Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 7,8% 6,0% Skipting rekstrargjalda Reykjavíkurborgar 1999 __j 30,5% \ FÉLAGS- OG ÖLDRUNARMÁL | DAGVIST BARNA ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAMÁL GÖTUR OG HOLRÆSI UMHVERFIS- OG HREINLÆTISMÁL MENNINGARMÁL j| STJÓRN BORGARINNAR gH ALMENNINGSSAMGÖNGUR JJ SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL 1,8% VIÐHALD EIGNA 1,3% BRUNA- OG ALMANNAVARNIR ÖNNUR ÚTGJÖLD HÉR má sjá hlutfallslega skiptingu á útgjöldum Reykjavíkurborgar eftir málaflokkum. Mesta fólksíjölgun í ár síðan 1991 MANNFJÖLGUN á íslandi á þessu ári hefur verið sú mesta síðan 1991 en samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands um mannfjölda á íslandi 1. desember síðast liðinn, voru 275.277 einstaklingar búsettir hérlendis. Þar af voru karlar 137.880 talsins og konur 137.397 talsins. Hinn 1. desember í fyrra voru íbúar á landinu 272.069 talsins. Á einu ári fjölgaði íbúum því um 3.208 eða 1,18%, sem er mun meiri fólks- fjölgun en á árinu 1997. Síðustu tíu ár hefur fólki á landinu fjölgað um 23.587 eða 9,4%. Tölur um fjölda fæðinga, andláta og flutninga til og frá landinu árið 1998 liggja ekki enn fyrir en brágða- birðatölur benda til þess að um 4.200 börn hafí fæðst frá desember 1997 til nóvember 1998 og að tæp- lega 1.900 manns hafi látist á sama tíma. Fækkar ekki alls staðar á Vestfjörðum Fóiki fjölgaði á höfuðborgarsvæð- inu árið 1998, Suðurnesjum, Vestur- landi og Suðurlandi en fækkaði á öðrum landssvæðum. Mest varð fækkunin á Austurlandi, eða um 258 íbúa, sem nemur 2,1% fækkun, og á Norðurlandi vestra, eða um 218 íbúa, sem nemur 2,2% fækkun. Á Vestfjörðum fækkaði um 54 íbúa, eða sem nemur 0,6% fækkun. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu, fjölgaði íbú- um á Tálknafirði, Bfldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Drangsnesi. Á síðasta áratug hefur íbúum fækk- að mest á Vestfjörðum af landinu öllu, eða um 1.507 íbúa. Nú býr 61% mannfjöldans á höf- uðborgarsvæðinu, þar af 39,4% í Reykjavík. Tillögu sjálfstæðismanna um að falla frá útsvarshækkun visað frá Reykjavíkurlistinn stað- festi útsvarshækkunina BORGARSTJÓRN Reykjavíkur vísaði frá til- lögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisílokksins um að fallið yrði frá hækkun útsvars á næsta ári en tillagan kom fram við umræðu um fjárhagsá- ætlun borgarinnar íyrir næsta ár á borgar- stjómarfundi á fimmtudag. „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að staðfesta fyrri ákvörðun um hækkun útsvarshlutfalls í Reykjavíku úr 11,24% í 11,99%/“ sagði m.a. í frávísunartillögu Reykjavíkurlistans og var hún samþykkt með 8 atkvæðum meirihlutans gegn 7. Við þessa atkvæðagreiðslu, sem fram fór laust eftir miðnætti, hafði Anna Geirsdóttir, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, tekið sæti á fundinum en framan af fundi hafði Pétur Jónsson setið sem varafulltrúi en eins og Morgunblaðið hefur greint frá úrskurðaði sett- ur félagsmálaráðherra að seta Péturs sem varamanns Hrannars B. Arnarssonar væri ólögmæt. Hafði Inga Jóna Þórðardóttir, odd- viti sjálfstæðismanna, lýst því yfir á fundinum að vegna úrskurðarins væri ákvörðun borgar- stjórnar frá 30. nóvember um hækkun útsvars- ins ólögmæt þar sem Pétur tók þátt í þeirri at- kvæðagreiðslu. Alls verða skatttekjur borgarinnar á næsta ári 18,4 milljarðar króna og hækkuðu um 200 milljónir frá fyrri umræðu. Rekstrargjöld verða alls 15,5 milljarðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í lokaorðum ræðu sinnar að forgangsröðun borgaryfirvalda endurspeglaðist í fjárhagsáætluninni og að áhersla væri öðru fremur lögð á að efla skóla- starf, fegra umhverfið, styrkja miðborgina í Morgunblaðið/Golli FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar var samþykkt á borgarsljórnarfundi sem lauk laust eftir miðnætti á fimmtudagskvöld. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er í ræðustóli og fjær sést í Guðrúnu Ágústsdótt- ur, forseta borgarstjórnar. sessi og renna styrkari stoðum undir menning- arstarf borgarinnar. Útsvarshækkunin svik við borgarbúa Inga Jóna Þórðardóttir sagði breytingartil- lögur meirihlutans á fjárhagsáætluninni áfram- haldandi vitnisburð um að Reykjavíkurlistanum hefði mistekist við stjórn borgarinnar og að hann hefði gefist upp. Borgarfulltrúinn sagði það svik við borgarbúa að hækka útsvarshlut- fallið og sagði það ekki gott veganesti fyrir nýtt orkufyrirtæki að skuldsetja það með því að taka frá því þrjá milljarða króna, það hlyti að leiða til hækkunar á orkugjöldum þegar á næsta ári. í bókun sjálfstæðismanna segir að útgjöld borgarsjóðs séu í sögulegu hámarki og að eyðslu- og útþenslustefna sé helsta ástæða þess að meirihlutanum takist ekki að loka fjárhagsá- ætlun án þess að leggja álögur á Reykvíkinga með útsvarhækkun. „Meirihluti borgarstjórnar hefur hafnað tillögu okkar sjálfstæðismanna um að falla frá hækkun útsvars og ganga til sam- starfs um niðurskurð á útgjöldum borgarinnar um þá upphæð. Með þeirri afstöðu undirstrikar meirihlutinn viljaleysi sitt til að ná tökum á fjár- málastjórn borgarinnar," segir m.a. í bókuninni. I bókun Reykjavíkurlistans segir m.a. að fjár- hagsáætlunin einkennist af ábyrgri fjármála- stjóm, metnaðarfullri uppbyggingu og öflugri þjónustu. Rekstrargjöld sem hlutfall af skatt- tekjum lækki úr rúmlega 85% í tæplega 82%, eignamyndun borgarsjóðs verði um 2,4 milljarð- ar á næsta ári og að skuldir lækki um tvo millj- arða króna. Ihuga að kaupa sér hlut í stóðhesti Galsi frá Sauð- árkróki metinn á 14 milljónir Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GALSI frá Sauðárkróki er með glæstan feril að baki og hefur ávallt verið í fremstu röð og vakið mikla athygli hvar sem hann hefur verið sýndur. Myndin er tekin á landsmótinu í sumar þar sem hann stóð efst- ur í A-flokki gæðinga, knapi er annar tveggja eigenda hestsins, Bald- vin Ari Guðlaugsson. ÞRJÚ hrossaræktarsambönd eru með drög að samningi um kaup á stóðhestinum Galsa frá Sauðárki'óki til skoðunar en hann er í eigu Þjóð- verjans Andreasar Trappe og Bald- vins Ara Guðlaugssonar. í samnings- drögunum er gert ráð fyrir að sam- böndin kaupi 65% í hestinum og greiði fyrir 9 milljónir króna en Trappe eigi áfram 25% og fái jafn- framt helming af þeim sæðisskömmt- um sem koma til með að verða frystir til ráðstöfunar. I samningsdrögunum er gert ráð fyrir að teknir verði 50 sæðisskammtar úr hestinum árlega og má því ætla að hann skili vel yfir eitt hundrað folöldum á ári. Þá er gert ráð fyrir að Baldvin Ari muni eiga 10% í hestinum verði af kaupum. Verði af kaupum yrði hesturinn metinn á fjórtán milljónh' króna sem er metverð íyrir stóðhest hér á landi. Er það um sjö milljónum króna hærra verð en hrossaræktarsam- bönd hér á landi hafa greitt hæst fyr- ir stóðhest eftir því sem næst verður komist. Hrossaræktarsamtök Suðurlands, hrossaræktarsambönd Skagfirðinga, Vesturlands og Dalamanna eru að hugsa málið varðandi kaup á hestin- um. Sunnlendingar og Skagfirðingar yrðu með sinn þriðja hlutinn hvor að- ili en Vestlendingar og Dalamenn yrðu saman um einn hlut. Galsi á að baki glæsilegan feril á mótum. Hann stóð til að mynda efst- ur fjögurra vetra hesta á landsmóti á Gaddstaðaflötum 1994 og tveimur ár- um síðar var hann sýndur í kynbóta- dómi í Gunnarsholti og hlaut þá 7,87 fyrir byggingu og 9,01 fyrir hæfi- leika, samanlagt hlaut hann í einkunn 8,44. Sterkustu eiginleikar Galsa voru afar gott brokk og skeið auk þess að fá yfir 9,0 fyrir vilja og feg- urð í reið. Á landsmótinu á Melgerð- ismelum var Galsi sýndur í A-flokki gæðinga og stóð þar efstur. Vakti hann þar athygli fyrir feiknagott brokk og skeið og sömuleiðis þótti fas hans og framsækni með því besta sem þar sást. I kynbótamatinu hefur Galsi 125 stig og fram hafa komið fjögur afkvæma hans. Samkvæmt heimiidum Morgun- blaðsins þykii- líklegt að lagt verði til að gert verði gagntilboð í hestinn. Kærunefnd jafnréttismála Skógræktin braut jafn- réttislög KÆRUNEFND jafnréttismála hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ráðning forstöðumanns Rannsókn- arstöðvar Skógræktar ríkisins í febrúar síðastliðnum hefði brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Er þeim tilmælum beint til Skógræktar ríkisins að fundin verði viðunandi lausn á málinu. Þrír umsækjendur voru um stöð- una, tveir karlar og ein kona sem kærði ráðningu annars karlsins. Skógrækt ríkisins hélt því fram að grunnmenntun þess sem í starfið var ráðinn hefði ráðið úrslitum við valið. Kærunefndinni þótti að ekki hefðu verið færð fyrir því fullnægj- andi rök að sá sem var ráðinn stæði kæranda framar hvað varðar menntun eða að menntun hans nýtt- ist betur en menntun kæranda. St- arfsreynsla hafi verið svipuð og stjómunarreynsla kæranda hafi virst ívið meiri. Greinaskrif þess er var ráðinn hafi þó virst meiri. Nær allar æðstu stöður skipaðar körlum I jafnréttislögum segir að teljist umsækjendur af báðum kynjum jafn hæfir beri með vísan til 1. og 5. greinar laganna að ráða einstakling af því kyni sem er í minnihluta í við- komandi starfsgrein. I áliti kærunefndarinnar segir: „Verður ekki séð af þeim upplýsing- um sem fyrir liggja að sá sem ráð- inn var búi yfir öðrum sérstökum hæfileikum umfram kæranda. Að teknu tilliti til menntunar, starfs- reynslu og fræðistarfa er það álit kærunefndar að kærandi sé a.m.k. jafn vel að starfinu kominn og sá sem ráðinn var. Við úrlausnina verður því að líta til forgangsreglu 1. tl. 5. gr. jafnréttislaga. Upplýst er að nær allar æðstu stöður hjá Skóg- rækt ríkisins eru skipaðar körlum. Skógræktinni bar því að skipa kær- anda í stöðuna til þess að fullnægju skyldu sinni samkvæmt jafnrétt- islögum." -------------- Ný GSM stöð í Kringlunni OPNUÐ hefur verið ný GSM-stöð í Kringlunni í Reykjavík en kvartað hefur verið undan lélegu GSM sam- bandi í nokkrum verslunum þar. Landssíminn opnaði stöðina á fimmtudagskvöld. Radíóbylgjur eiga ekki alls staðar greiða leið í gegnum þykka veggi verzlunarmiðstöðvarinnar og hefur því borið á sambandsleysi af þeim sökum. í fréttatilkynningu segir að nú geti viðskiptavinir Landssímans hins vegar verið í góðu farsímasam- bandi um alla Kringlu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.