Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 55 Stórmeistararn- ir í efstu sætum SKAK í|)róttahúsið við Strandgötu FJÓRÐA GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ 14.-22. des. - Aðgangur ókeypis. ÞEGAR fjórum umferðum er lokið á mótinu eru stórmeistar- arnir farnir að raða sér í efstu sætin og í kjölfar þeirra koma al- þjóðlegu meistararnir. Hins veg- ar eru það íslensku skákmenn- irnir sem hafa náð bestum ár- angri miðað við skákstig. Þannig hafa þeir Dan Hansson, Sævar Bjarnason, Arnar Gunnarsson og Kristján Eðvarðsson allir fengið hátt í vinningi meira en yænta mátti miðað við skákstig. Árang- ur Sævars þarf ekki að koma á óvart miðað við frammistöðu hans í skákmótum að undan- förnu. Hins vegar er ánægjulegt að sjá að Dan Hansson virðist engu hafa gleymt þrátt fyi'ir að hann hafi lítið teflt í kagpskák- mótum undanfarin ár. Urslit í fjórðu umferð urðu þess: Sævar Bjarnason - Aleksei Lugovoi 0-1 Vasily Yemelin - Alexander Raetsky V2-V2 Stefán Kiistjánsson - Ralf Akesson 0- 1 Krístján Eðvarðsson - Manuel Bos- boom 0-1 Albert Blees - Róbert Harðarson V2- a Arnar Gunnarss. - Tapani Sammalvuo VtrVz Áskell Örn Kárason - Bragi Þorfinns- son 1-0 Davíð Kjartansson - Jón Viktor Gunnarss. 0-1 Tómas Björnsson - Dan Hansson 0-1 Sigurður Steindórss. - Heikki Westerinen 0-1 Heimir Ásgeirsson - Bergsteinn Ein- arsson 0-1 Jón Árni Halldórss. - Bjöm Þorfinnss. V2-V2 Einar Kr. Einarsson - Einar H. Jens- son 0-1 Jón G. Viðarsson - Hjalti R. Ómars- son 1-0 Þorvarður Ólafss. - Kjartan Guð- mundss. 0-1 Röð efstu manna að loknum fjórum umferðum er þessi: 1.-2. Ralf Akesson, Aleksei Lugovoi 3V2 v. 3.-5. Vasily Yemelin, Alexander Raet- sky, Manuel Bosboom 3 v. 6.-14. Sævar Bjarnason, Albert Blees, Áskell Örn Kárason, Arnar Gunnars- son, Róbert Harðarson, Stefán Krist- jánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Tapani Sammalvuo, Dan Hansson 2V2 v. í fimmtu umferð tefla m.a. saman: Aleksei Lugovoi - Ralf Akesson Manuel Bosboom - Vasily Yemelin Alexander Raetsky - Albert Blees Jón V. Gunnarsson - Áskell Örn Kárason Tapani Sammalvuo - Stefán Krist- jánsson Róbert Harðarson - Arnar Gunnars- son Dan Hansson - Sævar Bjarnason Heikki Westerinen - Einar Hjalti Jensson Það verða því erlendu skák- mennirnir sem tína punktana hver af öðrum á pfstu borðum, sem gæti gefíð Islendingunum færi á að blanda sér í toppbarátt- una á nýjan leik. Stefán Kristjánsson sigrar á Bikarmóti TR Bikarmóti TR er lokið. Önigg- ur sigui'vegari varð Stefán Krist- jánsson sem hlaut 14 vinninga og gerði einungis tvö jafntefli. Tefldar voru atskákir og féllu keppendur úr leik eftir fímm töp. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Stefán Kristjánss. 14 v. (1 tap) 2. Guðni Stefán Pétursson 10 v. 3. Dagur Arngrímsson 8V2 v. 4. Halldór Pálsson 7V4 v. 5. Einar K. Einarsson 5!4 v. 6. Sigurður Ingason 5‘/2 v. 7. Rafn Jónsson 4 v. 8. Kjartan Ó. Guðmundsson 4 9. Guðmundur Kjartansson 3 v. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson BRIDS II111 sj011 Arnór G, Ragnarsson Bridgefélag Reykjavíkur þriðjudagskvöld BR Þriðjudaginn 16. var síðasta spila- kvöld þriðjudagskvölda BR fyiir jól. 18 pör spiluðu Monrad Barómeter. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spil- um á milli para. Efstu pör voru: Guðmundur Baldursson - Jens Jensson +55 Magnús Þorsteinss. - Guðmu. Vestmann +26 Guðbjörn Þórðarson - Jón Ingþórsson +21 Guðm. Skúlas. - Jón Viðar Jónmundss. +20 Sigurjón Karlsson - Aðalsteinn Sveinsson +20 11 pör tóku þátt í Verðlaunapott- inum. 1. verðlaun, 4.000 kr. runnu til Guðmundar og Jens og 2. verðlaun, 1.500 kr., runnu til Guðbjörns og Jóns. Hraðsveitakeppni BR Hraðsveitakeppni BR lauk mið- vikudaginn 16. desember. Sveit Sæv- ai-s Þorbjörnssonar vann eftir mikla keppni við sveit Samvinnuferða- Landsýn. Með Sævai-i spiluðu: Sverrir Ánnannsson, Sigti'yggm' Sigurðsson, Bragi Hauksson, Aðal- steinn Jörgensen og Baldvin Valdi- marsson. Fyrii' Samvinnuferðir- Landsýn spiluðu: Helgi Jóhannsson, Guðmundm- Sv. Hermannsson, Þor- lákur Jónsson, Guðmundur Páll Arn- arson, Karl Sigurhjartarson og Björn Eysteinsson. Lokastaða efstu sveita: Sv. Sævars Þorbjörnssonar 2368 Sv. Samvinnuferðar-Landsýn 2352 Sv. Steinars Jónssonar 2288 Sv. Arnar Amþórssonar 2286 Sv.Olís 2232 Sv. Gumma Pé og pjakkanna 2221 Sv. Guðnýjar Guðjónsdóttur 2221 Meðalskor kvölds vai- 540 og hæsta kvöldskor í hvorum riðli náðu: A-riðill Sv. Sævars Þorbjörnssonar 604 Sv. Samvinnuferða-Landsýn 602 Sv. Olís 578 Sv. Steinars Jónssonar 570 B-riðill Sv. Guðnýjar Guðjónsdóttur 609 Sv. Nota bene 606 Sv. Jóns Steinars Gunnlaugss. 594 Sv. Dúu Ólafsdóttur 559 Milli jóla og nýárs stendur BR fyrir einskvölds keppnum þriðjudag- inn 29. desember og miðvikudaginn 30. desember. BR stendur fyrir árlegu minninga- móti félagsins um Hörð Þórðarson. Mótið fer fram 27. desember og hefst kl. 12.00. Veitt verða verðlaun fyrh' 4 efstu sætin auk þess sem efstu pör í flokki kvenna, yngi'i spil- ara og eldri spilara fá verðlaun. Þátt- tökugjald er 2000 kr. á spilara. Spilaform er Monrad Barómeter. 11 umferðir með 4 spilum á milli para. Félag eldri borgara Fimmtudaginn 10. des. sl. spiluðu 20 pör Mitchell tvímenning. NS Rafn Kristjánsson - Oliver Kristóferss. 281 Jón Andréss. - Guðmundur Guðmundss. 244 Jón Stefánsson - Sæmundur Björnsson 240 AV Hannes Ingibergsson - Anton Sigurðsson 246 Ólafur Ingvarsson - J óhann Lúthersson 243 Þomrður Guðmundss. - Jóhann Guðmundss. 243 Meðalskor 216 Mánudaginn 14. des. sl. spiluðu 20 pör. Úrslit urðu þessi. NS Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 273 Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson 244 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 223 AV Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 306 Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss. 258 Sæmundur Björnsson - Jón Stefánsson 251 Meðalskor 216 Bridsdeildin óskar öllum félögum sínum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs. MINNINGAR KRISTJAN PÁLSSON + Kristján Páls- son fæddist á ísafirði 24. septem- ber 1916. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði 30. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Isa- fjarðarkirkju 5. des- ember. Okkur langar til að minnast ástkærs afa okkar sem er látinn eftir erfið veikindi. Mikið eigum við eftir að sakna hans afa okkar en hann er örugg- lega feginn að vera leystur frá erf- iðum veikindum. Alltaf var jafn gaman að koma í Hrannargötuna til afa og ömmu. Við sjáum afa fyrir okkur þar sem hann sat á stólnum við ofninn og reykti pípuna sína í rólegheitum. Þegar hann heyrði dyrnar opnast leit hann við og sagði brosandi: „Erað þið nú komnar, elskurnar?“ Ætíð fundum við hversu vel- komnar við vorum og ekki voru þær fáar ferðirnar sem við áttum til afa og ömmu. Stundum var hleg- ið að því að við áttum það til að koma inn og rétt segja halló og bless, en það var þessi vani hjá okkur að heilsa alltaf upp á afa og ömmu hvem dag. Þessar minning- ar eru okkur mjög dýrmætar og eigum við eftir að segja börnum okkar og vonandi barnabörnum frá því hve gott var að finna þessa hlýju og fá að umgangast afa eins mikið og við gerðum í uppvextin- um. Alltaf hafði afi nógan tíma til að tala við okkur og oft dansaði hann við okkur 0g seinna dansaði hann við bömin okkar á sama hátt. Alltaf fórum við vel saddar úr Hrannargötunni því það var vel passað upp á það að við borðuðum vel af því sem var á boðstólum. Ha- fragrauturinn var alltaf góður og sagði afí okkur að lýsið ætti alltaf að fylgja grautnum og við ættum að borða vel til að verða stórar og sterkar. Einnig sagðir hann okkur oft sögur af hans uppvexti og telj- um við að það hafí verið mjög gott fyrir okkur því þá vissum við hve vel við máttum el una við það sem við höfðum. Selma man mjög vel eftir því þegar afi var að gefa henni magamjólk og sagði alltaf að svona væri að vera veikur í maga en að magamjólkin lagaði mjög fljótt magaverkinn. Lína minnist þess þegar hún fór í göngutúr niður í bæ með dúkku- vagninn sinn og ein skiúfan í hon- um gaf sig, þá var að sjálfsögðu gengið upp í Hrannargötu og afí gerði við vagninn og hafði mikla ánægju af því. í dag notar langa- fastelpan hans vagninn og heldur skiúfan honum enn saman. Við minnumst þess þegar afi gaf okkur kringlu og kaffi, þá kenndi hann okkur hvernig ætti að borða kringlu á réttan hátt. Það var þannig að hann sat með sykurkarið og kaffibollann, dýfði síðan kringl- unni í kaffibollann og svo beint í sykurkarið. Þetta fannst okkur al- veg frábært því alltaf var verið að tala um hve óhollur sykur væri en afi hélt nú ekki, þess vegna sparaði hann aldrei sykurinn. Við munum eftir öllum ullasokk- unum sem afi prjónaði og útsaum- uðu myndunum sem hann saumaði eftir að hann hætti að vinna. Elsku afa þökkum við fyrir langa og góða samfylgd og munum alltaf minnast hans með gleði í hjarta því minningarnar um hann eru svo góðar. Ömmu þökkum við fyrir hversu vel hún stóð með afa í veik- indum hans enda hefur hún verið afa ómetanlegur styi'kur. Við biðj- um góðan Guð að vera með ömmu og Boggu. Selma og Dagbjört Lína Kristjánsdætur. Hann móðurafi okk- ar, Kristján Pálsson frá Isafirði, er látinn. Sjúkralega hans var stutt, aðeins ein vika. En hann afi okkar átti margar sjúkralegurn- ar að baki, enda var hann ekki góður til heilsunnar eftir sjó- slysið sem hann lenti í 1941, árið sem hún amma Munda gekk með hana mömmu okkar. En þrátt fyrir heilsuleysið sem hrjáði hann alla daga síðan bjó afi yfir miklum lífski'afti og bjartsýni. Okkur systkinin á Bakkavegi 13 langar að kveðja hann afa Didda með nokkmm orðum. Elsku afi Diddi. Það era vissu- lega blendnar tilfinningar sem við berum í brjósti á þessari stundu, annars vegar feginleiki fyrir þína hönd, elsku afi, því við vitum að þú varst orðinn þreyttur og þráðir hvíldina, og hins vegar mikill sökn- uður og sorg yfir því að við njótum samvistanna ekki lengur við þig. Við eigum margar góðar og falleg- ar minningar um þig, elsku afi. Þú varst alltaf svo blíður og góður við okkur og aldrei var langt í gaman- semina hjá þér. Hrannargata 8 var alltaf fastur viðkomustaður þegar við komum utan úr Hnífsdal og í bæinn. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu í Hrannó og síðar á Hlíf, enda komum við aldrei að tómu kotinu. Alltaf voruð þið og Bogga frænka að sýsla eitthvað, þær mæðgur voru gjarnan að gera eitthvað í eldhúsinu eða sátu við hannyrðir og þú sast á litla stóln- um við ofninn með pípuna þína. . Seinni árin tókst þú stundum í prjónana þína eftir að þú hættir að vinna í Ishúsinu. Það vora líka rnargir hissa þegar litlu börnin okkar fengu frá þér ullarsokka og sögðu að afi Diddi hefði prjónað þá. Þær vora ófáar ferðirnar sem við systkinin og síðar börnin okkar fórum með ykkur ömmu og Boggu í berjamó. Berin hafa alltaf verið fastur punktur hjá ykkur á haustin. Það var alltaf svo mikið sport að fara með ykkur í Engidal- inn á „Skódilakk" og tína aðalblá- berin. Þú sagðir okkur margar sögur, frá því að þú varst ungur drengur og frá því þegar þið amma hittust. Þú hafðir mikla unun af því að dansa og það kom alltaf glampi í augun þín þegar þú tókst okkur upp og síðar barnabarnabörnin þín og dansaðir við okkur. Alltaf vor- um við jafnhissa þegar þú fékkst þér kaffið þitt með öllum sykrin- um, þú fékkst þér alltaf fjórar skeiðar í kaffið því fimm voru of mikið, sagðir þú! Við sögðum líka að hún Sigi'íður systir okkar hefði lært það af þér að borða svona mikinn sykur. Elsku afí, við eram þakklát fyrir -r allar góðu stundirnar okkar saman og vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Elsku amma Munda og Bogga frænka, megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Halldóra, Sigríður Inga, Finnbjörn og Guðmunda Kristín. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BIRGIR BREIÐFJÖRÐ PÉTURSSON, Egilsgötu 18, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að kvöldi fimmtudagsins 17. desember. Jarðarförin auglýst síðar Erla Gísladóttir Lovísa Birgisdóttir, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Guðmundur Jónasson, Pétur Birgisson, María Aðalbjarnardóttir, Gísli Kristján Birgisson, Anna Kristín Kristinsdóttir, Ágústa Hera Birgisdóttir, Haukur Sigurðsson, Hlynur Freyr Birgisson, Stefanía Arnardóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RÖGNU EIRÍKSDÓTTUR, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sigursteinn Sævar Hermannsson, Jóhann Bragi Hermannsson, Eríkur Rúnar Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Þórarinsdóttir, Guðrún Ingadóttir, + Alúðarþakkir til þeirra ótalmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og kærleika við andlát og útför JÓNS HARALDSSONAR, Brekkubrún 6, Fellabæ. Læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild Landspítalans er einnig þökkuð af alhug um- hyggjan í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Hildigunnur Valdimarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.