Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 42

Morgunblaðið - 19.12.1998, Page 42
42 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 HIKU MORGUNBLAÐIÐ m LUIl JÓLASIÐIR FYRR OG NÚ Þaðá bömum I HUGA okkar nú- tímamanna eru jólin fæðingarhátíð frelsar- ans. En löngu fyrir Kristsburð héldu menn hátíð og gerðu sér dagamun af ýmsu tilefni, einmitt á þess- um árstíma, í nánd við vetrarsólhvörfin. Sp- urnir af slíkum hátíð- um eru frá elstu tím- um og meðal hinna ftumstæðustu þjóða sem nú lifa. A norður- hveli jarðar þekkja menn þessar skamm- degis-hátíðir úr heiðni, þar sem menn fógnuðu rísandi sól með veisluhöldum, sem heiðnir menn kölluðu ,jól“, en mál- fræðingum hefur þó enn ekki tekist að finna viðhlítandi skýringu á frummerkingu orðsins. I ljósi tilefnisins væri ef til vill ekki úr vegi að kalla þessa hátíð „sól“, frekar en ,jól“(?), - en hér er ekki tilefni til að fara nánar út í þá sálma. Ein þekktasta sólrisuhátíðin var haldin í Róm til foma og nefndist Satumalia eftir frjósemisgoðinu Sat- úrnusi. Hún hófst 17. desember eftir okkar tímatali og stóð í nokkra daga, þar sem menn átu, drukku og voru glaðir, rétt eins og tíðkast á jólum enn þann dag í dag. Þegar breytt var um ríkistrú í Rómarveldi og tekin upp sóldýrkun, 2-300 árum eftir Krist, var sólhvarfadagurinn gerður að þjóðhátíðardegi og hann kallaður „fæðingai'dagur hinnar ósigrandi sólar“. En þá hafði dagatalið skekkst hjá Rómverjum, og sólhvarfadaginn bai- upp á 25. desember, en hefði átt að vera 22. desember, samkvæmt stjörnufræðilegum útreikningum. Eftir að kristni var gerð að ríkis- trú í Róm stóðu menn frammi fyrir þeim vanda að útrýma sóldýrkun- inni, sem reyndist þrautin þyngri. Einkum var það þjóðhátíðardagur- inn, 25. desember, sem fólki var annt um og vildu menn ógjaman missa af fagnaðarlátunum, leiksýningum, söngnum og dansinum sem þeim degi íylgdi, og því síður gjöfum í mat og víni. Eftir miklar umræður á kirkjuþingum samþykktu kirkjuyfir- völd í Róm að 25. desember skyldi vera fæðingardagur Krists og koma í stað fæðingardags hinnar „ósigrandi sólar“, en fyrsta örugga heimildin um að 25. desember sé talinn fæð- ingardagur Jesú Krists er í róm- versku dagatali frá árinu 354. Um hinn rétta fæðingardag Krists er hins vegar ekkert vitað með vissu. Glöggir menn hafa bent á að sam- kvæmt staðháttalýsingum í jólaguð- spjallinu bendi allt til að Jesú hafi fæðst að vori til, en allt er þetta afar óljóst og þess vegna gæti hann verið borinn um mitt sumar. Helgihald á íslandi Gera má ráð fyrir að í heiðni hafi jól verið haldin á íslandi með svip- uðu sniði og menn höfðu vanist í sín- um fyrri heimkynnum. Jólahald hef- ur þá líklega verið með tvennum hætti: Annars vegar jól á hverju heimili og hins vegar stórveislur fyr- ir heilar sveitir, þar sem héraðshöfð- ingjar sátu í öndvegi. Pessu má vissulega líkja við það sem nú tíðkast, þar sem kjamafjölskyldan er Á jólum halda menn fast í gamla siði þótt fornar hefðir á öðrum sviðum séu nú víð- ast hvar á hröðu undanhaldi. Sveinn Guðjóns- son tekur hér sam- an fróðleiksmola um jólahald og jólasiði og hvernig þeir hafa þróast í aldanna rás. saman heima hjá sér á aðfangadagskvöld, en síðan er haldið í stærri jólaboð hjá ættingjum og vinum og á ýmsar fjölmennari jólasam- komur. I heiðnum jólaveisl- um glöddust menn yf- ir mat og drykk og í Noregi var nánast skylda að eiga öl til jólanna, eins og kem- ur fram í Kristnirétti Gulaþingslaga, þar sem hverjum bónda og húsfreyju er gert skylt að eiga tiltekið magn af öli fyrir jól en gjalda fé ella. Ekki var skylda í fomís- lenskum lögum að eiga öl til jólanna, en Ijóst er af ýmsum frá- sögnum í Islendingasögum, að sjálf- sagt hefur þótt að bragga jólaöl. Svo virðist sem sólrisuhátíðir í heiðni hafi þvi fyrst og fremst verið til þess fallnar að létta mönnum lífið í svartasta skammdeginu og að menn hafi verið að skemmta sér, fremur en að hátíðin hafi haft trúar- legt vægi. Af sumum kvæðum og frá- sögnum má ennfremur ráða að hér hafi verið um að ræða drykkjuveisl- ur, og jafnvel kynsvall, eins og í kvæði Porbjöms hornklofa um Har- ald hárfagra, þar sem gefið er í skyn að ef konungur mætti ráða myndi hann drekka út jólin og heyja „Freys-leik“, en Freyr var guð frjó- semi. Einu atriðin, sem heimildir geta um íyrir utan át og drykkju, eru heitstrengingar. Þá stigu menn á stokk og strengdu þess heit að vinna eitthvert afreksverk fyrir næstu jól. Þessar hefðir era enn til staðar í jóla- og áramótasiðum okkar nútímamanna. Á jól- um gera menn sér dagamun í mat og drykk og um áramót heita margir því að breyta einhverju í fari sínu til hins betra, - til dæmis að hætta að reykja! Þegar kristni barst til íslands hafa hin fornu norrænu jól fallið saman við fæð- ingarhátíð Krists, sem þá var komin í fastar tímaskorður innan rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar. I heimahúsum má ætla að breytingin hafi í fyrstu ekki verið önn- ur en sú að í stað þess að drekka full ein- hverra heiðinna goða, eða forfeðra til árs og friðar, hafi menn van- ist á að signa ölið hina helgu nótt í þakkar- gjörð til Krists og sánkti Maríu, eins og fram kemur í Kristnirétti Gula- þingslaga. Eftir því sem kirkjum fjölgaði urðu messur veigamikill þáttur í helgihaldinu og var jóladagur eini helgidagur ársins, sem prestum var skylt að syngja þrjár messur á sama degi við sömu kirkju. Fyrst var tíða- söngur, sem hófst á miðjum jólaaftni klukkan 18, og þá stundum messað LAUFABRAUÐ, varðveitt á Þjóðminjasafni Islands, frá fyrri hluta 20. aldar. Morgunblaðið/Rax ÍSLENSKIR jólasveinar koma til byggða á ofanverðri 20. öld, í búningi hins alþjóðlega jólasveins. Undirbúningur jóla Jólafastan hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og dregur nafn sitt af þvi að ekki mátti borða kjöt á þess- um tíma í kaþólskum sið. Þessi tími kallast einnig aðventa og er orðið komið úr latínu, adventus Domini eða „koma Drottins“. Jólafastan ein- kennist öðra fremur af undirbúningi fyrir jólin. Hér áður fyrr, í sveitum, var keppst við ullarvinnu og tóskap og er frá því greint í þjóðsögum og víðar, að vinnuharkan hafi oft á tíð- um verið óheyrileg. Samkvæmt þess- um sögum vora dæmi um að hús- bændur hafi sett svokallaðar „augn- teprur“ á vinnufólk, svo að það sofn- aði síður við vinnuna, en þær voru gerðar úr smáspýtu eða beini á stærð við eldspýtu, til þess gerðar að halda augunum opnum. Ólíklegt verður þó að telja að slíkt kvalræði hafi almennt verið lagt á fólk, þótt vel sé hugsanlegt að húsbændur hafi notað hótun um þvílíkt athæfi sem svipu á hjúin. Á okkar dögum er algengt að vinnuálag aukist í desember, þótt auðvitað sé það misjafnt eftir störf- um manna. Hitt er ljóst að við und- irbúning jólanna ganga margir fram af sér og oft heyrir maður þennan undirbúningstíma jóla kallaðan ,jólafargan“ eða öðrum viðlíka nöfnum, sem bera með sér að þessi tími sé síður en svo tilhlökkunar- efni. En jólafastan býður vitaskuld einnig upp á ýmislegt skemmtilegt í leik og starfi, þótt oft hafi fólk „meira að gera“ á þessum árstíma en öðrum. Á jólaföstunni hafa íslendingar löngum verið gripnir þrifnaðaræði, enda hafa jólin jafnan verið mikil hreinlætishátíð hjá þjóðinni. Hér áð- ur fyrr var hreinlætisaðstaða afar bágborin, en óvíða var fólk svo sinnulaust, eða svo miklir sóðar, að ekki væri reynt að gera hreint fyrir jólin. Klæði, nærföt og rúmföt voru þvegin nokkram dögum fyrir jól og þeir sem ekki áttu fót til skiptanna urðu þá að halda kyrru fyrir í fleti sínu á meðan klæðin voru að þorna. Var það trú manna og von að ein- hvern þriggja síðustu daga íyrir jól myndi almættið senda þeim svokall- aðan fátækraþerri, það er þurran dag, svo fátæklingarnir gætu þurrk- að fót sín áður en jólahátíðin gengi í garð. „Jólabaðið“ er fastur liður í at- KONUR við túvinnu í fslenskri baðstofu um síðustu aldamót. Hér áður fyrr var keppst við ullarvinnu og tóskap á jólaföstunni og er frá því greint að vinnuharkan hafí oft á tíðum verið óheyrileg. líka ef söfnuður var saman kominn. Sjálf jólanáttmessan hófst á mið- nætti á jólanótt og að henni lokinni var sunginn tíðasöngur þar til morg- unmessa hófst klukkan 6 á jóladags- morgun. Við siðaskiptin vai-ð öll guðsþjón- usta einfaldari, en á stórhátíðum fengu þó gamlir siðir að halda sér lengi vel, þar á meðal jólanáttmess- an, allt þar til hún var bönnuð að undirlagi Lúðvíks Harboe og Jóns Þorkelssonar árið 1744. Jólanátt- messa var svo tekin upp aftur af séra Sigurði Pálssyni í Selfosskirkju árið 1958 og árið 1964 byrjaði herra Sig- urbjörn Einarsson biskup að hafa jólanáttmessu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hefur sá siður síðan breiðst út, þótt þessi messa sé harla ólík hinni gömlu jólanáttmessu í kaþ- ólskum sið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.