Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 19.12.1998, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 87^ Sýnd kl. 5,7,9 og 11. b.u6. CoaáÍ H-J, Jfi www.vortex.is/stiornubio/ Magga Stína fær góöa dóma Drottning hi ar fjölsnærð danstónlistar TÓNLISTARBLÖÐ í Bretlandi og Bandaríkjunum gefa Plötu Möggu Stínu, „An Album“, mjög góða dóma, en platan er gefin út af fyrirtækinu Ear, sem er ný út- gáfa á vegum One Little Indian í eigu Bjarkar Guðmundsdóttur. í Evening Standard skrifar Max Bell að fyrsta platan sem gefin sé út af fyrirtæki Bjarkar sé með ..íslenskri kvenhetju með sinn eigin stíl.“ Hann segir að tónlistin sé seiðandi og grípandi og skemmtilega sérviskulegt útlit plötunnar eigi vel við tónlistina. Næsta Bond-lag? í Exposure skrifar Adam B að það sé „sjaldgæf ánægja að fá að heyra plötu sem sé jafn skemmtilega öðruvísi en aðr- ar plötur. Magga Stína blandi saman ólíkum tónlistarstíl- brigðum og syngi með sinni barnslegu rödd áhugaverða texta“. Hann segir að þessi samsetning minni stundum ó Björk en þó sé platan frumleg og einstök. Honum finnst lag- ið „Agent Bibi“ vera tilvalið sem titillag næstu James Bond- myndarinnar og talar um að textarn- ir séu stundum harkalegir, stundum sorglegir og að Magga Stína bregði fyrir sig íslenskunni á stundum. Eini ijóðurinn á plötunni að dómi Adam er að raddbeiting Möggu Stínu sé stundum svolítið fjarræn. Sá ljóður kemur þó ekki í veg fyrir að hann gefi plötunni fjórar stjömur. Abba og ættstórir síamskettir Derry Journal gefur Möggu Stínu einnig jákvæða umfjöllun en dómur- inn hefst á því að benda á að Magga Stína sé engin eftirmynd Bjarkar þótt þær eigi sama föðurland og talað er um að fyrri hljómsveit Möggu Stínu, Reptile, hafi hitað upp fyrir Sykurmolana fyrr á árum. „An Alb- um“ er sögð vera persónuleg plata og sagt að Magga Stína hljómi stundum eins og báðar söngkonurnar í Abba eða síamskettirnir í Hefðarköttun- um! Nú gæti einhverjum þótt þessi lýsing einkennileg en höfundur dómsins telur svo ekki vera því hann segir að Magga Stína ætti að eiga sér stað í hjarta hvers manns sem drottning hinnar fjölsnærðu danstón- listar. Hann klykkir út með að smá- skífulagið Naturally sé jafn skemmti- lega sérkennilegt og öll lögin sem Sykurmolarnir sendu frá sér og hægt sé að finna sömu „innblástursgeð- veikina" í gegnum alla plötuna og var aðalsmerki Molanna. Sarah skrifar í Waterfront að allir Bjarkar-aðdáendur skuli skella sér á n.Vju plötuna hennar Möggu Stínu enda séu þær náskyldar í tónlistinni. Hún segir að lög eins og „Naturally", ..Plights" og „Agent Bibi“ beri með sér sáðkorn snillinnar, og því séu það Hinir síungu sprellikarlar, Jack Lemmon og Walter Matthau fara á kostum í léttri og sprenghlægilegri gamanmynd um þá félaga Felix og Oscar sem hafa ekki hist í þrjátíu ár en nú þurfa þeir að ferðast saman í brúðkaup bama sinna! Sýnd kl. 5,7,9 og 11. vonbrigði að hlýða á „Butterfly Love“ og „Operation" sem standi þeim langt að baki. Tim L. skrifar í Blue Lines að dansþema svífi yfir vötnum plötunn- ar og gefi henni fágað yfirbragð. Pó séu einkennileg hljóð notuð inn á milli eins og tölvupíp og dýrahljóð en það gangi einhvern veginn alveg upp. Hann segir að rödd Möggu Stinu sé mýkri og ljúfari en rödd Bjarkar sem gæti aflað henni breiðari aðdáenda- hóps. Textarnir séu oft skrýtnir og samhengislausir, en þeir virki samt vel. „Ljóshærðar íslenskar konm- sem hljóma likt og Björk hafa þegar unnið hálfa orrustuna hjá mér, en Magga Stína rekur þar lokahnykkinn með stæl.“ Barry Witherden, lijá bandaríska blaðinu Soundcheck, gefur Möggu Stínu glimi-andi dóma og segir að nú megi Björk fara að líta yfir öxl sér á væntanlegan keppinaut. ,JVlagga Stína á sjálfstraustið sameiginlegt með Björk og hefur sama „úlfynju í sauðsgæi-u“-viðhorfið.“ Barry segir að heimur Möggu Stínu endurspegli stundum martraðai-kenndan heim þar sem tilfinningar og þrár ráða ríkjum. Af ofangreindum dómum má ráða að Magga Stína hafi unnið hug og hjörtu erlendra tónlistarrýna. Það verður að teljast gott þar sem greini- lega er alltaf fyrst byrjað á að bera íslenskt tónlistarfólk saman við frum- kvöðulinn Björk Guðmundsdóttur, sem er eins og hin erkitýpíska móðir íslenskrar popptónlistar í hugum er- lendra tónlistargagnrýnenda. Að komast gegnum þann samanburð er stórvirki í sjálfu sér. Barbie ilmvatn Ilmur fyrir ungar stúlkur aaraoai' v Clear Day Q AIGNER \ t'ARri/MS IW4 Ðnnigfrá Ravensburger... Fjöiskylduspil * púsiuspit • Þroskaspi! Málaö eftir númerum JÓLAGJÖF FJÖLSKYLDUNNAR SMbC HEIMAÍSVÉLIN Einfalt - Auðvelt - Fljótlegt Rjómaís - Mjólkurís - Jógúrtís ísinn tilbúinn á 30 mín. - Fjöldi uppskrifta fylgir AlþjóBa versSHiiarlitflagift elif. Skipholt 5, 105 Reykjavík, Sími: 5114100 Útsölusta&ir: Heimskringlan Kringlunni, Húsasmiðjan Skútuvogi, Rafbraut Bolholti, Samkaup Keflavlk, Árvirkinn Selfossi, Reynisstaður Vestmannaeyjum, K.A.S.K. Byggingavðrur Höfn. Rafalda Neskaupsstað, Sveinn Guðmundsson Egilsstöðum, K.Þ. Smiðja Húsavik, KEA Bygg- ingavörur Akureyri, KH Byggingavörur Blönduósi, Straumur Isafirði. Verslunin Vfk Ólafsvik, Rafþj. Sigurdðrs Akranesi._
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.