Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 71

Morgunblaðið - 19.12.1998, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 71 4 SÖLUKEIUNSLA GUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlestrar Við hofum sameiginlegt markmið ■ að þér gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 Æðruleysis- messa í Dómkirkjunni HELGISTUND tileinkuð þeim er leita eftir tólfsporaleiðinni að bata á áfengissýki sinni eða sinna nánustu verður sunnudagskvöld. Pessu sinni syngur Edda Borg jólalög við undirleik Bjöms Thoroddsen, Bjarna Sveinbjörns- sonar og Gnnars Gunnarssonar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, flytur hugleiðingu, sr. Ánna Sigríð- ur Pálsdóttir annast bænargjörð og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir samkomuna. Dómkirkjan verður opnuð kl. 20 til þess að fólk hafi tækifæri til að fá sér kaffisopa og spjall á undan og í lok helgistundarinnar verður veitt blessun og jólaljósið tendrað. Markúsarguð- spjall í Hall- grímskirkju ARNAR Jónsson, leikari, les á sunnudag kl. 17 Markúsarguðspjall í Hallgrímskirkju. Lesturinn tekur u.þ.b. IV2 klst. Hörðui- Áskelsson leikur á orgel á undan og eftir lest- urinn og í leshléi. Hið íslenska bibl- íufélag og Listvinafélag Hallgríms- kirkju standa saman að þessum við- burði. Eina síðdegisstund rétt fyrir jólin gefst fólki kostur á að heyra guðspjall Markúsar flutt í heild sinni. Það var upphaflega ritað til að vera lesið upp og þannig hafa hinir kristnu söfnuðir kynnst fagnaðarer- indinu um Jesú Krist í fyrsta skipti. Fólki er boðið að gera smáhlé á undirbúningnum f.yrir hátíðina og hlýða á boðskapinn sem allt amstrið á í reynd að snúast um: Fagnaðar- erindið um Jesú Krist, Guðs son. Kolaports- messa JESUS Kristur er sannur maður og sannur Guð. Þegar hann gekk um í Israel fyrir 2000 árum valdi mann sér ólíklegustu staði til að prédika Guðs orð og fór oft ótroðnar slóðir. Hann prédikaði m.a. uppi á fjalli, úti í bát og einnig úti á strætum. Hann þufti ekki að byggja sér himinhá og glæsileg musteri til að flytja fagn- aðarerindið þrátt fyrir að hann not- aði einnig tækifærið til að prédika þar þegar hann heimsótti slík hús. Það að taka við Jesú er að taka við lífinu. Þess vegna verður trúar- iðkun okkar að vera samofin okkar daglega lífi. Því er alveg eðlilegt að lofa Guð á öðrum stöðum en í kirkjubyggingum. Þess vegna lang- ar okkur í Dómkirkjunni og mið- bæjarstarfi KFUM og K að heim- sækja Kolaportið sunnudaginn 20. desember kl. 16 og færa jólagleði og lofgjörð inn á þann ágæta stað. Jól- in eru hátíð ljóss og friðar. Þannig á líka stundin í Kolaportinu að vera stund friðar, umvafin lifandi Ijósum. Komdu og taktu þátt í innihalds- ríkri jólagleði. Þorvaldur Halldórsson og Kanga kvartettinn leiða söng. Prestarnir Jakob Ágúst Hjálmarsson, Bjami Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna ásamt starfsmönnum í mið- bæjarstarfi KFUM og K. Komdu og vertu með okkur í lofgjörð til frels- arans Jesú Krists sem fæddist á jól- um. Þannig verða jólin fyllt tilgangi. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðbæjar- prestur KFUM og K. Kórakvöld í Keflavíkurkirkj u FJÓRÐA sunnudag í aðventu 20. desember verður kórakvöld í Kefla- víkurkirkju. Þar munu þrír kórar sem allir starfa í Keflavík flytja tón- list tengda aðventu og jólum. Þeir kórar sem munu syngja eru Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, Kvennakór Suðurnesja en báðum kórunum stjórnar Agatha Joo. Þá mun Karlakór Keflavíkur einnig syngja undir stjórn Vilbergs Vigg- óssonar. Aðgangur er ókeypis. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Fríkirkjan Vegurinn. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð, prédikun og fyr- irbænir. Allir hjartanlega velkomn- ir. Athugið að morgunsamkoman fellur niður. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. ■ Jólapakkatilboð T á hraðflutningum til útlanda Þarftu að senda pakka til útlanda? tilboðsverð á sendingum til útlanda til vina og ættingja. Nánari upplýsingar Áttu vini eða vandamenn erlendis í desember. fást hjá TNT Hraðflutningum, sem þú ætlar að gleðja fyrir jólin? Það LáttuTNT koma jólapökkunum til skila Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík er ekki of seint, þvíTNT Hraðflutningar hratt og örugglega. Við komum og sækjum og á pósthúsum um land allt. bjarga málunum og bjóða sérstakt sendinguna til þín og sendum hana heim Sími 580 1010. Þyngd Evrópa Bandaríkin og Kanada Önnur lönd 1 kg 2.700 kr. 2.900 kr. 3.100 kr. 2 - 3.300 - 3.600 - 3.900 - 3 - 3.800 - 4.200 - 4.600 - 4 - 4.200 - 4.900 - 5.300 - 5 - 4.500 - 5.300 - 5.900 - Umboðsaðili TNT á íslandi. Hraðflutningar Sími 580 1010 • www.tnt.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.