Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ GOSIÐ í GRÍMSVÖTNUM Tvívegis hefur gosið á sama stað í Grímsvötnum og nú en 1996 gaus 10 km norðan þeirra Töldum 60 blossa á 20 mínútum GOSIÐ í Grímsvötnum nú er á sama stað og gaus 1934 og 1983. Gosið fyrir tveimur árum - sem hófst mánudagskvöldið 30. september 1996 - var um það bil tíu kílómetr- um norðan Grímsvatna, í Gjálp, á sama stað og gaus 1938. Gosið 1934, sem hófst 30. mars, var allstórt, stóð í um það bil viku, og hlaup varð í Skeiðará. Gosið, sem hófst I lok maí 1983, var hins vegar lítið og ekkert hlaup varð þá í ánni. I desember sama ár varð svo lítið Skeiðarár- hlaup en ekki gaus í það skipti. Gosið í Vatnajökli fyrir tveimur árum var tíu kílómetrum norðan Grímsvatna, sem fyrr segir. Pað hófst 30. september í jöklinum og gosið braust síðan upp úr ísnum að morgni 2. október. Aska fór þá að dreifast yflr jökulinn en gosinu lauk rúmum hálfum mánuði síðar. Fyrstu dagana hækkaði vatns- borð Grímsvatna um 90 metra, en hægar eftir það. Þriðjudaginn 15. október sýndu tæki Noirænu eld- fjallastöðvarinnar á Grímsvötnum að vatnsborð væri komið í 1.504 metra og hafði þá risið um rúmlega einn metra á dag írá því laugardag- inn 12. október. Þetta þýðir að vatnsrennsli niður í Grímsvötn hafí verið um 5-700 rúmmetrar á sek- úndu, eða ein og hálf Þjórsá. Gríðarmikið hlaup varð í Skeiðará í kjölfar gossins fyrir tveimur árum, eins og landsmönnum er eflaust í fersku minni. Fjórða stærsta gos aldarinnar Gosið 1996 er, skv. fréttum Morg- unblaðsins í október það ár, fjórða stærsta gosið á öldinni á Islandi. Að- eins Heklugosið 1947, Surtseyjar- gosið og Kötlugosið 1918 hafa verið stærri. Þegar gaus í Vatnajökli 1996 var í fyrsta skipti hægt að fylgjast með eldgosi í jökli. Við Grímsvatnagosin 1934 og 1983 voru aðstæður aðrar; þau gos voru fyrst og fremst í vatni og bræddu göt á fljótandi íshelluna yfir Grímsvötnum og líktust því fremur gosum undir sjó. Stórkostlegt eldgos Morgunblaðið segir í fyrirsögn sunnudaginn 1. apríl 1934: Stórkost- legt eldgos í Vatnajökli veldur hlaupi í Skeiðará. f undirfyrirsögn sagði: Gosmökkurinn sjest hjeðan úr Reykjavík og reiknast 16-17 kílometra hár. í frásögninni segir að morguninn áður hafi borist fregnir frá ýmsum stöðum á Suðvesturlandi um að eld- ar hefðu sést í austri aðfaranótt laugardags. „Sáust eldamir greini- lega hjeðan úr Reykjavík, frá Eyr- arbakka og Stokkseyri, úr Borgar- nesi og frá togurum á Selvogsgrunni og hjer úti á P'axaflóa." Jón Jónsson frá Laug, næturvörð- ur í höfuðborginni, segir svo frá í samtali við blaðið: „Það var kl. á 12. tímanum á fóstudagskvöld sem við næturverðir urðum varir við eldinn. Komu þá tveir drengir utan úr Örfírisey og sögðu okkur frá þessu, en þeir munu hafa sjeð eldbjarmann kl. á 11. tímanum. Við næturverðir gengum nú upp að Leifsstyttu á Skólavörðuholti. Sá- um við þá - í stefnu um Hamrahlíð - gjósa upp blossa við og við með stuttu milli bili. Svo virtist þetta liggja niðri um hálftíma eða svo, en hélt síðan áfram svo að segja við- stöðulaust fram undir morgun. Kl. um 4 um nóttina magnaðist þetta mjög, kom þá eins og skýstrókur eða mökkur með miklum hraða, langt upp á himininn, ýmist hækk- andi eða lækkandi. Stundum var mökkurinn einn samanhangandi bjarmi og eldglæringar upp úr. Þetta hjelst viðstöðulaust þar til bjart var orðið. Svo þjettir voru blossamir, sagði J.J., að eitt sinn töldum við 60 blossa á 20 mínútum." Hlaupið „alrjenað“ fljótlega „Eldgosið í Vatnajökli heldur áfram en Skeiðarárhlaupið virðist búið,“ er fyrirsögn í Morgunblaðinu miðvikudaginn 4. aprfl, fyrsta blaði eftir páska. í skeyti frá Oddi bónda Magnússyni, bónda á Skaftafelli í Öræfum, segir hann meðal annars: „Laugardaginn 31. mars freistar Hannes póstur að komast gangandi þvert yflr jökulinn í stefnu á Súlnatinda. Við fórum hjeðan tveir til fylgdar með honum um 4 kílómetra vestur fyrir Krossgilstind. Þegar við komum til baka var komið mikið flóð með fjall- inu svo við urðum að snúa við og halda 4 kflómetra vestur aft- ur. Við komumst svo í Langagil. Jökullinn var brot- inn og siginn vestur af útfollunum. KI. 8 voram við á Krossagilstindi og sjáum við þá fyrst leiftur. Kl. 11 er orðið eitt samfelt neistaflug og eldblossar og ösku- strókur út frá sýni- legum eldstöðvum. Snjórinn var eldrauð- ur við fætur okkar. I dag (páskadag) heyrast aðeins dynk- ir. Á miðsandi sýnist vera lítið hlaup og sæluhúsin standa." f skeyti frá Oddi á Skaftafelli 3. apríl segir svo að hlaupið í Skeiðará sé „alrjenað" en gosið haldi áfram. Segir hann öskumökkinn aldrei hafa verið meiri en þennan dag, frá Skaftafelli að sjá. „Hnykar hann sig langt á loft upp og stöðugt leiftur.“ Gosið sást víða Blaðið segir að 3. apríl hafl borist fregnir af gosinu víðsvegar að. „Hef- ir það sjest miklu víðar en menn höfðu búist við.“ Kemur fram að töluverð öskumóða hafi verið á lofti á Akureyri annan páskadag, en þynnst er leið á daginn. „Þegar dimdi um kvöldið sást hvert leiftrið eftir annað og gosblossar, sem báru yfir fjallið milli Eyjafjarðardals og Garðsárdals. Steingrímur Matthías- son læknir fór upp á Vaðlaheiði í fyrrakveld og sá gosmökkinn vel þaðan.“ Einnig er meðal annars greint frá því að símað hafl verið frá Stykkis- hólmi og „þar hefði eldarnir sjest greinilega á laugardagskvöld og einnig að menn þar og inni í Dölum hefði þóst heyra dynki.“ Þá kemur fram að margir eldsblossar hafí sést í Vopnafírði og úr Borgarfirði bár- ust þær fréttir að gosið hafí sést glögglega. „Frá Sauðárki’óki er sím- að, að eldgosin hafi sjest greinilega þaðan þrjár nætur samfleytt, og stefnan sje á Silfrastaðaöxl. - Oftast sáust þar leiftur, en stundum rauðir logar hátt á loft upp.“ Greint er frá því að öskufall var nokkurt um mest allt Austur- og Norðurland. Umrætt gos stóð í um það bil Morgunblaðið/RAX LITLA flugvélin virkar agnarsmá í samanburði við djúpar jökulsprungurnar sem mynduðust á fyrsta degi eldgossins í Vatnajökli fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Þorkell GOSMÖKKUR stígur til himins, eftir að gosið braust upp úr ísnum, í október 1996. viku. Helstu skemmdir vegna Skeið- arárhlaupsins 1934 urðu þær að símastaurar eyðilögðust. Strax 1. aprfl er greint frá því í blaðinu að staurana austan Skeiðarár hafi tekið 28. mars og sambandslaust orðið við Öræfi á Suðurlandslínunni. Miðviku- dag 4. aprfl er haft eftir Guðmundi Hlíðdal landsímastjóra að síminn muni slitinn „á 15-20 km kafla, ekki þó í einu lagi. Við Skeiðará mun sím- inn slitinn á 7-8 km svæði, þar nokkru fyrir vestan líka á kafla, og vestur við Blautakvísl eru líka mikl- ar skemdir. Hefur Blautakvísl hlaupið og sópað símalínunni burt á nokkru svæði.“ Lítið gos 1983 í bókinni íslandseldar eftir Ara Trausta Guðmundsson, sem fyrst kom út 1986, kemur fram að með nokkurri vissu sé vitað um sjö til tíu gos í Grímsvötnum á árabilinu 1332 til 1900. „Séu líkleg gos einnig talin verður talan 20-25,“ segir hann. Ari Trausti segir einnig í bókinni, að gosið 1934 „líktist vafalítið mörg- um stærri Grímsvatnagosunum. Gosstöðvamar voru þrjú sprengiop í íshellunni vestarlega undir Gríms- fjalli en gosið dæmigert þeytigos (eins og fyrri hluti Surtseyjargoss). Gjóskuframleiðslan var 0,02-0,04 rúmkílómetrar. Því fylgdi myndar- legt hlaup.“ Gosið, sem hófst í lok maí 1983, stóð stutt yfir. Það var lítið og ekk- ert hlaup varð í Skeiðará í það skipti. Meira að segja var haft eftir Ragnari Stefánssyni, ■ þáverandi þjóðgarðsverði í Skaftafelli, í Morg- unblaðinu að minna væri í ánni en hann myndi eftir á þessum árstíma. Segir hann tvennt koma til, að vorið hafí verið kalt og þurrviðrasamt. I bók Sigurðar Þórarinssonar, Vötnin stríð, sem út kom 1974, kem- ur fram að fyrst er talið að gosið hafí í Grímsvötnum 1332 en ekki er kunnugt hvort Skeiðará hafi þá hlaupið. Talið er að nokkuð hafí ver- ið um eldvirkni í Grímsvötnum næstu aldirnar og hlaup í Skeiðará, en heimildir þar að lútandi em litlar til. í annáli Sigurðar er m.a. getið um svokallað Stórahlaup 1861 sem hófst snögglega 24. maí samfara Grímsvatnagosi. Jakaburður mun þá hafa verið óvenju mikill og jökul- fýla svo megn að fuglar drápust í hrönnum. Árdegis hinn 6. janúar 1873 fór Skeiðará að vaxa mjög, en Súla að kvöldi sama dags. Ekki er vitað um hve langt hlaup var að ræða í það skipti, en gos hófst í Grímsvötnum 8. eða 9. janúar. Er það mesta öskugos sem vitað er um í Grímsvötnum og Morgunbiaðíð/RAX vöktu eldar fram í ágúst, skv. því GJÁIN sem myndaðist í gosinu í Vatnajökli fyrir tveimur árum. sem fram kemur í bók Sigurðar. > N '•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.