Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 19.12.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 5 7 MINNINGAR JON MAGNÚSSON hans er Lára Ólafs- dóttir. Börn þeirra eru: Guðrún Erna, Sverrir Jakob, Da- víð, Kristján Rafn, Tinna Rós og Arna Rut. Hermann Jón kvæntur Agnesi Al- freðsdóttur. Börn þeirra eru: Gunnar Örn, Erna og Heiða. Karl Friðrik kvænt- ur Kristínu Sig- tryggsdóttur. Börn þeirra eru: Sig- tryggur Ármann og Karl. Seinni kona Jóns er Kristín Sigríður Krist- jánsdóttir frá Heynesi í Innri- Akraneshreppi. Jón bjó lengst af í Arnarneshreppi, fyrst á Þrastarhóli. Á Ósi bjuggu Jón og Kristín frá 1972 til 1991 en þá fluttu þau til Akureyrar. Utför Jóns verður gerð frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Jón Magnús- soon fæddist á Stekkjarflötum, Austurdal, Skaga- firði, 13. júní 1919. Hann lést á Krist- nesspítanla 14. des- emeber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Krist- jánsdóttir frá Ábæ og Magnús Magnús- son fæddur á Merkigili í Austur- dal, Skagafirði. Jón átti tvo bræður sem báðir eru látnir. Þeir voru: Kristján, f. 7.6. 1912, d. 3.7. 1959 og Friðfinnur, f. 1.5. 1916, d. 3.9. 1982. Jón var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Erna Fuchs, f. 8.9. 1928 í Þýska- landi. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Kristín, gift Lárusi Sverrissyni. Börn þeirra eru Gunnhildur, Magnús Már og Ágúst. Barnabörnin eru sex. Rúdolf Ágúst, sambýliskona Vinur minn og frændi, Jón frá Borgargerði, eins og ég kallaði hann alltaf þegar ég var lítill, hefur nú kvatt þetta jarðsvið og er þar genginn góður drengur og traustur maður. Hann var fæddur á Stekkj- arflötum í Austurdal í Skagafírði sama stað og ég fæddist töluvert seinna, en í Borgargerði í Norður- árdal í Skagafirði ólst hann upp, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau Rristín ömmusystir mín, konan sem hélt mér undir skírn á sínum tíma og Magnús maður hennar. I minn- ingum fyrstu ára ævi minnar man ég svo glöggt þetta indæla fólk því að þangað fannst mér alltaf svo gott að koma og ég sóttist eftir að fá að vera þar. Jón, frændi minn, sýndi mér frá fyrstu tíð sérstaka hlýju og á ég honum mikið að þakka frá æskuárum mínum og alla tíð. „Þú verður að fara varlega með þig og gæta þín vel svo að heilsan versni ekki aftur,“ sagði hann iðulega við mig í símann síðustu árin. „Ég hringi svo aftur eftir nokki-a daga til að vita hvernig þú hefur það,“ bætti hann svo við og alltaf hringdi hann aftur eftir nokkurn tíma því að allt stóðst sem hann sagði. Hann var mér traustari vinur en flestir aðrir, alltaf veitandinn en ég þiggj- andinn á allan hátt. Það var alltaf sama hugulsemin, góðvildin og nær- gætnin. Þannig persónur eins og hann Jón frá Borgargerði er gott að hafa þekkt. Mynd þeirra geymist í huga manns ævigönguna á enda, - því að: I skógi lækur leynist 9g lautin geymir blóm. í mannsins hjarta er minning með mildan endurtóm. Og þó að lækur þorni, og þó að deyi blóm, þá miðlar hjartans minning þeim milda enduróm. (Pýð. Pórarinn Hjartarson.) Á uppvaxtarárum vann Jón við búskapinn með foreldrum sínum og bræðrum og vandist því snemma öllum sveitastörfum. Hann var mjög duglegur maður, skarpur og vinnandi öllum stundum, samvisku- samur og ósérhlífínn. Hirðusemi og snyrtimennska var honum í blóð borin. Öll verk voru vönduð hjá hag- leiksmanninum mikla. Jón var lengst af maður sæmilega heilsuhraustur og hlífði sér hvergi við vinnu, en nokkur síðustu árin fór heilsu hans hrakandi og frá því í júní á hðnu vori dvaldi hann á Krist- nesspítala. Þangað kom ég til hans einn morgun í júlí. Þá var töluvert af honum dregið en Kristín, dóttir hans, ók honum út í hjólastólnum og færði okkur kaffí þar sem við vorum fornvinimir tveir austanvert við húsið. Það var blæjalogn þennan morgun og veður eitt það indælasta sem getur orðið á íslandi, himinn heiðskír og blessuð sólin sendi okk- ur geislana sína hlýju af því að hún vissi að tveir vinir voru að kveðjast í síðasta sinn. Frændi, þegar fíðlan þegir, fuglinn ki-ýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúfling minn sem ofar öllum íslendingum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér eins og tónn á fiðlustrengnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu gengnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustrengur, ég hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann gengur. (Halldór Laxness.) Kona hans, Kristín Rristjánsdótt- ir, dóttirin R-istín, synirnir og ást- vinir veittu honum ómetanlegan stuðning í veikindunum og umvöfðu hann hlýju og kærleika. Læknar, hjúki’unarfólk og starfsfólk á öldr- unardeild Kristnesspítala var hon- um frábært og gerði allt sem það gat fyrir hann og ber að þakka það hér. En nú er vegferðinni lokið. Myrk- ur færist yfir. Það er komið kvöld. Hið innra með mér bærast minning- ar um góðan mann. Minningar sem eru hreinar og fagrar og munu lýsa á ókunnum leiðum. Konu hans, Kristínu, börnum, tengdabörnum, barnaböi’num og ástvinum bið ég blessunar. Vini mínum bið ég fararheilla. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Guðmundsson. Elsku afí okkar. Nú ert þú dáinn. Við söknum þín og þegar maður saknar einhvers á rifjar maður upp allar góðu samverustundirnar. Til dæmis þegar við fórum í yndislegu veðri á vorkvöldum að vitja æðar- varpsins. Þær ferðir stóðu oft fram á nótt og voru mjög ævintýralegar. Dráttarvélin festist í ánni, báturinn strandaði, og svo framvegis. Ljúfar minningar eru líka um stundirnar í fjárhúsunum, þar sem þú og amma frædduð okkur um ýmsa hluti og sögðuð okkur frá gömlu dögunum, eða þegar þögnin ríkti og ekkert heyrðist nema japplið í kindunum, eða á vorin þegar verið var að marka með bægslagangi og látum. í ófá skiptin hafðir þú hjálpað okkur við smíðar, hlustað á okkur syngja falskan söng eða tala við okkur sjálf í ímyndunarleikjum. Einhverra hluta vegna hafðir þú þau áhrif á okkur að við reyndum alltaf að gera eins vel og við gátum og helst að- eins betur, því hrós frá þér var eins og gullmoli - og þá vissum við að við áttum það skilið. Þegar þú sagðir. „Já lagsmaður, seigur ertu,“ þá stækkaði maður um marga sentí- metra. Þú kenndir okkur margt, ást á dýrum, vandvirkni, að njóta þagn- ai’innar, að hugsa og að vinna. Þú varst ótrúlega þolinmóður við okkur ki’akkana og við fengum alltaf að dröslast með þér, á dráttarvélinni, í fjárhúsunum, í girðingarvinnu og að kveikja í sinu. Þú treystir okkur vel en hafðir öryggi okkar alltaf í fyrir- rúmi. Á Ósi voru margir torfbæir sem voru óendanleg uppspretta skemmtilegi-a leikja og í gamla fjós- inu var mjólkað í fótu við lampaljós og við sáum drauga í hverju horni. Við ólumst upp við gömul vinnu- brögð sem er okkur mikils virði og fáir á okkar aldri hafa upplifað. Við geymum ávallt minningarnar um þessar yndislegu stundir Þegar börnin okkar biðja um sögur þá segjum við þeim oft frá ævintýrun- um sem við áttum með þér í sveit- inni. Elsku afí, við söknum þín en við vitum að þér Iíður vel á nýjum stað. Takk fyrir allt. Gunnhildur, Magnús Már og Ágúst. + Guðni Björgvin Högnason fædd- ist í Austurhlíð í Gnúpverjalireppi 31. desember 1912. Hann lést á Ljós- heiniuni á Selfossi 12. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Högni Guðnason, f. 10. október 1884, d. 27. desember 1972, og Ólöf Jónsdóttir, f. 30. október 1882, d. 26. maí 1957. Systk- ini hans voru Jón Gísli, f. 13. júlí 1908, Jóna Guð- laug, f. 22. febrúar 1911, d. 5. ágúst 1988, Guðmann, f. 26. september 1914, d. 30. mars 1994, Sigrún f. 29. desember 1915, Sigríður, Guðrún, f. 19. júní 1918, d. 2. október 1995, Ingigerður, f. 6. júní 1922, d. 12. maí 1969, og Guðjón, f. 21. mars 1925. Fósturbróðir systkinanna var Júníus Sigurðsson, f. 18. júní 1902, d. 24. april 1977. Árið 1919 fluttist Guðni Björgvin með foreldrum sínum og systkinum að Laxárdal í Gnúpverjahreppi þar sem hann Þrek og hógværð eru orð, sem eiga við þegar minnst er Björgvins í Laxárdal. En sjálfsagt munu að- stæður og umhverfi, sem búið er við langa ævi, hafa á manninn áhrif og móta hann nokkuð. Ég hygg að þeir sem koma í fyrsta sinn á heiðríkum degi á brúnina í Kragaskarði stingi við fótum, þegar sviðið með fjalla- röðina frá Langjökli til Esju blasir við og dalurinn við næsta fótmál til beggja átta (inn og fram) með gróð- ursæld milli margra ása og fella. En hérna niður að bænum var lengi tor- leiði, jafnvel svo að menn renndu sér á harðfenni niður skarðið. Þegar Björgvin fékk jeppa fann hann hon- varð síðar bóndi og bjó þar ásamt eigin- konu sinni Lilju Auðunsdóttur, f. 21. apríl 1927 frá Ysta- Skála, Vestur-Eyja- fjöllum. Þau giftust 2. maí 1953. Börn þeirra eru: María Guðný, f. 4. ágúst 1953, maki Hörður Harðarson og eiga þau fjögur börn, Ólöf, f. 22. júlí 1955, maki Jón Stefáns- son og eiga þau þrjú börn, Högni, f. 1. apríl 1958, maki Kristín Bjarnadóttir og eiga þau fjögur börn, Einar, f. 12. október 1961, maki Magnea Sigrún Símonar- dóttir og eiga þau þrjú börn, Guðmundur, f. 12. febrúar 1963. Hann á tvö börn af fyrra hjóna- bandi. Núverandi sambýliskona hans er Sigurrós Ásta Hafþórs- dóttir. Fósturdóttir Guðna Björgvins er Auður Jóna Mar- íusdóttir, f. 8. ágúst 1948 og á hún tvo syni. Útför Guðna Björgvins fer fram frá Stóra-Núpskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. um vetrarieið, sem aðeins var á hans færi að þræða. Nú er þessi vandi fyrir nokkru leystur með öflugum vegi og snjóruðningi í viðlögum. Á fjallajörðum var heyskapur erf- iður og seintekinn. I Laxárdal voru snöggar valllendisslægjur langt inn með Stóru-Laxá mikið nýttar þó að um langa leið og stirða væri að fara. Þó hafa beitarhúsaferðir í illviðrum reynt meh-a á þrekið, þegar fjárhús- in voru klukkustunda gang í hvora átt frá bænum og sami maður þurfti þeim að gegna. Björgvin var einn af þeim fremstu, sem lentu í erfíðum eftirleitum. Það var lengi hlutverk hans og nágrann- ans Sigurgeirs í Skáldabúðum að bjarga síðustu kindum úr afréttum. I sami’æmi við hógværð þeirra var það ekki til írásagna. Ég minnist hvernig Björgvin hélt réttri stefnu í svarta þoku á auðu svæði þar sem sú stefna féll ekki að mínu áttaskyni. Björgvin fluttist frá Austurhlíð að Laxárdal sex ára gamall en kynni okkar hófust ekki til muna fyrr en við urðum lagsmenn í Ásaskóla 1923. Frá þeim dögum er margs að minnast, þó að fátt verði talið hér. Vegna þess að við töldum Björg- vin mestan okkar til átaka var hann á enda kaðalsins í reiptoginu og beitti kannski tönnum á kaðalinn þegar kappið náði hámarki. Þá var fjör í leikjum ýmist úti eða inni og stundum farið á skauta þegar svell voru á Ásaveitunum. Krakkarnir í Laxárdal urðu að ganga í og úr skólanum um helgar átta kílómetra giljótta og tuðrótta leið fjarri bæjum í misjöfnum veðr- um. Gönguleiðin frá Steinsholti norður Hlíðarfjall var gi-eiðari og oft farin, því að sterkar rætur voru milli heimila og heimsóknir tíðar á báða bóga. Það er lán að hafa trausta samferðamenn, sem hægt er að læra af. Björgvin var einn þeirra. Við þökkum langa samfylgd. Jón Eiríksson. Að Guðna Björgvini Högnasyni gengnum hefur þeim fækkað sem ólust upp við þjóðhætti sem við er nú lifum eigum einungis kost á að kynnast með bóklestri. Foreldrar hans, Högni Guðnason og Ólöf Jónsdóttir, fluttu að Laxár- dal árið 1919. Þar ólst hann upp í hópi systkina og fósturbróður. Við, sem höfum notið þeirra forréttinda að lifa og hrærast með honum síð- ustu áratugina, höfum notið frá- sagnarhæfileika hans, m.a. hlýtt á frásagnir hans af fjárrekstrum til Reykjavíkur og virkjun bæjarlækj- arins þegar nágrannar lögðu á sig ferð að Laxárdal til þess eins að sjá rafljósið. Foreldrar hans höfðu ekki á annað að treysta á afskekktum bæ en eigið atgervi og barna sinna. Heimilið í Laxárdal kallaði á vinnu- fúsar hendur og verklagni. Þannig var lögð áhersla á að vera sjálfum sér nógur um flesta hluti. Það er í þessu umhverfi sem Guðni Björgvin átti mótunarár sín í leik og starfí. Af ömmu sinni lærði hann fjöldann allan af vísum og kviðlingum sem hann greip gjarnan til þegar við átti, með glettni og léttri lund. Næm tilfinning íyrir gi’óðri og skepnum var honum eðlis- læg. Fáa mátti sjá sitja þannig hest að engu var líkara en báðir, hestur og maður, skildu hugsanir og atferli hvor annars eins og einn væri. Þær voru ófáar fjallferðirnar sem hann fór með nágranna sínum og vini, Sigurgeiri Runólfssyni í Skáldabúð- um, en vinátta þeirra byggðist á gagnkvæmri virðingu og trausti. Hvort sem þeir skiptust á heimsókn- um eða unnu saman, þurftu þeir ekki langar orðræður - þeirra þurfti ekki, því að nærveran hafði meira gildi en málskrúð. Guðni Björgvin var framfarasinn- aður bóndi. Eftir að hann hafði Iátið af búskap og hugmyndir komu fram um lagningu hitaveitu að Laxárdal þá lagði hann strax þeim fram- kvæmdum gott lið. Þegar svo heitt vatn hafði verið lagt á bæi beggja vegna Stóru-Laxár leit hann svo á að þá væri aðeins áfanga náð í fram- farasókn. Næsti áfangi yrði að vinna að bættum samgöngum. Þannig var hann sífellt vakandi yfir möguleik- um sem rennt gætu styrkari stoðum undir búsetu í Laxárdal. Þegar aldurinn færðist yfir og amstri við bústörf lauk, stytti hann sér stundir við rennismíðar. Þar urðu til, við ófullkomnar aðstæður, hlutir sem bera því fagurt vitni hvað Guðni Björgvin hafði næmt auga fyrir formi og hlutfóllum enda list- hneigð áður kunn í fjölskyldunni. Þegar veikindi hans fóru að ágerast tók Lilja, kona hans, fullan þátt í að aðstoða mann sinn við smíðarnar og fullgera þá muni sem þarna urðu til. Loks kom þar að ekki var lengur stætt við rennibekkinn. Eftir það naut hann umönnunar eiginkonu sinnar sem veitti honum ómælda að- hlynningu og kærleik, allt þar til yfir lauk. Við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að lifa og starfa með hon- um erum full þakklætis fyrir sam- fylgdina. Blessuð sé minning hans. Ilörður Harðarson og fjölskylda. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka og far- ið í huganum yfir allar þær stundir sem maður hefur átt með honum Björgvini í Laxárdal. Ég tel það viss forréttindi að hafa fengið að kynnast eins miklu náttúrubarni eins og hon- um. Alltaf var hann tilbúinn að fræða og miðla af reynslu sinni og fékk ég að njóta þess þegar ég kom í Laxárdal og sá þá hvað ég vissi í raun lítið um búsetu og aðstöðu fólks yfirleitt. Það þarf duglegt og kjarkmikið fólk til að halda svona stað í byggð eins og Laxárdal þar sem langt er á milli bæja og sam- göngur oft mjög erfiðar. En í raun er þar paradís á jörð. Það þekkti Björgvin og hlúði að. Hann hafði mikið gaman af börnum og átti stóran hóp af barnabörnum og kenndi þeim margt. Hann söng' með þeim og hjálpaði þeim að smíða sér smáhluti, fór oft í leikfimi með þeim og kenndi þeim nokkur glímu- tök, fyrir utan allar stundirnar sem þau áttu með honum í fjárhúsunum, og þar var alltaf nógur tími til að setjast á garðabandið og spjalla um lífið og tilveruna. Það er þeim mikils virði seinna meir að geta sagt að hann afi í Laxárdal hefði kennt þeim þetta eða hitt. Elsku Björgvin, takk fyrir allar stundirnar. Megi guð geyma þig og blessa. Þín tengdadóttir, Sigrún Heiðarbrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 ý slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐNIBJORGVIN HÖGNASON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.