í þessari ráðstöf- un löggjafans hafi falist slíkur end- anlegur og óafturkallanlegum eign- arréttur, því hafi löggjafinn mátt stofna til hans, mátti hann ömgg- lega gera það sem minna var og fólst í ákvæðum laganna. Lítum nánar á þetta. Spumingin er þá: Mátti löggjafinn taka slíka ákvörð- un? Stóðu einhverjar stjórnskipu- legar reglur í vegi fyrir heimild hans til þess? Nú er ljóst, að íslensk réttar- skipan byggir á einstaklings- bundnum eignarrétti. Slíkur rétt- ur nýtur sérstakrar verndar í stjórnarskránni. Það er því ekki ólögmætt í sjálfu sér að löggjafinn stofni til slíks réttar í tilvikum þar sem hann hefur ekki verið til stað- ar áður. Auðvitað verður þá að gæta að því, að með gjörðinni sé ekki skertur eignarréttur sem fyr- ir er. Taka má dæmi af lögum nr. 58/1998 um þjóðlendur og fleira. Þar var ákveðið, að íslenska ríkið skyldi vera eigandi lands í þjóð- lendum sem ekki væri háð einka- eignarrétti. Með þeim lögum var því stofnað til beins eignarréttar í tilviki, þar sem hann taldist ekki hafa verið til staðar fyrir. Ekki er á því vafi að þetta var löggjafan- um heimilt að gera. Bændur og hreppar hafa lengi haldið því fram að þeir ættu beinan eignarrétt að ýmsum svæðum sem þjóð- lendulögin taka til á þeim gmnd- velli, að þeir hefðu nýtt landsvæð- in til upprekstrar og beitar um langa hríð. Dómsmál hafa verið rekin um þennan ágreining og dómar gengið búendum í óhag. Þá má spyrja: Hefði löggjafanum ver- ið heimilt að ákveða með lögum að beinn eignarréttur að afréttum skyldi falla í hendur þeirra sem beitarafnotin hafa haft? Svarið við því er að mínum dómi augljóst. Ekkert hefði verið því til fyrir- stöðu að kveða svo á í lögum, að- eins ef gætt hefði verið að því að skerða ekki eignarréttindi ann- arra í leiðinni. Lítum á málið frá öðru sjónar- Engar stjórnskipulegar reglur hafa staðið í vegi fyrir heimild löggjafans til að koma á því fisk- veiðistjórnarkerfi, sem fólst í reglunum um aflahlutdeild og kvóta, segir Jón Steinar Gunnlaugsson. f>að þýðir auðvitað ekki, að allir þurfi að vera sam- þykkir því fyrirkomu- lagi. Ágreiningurinn er hins vegar pólitískur, en ekki lögfræðilegur. homi og spyrjum: Hefði löggjafan- um verið heimilt að takmarka að- gang að fiskimiðunum, án þess að ætla þeim sem veiðar höfðu stund- að einhver sérréttindi umfram aðra til veiðanna? Svarið við því er að mínum dómi neitandi. Hér var um að ræða þá aðila, sem höfðu stund- að þessa atvinnu og byggt afkomu sína á henni. Þeir áttu því augljósa hagsmuni, umfram aðra, af að- gangi að auðlindinni. Þeir höfðu að auki fjárfest í sérstökum atvinnu- tækjum, fiskiskipum, til að geta stundað atvinnu sína. Ef rétturinn til að sækja fiskinn í sjóinn hefði verið af þeim tekinn í einu vetfangi, hefðu skipin í raun orðið verðlaus, því hvers virði væru þau, ef ekki er unnt að veiða á þeim? Slík ráðstöf- un hefði ekki verið löggjafanum heimil. Enn má spyrja: Jafnvel þó að allt þetta sé rétt, stendur þá ekki jafnréttisákvæði stjórnarskrár- innar samt í vegi fyrir því, að lög- gjafinn færi sumum íslendingum verðmæt réttindi í hendur, þegar aðrir landsmenn fá ekki það sama? Svarið við þessu er líka neitandi. Löggjafinn hefur heimild til að taka slíkar ákvarðanir, svo lengi sem gætt er almennra mál- efnalegra sjónarmiða við þær og þess m.a. gætt að mismuna ekki þeim mönnum sem eins er ástatt um. Þetta er löggjafinn reyndar alltaf að gera. M.a. má segja að allt velferðarkerfið feli slíkt í sér. Þar er sumum einstaklingum fengið fé og verðmæti í hendur, sem aðrir fá ekki. Ástæðurnar teljast málefnalegar og krafan er sú ein, að því fólki sem eins er ástatt um sé ekki mismunað. Á fjárlögum hvers árs eru líka tekn- ar ótal ákvarðanir, sem færa fé til einstakra manna, án þess að aðrir fái. Ekki er vafi á að þetta er lög- gjafanum yfirleitt heimilt. Niðurstaðan af þessum hugleið- Jón Steinar Gunnlaugsson ingum er sú, að engar stjómskipu- legar reglur hafi staðið í vegi fyrir heimild löggjafans til að koma á því fiskveiðistjómarkerfi, sem fólst í reglunum um aflahlutdeild og kvóta. Það þýðir auðvitað ekki, að allir þurfi að vera sammála því fyr- irkomulagi. Ágreiningurinn er hins vegar pólitískur, en ekki lögfræði- legur. Það er þýðingarmikið að mínum dómi, að menn greini þetta tvennt að. Um hvað var dæmt? Hvað þá um dóminn sjálfan? Um hvað var dæmt? Hvert er for- dæmisgildi hans? Framar öðm er nauðsynlegt að líta á dómkröfurn- ar í málinu. Þær hljóðuðu um ógildingu á synjun ráðuneytisins um leyfi áfrýjanda til handa „til veiða í atvinnuskyni og aflaheim- ilda í fiskveiðilandhelgi Islands í þeim tegundum sjávarafurða, sem tilgreindar voru í umsókninni“. Af þessu sést, að dómkröfurnar snertu bæði synjun um almennt veiðileyfi (5. gr.) og aflaheimildir (7. gr.). Dómstóllinn hafði því til- efni í dómkröfunum til að fjalla um hvort tveggja. í niður- stöðukafla dómsins er berum orð- um sagt, að 5. gr. laganna sé í and- stöðu við umrædd stjórnarskrárá- kvæði. Þar er hins vegar ekki minnst á 7. gr. Hafi rétturinn talið þá grein einnig fara í bága við stjórnarskrá, hvers vegna var það þá ekki tekið fram, þegar dóm- kröfurnar gáfu tilefni til þess? Nærlægt virðist vera að túlka þetta svo, að rétturinn hafi sér- staklega hafnað því að 7. gr. bryti í bága við stjórnarskrá. Fær það sjónarmið stoð í því sem ég rakti hér framar, að réttarlegt eðli þess sem um er fjallað í 7. gr. sé annað en þess sem 5. gr. fjallar um. Ekki þori ég þó að fullyrða, að þessi ályktun sé óyggjandi af dóminum, þó að hún liggi nærri. Stafar það aðallega af þeim almennu sjónar- miðum um varfærni við ályktanir um fordæmisáhrif dóma, sem ég nefndi áður. I almennum forsendukafla dómsins koma fram ýmis ummæli, sem margir hafa viljað túlka svo, að með þeim sé verið að gefa í skyn, að sömu sjónarmið eigi við um 7. gr. og 5. gr. Þetta held ég að sé ekki rétt. Við athugun á þess- um ummælum verða menn að hafa í huga, að 5. gr. hefur ekki sam- kvæmt lögunum eingöngu það sjálfstæða gildi, sem ég nefndi áð- ur, heldur felur greinin einnig í sér eitt af þeim skilyrðum sem uppfylla þarf til að geta fengið í hendur aflaheimild samkvæmt 7. gr. Það er því ljóst, að við ógild- ingu á 5. gr. er m.a. verið að segja að þetta skilyrði fyrir því að geta fengið aflahlutdeild og kvóta standist ekki. Það hefur því alveg eðlilega merkingu í dómi, sem ógildir þetta skilyrði, að nota um það orð sem í sjálfu sér eiga við úthlutun aflaheimilda skv. 7. gr. þó að með þeim orðum sé aðeins vísað til þessa eina skilyrðis fyrir úthlutun heimildanna. Raunar tel ég, að beinlínis megi ráða af ýms- um ummælum í dóminum, að gengið sé út frá því að 7. gr. standist, þegar þessu skilyrði hef- ur verið kippt burtu. Skulu tvö dæmi þeirra nefnd: A. „Með þessu lagaákvæði (þ.e. 5. gr.) er lögð fyrirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti lands- manna geti að öðrum skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnu- réttar í sjávarútvegi eða sambæri- legrar hlutdeildar í þeirri sam- eign...“. Orðin „fyrirfarandi tálm- un“ benda til þess, að einungis sé átt við þá tálmun sem felst í 5. gr. A.m.k. gefa orðin til kynna að ver- ið sé að undanskilja aðrar tálman- ir. Þetta fær svo sérstaka stoð þegar sagt er í framhaldinu „að öðrum skilyrðum uppfylltum". Augljóst er að í orðunum felst ráðagerð um að önnur skilyrði séu fullgild, þ. m. t. að viðkomandi hafi kvóta, ef um er að ræða tegundir sem aflatakmörkun er á. B. I lokakafla dómsins er sagt um ógildingu synjunar ráðuneytis- ins, að ekki verði tahð, að ráðu- neytinu hafi verið rétt að hafna umsókn áfrýjanda ... „á þeim for- sendum sem lagðar voru til gnmd- vallar í bréfi þess“. Síðan er tekið fram, að ekki sé tekin afstaða til þess, hvort ráðuneytinu hafí „að svo búnu borið að verða við um- sókn áfrýjanda...“. Ætla verður, að hér sé átt við þær forsendur úr synjunarbréfi ráðuneytisins sem teknar eru upp í upphafi hæsta- réttardómsins, þar sem sagði að leyfí til veiða í atvinnuskyni væru bundin við fiskiskip og ákvæði 5. gr. þar að lútandi væru óundan- , þæg. Af þessu virðist ekki aðeins vera ljóst, að dómurinn sé tak- markaður við þessar tilteknu for- sendur, heldur einnig að dómendur hafi viljað taka skýrt fram að svo væri. Niðurstaða Niðurstaðan af því sem hér hef- ur verið sagt er eftirfarandi: 1. Hæstaréttardómurinn ógildir aðeins 5. gr. laganna um stjóm fiskveiða. 2. Lagarök standa til þess að dæmt verði á annan hátt um 7. gr. Dómurinn sjálfur gefur sterkar vísbendingar í þá átt. Að lokum skal tekið fram, að v þeir sem telja dóminn óskýran, svo ekki sé talað um þá sem telja hann fela í sér fyrirheit um að 7. gr. laganna muni verða ógilt eins og 5. gr., eiga þann kost að bera mál sitt undir dómstólana á ný og fá þar óyggjandi svör um kröfur sínar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÍSSKAUTAR Hlýir og þægilegir. Mjög vandaðir smelltir. Skautar, stærðir 25-35 kr. 6.100, stgr. kr. 5.795, stæðir 36-46 6.600, stgr. kr. 6.270. Stækkanlegir 25-29 og 30-35 kr. 6.600, stgr. kr. 6.270 I ÍU ## C fif fít IITA DStærðir 32-35 frá kr. 4.500, stgr. kr. 4.2) LIHUOnMvlthi L stærðir 36-44 frá kr. 5.700, stgr. kr. 5.41 Stækkaniegir 30- kr. 9.500, stgr. kr. 9.0i Stækkaniegir 36- kr. 9.900, stgr. kr. 9.41 Ármúla 40, sfmi 5535320 og 5688860 Ein stærsta sportvöruverslun landsins 7MRl £

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.